Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Blaðsíða 44
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JjV 52 ★ •k ■*' glingaspjall Jafningjafræðslan tekin til starfa: Hugarfarsbreyting er mikilvægust - segir Ingibjörg Þóra Helgadóttir, tengiliður í Jafningjafræðslunni „Ég ákvað að taka þátt í Jafn- ingjafræðslunni þegar ég missti vin úr fikniefnaneyslu," segir Ingibjörg Þóra Helgadóttir, sautján ára stjóm- armaður og tengiliður Jafnin- gjafræðslunnar í Kvennaskólanum í samtali við DV. Jafningjafræðslan félst í því að unglingar fræða aðra unglinga um skaðsemi fíkniefna. „Hugarfarsbreyting unglinganna er mikilvægust að okkar mati en við viljum að þeir átti sig á því að líf þeirra skiptir máli og þeir eyði- leggja líf sitt sem nota fíkniefni," segir Ingibjörg Þóra. Þurý Björk Björgvinsdóttir, einnig sautján ára stjómarmaður og tengiliður í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur í sama streng og segir að starf Jafningjafræðslunnar felist ekki í því að segja ung- lingum hvemig þeir eigi að lifa lífinu. Fyrst og fremst séu unglingamir fræddir um skaðsemi flkniefna og þeir velji síðan sjálfir. „Við fáum skirteini eftir að hafa setið nám- skeið og á því stendur að við höfum leyfl til þess að fræða aðra. Hver sem er getur ekki komið og sagst vera frá Jafn- ingjafræðsl- i unni,“ segir Ingbjörg Þóra. I stjóm Jafn- ingjafræðsl- unnar sitja átta stjórn- armeðlimir. Tveir tengiliðir era i hverj- um fram- haldsskóla á landinu og umræðuhópar einnig í hverjum skóla. „Þetta gengur misvel og það era margir enn þá sem þj þetta ekki mjög töff,“ sej Ingibjörg Þóra. Síðasta ár gekk út á að kynna Jafningjafræðsl- una en á þessu ári hefst sjálf fræðslan. Stelpum- ar era á sama máli um að mest sé íjallað um þá ung- linga sem eiga í erfíð- leikum. Það megi alls ekki gleyma þeim unglingum sem eru að gera góða hluti. Fram undan er vinnuhelgi í Hveragerði hjá Jafningjafræðsl- unni. Þar verða tengiliðir allra skól- anna. Reynt er að hafa svolitla skemmtun með í leiðinni þannig að Jafningjafræðslan laði krakkana að. Færri tækju eflaust þátt í fræðsl- unni ef eingöngu væri um vinnu að ræða. Tengiliðimir vinna á mismun- andi hátt en sumir koma inn i bekk- ina og kynna starfsemina og segja frá fundum sem haldnir era en aðr- ir setja upp fúndaauglýsingar. Flakkið er ferðaklúbbur á vegum Jafningjafræðsl- unnar og hefur hann að markmiði að sýna fólki að hægt sé að skemmta sér án þess að vera undir áhrif- um vímuefna. Á vegum klúbbsins hefur verið farið í göngu yfir Fimm- vörðuháls, fallhlíf- arstökk, niður Hvítá og farið til London og Benidorm. Krakk- amir skrifúðu undir samning þess efhis að ef þeir ætluðu að vera undir áhrif- um yrðu þeir send- ir heim á eigin kostnað. „Við fórum einnig á Snæfells- nes um verslunar- mannahelgina og það var svolítið erfitt að halda fólki frá vímuefiium en það tókst,“ segir Ingibjörg Þóra. -em Þurý Björk Björgvinsdóttir og Ingibjörg Þóra Helgadóttir eru f stjórn Jafningjafræðslunnar. DV-mynd Pjetur Timothy Dalton mun veita Pierce Brosnan samkeppni. Tvær Bond- myndir á döfinni James Bond er vanur að stinga skrautlegum bófum í steininn og hefúr hingað til ekki átt í neinni samkeppni um það. Nú eru líkur á að hann þurfi að eiga í samkeppni við sjálfan sig þar sem tvær Bond- myndir eru fyrirhugaðar. Pierce Brosnan, sem endur- vakti 007 á síðasta ári í kvik- myndinni Goldeneye, leikur í kvikmyndinni Bond 18. Tökur á henni munu hefjast í febrúar undir styrkri stjóm Rogers Spottiswoode. Á meðan hefúr framleiðand- inn Kevin McClory hugsað sér að keppa um athyglina með annarri Bond- mynd. Hann skipulagði endurkomu Sean Connery í hlutverk spæjarans mikla árið 1983 í kvikmyndinni Never Say never again. Myndin hans á væntanlega að heita Warhead 2000 A.D. McClory framleiddi Thunder- ball árið 1965 og á móti óskum höfúndarins endurgerði hann myndina sem Never Say Never Again. Það er ekki á hreinu enn þá hver kemur til með að leika titilhlutverkið í Warhead 2000 A.D. en Timothy Dalton hefur verið nefndur til sögunnar. Hann lék hetjuna Bond í kvik- myndunum The Loving Daylights 1987 og i Licence to Kill árið 1989. McClory hefur tilgreint ástæður sínar: „Við erum með frábærlega góða Bond-sögu, ruddalegan óvin og það mun auðvelda mér framleiðslu á myndum eftir það.“ Hin hliðin: Vil komast á þing og klára stúdentinn Nemendm-1 Héraðsskólann að Laugum í S.-Þingeyjarsýslu hjóluðu 500 km leið frá Laugum til Reykjavíkur í síðustu viku til að ná tali af Bimi Bjamasyni menntamálaráð- herra og mótmæla niðurskurði til skólans á fjárlögum næsta árs. Birkir Freyr Ólafsson er í forsvari fyrir nemenduma og sýnir hann hér á sér hina hliðina. Fullt nafn: Birkir Freyr Ólafsson. Fæðingardagur og ár: 28. júlí 1977. Maki: Enginn eins og er. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemandi á vetuma en deildarstjóri á farfuglaheimili á sumrin. Laun: Misjöfn. Áhugamál: íþróttir, kvenfólk af öllum stærðum og gerðum og að gera ekki neitt. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Ég hef aldrei tekið þátt í svoleiðis. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum minum og detta I það. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Stærðfræði í skólanum er það leiðinlegasta sem ég geri. Uppáhaldsmatur: Slátur. Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Teitur Örlygsson, atvinnumaður í Grikklandi. Hann er besti körfuboltamaður í landinu. Uppáhaldstfmarit: Andrés önd og félagar. Hver er fallegasta kona eða karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Sandra, nem- andi hér í skólanum. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni? Hlynntur. Hún er það skásta sem hægt er að hafa. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Þorvald i Sild og fisk. Uppáhaldsleikari: Eggert Þorleifsson. Uppáhaldsleik- kona: Mér fmnst þær allar voðalega leiðin- legar, það er einna helst Julia Roberts. Uppáhaldssöngvari: Sigurjón Kristjáns- son, sem var 1 Ham. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Halldór Ásgrímsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og Simpson. Uppáhaldsmatsölustaður eða veitinga- hús: Greifinn á Akureyri. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Bibliuna - ég nenni því bara aldrei - og nær- ingarfræðibókina mína. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Lísa Páls er með agalega róandi tónlist. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Ætli ég horfi ekki ívið meira á Stöð 2 en rík- issjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigmundur Emir er flottur. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Torgið á Akureyri. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Njarðvik í körfu og Þór á Akureyri í fótbolta. Stefiiir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni? Komast inn á þing, klára stúdentinn og ná stærðfræði 122. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Vann eins og vitleysingur. Birkir Freyr segir að sig langi til að lesa Biblíuna en nenni því aldrei auk þess sem næringarfræðibókin hans er á lestrardagskránni. mmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.