Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 15
DV LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996
15
Millistífir gormar
Ég lá í rúminu viö hliðina á
konunni og horfði til lofts. Hún
bylti sér á alla kanta, lá ýmist á
bakinu eða hliðinni. „Hossaðu
þér í rúminu,“ sagði minn betri
helmingur og hnippti i mig þar
sem ég lá eins og dauöyfli. „Æ, ég
kann ekki við það,“ svaraði ég
hjárænulegur. „Ég er ómöguleg-
ur sýningargripur." „Það er eng-
inn að horfa á þig,“ sagði konan
og tók mikla dýfú í breiðu hjóna-
rúminu. Rúmið var svo breitt og
vel gert að ég haggaðist ekki
þrátt fyrir sveiflumar í frúnni.
Konan var vel vakandi í rúm-
inu en alls ekki andvaka. Byltur
hennar tengdust heldur ekki
þreytu, hvorki líkamlegri né að
hún væri áberandi þreytt á
mannipum sínum. Það sem
henni hafði hins vegar tekist eft-
ir langa mæðu var að drösla hon-
um í hjónarúmabúð.
Sigdæld og gosórói
Sú góða kona hefúr talað um
þetta í mörg ár en ég er íhalds-
samur þegar kemur að hjónarúm-
inu. Rúmið höfúm við átt nokkuð
lengi og ég kann prýðilega við
það. Það er ekki hægt að segja að
það sé stásslegt lengur en gott til
síns brúks. Konan telur það
garm. Hún hefur flutt rökstuddar
tillögur um nýtt og betra. Rök-
stuðningurinn er sambland af
meintum verkjum í vöðviun og
beinum eftir legu í rúminu og
auglýsingaáróðri sölumanna
hjónarúma. Þeir halda því fram,
sem vel má vera, að við eyðum
þriðjungi ævinnar í rúminu. Ég
dreg það þó í efa því ég fer of
seint að sofa miðað við ókristileg-
an fótaferðartíma.
Við hófum sambúð okkar í
gömlu hjónarúmi sem okkur var
gefið. Það var þeirrar náttúru að
við hjónakornin sameinuðumst í
lægð í miðju rúminu. Ég setti
ekki út á þessa hönnun. Rúmið
var sterklega byggt að öðru leyti
og undir því 12 stálfætur. Sig-
dældin í miðjunni var líkust
Grímsvötnum eftir hlaup og vera
kann að hún hafi átt sinn þátt í
því að fjölskyldan stækkaði fljótt.
Það má því segja að sigdældinni
hafi fylgt stöðugur gosórói.
Fjalir létu undan
Þar kom þó að konunni þótti
tími kominn á gamla rúmið og
keypti nýtt. Það er rúmið sem við
eigum í dag og konan vill nú end-
umýja. Það má rétt vera að það
sé tekið að slitna en í því sef ég
þó eins og engill og enn hefur
enginn gormur skotist upp úr
því. Rúmið hefúr þó mátt þola
sitt af hverju og frúin hefur bent
mér á að tvær eða þijár botnfjal-
ir séu brotnar. Ég notaði tækifær-
iö og barði mér á bijóst. Sagði
þetta aðeins sýna hversu fjörug-
an eiginmann hún ætti. Það
mætti ekki kenna rúminu um
það og nýtt rúm gæti fljótlega
fengið svipaða meðferð. Hún dró
aðeins úr og benti á aö fjalimar
hefðu brotnað þegar krakkamir
voru að hoppa í hjónarúminu.
Ég vissi að ég var að tapa mál-
inu. Konan ætlaði sér að fá nýtt
rúm. Hún fór búð úr búð og kom
heim með rúmbæklinga. Þar gat
að líta breið rúm og mjó, há og
lág, fóta- jaftit sem höfðagafla,
náttborð og skápa í stfl. Á sum-
um myndunum var hægt að
spegla sig frá toppi til táar í inn-
réttingunum. Frúin vísaði til
sölumanna, kírópraktora og vin-
kvenna. Allur þessi fjöldi vitna
var einróma. Nýtt rúm var nauð-
syn. Þegar ég loks gaf mig og fór
með í búðimar vom dagar gamla
rúmsins taldir.
Konunglegt róm
Konan hallaðist helst að
sænskum rúmum eða amerísk-
um. Þar var hægt að fá mjúkar
dýnur, millistífar og stífar, allt
eftir líkamlegu ástandi kaupand-
ans. Boöið var upp á rúm í kon-
unglegum stærðum, jafnt sem
fyrir drottningar. Ég hafði ekki
margt til málanna að leggja ann-
að en það að ekki kæmi til greina
önnur stærö en konungleg.
Konan var ekki að tvínóna við
hlutina. Þegar í fyrstu búð vatt
hún sér að fjallmyndarlegum
sölumanni. Hann var þrekinn um
axlir og lær, úthvíldur og hress.
Það kom enda fljótlega í ijós að
hann svaf í eins rúmi og hann
vildi selja okkur hjónunum. Sú
sælutíð hans hafði byijað fýrir
þremur mánuðum er hann henti
tíu ára gömlu rúmi sínu og hóf
nýttlíf.
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
Hann bauð okkur þegar I stað
að taka 20 ára ábyrgð á nýja rúm-
inu. „Þessi maður lítur allt öðru-
vísi út um jólin,“ sagði sölumað-
urinn og leit til mín. „Þá verður
hann farinn að skokka daglega,
stunda sund og leikfimi. Allt
vegna þess hve hann vaknar
hress.“ Konan virtist áhugasöm
um rúmið og tók undir með ítur-
vöxnum sölumanninum. Breyt-
ingar væri þörf hjá eiginmannin-
um, jafnvel byltingar.
Mjúkt, millistíft eða stíft
Ég spurði sölumanninn í sak-
leysi mínu hvort hann léti ófrið-
lega í rúmi fyrst hann hefði eyði-
lagt sitt á áratug. Konan gaf mér
olnbogaskot og mér skildist á
henni að mér kæmi það ekki við
hvemig maðurinn færi í rúmi.
Til þess að koma sölumálunum
aftur á rétta braut lagðist hún
endilöng í rúmið. Mér þótti hún
fara vel á kodda og hafði orð á
því. Óvanalegt væri samt að sjá
hana í leðurstígvélum og kápu í
rúminu. Hún heyrði ekki athuga-
semdina enda voru þau sölumað-
urinn komin í vitræna umræðu
um mjúk rúm, millistíf og stíf.
Konan kaus mfllistíft að loknum
prófunum. Það átti einkar vel við
hrygginn á henni að mati sölu-
mannsins. Ég var ekki prófaður
sérstaklega í einstökum stífleik-
um og því síður beðinn um álit á
hrygglengju konunnar.
Samt var ég hafður með í hluta
tilraunanna. Sölumaðurinn hafði
farið mörgum orðum um gorma-
kerö rúmsins. Ekki man ég hvort
gormarnir skiptu hundruðum
eða þúsundum en þeir voru ein-
stakir í sinni röð. í konunglegu
rúminu átti konan að geta sofið
þrátt fyrir sveiflur í eiginmann-
inum. Gormamir sáu fyrir því.
Allar hreyfingar hurfu inn í gor-
makerflð og dóu út. „Þetta er eitt-
hvað annaö en gamla brakið,"
sagði konan um leið og hún lét
mig standa upp og skella mér aft-
ur harkalega í rúmið. Ég var líka
í skónum í rúminu og spurði
sölumanninn hvort ekki væri
viðkunnanlegra að ég færi úr
þeim. Hann neitaði því og benti
mér á dulu sem lá þvert yflr rúm-
ið, undir fótum okkar hjóna.
Öfugur rúmteppapakki
Ég sneri mér að konunni í
rúminu. „Finnst þér þetta geta
gengið?“ spurði ég. „Hér liggjum
við á ókunnum stað með ókxmn-
um manni uppi í hjónarúmi, al-
klædd um miðjan dag. Konan
náði ekki að svara áður en dyr
verslunarinnar opnuðust og inn
komu hjón með barn. Konan
horfði á mig þar sem ég lá endi-
langur í rúminu og bamið benti á
okkur hjónin. Maður konunnar
reyndi að halda andlitinu. Ég
spratt upp eins og hjónarúms-
gormur og strauk föt mín.
„Þau voru uppi í rúmi í skón-
um,“ sagði barnið við móður
sína. „Má það?“ Ég sá og heyrði
að móðirin sussaði á bamið og
faðir þess lést skoöa rúmteppi af
mikilli áfergju. Ég sá það á hon-
um að hann var ekki vanur rúm-
teppaskoðun enda sneri pakkinn
öfugt. „Af hveiju vora þau ekki
með sæng?“ hélt bamið áfram.
„Farðu til hans pabba þíns,“
sagði konan sem ekki réð við
eðlilega forvitni bamsins. Ég réð
heldur ekki við sjálfan mig og
sagði eiginkonu minni að ég
þyrfti nauðsynlega að skreppa út
í bíl. Hún hefði fullt umboð til
þess að ganga frá kaupum á rúm-
inu og skipti mig það engu á þess-
ari stundu hvort það væri mjúkt,
millistíft eða stíft.
Síðasta rúmið í gámnum
Þegar ég gekk á dyr lá eigin-
kona mín enn í hjónarúminu og
sölumaðurinn sat á bríkinni hjá
henni. Þau virtust ekki hafa hinn
næma skilning minn á ástandinu
í versluninni.
Sálarástand mitt var komið í
jafnvægi þegar konan kom út í
bíl eftir drykklanga stund. Svo
vel vildi til að hennar sögn að
sölumaðurinn átti einmitt eitt
rúm eftir í gámi, rúm sem var
eins og sniðið fyrir líkamsbygg-
ingu okkar. Hún lét það tækifæri
sér ekki úr greipum ganga.
Gegnum verslunargluggana sá
ég að sölumaðurinn sat á brík-
inni hjá hinni konunni. Hún bylti
sér í rúminu hjá honum um leið
og hann leit niður eftir hrygg-
lengjunni á henni. Maðurinn
hennar var enn að handfjatla
rúmteppapakka úti í homi.
Mig gmnar að sölumaðurinn
hafi líka átt síðasta rúmið í gámi,
einmitt handa þeim.