Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 27 Verkföll í Frakklandi Almenna verkamannasam- I bandið í Frakklandi, CGT, boð- aði til sólarhringsverkfalls hjá | Air France í síðastliðinni viku 1 vegna starfsskipulagsmála og I launakjara. Um 30% starfs- manna Air France á jörðu niðri j j eru félagar í CGT. Búist er við frekari vinnustöðvunum í nán- ustu framtíð. Og meira um verkföll Italskir flugvallarstarfsmenn munu efna til sólarhringsverk- falls næstkomandi þriðjudag til að þrýsta á um nýja samninga, aö sögn verkalýðsleiðtoga. Flugumferðarstjórar á Ítalíu hafa einnig tilkynnt um vinnu- j stöðvanir 24. og 31. október og 6. nóvember. Þessi verkföll munu koma til með að hafa ' áhrif á öllum ítölskum flugvöll- um. ítalska flugfélagið Alitalia hefur tilkynnt að 143 flug muni falla niður. Flugumferðarstjór- ar eru með aðgerðum sínum að 1 þrýsta á breytingar á yflrstjórn I flugumferðarmála. Aukin samvinna Flugfélögin SAS, Lufthansa, United Airlines og Thai Air ætla að stórauka alla samvinnu sín í milli. Van Sörensen, fram- Ikvæmdastjóri SAS, segir að samvinnan komi til með að færa flugfélögunum mun meiri 1“ tekjur en áætlað var í upphafí. Öryggismál í brennidepli Bandarisk yfirvöld með flug- umferðaröryggi og bandarísk ; flugfélög haifa tilkynnt að áætl- unum um frekara eftirlit með handfarangri á stórum flugvöll- um verði frestað um óákveðinn tíma. Upphaflega átti þetta aukna eftirlit, sem einkum er 1 beint að vopnabúnaði, að hefj- Iast í nóvember en flugfélög hafa haft áhyggjur af því að það myndi raska gangi mála á flug- völlunum of mikið. Því hafa yf- irvöld og flugfélög komið sér saman um að kanna hve mikil röskunin kemur til með að vera og hvemig megi draga úr henni áður en hinu nýja skipulagi verður komið á. ÍLettneskar vega- bráfsáritanir Yflrvöld í Lettlandi hafa ákveðið að hætta að gefa út vegabréfsáritanir á flestum landamærastöðviun frá og með 20. nóvember. Frá og með þeim tima verður aðeins hægt að fá Iáritanir á alþjóðaflugvellinum í Riga og hjá ræðismönnum er- lendis. Eitt elsta hotel Dublinar endurnýjað The Clarence Hotel við Liffey í Dublin hefur opnað eftir að hafa verið lokað í eitt og hálft ár meðan á því voru geröar endurbætur fýrir 8 milljónir dollara. Hótelið, sem hefur ver- ið starfandi frá 1852, er nú með- al annars í eigu Bono og Edge, hljómsveitarmeðlima írsku sveitarinnar U2. ’ _l * rqX'TTJ Rám, borgin eilífa: Fær andlitslyftingu - fjöldi menningarviðburða og margt að sjá Fjölmennt lið manna vinnur nú við að hreinsa aldagamalt sót og önnur óhreinindi af fomum byggingum og torgum Rómar. Þeir sem heim- sækja borgina þessa dagana taka líka flestir eftir því að byggingar, sem áöur höfðu grámyglylegt yfirbragð, glansa nú sem nýjar. Löngu gleymd smáatriði og finar línur í hönnun bygginga hafa aftur komið í ljós. Haustið er reyndar góður tími Róm er falleg borg og þar er margt aö skoða. til að heimsækja borgina eilífu við bakka Tíber, þá er veðrið þægilegt og mikið að gerast í menn- ingarlífi borgarinnar. Dregið úr bílaumferð Dæmi um byggingar sem hafa fengið andlits- lyftingu eru kirkjurnar við Via del Corso. Þar má nefha San Marcello kirkjuna. Falleg torg sem hafa fengið langþráða hreinsun eru Piazza Navona, Piazza della Colonna og Piazza di Trevi. Sérstaklega hefur þótt takast vel að hressa upp á útlit Piazza di Sant’Ignazio sem er gert í rókókóstíl. Þar er nú bannað að leggja bílum. Borgaryfirvöld hafa lagt út í aðgerðir eins og að setja upp stöðumæla til að draga úr umferðar- öngþveitinu sem ríkt hefur í borginni síðan bíla- eign varð almenn meðal Rómverja. Veðurfar hagstætt á haustin Á haustin fagna íbúar borgarinnar því að veðr- ið verður bærilegt. Þegar sumarhitunum linnir streymir svalur vindur frá hálendinu umhverfis borgina þangað. Þægilegra veðurfar gerir þeim sem í borginni dveljast kleift að snæða ljúffengan hádegismat utan dyra. í kvöldsvalanum eru það ferðamenn frá norðlægum slóðum sem taka yfir útikaffihúsin. Listviðburðir Það er margt að gerast í Róm í haust og í vet- ur. Þann 24. október hefjast vikulegir kórtónleik- ar hjá Oratori di Santa Lucia del Gonfolane kóm- um. Venjulega eru þessir tónleikar haldnir á fimmtudögum, ýmist í 16. aldar sal hans á 32A Via del Confolane eða í Palazzo della Cancelleria höllinni en hún er ein fegursta endurreisnar- bygging í borginni. Á efnisskránni 7. nóvember er tónlist eftir Mozart, Bach og Telemann en þá verður kórinn í Canelleria höllinni. Þann 14. nóv- ember er það tónlist eftir Mozart og Bettezini sem verður ríkjandi og flytur kórinn hana í Gon- falone salnum. Þeir sem eiga leið til Rómar geta hringt í síma 687 5952 og pantað miða en það borgar sig að panta með góðum fyrirvara. Stórsýning á verkum 17. aldar málarans Domenichino, en hann var arkitekt Gregory XV páfa, stendur yfir til 10. janúar næstkomandi í Palazzo Venezia. Sýning á verkum málarans Balt- hus, sem er enn í fullu fjöri og málar daglega þrátt fyrir að vera orðinn 88 ára gamall, stendur yfir frá 24. október til 31. janúar í Piazza Mignan- elli. Hægt er að panta miða í síma 679 2292 eða 679 1239. Markverðir staðir Fáir ferðamenn sleppa því að skoða Péturs- kirkjuna í Róm en margir missa af þvi að skoða rústir gömlu Péturskirkjunnar frá 4. öld. Hún var eitt helsta hæli kristinna manna áður en kristni var lögleidd í rómverska heimsveldinu. Fámenn- ar ferðir eru farnar undir Péturskirkjuna en þar eru fomar rómverskar grafir. Erfitt er að komast þama að og verða ferðamenn að hafa samband við sérstaka stofnun, Ufficio Scavi, vilji þeir sækja um skoðunarferð. Einnig er mælt með því að ferðamenn skoði San Pietro kirkjuna í Montorio en þar mun vera stórkostlegt útsýni yfir Rómaborg. Enn ein kirkjan sem þykir merki- leg er San Clemente kirkjan. í kjaflara hennar er 4. aldar kirkja og leifar af heiðnu rómversku hofi frá fyrstu öld. Það er byggt á rústunum frá þvi að Róm brann á dögum Nerós keisara árið 64 eftir krist. Samantekt: JHÞ Kvennaferðir íVillta vestrið: Allt innifalið, líka kúreki Ef þú ert kona sem ávallt hefur dreymt um að gerast kúrekastelpa í Villta vestrinu þá er ferðaskrifstof- an Vinland Travel með hárréttu haustferðina lyrir þig. Heppnar kúrekadömur gætu lent í því að dansa tunglskinsdansa við vestrahetju á borö við Jimmy Stewart. Hér er um að ræða helgarferðir „the cowboy way“ fyrir konur þar sem tilgangurinn er flótti frá borg- arlífinu, afslöppun og ævintýri. Da- gamir fara í nautgriparekstur en þegar kvölda tekur er farið í reið- túra í tunglskininu og safnast sam- an í kringum varðeld til að segja sögur og borða „sannan kúreka- mat“. Það eina sem áhugasamar dömur þurfa að hafa með sér í ferð- ina em gallabuxur, stígvél, hanskar og kúrekahattur. Skipuleggjendur sjá fyrir öllum öðmm nauðsynjum, þar á meðal hesti, matvælum og karlmanni! Hver kona fær myndarlegan kú- reka sér til fylgdar og er hans starfi að vemda konuna, kenna henni réttu handtökin við nautgriparekst- ur, dansa við hana í tunglskininu, færa henni kaffi á morgnana og koníak á kvöldin. Hver ferð kostar 2.900 dollarara og fuflyrða skipu- leggjendur að þó svo konan hafi aldrei áður á hest komið þá fari hún heim sem sönn „cowgirl“. Hámark í hverja ferð em 14 kon- ur og eins og eftirspurnin er í dag þarf að setja sig á biðlista eftir að komast að. -ggá Kr. 2 Ullarjakkarnir komnir aftur Full búð af nýjum vörum Úlpur - stuttkápur síðar kápur - hattar alpahúfur (2 stærðir) 50% afsláttur af Blazer jökkum (ull/kasmír eða micro/polyester) \dS HI/I5IÐ Mörkin 6, sími 588 5518 (við hliðina á Teppalandi) Bílastæði v/búðarvegginn Sendum í póstkröfu Opið laugardaga 10-16 _L.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.