Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 11
H>V LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Brigitte Bardot sendir tóninn í ævisögu sinni: sviðsljós Erfitt og ofbeldisfullt i hiónabandinu Hin 62 ára gamla leikkona, Brigitte Bardot, segir fyrrverandi elskhugum sinum og samleikurum óspart til syndanna í nýrri ævisögu sem um þessar mundir kemur út í helstu löndum heims. Bókina kallar hún Upphafsstafir B.B. eftir ástar- söng frá sjöunda áratugnum sem hennar fyrrverandi ástmaður, Serge Gainshurg, samdi. Svo virðist því sem Brigitte sé ekki jafnmikið í nöp við alla sína fyrrverandi elskhuga. Hún talar vel um Jean-Louis Trin- tignant og Samy Frey en fer óblíð- um höndum um leikarann Alain Delon. „Alain er fallegur en það er kom- móðan mín frá tímum Loðvíks XVI líka. Ég hef ekki meiri samskipti við Alain en kommóðuna. Ekkert í andliti hans eða augum vekur upp Brigitte Bardot, 62 ára, hefur lent í ýmsu, sérstaklega á fyrstu árum ævinnar þegar leikkonan var ung og reynslulaus. Hún hefur verið í erfiðu og ofbeldisfullu hjónabandi og gef- ur ekki elskhugum sínum háa ein- kunn. tilfinningar, ekkert laðar mann að honum og ekkert hjá honum sýnir að hann hafi minnsta vott af tiifinn- ingum. Alain er kaldur og upptek- inn af sjálfum sér. Hann hefur ekki getað fitjað upp á neinu til að fríska upp á ásýnd sína nema með þvi að auglýsa pelsa. Eins og Sophia Lor- en. Þau eru gott par,“ segir hún í bókinni. Hin unga leikkona lenti í ýmsu, varð fyrir ofbeldi og var notuð vegna reynsluleysis síns og þess hve auðsæranleg hún var. Hún varð áfengi og pilluáti að bráð og var mjög beisk um tíma. Brigitte skrifar þó fallega um fyrsta eiginmann sinn, kvikmyndaleikstjórann Roger Vadim en hann skapaði kynbomb- una Brigitte Bardot og því má segja að hann hafi gert Brigitte að því sem hún er í dag. „I dag lít ég á hann Sem stóra bróður minn og vin,“ segir Brigitte við franska stórblaðið Paris Match um leið og hún gefur hjónabandinu með leikaranum Jacques Charrier einkunnina: „erfitt og ofbeldisfullt.“ Einkabarn sitt á Brigitte með Charrier. Fyrir fjórum árum giftist Brigitte hinum hægrisinnaða stjórnmála- manni Bemard d’Ormale en hann hefur verið náinn samstarfsmaður þekkta franska stjómmálamannsins Jean-Marie le Pen en hann og hægriflokkur hans hafa tekið mál- stað gegn flóttamönnum í Frakk- landi. í ævisögunni kemur fram að Brigitte er ákaflega hrifin af le Pen, telur hann sjarmerandi og kláran og segist fullkomlega sammála hon- um í málefnum flóttamanna. Alvarleg barátta Brigitte Bardot hefur vakið at- hygli fyrir áhuga sinn á heimilis- Fyrsti eiginmaður Brigitte Bardot skapaði kynbombuna sem síðar varð fræg um allan heim og lék í fjölda mynda. lausum dýrum enda býr hún nú þegar hún er búin að hrekja d’Ormale brott og skilið opinberlega við hann með 100 dýrum í híbýlum sínum viðs vegar um París og Saint Tropez. Þar er hún með ketti, hunda, kýr, hesta og kindur sem ýmislegt hrjáir annað en heimilis- leysi. „Barátta mín til að vernda dýrin er mjög, mjög alvarleg. Þegar dýr er heimilislaust, sært og alls staðar óvelkomið fer ég með það á dýra- spitala eða tek það að mér.í fyrra tog ég að mér 40 kindur í lélegu ástandi," segir eða hún og kveðst setja mörkin við kýr með kúariðu. Þau dýr vilji hún ekki inn fyrir sín- ar dýr. -GHS OPINN FUNDUR Á GRAND HÓTEL Hvar er meðferð fyrir börnin okkar? J í dag, laugardag kl.14, á Grand Hótel við Sigtún í Reykjavík, afhendir hópur foreldra vímuefnabarna Davíð Oddssyni, forsætisráðherra, undirskriftir 10 þúsund íslendinga um að stofnað verði meðferðarheimili fyrir börn á ný. Stutt ávörp og umrœður Fundarstjóri Ingvi Hrafn Jónsson Sýnum samstöðu, mætum öll! FORELDRAHÓPURINN SJOVAOETALMENNAR Traustur þáttur í tilverunni 11 Apple Macintosh, Ctítac SsAéKtws Vú- 26.900 PowerMacintosh 6320/120: Örgjörvi: PowerPC 603e RISC Tiftíöni: 120 megariö Vinnsluminni: 12 Mb (má auka í 64 Mb) Skjáminni: 1 Mb DRAM Harðdiskur: 1.200 Mb Geisladrif: Apple CD1200i (átta hraöa) Skjár: Apple Multiple Scan 14" litaskjár | Diskadrif: 3.5” - les Mac- og PC-diska Hnappaborö: Apple Design Keyboard Nettengi: Innbyggt LocalTalk (sæti fyrir Ethernet-spjald) Hljóö: 16 bita hljóö inn og út Stýrikerfi: System 7.5.5, sem aö sjálfsögöu er allt á íslensku Hugbúnaöur: Hið fjölhæfa ClarisWorks 3.0. í forritinu er ritvinnsla, töflureiknir, tvö teikniforrit, gagna- grunnur og samskiptaforrit. Ritvöllur 3.0 - stafsetningarleiðrétting og samheitaorðabók og Málfræöigreining - kennsluforrit í íslenskri málfræöi. Öll þessi forrit eru á íslensku. Mac Gallery Clip Art, Thinkin' Things, At Ease, Millies Math House, Click Art Performa, Spin Doctor og Supermaze Wars. Geisladiskar: Groliers Encyclopedia, Myst, Mega Rock Rap 'n' Roll, RedNex, The WayThings Work, Deadalus Encounter, Making Music, Aladdin Activity Centre, Lion King Story Book og Toy Story Preview Leikir o.fl.: Color StyleWriter 1500: Prentaöferö: Jhermal“-bleksprauta 720x360 pát meö mjúkum útlínum í sv/hv 360x360 pát fyrir lita- og grátónaprentun Háhraða raötengi (885 Kbps) Beintenging viö tölvunet meö StyleWriter EtherTalk Adapter (aukabúnaöur) Allt aö 3 síöur á mínútu í svart/hvítu Stuöningur viö TrueType- og Adobe PostScript letur Pappírsmötun: Fjölnota bakki sem tekur allt aö 100 síður eða 15 umslög Flestallur pappír, glærur, „back-print film“, umslög og límmiðar Prentgæöi: Hraöi: Leturgeröir: Prentefni: KL^ ’ Apple-umboðið -SSF Skipholti 21, 105 Reykjavik, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.