Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 25
—1 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 25 Menningin blómstar í I Shanghai Nýja listasafhið í Shanghai, 168 milljón dollara bygging sem I sögð er vera glæsilegasta lista- verkabygging í Kína, var opnað sl. laugardag með pompi og pragt. Fjöldi gesta, víða að úr heiminum, fyllti þau þrettán I gallerí sem safnið hefur yiir að ráða. Listasafnið stendur við Torg fólksins í Shanghai og býr yfir meira en 4.000 listaverkum og fornminjum sem eru uppsett og upplýst eftir fyrirmynd glæstustu safna heim. Þrjár sér- stakar sýningar verða haldnar í tilefni af opnuninni, þar á með- al sýning á 64 vestrænum meistarastykkjum sem eru í spænskri eign. Áfram til Austur- landa British Airways hefur hætt við að leggja niður flug til borg- anna Amman, Beirút og Damaskus. Þess í stað hafa þeir ÍMediterranean sem flýgur næstum daglega til þessara áfangastaða. Frá 27. október j verða vélar félagsins málaðar í litum BA og starfsfólk mun j bera einkennisfatnað BA. I Einnig má búast við að BM fari = að hefja reglulegar ferðir til borgarinnar Alexandríu í Egyp- talandi. Næsta sumar hefjast síðan ferðir til margra minni staða í fyrrum Sovétríkjunum. Stena Line stækkar við sig : Sænska ferjufyrirtækið | Stena Line AB hefur tilkynnt | að það muni breyta ferðaskipu- i lagi sínu á Ermarsundinu í des- ! ember til að fjölga farþegum enn meira en þeim fjölgaði um | 8% á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Stena Line mun hætta ferðum sínum með bíla | og farþega milli Southamton í | Englandi og Cherbourg í Frakk- landi um áramótin og leggja niður ferjuna Stena Normandy. í staðinn verða hafnir flutning- ar milli Portsmouth og Cherbo- urg með nýrri og mun hrað- skreiðari ferju. Á skíðum skemmti ég mér: Nú þegar ætla má að fle- stallir séu komnir úr sumar- fríum og famir að sinna aftur daglegu amstri eru þeir þó til sem eru famir að hlakka til að demba sér í annars konar frí, nefnilega á skíði. Frændm- vorir Danir hafa nú ekki í gegnum tiðina ver- ið annálaðir skíðaáhuga- menn, enda býður föðurland- ið varla upp á mikla mögu- leika til skíðaiðkana, marflatt eins og pönnukaka. En Dönum er ekki alls vamað þegar kemur að brekkubrani, skíðaferðir verða sífellt vinsælli og á hverju ári fara yfír 400.000 Danir til nágrannalandanna og annarra Evrópulanda til að njóta þessarar vinsælu íþróttar. Hið ágæta danska dagblað Jylland- Posten gerði nýlega úttekt á bestu og áhugaverð- ustu skíðastöðum Evrópu þar sem yfir 2.000 danskir skíðaá- hugamenn gáfu skíðasvæðun- um einkunnir, m.a. fyrir að- stöðu fyrir böm, „sjarma“, næturlíf og brekkur. Við skulum líta á hvað hugnaðist frændþjóðinni best. Athugið að eftirfarandi listar ná aðeins yfir skíðasvæði í Evrópu. Aðstaða fyrir börn Hér bera nágrannaþjóðirnar af, eiga sex af efstu sætunum, enda má segja að hér sé með eindæmum bamvænar þjóðir að ræða. Aðrar þjóðir komast varla að á þessum lista. 1. Idre í Svíþjóð 2. Slan í Svíþjóð Fjörugasta næturlífið Norðurlandaþjóðirnar þykja bjóða upp á bestu aðstöðuna fyrir börn en komast ekki sinni á blað fyrir sjarma, brekkugæði eða gott næturlíf. 3. Geilo í Noregi 4. Trysil í Noregi 5. Wagrain í Austurríki 6. Áre í Svíþjóð 7. St. Johann í Austurriki 8. Livingo á Ítalíu 9. Hemsedal í Noregi 10. Valmorel í Frakklandi „Sjarmi" Héma komast Norðurlandaþjóð- imar ekki á blað. Það virðist ekki fara á milli mála að sjarminn er mestur í Frakklandi, Sviss og Aust- urríki. 1. Zermatt í Sviss 2. Serre Chevaliers i Frakklandi 3. St. Johann í Austurríki 4. Wagrain í Austurríki 5. Lech-Zúrs í Austurríki 6. Saalbach i Austurríki 7. Valmorel í Frakklandi 8. St. Moritz í Sviss 9. Scladming i Austurríki 10. Ischl í Austurríki Hér er ekki um neina samkeppni að ræða. Austur- ríki virðist vera hið sanna „fjörland" þegar kemur að skíðafríum þó svo að Sviss, Frakkland og jafnvel Ítalíu reyni að klóra í bakkann. 1. Ischgl í Austurríki 2. St. Anton í Austurriki 3. Saalbach í Austurríki 4. Kitzbúhl í Austurrík 5. Livigno á Ítalíu 6. Val d’Isere/Tignes í Frakklandi 7. St. Moritz í Sviss 8. Dalimir þrír í Frakk- landi 9. Zermatt í Sviss 10. Zell am See í Sviss Bestu brekkurnar í þessum flokki á Frakk- land tvö efstu sætin auk þess að sitja á fjórum öðrum stöð- einu um á listanum. Eins og áður komast Norðurlöndin ekki á blað en Austurríki og Sviss eigna sér önnur sæti. 1. Dalimir þrír í Frakklandi 2. Val d’Iserer í Frakklandi 3. St. Anton í Austurríki 4. St. Moritz í Sviss 5. Avoriaz í Frakklandi 6. Alpe d'Huez í Frakklandi 7. Les Arcs í Frakklandi 8. Ischgl í Austurríki 9. Verbier í Frakklandi 10. Serre Chevaliers í Frakklandi. Byggt á Jyllands-Posten -ggá Bestu sk íðasvæðin í Evrópu FERÐA MA RKA Ð FLUGLEIÐA Beint skíðaflug til Miinchen. Nýr skíðabæklingur kemur til söluaðila á þriðjudagsmorgun. Náið ykkur í bækling. Ti\V>°^ - Verð frá|pS»30|) kr. á mann í tvíbýli í 9 daga 23. jan -1. febrúar. Flogið til Luxemborg og heim ífá Múnchen. Rútuferð á milli Kirchberg og Luxemborg inriifalin. Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða eða í söludeild í síma 50 50 100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.