Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 44
LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JjV 52 ★ •k ■*' glingaspjall Jafningjafræðslan tekin til starfa: Hugarfarsbreyting er mikilvægust - segir Ingibjörg Þóra Helgadóttir, tengiliður í Jafningjafræðslunni „Ég ákvað að taka þátt í Jafn- ingjafræðslunni þegar ég missti vin úr fikniefnaneyslu," segir Ingibjörg Þóra Helgadóttir, sautján ára stjóm- armaður og tengiliður Jafnin- gjafræðslunnar í Kvennaskólanum í samtali við DV. Jafningjafræðslan félst í því að unglingar fræða aðra unglinga um skaðsemi fíkniefna. „Hugarfarsbreyting unglinganna er mikilvægust að okkar mati en við viljum að þeir átti sig á því að líf þeirra skiptir máli og þeir eyði- leggja líf sitt sem nota fíkniefni," segir Ingibjörg Þóra. Þurý Björk Björgvinsdóttir, einnig sautján ára stjómarmaður og tengiliður í Fjölbrautaskólanum í Ármúla, tekur í sama streng og segir að starf Jafningjafræðslunnar felist ekki í því að segja ung- lingum hvemig þeir eigi að lifa lífinu. Fyrst og fremst séu unglingamir fræddir um skaðsemi flkniefna og þeir velji síðan sjálfir. „Við fáum skirteini eftir að hafa setið nám- skeið og á því stendur að við höfum leyfl til þess að fræða aðra. Hver sem er getur ekki komið og sagst vera frá Jafn- ingjafræðsl- i unni,“ segir Ingbjörg Þóra. I stjóm Jafn- ingjafræðsl- unnar sitja átta stjórn- armeðlimir. Tveir tengiliðir era i hverj- um fram- haldsskóla á landinu og umræðuhópar einnig í hverjum skóla. „Þetta gengur misvel og það era margir enn þá sem þj þetta ekki mjög töff,“ sej Ingibjörg Þóra. Síðasta ár gekk út á að kynna Jafningjafræðsl- una en á þessu ári hefst sjálf fræðslan. Stelpum- ar era á sama máli um að mest sé íjallað um þá ung- linga sem eiga í erfíð- leikum. Það megi alls ekki gleyma þeim unglingum sem eru að gera góða hluti. Fram undan er vinnuhelgi í Hveragerði hjá Jafningjafræðsl- unni. Þar verða tengiliðir allra skól- anna. Reynt er að hafa svolitla skemmtun með í leiðinni þannig að Jafningjafræðslan laði krakkana að. Færri tækju eflaust þátt í fræðsl- unni ef eingöngu væri um vinnu að ræða. Tengiliðimir vinna á mismun- andi hátt en sumir koma inn i bekk- ina og kynna starfsemina og segja frá fundum sem haldnir era en aðr- ir setja upp fúndaauglýsingar. Flakkið er ferðaklúbbur á vegum Jafningjafræðsl- unnar og hefur hann að markmiði að sýna fólki að hægt sé að skemmta sér án þess að vera undir áhrif- um vímuefna. Á vegum klúbbsins hefur verið farið í göngu yfir Fimm- vörðuháls, fallhlíf- arstökk, niður Hvítá og farið til London og Benidorm. Krakk- amir skrifúðu undir samning þess efhis að ef þeir ætluðu að vera undir áhrif- um yrðu þeir send- ir heim á eigin kostnað. „Við fórum einnig á Snæfells- nes um verslunar- mannahelgina og það var svolítið erfitt að halda fólki frá vímuefiium en það tókst,“ segir Ingibjörg Þóra. -em Þurý Björk Björgvinsdóttir og Ingibjörg Þóra Helgadóttir eru f stjórn Jafningjafræðslunnar. DV-mynd Pjetur Timothy Dalton mun veita Pierce Brosnan samkeppni. Tvær Bond- myndir á döfinni James Bond er vanur að stinga skrautlegum bófum í steininn og hefúr hingað til ekki átt í neinni samkeppni um það. Nú eru líkur á að hann þurfi að eiga í samkeppni við sjálfan sig þar sem tvær Bond- myndir eru fyrirhugaðar. Pierce Brosnan, sem endur- vakti 007 á síðasta ári í kvik- myndinni Goldeneye, leikur í kvikmyndinni Bond 18. Tökur á henni munu hefjast í febrúar undir styrkri stjóm Rogers Spottiswoode. Á meðan hefúr framleiðand- inn Kevin McClory hugsað sér að keppa um athyglina með annarri Bond- mynd. Hann skipulagði endurkomu Sean Connery í hlutverk spæjarans mikla árið 1983 í kvikmyndinni Never Say never again. Myndin hans á væntanlega að heita Warhead 2000 A.D. McClory framleiddi Thunder- ball árið 1965 og á móti óskum höfúndarins endurgerði hann myndina sem Never Say Never Again. Það er ekki á hreinu enn þá hver kemur til með að leika titilhlutverkið í Warhead 2000 A.D. en Timothy Dalton hefur verið nefndur til sögunnar. Hann lék hetjuna Bond í kvik- myndunum The Loving Daylights 1987 og i Licence to Kill árið 1989. McClory hefur tilgreint ástæður sínar: „Við erum með frábærlega góða Bond-sögu, ruddalegan óvin og það mun auðvelda mér framleiðslu á myndum eftir það.“ Hin hliðin: Vil komast á þing og klára stúdentinn Nemendm-1 Héraðsskólann að Laugum í S.-Þingeyjarsýslu hjóluðu 500 km leið frá Laugum til Reykjavíkur í síðustu viku til að ná tali af Bimi Bjamasyni menntamálaráð- herra og mótmæla niðurskurði til skólans á fjárlögum næsta árs. Birkir Freyr Ólafsson er í forsvari fyrir nemenduma og sýnir hann hér á sér hina hliðina. Fullt nafn: Birkir Freyr Ólafsson. Fæðingardagur og ár: 28. júlí 1977. Maki: Enginn eins og er. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemandi á vetuma en deildarstjóri á farfuglaheimili á sumrin. Laun: Misjöfn. Áhugamál: íþróttir, kvenfólk af öllum stærðum og gerðum og að gera ekki neitt. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Ég hef aldrei tekið þátt í svoleiðis. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Vera með vinum minum og detta I það. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Stærðfræði í skólanum er það leiðinlegasta sem ég geri. Uppáhaldsmatur: Slátur. Uppáhaldsdrykkur: Bjór. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Teitur Örlygsson, atvinnumaður í Grikklandi. Hann er besti körfuboltamaður í landinu. Uppáhaldstfmarit: Andrés önd og félagar. Hver er fallegasta kona eða karl sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Sandra, nem- andi hér í skólanum. Ertu hlynntur eða andvígur ríkisstjóm- inni? Hlynntur. Hún er það skásta sem hægt er að hafa. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Þorvald i Sild og fisk. Uppáhaldsleikari: Eggert Þorleifsson. Uppáhaldsleik- kona: Mér fmnst þær allar voðalega leiðin- legar, það er einna helst Julia Roberts. Uppáhaldssöngvari: Sigurjón Kristjáns- son, sem var 1 Ham. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Halldór Ásgrímsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Hómer Simpson. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og Simpson. Uppáhaldsmatsölustaður eða veitinga- hús: Greifinn á Akureyri. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Bibliuna - ég nenni því bara aldrei - og nær- ingarfræðibókina mína. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? FM. Uppáhaldsútvarpsmaður: Lísa Páls er með agalega róandi tónlist. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Ætli ég horfi ekki ívið meira á Stöð 2 en rík- issjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Sigmundur Emir er flottur. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Torgið á Akureyri. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Njarðvik í körfu og Þór á Akureyri í fótbolta. Stefiiir þú að einhverju sérstöku í fram- tíðinni? Komast inn á þing, klára stúdentinn og ná stærðfræði 122. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Vann eins og vitleysingur. Birkir Freyr segir að sig langi til að lesa Biblíuna en nenni því aldrei auk þess sem næringarfræðibókin hans er á lestrardagskránni. mmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.