Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Jj"V i6 menning Ævisaga Myriam Bat-Yosef, fyrrum eiginkonu Errós. kemur út fyrir jólin: Vann í súkkulaðiverksmiðju og málaði mannamyndir - lýst eftir nöfnum á fólkinu hér á síðunni „Lífshlaup listakonunnar Myri- am Bat-Yosef er ekki síöur ævin- týralegt en fyrrverandi eiginmanns hennar, Errós. Hún er að uppruna litháískur gyðingur, fædd í Berlín árið 1931 og þurfti á unga aldri að flýja heimaland sitt vegna ofsókna nasista. Flest skyldfólk hennar varð helíorinni að bráð og sjálf varð Myr- iam að flýja hernumda París á ævintýrcdegan hátt ásamt móður sinni. Þær fóru til Palestínu þar sem faðir hennar hafði látið lífið í átökum við araba og giftist móðir hennar öörum gyðingi sem hafði misst konu sína og dóttur í gasklefunum í Ausch- witz,“ segir Oddný Sen. Oddný er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu listakon- unnar Myriam Bat- Yosef, eða Maríu Jósefsdóttur, eins og Myriam heitir upp á íslenska visu, og kemur hún út hjá Fróða fyrir jól- in. Myriam stund- aði listnám i Paris og Flórens og varð þekkt í listalífi Par- ísar á sjöunda ára- tugnum en borgin var þá miðstöð lista og menningar. í Flórens kynntist hún Erró, giftist honum og kom fyrst hingað til lands árið 1957 í tengslum við fyrstu einkasýningu Er- rós hér. Dramatísk saga fsland birtist Myriam sem Paradís frelsis- ins eftir flótta frá Þýska- landi Hitlers, dvöl í Palestínu undir róstusamri stjóm Breta og flótta frá París rétt fyrir her- nám Þjóð- verja. Myri- am kom hingað eftir dvöl í París og Flórens og kynntist þá samfélagi í hraðri mótun. Hún kynntist verkamannalífmu hér ekki síður en menningarlífinu því að hún vann í Súkkulaðiverksmiðj- unni Freyju í eitt ár og lærði þar ís- lensku af verkakonunum. Myriam hreifst af landi og þjóð. Hún fór með Erró á Kirkjubæjar- klaustur og eftir skilnað þeirra Er- rós hélt hún áfram að koma til ís- lands og halda hér sýningar. Hún notaði gjarnan tækifærið til að fara að Kirkjubæjarklaustri og dvaldist þá hjá foreldrum Oddnýjar en dóttir Myriam, Tura, gekk hér í skóla. Hún er nú íslenskur ríkisborgari og hefur komið hingað öðm hvoru, til dæmis til að halda námskeið. „Þetta er rosalega dramatísk saga. Þetta er líka saga gyðinganna, ísra- els,“ segir Oddný en hún þekktir Myriam og Tum, dóttur hennar vel. Á námsárum Oddnýjar í París tók Myriam hana upp á arma sína. Þar kynntist hún sérkennilegri veröld Myriam og þá fór hana að langa til að færa lífssögu hennar i letur. Byggð á bréfum Oddný byggir bókina að stórum hluta á bréfum sem Myriam skrif- aði á hebresku til foreldra sinna á tuttugu ára tímabili eða allt fram á síðustu ár. Myriam þýddi bréfin úr hebresku yfir á frönsku og Oddný er nú búin að þýða þau yfir á ís- lensku. Síðustu kaflana byggir hún á viðtölum við Myriam og bréfum til vina hennar. Á tímanum í Freyju og síðar mál- aði Myriam fjölda mynda af þekkt- um og óþekktum íslendingum en í sumum tilfellum er hún búin að týna nöfnunum. Þessar myndir birt- ast hér á síðunni og biður Oddný Sen lesendur, sem þekkja andlitin og vita hverja um ræðir, að hafa samband við sig hjá Fróða hf. -GHS Myriam Bat-Yosef giftist Erró árið 1957 og kom um sama leyti í fyrsta skipti til íslands en hún hefur komið hingað regluiega síðan. Oddný Sen færir ævisögu hennar í letur og birtast hér á síðunni myndir sem Myriam hefur málað. Lesendur, sem þekkja nöfn fólksins, eru beðnir um að hafa samband við Oddnýju hjá Fróða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.