Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 16
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Jj"V i6 menning Ævisaga Myriam Bat-Yosef, fyrrum eiginkonu Errós. kemur út fyrir jólin: Vann í súkkulaðiverksmiðju og málaði mannamyndir - lýst eftir nöfnum á fólkinu hér á síðunni „Lífshlaup listakonunnar Myri- am Bat-Yosef er ekki síöur ævin- týralegt en fyrrverandi eiginmanns hennar, Errós. Hún er að uppruna litháískur gyðingur, fædd í Berlín árið 1931 og þurfti á unga aldri að flýja heimaland sitt vegna ofsókna nasista. Flest skyldfólk hennar varð helíorinni að bráð og sjálf varð Myr- iam að flýja hernumda París á ævintýrcdegan hátt ásamt móður sinni. Þær fóru til Palestínu þar sem faðir hennar hafði látið lífið í átökum við araba og giftist móðir hennar öörum gyðingi sem hafði misst konu sína og dóttur í gasklefunum í Ausch- witz,“ segir Oddný Sen. Oddný er um þessar mundir að leggja lokahönd á ævisögu listakon- unnar Myriam Bat- Yosef, eða Maríu Jósefsdóttur, eins og Myriam heitir upp á íslenska visu, og kemur hún út hjá Fróða fyrir jól- in. Myriam stund- aði listnám i Paris og Flórens og varð þekkt í listalífi Par- ísar á sjöunda ára- tugnum en borgin var þá miðstöð lista og menningar. í Flórens kynntist hún Erró, giftist honum og kom fyrst hingað til lands árið 1957 í tengslum við fyrstu einkasýningu Er- rós hér. Dramatísk saga fsland birtist Myriam sem Paradís frelsis- ins eftir flótta frá Þýska- landi Hitlers, dvöl í Palestínu undir róstusamri stjóm Breta og flótta frá París rétt fyrir her- nám Þjóð- verja. Myri- am kom hingað eftir dvöl í París og Flórens og kynntist þá samfélagi í hraðri mótun. Hún kynntist verkamannalífmu hér ekki síður en menningarlífinu því að hún vann í Súkkulaðiverksmiðj- unni Freyju í eitt ár og lærði þar ís- lensku af verkakonunum. Myriam hreifst af landi og þjóð. Hún fór með Erró á Kirkjubæjar- klaustur og eftir skilnað þeirra Er- rós hélt hún áfram að koma til ís- lands og halda hér sýningar. Hún notaði gjarnan tækifærið til að fara að Kirkjubæjarklaustri og dvaldist þá hjá foreldrum Oddnýjar en dóttir Myriam, Tura, gekk hér í skóla. Hún er nú íslenskur ríkisborgari og hefur komið hingað öðm hvoru, til dæmis til að halda námskeið. „Þetta er rosalega dramatísk saga. Þetta er líka saga gyðinganna, ísra- els,“ segir Oddný en hún þekktir Myriam og Tum, dóttur hennar vel. Á námsárum Oddnýjar í París tók Myriam hana upp á arma sína. Þar kynntist hún sérkennilegri veröld Myriam og þá fór hana að langa til að færa lífssögu hennar i letur. Byggð á bréfum Oddný byggir bókina að stórum hluta á bréfum sem Myriam skrif- aði á hebresku til foreldra sinna á tuttugu ára tímabili eða allt fram á síðustu ár. Myriam þýddi bréfin úr hebresku yfir á frönsku og Oddný er nú búin að þýða þau yfir á ís- lensku. Síðustu kaflana byggir hún á viðtölum við Myriam og bréfum til vina hennar. Á tímanum í Freyju og síðar mál- aði Myriam fjölda mynda af þekkt- um og óþekktum íslendingum en í sumum tilfellum er hún búin að týna nöfnunum. Þessar myndir birt- ast hér á síðunni og biður Oddný Sen lesendur, sem þekkja andlitin og vita hverja um ræðir, að hafa samband við sig hjá Fróða hf. -GHS Myriam Bat-Yosef giftist Erró árið 1957 og kom um sama leyti í fyrsta skipti til íslands en hún hefur komið hingað regluiega síðan. Oddný Sen færir ævisögu hennar í letur og birtast hér á síðunni myndir sem Myriam hefur málað. Lesendur, sem þekkja nöfn fólksins, eru beðnir um að hafa samband við Oddnýju hjá Fróða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.