Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 52
Qvikmyndir LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 DV - A KVIKMYILDA Háskólabíó - Klikkaði prófessorinn: Eddie Murphy í fínu formi Eddie Murphy hefur ekki verið hátt skrifaður að undanfornu. Gamanleikarinn sem var i sporum Jims Carreys fyrir tíu árum hefur tekist að gera sig nánast óþolandi í nokkrum misheppnuðum myndum. En þeir mörgu sem höfðu misst trúna á kappann verða að gjöra svo vel að endurskoða hug sinn því hann fer á kostum í Klikkaða prófessomum (The Nutty Professor) og hefur aldrei verið betri. Að vísu fær hann mikla hjálp frá förðunar- meisturum sem hefur tekist að breyta Murphy í 150 kílóa flikki á trúverðugan hátt. Og ef það er einhver sem kami að nýta sér gervi til fúlls þá er það Murphy. Hann hefur áður leikið mörg hlutverk i einni mynd en hér kórónar hann aÚt annað sem hann hefur gert. Klikkaði prófessorinn er byggður á kvikmynd sem Jerry Lewis gerði fyrir rúm- um þijátíu árum og hét sama nafhi. Lewis byggði á hinni þekktu Dr. Jekyll og Mr. Hyde formúlu og Eddie Murphy gerir í raun það sama en hefur tekist að fmna nýjan flöt sem er að breyta feitum manni í grannan og eins og sagan gerir ráð fyrir er önnur persónan góð en hin slæm. Feiti prófessorinn, Sherman Klump er hið mesta ljúfmenni en Buddy Love er kjaftfor töffari sem reynir að lokum að ganga alveg frá Klump. Þótt Buddy Love sé hinn mesti vargur er í þvi hlutverki hinn eini sanni Eddie Murphy og þegar Eddie Murphy tekst vel upp sem Eddie Murphy er hann óborganlegur eins og í atriðinu þegar hann tætfr í sig meinfysinn grínista sem hafði gert lítið úr Klump. í hinum hlutverkunum byggist grinið meira á líkams- burðum persónunnar og tekst Murphy vel að fara hinn gullna meðalveg þótt feitt fólk fái svo sannarlega sinn skammt af gríninu. Klikkaði prófessorinn er hreinn farsi og vel heppnaður sem slíkur. Brandarar og ýmis atriði eru að sjálfsögðu misgóð en þegar á heildina er litið er myndin góð skemmtun. Leikstjóri: Tom Shadyac. Handrit: David Sheffield, Barry W. Blaustein, Tom Shadyac og Steve Oedeker. Kvikmyndataka: Julio Macat. Tónlist: David Newman. Aöalleikar- ar: Eddie Murphy, Jada Pinkett og James Coburn. Hilrnar Karlsson Regnboginn - Sex: Stunur í símanum ** Hvað gerir ung og upprennandi leikkona í New York sem neitar að koma fram brjóstaber í mynd hjá QT (Quentin Tarantino) og klúðrar þar með hæfh- isprófmu? Ætli svörin séu ekki jafnmörg og leikkonumar en hún Judy, aðal- persónan í nýjustu myndinni hans Spikes Lees, ákveður að nota leiídistar- hæfileika sína í að veita aðþrengdum körlum kynferðislega fullnægingu í gegnum síma. Einhvem veginn verður maður að vinna sér inn peninga fyrir leigunni og saltinu í grautinn á meðan beðið er eftir stóra tækifærinu. Áöur hafði stúlkan reynt að vinna fyrir sér með því að dreifa flugritum á götum úti. Judy finnur sig svo í símasexinu að ekki líður á löngu áður en hún er orðin eftirsóttasta stúlkan i fyrirtækinu, á sér marga fastakúnna, mismikla öf- ugugga, og tengist sumum of sterkum tilfinningaböndum. Og fyrr en varir er Judy komin á hraðferð niður í hyldýpið, næstum búin að gleyma vinum sín- um eins og hafnaboltamyndasafnaranum Jimmy sem Spike Lee leikur sjálfúr. Það verður nú að segjast eins og er að Spike Lee hefur oft gert miklu betur en hér. Ef eitthvað er að marka mynd þessa þá er símasex nú ekki sérstaklega fjölbreytileg iðja og hreint ekki neitt sexí. Þótt góðir gamansprettir séu í fyrri hluta myndarinnar, þetta er jú gamanmynd, á meðan Judy er að koma sér fyr- ir í hinni nýju tilveru sinni verður sagan sífellt teygðari og langdregnari eftir þvi sem á líður og skemmtftegheitin rjúka út í veður og vind. Ef þetta á að vera ádeila á stöðu blökkukvenna (símasexsölukonumar eru flestar svartar en eiga að vera hvítar i símanum, nema annars sé sérstaklega krafist, og kúnn- amir era allir hvítir) fer sá broddur lika fyrir ofan garð og neðan. Spike Lee hefur safhað í kringum sig ágætum leikarahópi þar sem mest mæð- ir á Theresu Randle. Hún stendur sig með prýði, svo og stallsystur hennar. Þá kemur fram í myndinni fjöldi frægs fólks í pínulitlum hlutverkum og má hafa af þvi nokkurt gaman. Leikstjóri: Splke Lee. Handrit: Suzan-Lori Parks. Leikendur: Theresa Randle, Jenifer Lewis, Michael Imperioli, Peter Berg, Isaiah Washington, Spike Lee, Quentin Tarantino, Naomi Campbell, Ron Silver, Halle Berry, Madonna. GB Sambíóin - Dauðasök: irk Morð eða réttlætanleg dráp Kvikmyndaiðnaðinum í Hollywood er orðinn vandi á höndum þegar þeirra hæfustu leikstjórar eru meira með hugann við viðskiptahliðina, hvemig best er að selja, heldur en að koma frá sér góðri mynd en þetta er sú gryfja sem Joel Schumacher, ágætur leikstjóri, sem á að baki nokkrar athylisverðar myndir, hefur fallið í og þegar horft er á Dauðasök (A Time to Kill) er mjög greinilegt að innihaldið er látið víkja fyrir sölumennskunni. Dauöasök er gerð eftir ágætri bók Johns Gris- hams, sem tekur á viökvæmu máli í Suðurríkjun- um, samskiptum svartra og hvítra. Sagan er dramatísk og hefur meiri dýpt en flest- ar aðrar bækur Grishams. En Schumacher er svo í mun að selja myndina að þegar Grisham, sem hafði valdið til að velja aðalleikarann, valdi óþekktan leikara varð að stækka hlutverkið, sem Sandra Buliock leikur, með þeim afleiðingum að oft þeg- ar hún birtist þá dettur niður dramað sem búið er að byggja upp. Dauðasök er réttardrama sem fjallar um ungan lögfræðing sem tekur að sér að verja svartan mann sem drepið hefur tvo hvíta menn sem misþyrmdu og nauðguðu tíu ára dóttur hans. Og hann drap þá fyrir framan augu margra vitna. Var þetta yf- irvegað morð eða gerði faðirinn rétt í að drepa þá þar sem sýnt var að þeir myndu sleppa með væga dóma? Saksóknarinn, sem Kevin Spacey leikur mjög vel, og ungi reynslulausi lögfræðingurinn reyna hvor um sig að sannfæra kviðdóminn. Það er margt vel gert í Dauðasök og Schumacher heldur vel utan um allt saman. En á kostnað Söndru Bullock hefði mátt gera mun betra drama úr því sem gerðist í réttarsalnum. Atburðarásin þar er slitin í sundur óþarflega mikið. Nýstimið Matthew McConauhey nær góðum tökum á hlutverki sínu og kemst meira að segja klakklaust frá miklu tilfmningaatriði í lokin, atriði sem rambar á barmi væmni. Helsti mótleikari McConaughey, Samul L. Jackson í hlutverk hins ákærða er einnig góður og samleikur þeirra er með miklum ágætum. Leikstjóri: Joel Schumacher. Handrit: Akiva Goldsman. Kvikmyndataka: Peter Menzies jr. Tónlist: Elliot Goldenthal. Aðalleikarar:Sandra Bullock, Samuel L. Jackson, Matthew McConaaughey, Kevin Spacey, Brenda Fricker, Oliver Platt, Patrick McGoohan og Donald Sutherland. Bönnuð börnum innan 16 ára. Hilmar Karlsson Yfirfullt af „óskarsmyndum" Nú fer sá timi í hönd sem stóru kvikmyndafyrirtækin í Bandaríkj- unum eru í óða önn að fara að setja á markaðinn þær kvikmynd- ir sem líklegastar eru að þeirra mati til að verða heitar þegar kemur að óskarsverðlaunatilnefn- ingunum en rúmir tveir mánuðir eru til stefnu. Allir vonast eftir að þeir séu með næstu Driving Miss Daisy eða Schindler’s List. Lík- legra er þó að í fórum þeirra sé önnur Cobb eða At Play in the Field of the Lord en þær áttu báð- ar að verða „óskarsmyndir" í fyrra en eru nú öllum gleymdar. Þær kvikmynd- ir sem þegar hafa verið frumsýndar og þykja koma til greina við tilnefningar miðað er við þá góðu gagnrýni sem þær hafa fengið hafa flestar komið frá óháðum kvikmyndafyr- irtækjum en hafa einnig gert það ágætlega í aðsókn. Eru þar helstar Fargo, Lone Star, Trainspotting og Emma. Það eru margar kvik- mynd- imar sem kvikmyndaframleiðend- urnir treysta á þessa dagana og tala margir um að það sé yfirfullt af „óskarsmyndum". Af þeim sem helst þykja koma til greina og á eftir að frumsýna má nefna: Ghost of Mississippi sem Rob Reiner leikstýrir. Fjallar hún um leit að morðingja mannréttindaleiðtogans Medgars Evers. í aðalhlutverkum eru Alec Baldwin, Whoopi Gold- berg og James Woods. The Cruci- ble er ný kvikmyndaútgáfa eftir leikriti Arthurs Mill- ers Shirley MacLaine vann óskarsverölaun fyrir leik sinn í Terms of Endearment. Fimmtán árum síö ar leikur hún aftur Auroru Greenway í The Evening Star. um réttarhöldin yfir galdrakonum í Salem. Leikstjóri er Nicholas Hytner (The Madness of King Ge- orge), í aðalhlutverkum eru Dani- el Day-Lewis og Winona Ryder. The People vs. Larry Flynt er um samnefndan klámkóng, Milos Forman leikstýrir. The Evening Star er kvikmynd sem margir bíða spenntir eftir en hún er fram- hald óskarsverðlaunamyndarinn- ar Terms of Endearment. Þetta er aðeins toppurinn á ísjakanum. Til viðbótar má nefna kvikmynd Kenneths Brannaghs, Hamlet, sem er stjömum prýdd útgáfa af þessu frægasta leikriti allra tima en hún gæti átt erfitt uppdráttar vegna þess hversu löng hún er. Talandi. um Shakespeare þá verða tvær aðar myndir frumsýndar á næst- unni sem tengjast honum, nútíma- útgáfa af Rómeó og Júlíu og er sögusviðið fært til Miami í þeirri mynd, og Looking for Richard sem er fyrsta kvikmyndin sem A1 Pacino leikstýrir. Þá verða margverðlaun- aðir leikstjórar á borð við Jane Champion og Ang Lee með nýjar myndir fyrir jólin og svona mætti lengi telja. Margar þeirra mynda sem ætlað er að ná til þeirra sem velja ósk- arstilnefningar fá að- eins litla dreifíngu í byrjrrn og áætlað frá >0.-27. des- em- ber, sem em síð- ustu dagarnir, verði flmmtán kvikmyndum dreift í nokkur kvik- myndahús svo þær geti talist gild- ar til óskarsverðlauna. -HK Kvikmyndahátíð í Reykjavík 1996: A sjötta tug kvikmynda Emma, sem gerö er eftir skáldsögu Jane Austin, hefur fengiö mikiö lof og þá ekki síst Gwyneth Paltrow fyr- ir túlkun sína í titilhlutverkinu. Matthew McConaughey og Kris Kristofferson í kvikmynd Johns Sayles, Lone Star. lagi um heimsbyggðina svo og nýjar kvikmyndir sem eru að hefja för sína um heiminn. Of langt mál er að telja upp alla titlana en bent er á bækling sem Kvikmyndahátíð gefur út og væntanlegur er. Ef stiklað er á stóru þá má nefna tvær kvikmyndir sem undanfamar vikur hafa vakið mikla athygli í Bandarikjunum, Emma og Lone Star, tvær kvikmyndir Waynes Wangs, Smoke og Blue in the Face, en þær voru settar á markaðinn samtímis. Þá má nefna Breaking the Wa- ves, kvikmynd Lars von Trier, sem mikla athygli hefur vakið, óskarsverðlaunamyndina Ant- onia’s Line, Kansas City, sem er nýjasta kvikmynd Roberts Altmans. Eirrnig verða sýndar L’Uomo DeHe SteHe og A Simple Formality, báðar gerð- ar af Giuseppe Tomadore, guUbjamarmyndin frá Berlín, L’Appat, sem Bertrand Tavernier leikstýrir, Flirt og Amateur, báöar gerðar af Hal Hartley, og L’America sem fékk Felix-verðlaunin í fyrra. Þetta er aðeins toppurinn á ís- jakanum og má nefha að sjö norskar kvikmyndir verða sýndar. -HK slíkur. Koma myndirnar aH- staðar að, þekktar og óþekktar myndir sem hafa verið á ferða- Shakespearemyndina Richard III, In the Bleak Midwinter, gerða af Kenneth Brannagh og Nú er eins gott fyrir aUa kvikmyndaáhugamenn hér á landi að setja sig í steUingar því fram undan er Kvik- myndahátíð Reykjavíkur 1996 og hefst hún í næstu viku. Þegar kvikmyndahátíð hefur verið haldin i Reykjavík hefur hún sett mikinn svip á bæinn enda er yfirleitt reynt að vera með það helsta sem hefur ver- ið sýnt á kvikmyndahátíðum í útlöndum. í ár ættu margir að finna margar þær kvikmyndir sem beðið hefur verið eftir því að á hátíðinni verða sýndar á miUi fimmtíu og sextiu kvikmyndir og hefur fjöldinn aldrei verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.