Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Page 25
—1 LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 25 Menningin blómstar í I Shanghai Nýja listasafhið í Shanghai, 168 milljón dollara bygging sem I sögð er vera glæsilegasta lista- verkabygging í Kína, var opnað sl. laugardag með pompi og pragt. Fjöldi gesta, víða að úr heiminum, fyllti þau þrettán I gallerí sem safnið hefur yiir að ráða. Listasafnið stendur við Torg fólksins í Shanghai og býr yfir meira en 4.000 listaverkum og fornminjum sem eru uppsett og upplýst eftir fyrirmynd glæstustu safna heim. Þrjár sér- stakar sýningar verða haldnar í tilefni af opnuninni, þar á með- al sýning á 64 vestrænum meistarastykkjum sem eru í spænskri eign. Áfram til Austur- landa British Airways hefur hætt við að leggja niður flug til borg- anna Amman, Beirút og Damaskus. Þess í stað hafa þeir ÍMediterranean sem flýgur næstum daglega til þessara áfangastaða. Frá 27. október j verða vélar félagsins málaðar í litum BA og starfsfólk mun j bera einkennisfatnað BA. I Einnig má búast við að BM fari = að hefja reglulegar ferðir til borgarinnar Alexandríu í Egyp- talandi. Næsta sumar hefjast síðan ferðir til margra minni staða í fyrrum Sovétríkjunum. Stena Line stækkar við sig : Sænska ferjufyrirtækið | Stena Line AB hefur tilkynnt | að það muni breyta ferðaskipu- i lagi sínu á Ermarsundinu í des- ! ember til að fjölga farþegum enn meira en þeim fjölgaði um | 8% á fyrstu níu mánuðum þessa árs. Stena Line mun hætta ferðum sínum með bíla | og farþega milli Southamton í | Englandi og Cherbourg í Frakk- landi um áramótin og leggja niður ferjuna Stena Normandy. í staðinn verða hafnir flutning- ar milli Portsmouth og Cherbo- urg með nýrri og mun hrað- skreiðari ferju. Á skíðum skemmti ég mér: Nú þegar ætla má að fle- stallir séu komnir úr sumar- fríum og famir að sinna aftur daglegu amstri eru þeir þó til sem eru famir að hlakka til að demba sér í annars konar frí, nefnilega á skíði. Frændm- vorir Danir hafa nú ekki í gegnum tiðina ver- ið annálaðir skíðaáhuga- menn, enda býður föðurland- ið varla upp á mikla mögu- leika til skíðaiðkana, marflatt eins og pönnukaka. En Dönum er ekki alls vamað þegar kemur að brekkubrani, skíðaferðir verða sífellt vinsælli og á hverju ári fara yfír 400.000 Danir til nágrannalandanna og annarra Evrópulanda til að njóta þessarar vinsælu íþróttar. Hið ágæta danska dagblað Jylland- Posten gerði nýlega úttekt á bestu og áhugaverð- ustu skíðastöðum Evrópu þar sem yfir 2.000 danskir skíðaá- hugamenn gáfu skíðasvæðun- um einkunnir, m.a. fyrir að- stöðu fyrir böm, „sjarma“, næturlíf og brekkur. Við skulum líta á hvað hugnaðist frændþjóðinni best. Athugið að eftirfarandi listar ná aðeins yfir skíðasvæði í Evrópu. Aðstaða fyrir börn Hér bera nágrannaþjóðirnar af, eiga sex af efstu sætunum, enda má segja að hér sé með eindæmum bamvænar þjóðir að ræða. Aðrar þjóðir komast varla að á þessum lista. 1. Idre í Svíþjóð 2. Slan í Svíþjóð Fjörugasta næturlífið Norðurlandaþjóðirnar þykja bjóða upp á bestu aðstöðuna fyrir börn en komast ekki sinni á blað fyrir sjarma, brekkugæði eða gott næturlíf. 3. Geilo í Noregi 4. Trysil í Noregi 5. Wagrain í Austurríki 6. Áre í Svíþjóð 7. St. Johann í Austurriki 8. Livingo á Ítalíu 9. Hemsedal í Noregi 10. Valmorel í Frakklandi „Sjarmi" Héma komast Norðurlandaþjóð- imar ekki á blað. Það virðist ekki fara á milli mála að sjarminn er mestur í Frakklandi, Sviss og Aust- urríki. 1. Zermatt í Sviss 2. Serre Chevaliers i Frakklandi 3. St. Johann í Austurríki 4. Wagrain í Austurríki 5. Lech-Zúrs í Austurríki 6. Saalbach i Austurríki 7. Valmorel í Frakklandi 8. St. Moritz í Sviss 9. Scladming i Austurríki 10. Ischl í Austurríki Hér er ekki um neina samkeppni að ræða. Austur- ríki virðist vera hið sanna „fjörland" þegar kemur að skíðafríum þó svo að Sviss, Frakkland og jafnvel Ítalíu reyni að klóra í bakkann. 1. Ischgl í Austurríki 2. St. Anton í Austurriki 3. Saalbach í Austurríki 4. Kitzbúhl í Austurrík 5. Livigno á Ítalíu 6. Val d’Isere/Tignes í Frakklandi 7. St. Moritz í Sviss 8. Dalimir þrír í Frakk- landi 9. Zermatt í Sviss 10. Zell am See í Sviss Bestu brekkurnar í þessum flokki á Frakk- land tvö efstu sætin auk þess að sitja á fjórum öðrum stöð- einu um á listanum. Eins og áður komast Norðurlöndin ekki á blað en Austurríki og Sviss eigna sér önnur sæti. 1. Dalimir þrír í Frakklandi 2. Val d’Iserer í Frakklandi 3. St. Anton í Austurríki 4. St. Moritz í Sviss 5. Avoriaz í Frakklandi 6. Alpe d'Huez í Frakklandi 7. Les Arcs í Frakklandi 8. Ischgl í Austurríki 9. Verbier í Frakklandi 10. Serre Chevaliers í Frakklandi. Byggt á Jyllands-Posten -ggá Bestu sk íðasvæðin í Evrópu FERÐA MA RKA Ð FLUGLEIÐA Beint skíðaflug til Miinchen. Nýr skíðabæklingur kemur til söluaðila á þriðjudagsmorgun. Náið ykkur í bækling. Ti\V>°^ - Verð frá|pS»30|) kr. á mann í tvíbýli í 9 daga 23. jan -1. febrúar. Flogið til Luxemborg og heim ífá Múnchen. Rútuferð á milli Kirchberg og Luxemborg inriifalin. Nánari upplýsingar fást á söluskrifstofum Flugleiða eða í söludeild í síma 50 50 100.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.