Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Marlboro Kína bikarkeppnin 1996: Kínverjar og Bandaríkja- menn sigursælir Fyrsta Marlboro Kina bik- arkeppnin var haldin fyrir stuttu og sigruðu Kínverjar í sveitakeppninni en Bandaríkjamenn í tvímennings- keppninni. En hvað er Marlboro Kína bikar- keppnin? Alheimsbridgesambandið (WBF) heldur keppnina og forseti þess, José Damiani, sér hana sem forspil að keppni, sem líkja mætti við mótaröð atvinnumanna í golfi. Fjórar sveitir kepptu í hvorum flokki, opnum og kvenna, ein kom frá Kína, ein frá bandaríska bridgesambandinu, ein frá Evrópu- sambandinu og ein frá Alheims- bridgesambandinu. Keppni var sér- staklega spennandi í kvennaflokki en þar sigraði sú bandaríska naum- lega eftir úrslitaleik við þá kín- versku. í bandarísku sveitinni voru þekkt nöfn: Kathie Wei-Sender, Lynn Deas, Juanita Chambers og Sue Sachs. í opna flokknum sigraði sú kín- verska meðan Evrópusveitin var i öðru sæti. Þar voru einnig nöfn sem við könnumst við: Jens Auken, Den- is Koch, Geir Helgemo, Tor Helnes, Enri Laufkens og Berry Westra. I tvímenningskeppninni sigruðu Lynn Deas og Juanita Chambers frá Bandaríkjunum með miklum yfir- burðum. Auðvitað gleðjast allir yfír nýrri keppni sem vekur athygli og raunar voru rausnarleg peningaverðlaun í boði ásamt meistarastigum. En hins vegar vakna einnig spumingar um hvernig þátttakendur eru valdir. Ég hefði cilla vega viljað sjá eitt af fyrr- verandi heimsmeistarapörum Is- lendinga, annað hvort í Evrópulið- inu eða ekki síður í liði Alheims- sambandsins sem var skipað frekar skrýtnum nöfnum, ef frá eru taldir Pólverjarnir Romanski og Kowalski. Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa sín bridgesambönd sem hafa valið sín lið til þátttöku en hvernig stóð Evrópusambandið að sínu vali? Eða Alheimssambandið? Þetta eru spumingar sem viðkomandi aðilar verða að svara áður en næsta kleppni er haldin. En hættum nöldrinu og skoðum eitt skemmtilegt spil frá mótinu. Suður Vestur Norður Austur 1 spaði pass 4 lauf pass 4 tíglar pass 5 lauf pass 5 grönd pass 7 spaðar allir pass Með Pólverjana Romanski og Kowalski í n-s gengu sagnir eins og að ofan greinir. Fjögur lauf sýndu einspil eða eyðu í laufi og fimm lauf sýndu eyðu. Kínverjinn í vestur var viss um að lítið lauf undan ásnum myndi ekki spilla því suður myndi áreið- anlega ekki þora að hleypa heim á kónginn ef hann ætti hann. Hann hafði á réttu að standa. Kowalski trompaði en það reyndist vera þrett- ándi slagurinn. Á hinu borðinu voru spilaðir sex spaðar. Vestur spilaði hjartaás og síðan tígli, einn S/A-V 4 Á10852 W D ♦ ÁG87654 é niður. í leik Evrópu við Bandaríkin gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur é - * Á10843 * 10932 * Á432 N V A S * V 7652 ♦ - 4 DG8765 4 1 iaui pass 2 spaðar pass 4 spaðar pass 5 hjörtu pass pass pass z ugiar pass 3 spaðar pass 5 lauf pass 7 spaðar dobl pass 4 KD96 KG9 ♦ KD 4 K109 Þetta spil er frá sveitakeppninni og olli að meðaltali 15 impa sveiflu í hverjum leik. Þrjú pör fóm í al- slemmu með tvo ása úti. Furðule- gustu úrslitin vora sýnd á sýningar- töflu í leik Kínverja og Alheimssam- bandsins: Það vora Bandaríkjamennirnir Weinstein og Stewart sem sátu n-s en a-v voru Koch og Auken, allt góð- kunningjar frá fyrri Bridgehátíðum. Útspil Akens var agað! Hann hlýddi Lightnerdobli Kochs og spil- aði út tígli, raunar tiunni, til þess að fá hjarta til baka. Það vora þrír niður doblaðir. 51 LAXVEIÐIMENN ATHUGIÐ Veiðiréttur í Búðardalsá á Skarðsströnd er til leigu næsta veiðitímabil. Tilboðum skal skilað fyrir 20. nóvember. Við áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefa Svavar Magnússon í síma 434-1497 og Þorsteinn Karlsson í síma 434-1435. Laxveiðimenn - stangaveiðifélög Krossá á Skarösströnd er laus til leigu veiöitímabiliö 1997. Tilboðum skal skilað til Trausta Bjarnasonar, 317 Búðardal, fyrir 2. nóvember nk. en tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00. Upplýsingar í símum 434-1420 og 854-8424. SÍMVAKINN sýnir og geymir símanúmer þess sem hringir hvort sem þú ert heima eða að heiman. Geymir allt að 120 númer með dagsetningu og klukku. Verð kr. 4.490 stgr. 5 hte[ Síðumúla 37, 108 Reykjavík Sími 588 2800 - Fax 568 7447 fy $ , V . . - - * ■HHH III foreldra á íslandi ...sem vilja varðveita minningu barna sinna í myndum. í tilefni af 70 ára afmæli félagsins verður Opið hús hjá Portretljósmyndurum landsins vikuna 19.-26. október. Komið við hjá Ijósmyndaranum og sjáið hvað við erum að gera. Eitthvert okkar hefur stíl og handbragð sem hentar þér. Verið velkomin -heitt kaffi á könnunni og glaðningur fyrir börnin. Opið virka daga kl.10-17. og um helgina kl.12-17 12 Rut Hallgrímsdóttir. Ljósmyndir Rut. Grensársveg 11, Reykjavík. 13 Sigríður Bachmann. Ljósmyndastofa Sigríðar. Garðastræti 17, Reykjavík. 14 Sólveig Þórðardóttir. Nýmynd. Hafnargötu 90, Keflavík. 15 Sæmundur Kristinsson. Ljósmyndavinnustofan. Suðurlandsbraut 4A, Reykjavík. 16 Þórir H. Óskarsson. Ljósmyndastofa Þóris. Rauðarárstíg 20, Reykjavík. 17 Þór Gíslason. Ljómyndastofa Þórs. Garðarsbraut 9, Húsavík. Fólk er í vaxandi mæli fariö að nota vel gerðar og listrænar Ijósmyndir til skreytingar á heimilum sínum. Við erum tilbúin að fanga andartakið og búa til ómetanlega dýrgripi, sem gleðja ykkur um ókomin ár. Ljósmyndarafélag íslands 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.