Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 29
28 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 DV L>V LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 37 Elín Hirst, fréttastjóri á Stöð 2, hefur verið rekin og Páll Magnússon tekur við: Eg var aldrei með í karlaklúbbi fyrirtækisins ■ amm Æ a ■■ ■ fmm -w m r mm m m ■ m W m m m m m m m m IXÆ segir Elín Hirst - sjálfstæður fréttaflutningur skaðaði auglýsingahagsmuni fyrirtækisins „Þetta byrjaöi allt þegar ég sagði Sigursteini Mássyni upp störfum um mánaðamótin september-október. Ég vildi að hann fengi að hætta strax en fengi laun í þrjá mánuði. Mér var meinað að borga honum uppsagnar- frestinn og það var í fyrsta skipti sem bornar voru brigður á vald mitt yfir íjárhag fréttastofunnar. Ég fór á fund Jóns Ólafssonar og spurði hann að því hvers vegna ég fyndi fyrir litl- um stuðningi með þessa ákvörðun. Þá kom í ljós að Jón var óánægöur með mín störf yfirleitt og vildi gera skipulagsbreytingar á fréttastofunni. Ég fengi nýjan yfirmann," útskýrir Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri á Stöð 2. Eins og fram hefur komið í fréttum telur Elín að sér hafi verið sagt upp störfum á Stöð 2 eftir rúmlega tveggja ára starf þar sem fréttastjóri og þar áður átta ára starf sem frétta- maður á Bylgjunni og Stöð 2. Starfs- tími yfirmanna á Stöð 2 hefur ekki veriö sérlega langur en Elín er með næstlengsta starfsaldur fréttastjóra á Stöð 2 frá upphafi. Páll Magnússon var lengst, frá 1986-1990, og tekur aft- ur til starfa 1. nóvember. Þangað tii gegnir Sigmundur Ernir Rúnarsson varafréttastjóri starfi fréttastjóra. Elín hefur fallist á að segja söguna á bak við brottrekstur sinn af Stöð 2 og heldur áfram þar sem frá var horf- ið hér i upphafi. Fjandinn laus? „Á þessum fundi sagði Jón að óró- leiki væri inni á fréttastofunni vegna uppsagnar Sigursteins. Á móti sagði ég honum að óróleikinn stafaði aðal- lega af því að það ætti að pína Sigur- stein til þess að vinna og lítilsvirða hann með því að þurfa að ganga þarna um i þrjá mánuði. Ég væri al- gjörlega á móti þessari ráðstöfun og vildi að hann fengi að hætta strax. Það væri bara mannúðarsjónarmið,“ segir Elín. „Ég innti betur eftir því af hverju hann væri skyndilega orðinn óán- ægður nieð mín störf og þá sagði hann að það væri deyfð yfir frétta- stofunni og óróleiki innandyra. Ég tók þær skýringar ekki gildar og sagði honum að frétta- stjórastarfið væri ekki vinsælt starf, -- hvorki inn á við né út á við. Um leið og fólk fyndi að ég hefði ekki stuðning yfirstjórn- arinnar væri fjandinn laus. Ég benti honum líka á að þeir mælikvarðar sem ég tæki mark á og eigendur fyrir- tækisins ættu að taka mark á væru skoðanakannanir og hvemig fréttastofan kæmi út úr þeim. Eftir að ég tók við hefur fréttastofan skorað hærra í könnun Félagsvís- indastofnunar en nokkru sinni fyrr. Enn fremur hefur fréttastofan aldrei kostað minna að meðtöldum kostnaði við ísland í dag, Bylgjunni og fréttum Stöðvar 2. Fjárhagsáætl- un hefur staðist og afbragðsmann- skapur verið á fréttastofunni," seg- ir hún og spyr: „Hvað vilja menn meira?“ „Við stóðum okkur vel í nýliðn- um forsetakosningum. Við voram með miklu ítarlegri umfjöllun en aðrir fjölmiðlar og gerðum mikið úr þessum kosningum og eins mikið og efhi stóðu til. Þar vann ég að þáttagerð og sinnti einnig frétta- stjórastarfinu. Á þessu tímabili var ég í 250 prósenta vinnu án þess að fá neitt greitt fyrir það aukalega." Jón bað um tillögur muni fyrirtækisins. Hann sagði að ég sem fréttastjóri ætti að hugsa um hag fyrirtækisins. Ég sagði á móti að ég hugsaði best um hag fyrirtækisins með því að passa upp á það að frétta- stofan þjónaði hagsmunum almenn- ings. Fréttastofan ætti ekki að hugsa um eigendasjónarmið því að þá um leið væri hún lömuð, ótrúverðug og ósjálfstæð. Hingað til hafa ekki verið bein afskipti af rekstri fréttastofunn- ar og ritstjórnarlegum málum en þarna var greinilega komin ástæða. Enn fremur hafði borið á því að menn vildu hafa áhrif á það hvar frétt um að Stöð 2 hefði tryggt sér enska fótboltann 1997 kæmi í frétta- tímanum. Ég sló algerlega á það og sagði að hún kæmi þar sem hún ætti að koma. Ég hlustaði ekki á eitt né neitt í þeim efnum.“ - Var þetta þá í fyrsta skipti sem örlaði á afskiptum eigenda af rit- stjórnarmálum? „Þetta var í fyrsta skipti í minni tíö sem þetta kom svona beint fram. Menn telja kannski að það gangi ekki að fréttastofan sé ekki meðvitaðri um hagsmuni eigendanna en hún er. Ég tel hins vegar að menn í þessum bransa verði einfaldlega að skilja þau prinsipp sem fréttamennska gengur út á, að hún verði að vera algjörlega óháð öllu öðra en þvi að þjóna al- menningi með því að koma með rétt- ar upplýsingar og setja þær fram á heiðarlegan hátt. Strengdi heit að ganga út Niðurstaðan úr viðræðunum við Jón Ólafsson var sú að fréttastofan fengi nýjan yfirmann sem jafnframt yrði ritstjórnarlegur yfirmaður. „Þá sagði ég strax við hann að þetta hlyti að jafngilda uppsögn. Hann sagði svo ekki vera og bauð mér starf við dag- skrárgerð á fréttatengdu efni. Ég hafnaði því alfarið og sagði að frétta- stofan væri hjarta fyrirtækisins þar sem framleiðslan á svona efni færi fram. Enn fremur aö mitt áhugasviö væri fréttamennska þannig að ég væri ekki tilbúin til að fara eitt né neitt,“ segir Elin og bætir við að á þessu stigi hafi Jón lýst yfir að hann væri búinn að ræða við Pál Magnús- son um að taka við starfi fréttastjóra og gerði ráð fyrir að af því yrði. „Ég sagðist líta á þetta sem upp- sögn og vildi kalla saman fund með starfsmönnum fréttastofunnar og yf- irstjórn Stöðvar 2 og skýra þeim frá gangi mála því að þeir höfðu fundið að eitthvað var uppi á teningnum. Jón vildi það ekki, bað mig að hugsa málið og koma með tillögur að breyt- ingum,“ og það gerði hún fyrir viku. Fyrst og fremst fráttamaður „Ég var alls ekki tilbúin að ræða stöðulækkun. Þar sem þetta er um- svifamikil fréttastofa, bæði í útvarpi og sjónvarpi, var ég tilbúin að ræða breytingar í þá vera að það yrði ráðinn annar fréttastjóri við hliðina á mér. Þar sem ég var fréttamaður undir Páli Magnússyni og átti mjög gott samstarf við hann þá var ekkert sem mælti á móti því að hann kæmi við hlið mér og ég var alveg til- búin til að ræða það. En það virtist ekki vera inni í myndinni. Ég kom líka fram með þá til- lögu að Páll tæki við sem fram- kvæmdastjóri fréttastofunnar og sæi um rekstrarlega stjórnun, manna- hald og fjármál. Ég sæi áfram um rit- stjómina," segir hún. Þessari tillögu var samstundis hafnað og segist Elín ekki hafa viljað taka sjálf að sér rekstrarlega stjórnun og láta Páli eft- ir ritstjórnina því að fullt sé af hæfu fólki til þess. Sjálf sé hún fyrst og fremst fréttamaður, hún hafi mennt- un til þess og hafi starfað við frétta- mennsku frá því hún lauk námi. „Það kom ekki til greina,“ segir hún. Páll Magnússon hafði framkvæði að því að ræða við Elínu og lýsti þá yfir að hann vildi gjarnan að hún yrði áfram og taldi að þau gætu stýrt fréttastofunni saman en hún yrði þó að sætta sig við að verða undirmaður hans. Elín kveðst ekki hafa rætt þess- ar sviptingar við neina aðra en fjöl- skyldu sína enda hafi Jón Ólafsson, að eigin sögn, haft fullan stuðning stjómar íslenska útvarpsfélagsins til að reka sig. Stíllinn skaðaði auglýsingahagsmuni - Elín segist ekki hafa tekið skýr- ingar Jóns Ólafssonar gildar. En hvaða ástæður telur hún þá að liggi að baki brottrekstrinum? „Þegar ég innti Jón Ólafsson eftir raunverulegum skýringum, ekki ein- hverjum gerviskýringum eins og þessu með óánægjuna á fréttastof- unni, þá sagði hann loksins við mig að hann væri ósáttur við þann stíl sem ég hefði sem fréttastjóri og fréttaflutningurinn undir minni stjórn hefði skaðað auglýs- ingahags- Það hefur líka verið lagt hart að mér að segja ákveðnum starfsmanni upp störfum en ég hef aldrei hlustað á neitt slíkt. Það mál nær lengra aft- ur í fortíðina. Það kom fyrst upp stuttu eftir að ég tók við fréttastjórn- inni. Þá strengdi ég þess heit að um leiö og slíkar fyrirskipanir kæmu myndi ég ganga út. Ég ætlaði að byggja mitt starf algjörlega á fagleg- um nótum,“ útskýrir Elín. Rétt er að geta þess að um síðustu áramót voru gerðar skipulagsbreyt- ingar á Stöð 2 þannig að fréttastofan færðist undir dagskrársvið og frétta- stjórinn fékk dagskrárstjóra sem yf- irmann. Elín segist hafa samþykkt þær breytingar á sínum tíma með þeim fyrirvara að hún héldi óskertu ritstjómarlegu frelsi og hefði allt vald yfir mannahaldi og fjármálum fréttastofunnar. Það hafi verið sam- þykkt enda hafi Jón Ólafsson sagt sér að það teldist óheppilegt að hann væri næsti yfirmaður fréttastofunnar vegna þess hve umdeildur hann væri. „Ég skildi það mætavel. Ef það snerti í engu mín völd skipti engu máli hvort ég talaði við Pál Baldvin um mín starfskjör eða Jón Ólafsson," segir hún. Enginn vilji til samninga Elín segir að undanfarna viku hafi ítrekað verið reynt að leysa málið með friði þannig að hún skildi ekki við fyrir- tækið eða fyrirtækið við hana með þessum Hr> i mki hætti. Að málinu kom einkum Jón Ólafsson en einnig Páll Magnússon og Páll Baldvin Baldvinsson dag- skrárstjóri. Þeir hafi viljað að hún fengi annað starf innan fyrirtækisins en hún hafi alltaf vonast til þess að þeir myndu taka sinni tillögu um að ráða annan fréttastjóra sér við hlið eða framkvæmdastjóra á fréttastof- una. „Þeir ljáðu máls á þessu en á end- anum [á miðvikudag, innskot blm.] var þessu fleygt út af borðinu sem möguleika. Það var ekki vilji fyrir þessu. Jón vildi fresta málinu þannig að ég tæki mér blaðamannafrí, sem ég á inni, og hugsaði minn gang en eftir hádegi sagðist ég ekki vera til- búin til þess. Ef menn vildu ekki ræða þetta á þessum nótum þá skyldu þeir bara gera hreint fyrir sínum dyram og tilkynna skipulags- breytingar, sem ég liti á sem upp- sögn. Hann sagði að það væri annar maöur að taka við og því ekki hægt að skilja það neitt öðruvísi en sem uppsögn." Tala hreint út - En ætli búið sé að semja við hana um starfslok? „Það er ekkert að semja um. Ég sagði strax að ég kærði mig ekki um neinn starfslokasamning. Ég ætlaði bara að fá mitt uppgjör. Ég bauðst til þess að vinna þriggja mánaða upp- sagnarfrest ef óskað væri. Jón sagð- ist hins vegar ekki vilja það. Siðan á ég inni orlof og blaðamannafrí þannig að ég er ekki til viðræðu um einn eða neinn starfslokasamning. Ég sagðist vera mjög ósátt og myndi bara segja mína meiningu um málið. Ég læt bara minn lögfræðing sjá til þess að ég fái mitt uppgjör," segir hún. „Ég hef alltaf sagt við mína sam- starfsmenn að þegar mér verði sagt upp þá muni ég segja beint út að ég hafi verið rekin. Ég muni ekki láta kaupa mig til þess að segja að það hafi verið gerðar skipulagsbreyting- ar eða að mínum verkefnum væri lokið og ég mundi færa mig um set. Ég myndi segja það hreint út ef um brottrekstur væri að ræða,“ segir hún. Elín telur að brottrekstur sinn af Stöð 2 sé vondar fréttir fyrir konur og mikil móðgun við helming þjóðar- innar. „Ég var aldrei ein af karla- klúbbinum í fyrirtækinu. Það verður auðvitað að gera sömu kröfur til kvenna og karla en þetta er líka fé- lagslegt. Konur era ekki tilbúnar til að fara í veiðiferðir með körlunum og er svo sem ekki boðið í þær. Ég var eini kvenstjórnandinn og svo fór sem fór,“ segir hún. Verðum að tryggja hagsmuni fólksins - En hlýtur þessi uppsögn ekki að hafa mikil áhrif á fjölmiðlun? „Ég held að menn ættu að skoða af fullri alvöru það sem ég vil kalla samþjöppun valds og eignarhalds í fjölmiðlaheimin- um þegar sömu aðilar eiga ítök í fjölda fjölmiðla á svona litlum markaði. Það hlýt- ur að vera eitt- hvað sem við verðum að skoða eins og menn hafa gert í Bandaríkj- unum og víðar. Það er mjög nauð- synlegt að það sé samkeppni þannig að almenningur geti treyst því að fá fregnir af öllu sem er að gerast í þjóðfélaginu, hvort sem það hentar eigendum fjölmiðla eða ekki. Við verðum að tryggja að fólkið í landinu fái heil- steypta mynd af þvi sem er að ger- ast.“ - Nú hefur þú rekið mjög harða og sjálfstæða stefnu á frétta- stofu Stöðvar 2 en ert látin fara og Páll Magnússon tekur við. Þýðir þetta ekki afturhvarf á einhvem hátt? „Ég vona heitt og innilega að svo verði ekki vegna þess að Páll var mjög harður og sjálfstæður sem fréttastjóri. Ég bind vonir við að hann standi vörð um þetta en ég veit ekki meir. Þetta er nokkuð sem fram- tíðin mun leiða í ljós. Mark- aðurinn er það upplýstur að fólk segir meiningu sína eins og ég geri núna. Það er lög- gjafarvald hérna og hægt að koma í veg fyrir að nokkrir aðOar nái slíkum tökum á markaðinum. Ég er ekki að segja að það hafi gerst en ég held að menn ættu að íhuga þann möguleika," segir hún. Umfangið jókst í niðurskurði Elín kveðst hafa verið „frekar harður húsbóndi" á fréttastofu Stöðvar 2 „og við erum búin að vera rosalega aðþrengd í fjármálum. Ég er búin að skera niður alla yfir- vinnu, fara með samning við blaðamenn fyrir félagsdóm til að þjóna þeim markmið- um að reka fréttastofuna eft- ir áætlun. Þetta eru alls ekki vinsælar aðgerðir. Ég hef ákveðnar grunsemdir um að það að þrengja stöðugt fjár- hagsrammann hafi verið gert til þess að gera mitt starf eins erfitt og mögulega var hægt. Ég var ekki með neitt svigrúm í einu né neinu.“ Rekstur fréttastofu Stöðvar 2 kost- ar 118 milljónir króna á þessu ári. Inni í því er allur kostnaður við Bylgjufréttir, fréttir Stöðvar 2 og ís- land í dag og útibú á Akureyri og Eg- ilsstöðum, Brassel og Kaupmanna- höfn en ekki er tæknikostnaður inni í þessum tölum. Niðurskurður hefur staðið í tvö ár. Launahækkanir hefur fréttastofan brúað innanhúss. Á síð- asta ári var veðurmönnunum á Stöð 2 sagt upp til að endar næðust sam- an, auk þess sem yfirvinna hefur ver- ið alveg skorin niður þó að umfang fréttastofunnar hafi á sama tíma auk- ist. „Mér þótti mjög vænt um að Margrét Frí- mannsdóttir, formaður Al- þýðubandalags- ins, hafði sam- band við mig og sagði að upp- sögn mín væri mikið rædd niðri á Alþingi. Menn væra sammála um að það væri mikill kraftur f þessari fréttastofu og ég hefði skilað mínu verki frá- bærlega, eins og hún orðaði það,“ segir hún. - En hvað ætl- ar Elín að fara að gera núna? „Ég hef ekki hugmynd um það,“ segir hún. Elín er gift Friðriki Frið- rikssyni hag- fræðingi og eiga þau tvo syni, Friðrik Árna, 11 ára, og Stefán, 9 ára. Hún segir að synimir séu mjög ánægðir með brottreksturinn. „Þeir halda að ég ætli að setjast í helgan stein en það verður nú öragg- lega alls ekki þannig,“ segir hún. -GHS „Elín kom héma á skrifstof- una til mín og hafði áhyggjur af því að hún hefði ekki stuðning varðandi upp- sögn Sigursteins. Ég var mjög ósáttur við þá uppsögn, taldi hana vera efnis- lega ranga og sagöi Elínu það. Ég kom hvergi nálægt því hvort hann hefði verið látinn vinna eða fengi launin greidd, enda hafði ég ekkert með það að gera þegar hann var rekinn. Hann var rekinn gegn mín- um vilja og ég var aldrei spurð- ur,“ segir Jón Ólafsson, starf- andi stjómarfor- maður íslenska útvarpsfélagsins. - Þú hefur ekki Jón Ólafsson. við aldrei störf hennar, enda er það ekki mitt hlut- verk.“ Úr lausu lofti grip- ið - Elín segir að það hafi örl- að á afskiptum af þinni hálfu varðandi fréttamann, annan en Sig- urstein. „Það er al- gjörlega úr lausu lofti gripið. Elín hefur sjálf tal- aö um að hún vildi gera breytingar þama inni og hún talaði um að Sigursteinn hefði verið efstur á sínum Jón Ólafsson, stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins: Elín er einn besti fréttamaður sem við eigum verið með kröfur um að hann ætti að vinna þessa þrjá mánuði? „Það var aldrei rætt við mig um þetta mál,“ segir Jón. - Og það hefur ekki komið til umræðu á þessum fundi. Þú hefur ekki sagt við hana: Ég vil að hann vinni þessa þrjá mánuði. „Þetta var fundurinn þar sem ég sagði henni að það væri búið að taka ákvörðun um skipulagsbreyt- ingar. Vegna álags á dagskrársvið- inu höfðum vjð ákveðið að stofna nýtt svið, kannski til að skerpa á því að fréttastofan væri mun sjálf- stæðari en áður. í staðinn fyrir að Elín hefði yfirmann sem héti Páll Baldvin fengi hún yfirmann sem héti Páll Magnússon. Hún átti að vera áfram fréttastjóri og Páll átti að vera með titilinn yfirfrétta- stjóri. Skipulagsbreytingarnar höfðu ekkert með þetta sérstaka mál að gera,“ segir Jón. - Varstu búinn að vera lengi óá- nægður með hennar störf? „Þegar ég kom til starfa hér hjá félaginu var það eitt af því fyrsta sem ég gerði að lýsa yfir stuðningi við hennar störf. Ég tel að Elín Hirst sé einn af bestu fréttamönn- um sem við eigum á íslandi í dag en ég efast um hæfni hennar sem stjórnanda, sérstaklega eftir það sem á undan er gengið. Ég hef sýnt henni traust og styrk en ekki haft neitt út á hennar störf að sefja.“ - Hún segir að þú hafir látið í ljós óánægju á þessum fundi: „Það er ekki rétt. Ég gerði henni grein fyrir því að ég hefði orðið var við gífurlega ólgu meðal frétta- manna. Mér hefðu borist ýmsar at- hugasemdir um stjómunarhætti hennar. Fram að þeim degi sem viö áttum þennan fund ræddum lista. Ég veit ekki hvað sá listi var langur," svarar Jón. - Hún segir að þú hafir sagst ósáttur við hennar stíl og að fréttaflutningurinn hafi skáðað auglýsingahagsmuni fyrirtækis- ins? „Það er algjörlega rangt. Þegar við áttum þennan fund sagði ég við hana að mér þætti hún hafa farið illa með eitt mál. Þegar Hæstiréttur flutti í nýtt húsnæði og fyrsti dómur féll i máli manns við Eimskipafélagið kaus frétta- stofan að snúa þessari frétt upp í það hvort Pétur Kr. Hafstein hefði fengið peningalega greiðslu frá Eimskip vegna framboðs til for- seta og væri því óhæfur til að taka þátt í þessu máli. Þessi frétt var tilbúningur, ómakleg og ekki frétt- næm. Þegar ég spurði af hverju enginn annar fréttamiðill hefði gert þetta að fréttaefni varð fátt um svör. Þetta er það eina sem ég hef sagt við Elínu Hirst hvað varð- ar efnislega vinnu hennar á frétta- stofunni. Það gerði ég eftir að ég var búinn að tilkynna henni að það yröi gerð breyting á skipu- riti.“ - Elín segist hafa lagt til að ráð- inn yrði fréttastjóri sér við hlið eða framkvæmdastjóri á fréttastof- una: „Hún talaði aldrei um fram- kvæmdastjóra enda kom það aldrei til greina. Hún talaöi um að ráðinn yrði fréttastjóri og þau yrðu jöfn en það náðist aldrei sam- komulag um það milli Páls Magn- ússonar og hennar enda er það mjög óeðlilegt. Það er eðlilegra aö einn beri ábyrgð á fréttastofunni," segir Jón. -GHS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.