Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoöarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLT111, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Rústir Rússlands Óhjákvæmilegt var, að Alexander Lebed yrði rekinn úr ráðherraembætti yfirmanns rússneska öryggisráðs- ins. Hann fer sínar eigin leiðir og lætur ekki að stjórn, svo sem greinilega kom í ljós, þegar hann samdi frið í Tsjetsjeníu gegn vilja valdamikilla ráðamanna í Kreml. Höfuðástæðan fyrir brottrekstri Lebeds er, að hann skyggði á rónann, sem getur ekki leikið hlutverk forseta ríkisins vegna langvinnrar legu á sjúkrahúsum og heilsuhælum. Jeltsín gat aldrei lengi sætt sig við, að einn ráðherrann krefðist afsagnar forsetans hvað eftir annað. Lebed er raunar að sumu leyti það, sem Jeltsín var, áður en hann eyðilagði heilsu sína. Lebed er kjarkmað- ur, sem nýtur almenns trausts og víðtækrar hylli, fyrst sem herstjóri og síðan sem friðarsinni. Enda ber hann sjónarmið sín á torg og nærist á almenningsáliti. Jeltsín er lifandi lík í embætti og reynir að tefla öðr- um ráðamönnum ríkisins þannig, að þeir haldi hver öðr- um í skefjum. Lebed var of stór í sniðum fyrir þá tafl- mennsku forsetans, en verður honum ekki síður óþægur ljár í þúfu í andstöðu utan ríkisstjórnarinnar. Lebed getur núna vísað til ljómans af ferli sínum, fyrst í Afganistan, síðan í Moldavíu og síðast í Tsjetsjeníu, án þess að þurfa að taka frekari ábyrgð af þátttöku í ríkis- stjórn, sem er dæmd til vandræða og óvinsælda. Hann mun eiga léttan leik sem and-Jeltsín ríkisins. Lebed þarf ekki að hafa fyrir því að sameina pólitisk- ar hreyfingar eða sættast við smákónga í stjórnarand- stöðunni. Hann mun bara halda áfram að leika einleik og bíða færis í næstu forsetakosningum. Honum mun duga eigið persónufylgi, ef hann teflir áfram rétt. Með þessu er ekki verið að segja, að Lebed muni í fyll- ingu tímans verða farsæll forseti. Hann býr yfir ríkri einræðiskennd, sem ólíklegt er, að þoli mikil völd til lengdar. Hann er illa að sér, meðal annars um efnahags- mál, og er fullur fordóma, til dæmis í garð Vesturlanda. Hins vegar er líklegt, að hann muni sem forseti reyna að takast á við verstu vandamálin heima fyrir, þau sem hafa margfaldazt á stjórnleysistíma Jeltsíns róna. Lebed mun ganga betur að koma á lögum og reglu og koma böndum á glæpaflokkana, sem núna fara sínu fram. Rússland Jeltsíns er í rústum. Fingralangir skriffinn- ar, ríkisforstjórar, herforingjar og undirheimaleiðtogar hafa stolið öllu steini léttara í landinu. Lög og réttur hafa vikið fyrir hnefarétti götunnar. Raunverulegt vald- svið ríkisstjómarinnar þrengist stöðugt. Það kaldranalega er, að sá ráðherra, sem mesta ábyrgð ber á verstu óförum ríkisvaldsins, ósigri þess fyr- ir glæpalýð götunnar og blóðbaði þess í Tsjetsjeníu, Anatolí Kúlikov innanríkisráðherra var einmitt sá, sem hafði frumkvæði að hreinsun Lebeds úr ríkisstjóminni. Frá sjónarmiði umheimsins er ástandið skelfilegt í Rússlandi og á eftir að versna enn. Forsetinn rorrar á sængurkantinum, sefasjúkir hirðmenn berjast um völd- in, undirheimar leika lausum hala og blóðug átök við sjálfstjómarhreyfingar munu blossa upp að nýju. Þetta ótrausta innanlandsástand mun óhjákvæmilega leiða til ótraustrar stefnu í utanríkismálum og því mið- ur einnig til aukinnar ofbeldishneigðar í samskiptum við nánasta umhverfi Rússlands. Ríkið mun verða til aukinna vandræða í fjölþjóðlegum samskiptum. í þessu fljótandi ástandi verður brottför Lebeds úr rík- isstjóm til þess að auka óvissuna og veikja þær leifar, sem enn em af ríkisstjómarvaldi í rústum Rússlands. Jónas Kristjánsson Barátta harðnar um stól Jeltsíns Borís Jeltsín Rússlandsforseti hefur ekki getað fyrirgefið Alex- ander Lebed að hafa þurft að leita á náðir hershöfðingjans fyrrver- andi til að tryggja sér endurkjör í síðari umferð forsetakosninganna í sumar. Strax í júlí, skömmu eft- ir kosningamar, tók Jeltsín yfir- umsjón með málefnum hergreina úr höndum Öryggismálaráðsins, sem Lebed var yfir, og stofhaði sérstakt Landvarnaráð undir for- sæti Viktors Tsjemomyrdíns for- sætisráðherra. Meðan Lebed var að koma á friði í Tsjetsjeníu lét Jeltsín sér fátt um finnast og hreytti jafnvel í hann ónotum. Öryggismálaráð- gjafi forsetans náði ekki fundi hans í hálfan annan mánuð þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þegar Lebed fékk loks áheyrn í upphafi þessa mánaðar gerðist það ekki fyrr en hann hafði hótað afsögn, meðal annars vegna þess að Jeltsín hafði skipað yfir starfsemi Landvarnaráðsins og sér í lagi for- frömun manna í hergreinum Júrí Batúrín, keppinaut Lebeds og fyr- irrennara í starfi öryggismálaráð- gjafa forsetans. Þá tók Lebed afsögn sína aftur vegna þess að Jeltsín féllst á að leggja í fyrsta skipti opinberlega blessun sína yfir friðargerðina í Tsjetsjeníu. En hann neitaði sem fyrr að velja milli Lebeds og Anatolís Kúlíkofs innanríkisráð- herra sem ekkert tækifæri hefur látið ónotað til að væna öryggis- málaráðgjafann um föðurlands- svik fyrir að semja frið við Tsjetsjena í stað þess að leyfa sér að beita hersveitum innanrikis- ráðuneytisins til að berjast við þá til þrautar. Kúlíkof hefur aldrei fengið orð fyrir hugdirfsku og því mátti ljóst vera að hann teldi sig hafa öflug- an bakhjarl þegar hann kallaði fréttamenn saman til að saka Lebed um að undirbúa valdarán og vera að koma sér upp 50.000 manna einkaher í því skyni. Að auki hefði hann fyrirheit um lið- veislu 1.500 byssumanna Tsjetsjena. Tsjernomyrdín forsætisráð- herra kvað valdaránsásakanir til- hæfulausar en að ráði hans og Anatolís Tsjúbæs starfsnianna- stjóra vék Jeltsín engu að síður Lebed úr forsæti Öryggismála- ráðsins og starfi öryggismálaráð- gjafa. Degi síðar var því svo bætt við að Lebed væri áfram sérlegur fulltrúi forsetans í málefnum sem Tsjetsjeníu varða. Óljóst er hvort þessi eftirþanki Kremlverja er til þess sniðinn að reyna að hafa áfram nokkurt tak á Lebed eða hvort þeir sem með raunveruleg völd fara þar á bæ í veikindum forsetans vilja ekki Alexander Lebed ver friöargeröina í Tsjetsjeníu úr ræöustól Dúmunnar, neöri deildar Rússlandsþings. forsetavaldið meðan Jeltsín verð- ur óstarfhæfur vegna fyrirhugaðr- ar hjartaaðgerðar í næsta mánuði. En Lebed hefur þegar unnið sér lýðhylli umfram alla aðra rúss- neska stjómmálamenn, ekki síst fyrir að stöðva blóðbaðið í Tsjetsjeníu. í skoðanakönnun í þessum mánuði voru 40% að- spurðra Rússa i engum vafa um að hann væri sá stjórnmálamaður sem þeir treystu best. Traustið á Tsjernomyrdín var aðeins rúmur þriðjungur af þeirri tölu. Lebed hefur skorað á „vopna- bræður og stuðningsmenn“ að halda ró sinni og heitir að heyja baráttuna sem í hönd fer á grund- velli rússneskrar stjómskipunar. En sjálfur hefur hann sagt að ástandið í hernum sé slíkt vegna fjársveltis að upp úr geti soðið. Landvamaráð Tsjernomyrdíns gaf út áminningu til allra herstjórnar- svæða um ráðstafanir til að halda uppi aga og reglu fyrir frávikn- ingu Lebeds. Ákvörðunin um að vikja Leded til hliðar með þeim hætti sem gert var er verk þeirra sem áhrifa- mestir em í innsta hring í Kreml. Þeim er líka manna best kunnugt um raunverulegt heilsufar og batahorfur Jeltsíns. Asinn á að losa sig við skæðan keppinaut um hver við taki af forsetanum vekur gmn um að þær þyki ekki einsýn- ar á betri veg. gefa stríðsflokkum sem Kúlíkof er fulltrúi fyrir alltof lausan taum- inn. Brottvikning Lebeds er í raun- inni upphafið á alvarlegri baráttu Eriend tíðindi Magnús Torfi Ólafsson um hver taka skuli við forseta- embættinu af Jeltsin. Hershöfð- inginn fyrrverandi hefur aldrei dregið dul á að hann telji sig manna best fallinn til að verða næsti forseti Rússlands. Bæði Tsjernomyrdín og Tjúbæ hafa einnig augastað á forsetastólnum og eins og stjómarskráin mælir fyrir fer forsætisráðherrann með skoðanir annarra Barnaþrælkun „115 milljónir barna í Indlandi stunda vinnu og að minnsta kosti 15 milljónir eru raunverulegir þrælar, samkvæmt nýlegri könnun mannréttin- dasamtaka. Örvæntingarfullir foreldrar undirrita samning um sölu á bömunum til vinnu fyrir lága upphæð sem er dulbúin sem lán. Þeir geta hins veg- ar aldrei endurgreitt þar sem laun barnanna eru svo lág. Aðbúnaður barnanna er eins og hjá þræl- um, þau eru barin ef þau reyna að flýja og vinna 11 til 12 stundir á dag við hættuleg skilyrði. Þessi plága er ekki bara í Indlandi. Böm era látin þræla í mörgum fátækum löndum." Úr forystugrein Washington Post 17. okt. Kosningaframlög „Það er ekki ólöglegt fyrir bandarísk dótturfyrir- tæki erlendra fyrirtækja eða útlendinga með löglegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum að gefa fé til stjóm- málabaráttu. En í síðasta mánuði skiluðu demókratar 250 þúsund dollara framlagi frá suður- kóreskri samsteypu þegar Los Angeles Times upp- lýsti að peningamir hefðu komið erlendis frá. Það getur vel verið að framlög Riady fjölskyldunnar séu lögleg, eins og menn Clintons segja. En það þarf að komast til botns í því hvemig tengslunum milli stjórnarinnar og Riady er háttað.“ Úr forystugrein New York Times 17. okt. Mikilvægt aö tala „Það má ekki koma fyrir að hin gamla regla um þögn verði í gildi á meðan réttarhöld fara fram í hinu mikilvæga grundvallarmáli sem andstæðingar Evrópusamhandsins hafa höfðað gegn ríkisstjórn- inni vegna meints brots á stjómarskránni þegar Danmörk gerðist aðili að Maastrichtsamkomulag- inu. Reglan um þögn gildir auðvitað ekki í þessu máli. Sá hluti Evrópusambandsumræðunnar sem snertir sjálfstæði Danmerkur má ekki liggja í dvala í eitt til tvö ár þar til dómur verður kveðinn upp.“ Úr forystugrein Politiken 15. okt. Slmamynd Reuter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.