Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Síða 56
TvöfaMur 1. vinningur mm VINNINGSTÓLUR 18.10/96 Vertu viðbúin(n) vinningi KIH FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö i hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Frjálst,óháð dagblað LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 Alþýðuflokkurinn: Jon Baldvin undir ofur- þrýstingi að halda áfram - yfirlýsing um helgina? „Ég tel líkurnar meiri en minni að okkur takist að fá Jón Baldvin ofan af því að hætta formennsku. Ég vinn að því öllum árum ásamt tug- um manna að fá hann til að halda áfrarn," sagði Ámundi Ámundason, einn nánasti ráögjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar siðustu árin, í sam- tali við DV í gær. Segja má að Jón Baldvin sé undir ofurþrýstingi frá tugum ef ekki hundruðum ílokksmanna sinna að Tialda áfram formennsku í flokkn- um. Sumir segja að hik sé komið á hann við að hætta vegna þess að það komi honum á óvart hversu víð- tækan stuðning hann hefur. Þingmenn sem DV ræddi við í gær eru samt flestir á því að Jón Baldvin muni hætta. Þeir henda á að hann sé búinn að segja svo mik- ið að hann eigi erfitt með að snúa við. En á móti benda aðrir á að allt sé hægt i pólitík. -S.dór Við Hvolsvöll: Valt á veginum Fjögur ungmenni sluppu með minni háttar meiðsl þegar bíll þeirra valt á Suðurlandsvegi skammt fyrir austan Hvolsvöll um miðjan dag í gær. Ökumaðurinn hafði misst bílinn út fyrir bundna slitlagið og þar með stjórn á honum. Hann fór heila veltu á veginum og er ónýtur eftir. Farþegamir voru allir fluttir á heilsugæslustöðina á Hvolsvelli og tveir síðan á sjúkra- húsið á Selfossi. -sv Með brother auðvelt að merkja myndbands- spólurnar brother Verð frá kr. 6.995 Nýbýlaveqi 28 Sími 554 4443 SGMDIÐIL.ASXÖÐ 533 -tOOO Kvöld- og helgarþjónusta 7 L O K I Maður, sem hefur verið dæmdur fyrir fikniefnainnflutning, ákærður: Sveik út rækjur fyrir á aðra milljón króna - einnig gefið að sök að hafa svikið út heilt bílverð á stolinn tékka Hraðfrystihús Hellis- sands og íslandsbanki hafa krafið reykvískan karl- mann á fertugsaldri um tvær og hálfa milljón króna vegna fjársvika og skjalafals sem hann hefur verið ákærður fyrir gagn- vart þessum aðilum. Um- 'ræddur maöur hefur áður verið dæmdur fyrir fikni- efnainnflutning og auðgun- arbrot. Manninum tókst að fá afhentar rækjur fyrir 1,3 milljónir króna í hrað- frystihúsinu fyrir tvo inn- stæðulausa tékka og rúm- ar 1,2 milljónir fékk hann afhentar í íslandsbanka fyrir stolið ávísanaeyðu- blað frá Heklu hf. Maðurinn var á ferð með konu á Hellissandi í júlí og ágúst 1995. Honum er gefið að sök að hafa blekkt forráðamenn hrað- frystihússins með því að láta þá afhenda sér mikið magn af rækjum þótt hann vissi að innstæða væri ekki fyrir þeim tveimur tékkum sem hann afhenti. Sá fyrri var upp á 617 þús- und en sá síðari 735 þús- und krónur. Maðurinn seldi síðan rækjurnar ann- ars staðar á lægra verði en hann keypti þær fyrir á Hellissandi og notfærði sér síðan peningana. Síðari liður ákærunnar er vegna skjálafalsins. Þar er honum gefið að sök að hafa framvísað stolnum tékka frá Heklu hf. í ís- landsbanka við Lækjar- götu upp á 1.250 þúsund krónur. Á tékkanum var stimpill með nafni Heklu hf. sem maðurinn er ákærður fyrir að hafa stolið frá fyrirtækinu. Síð- an hafi nafn gjaldkera Heklu verið falsað á tékk- ann og stimplað yfir það með nafni fyrirtækisins. Félagi mannsins vélritaði textann á tékkann. Sakborningurinn fékk tékkann innleystan í úti- búinu við Lækjargötu en lagði alla upphæðina inn á eigin reikning í útibúi við Þarabakka - nema 150 þús- und krónur sem hann fékk greiddar. Síðan fóru menn- imir báðir í íslandsbanka i Hafnarfirði þar sem þeir leystu 1,1 milljón út af reikningnum. -Ótt Berglind Ingvarsdóttir og Benedikt Einarsson stóðu sig best íslensku dansaranna í London og sigruðu í þremur keppnum í flokki suöur-amerískra dansa. Hér eru þau hlaöin verðlaunagripum við komuna til landsins í gær. DV-mynd ÆMK Danskeppnin: Besti árangur til þessa DV, Suðurnesjum: „Þetta var alveg rosalega gaman en kom okkur verulega á óvart að vinna í þremur keppnum í suður- amerískum dönsum. Það var lang- skemmtilegast að vinna siðustu keppnina, sem var sú stærsta með öllum bestu danspöram heimsins. Því var ánægjulegt að fara með sig- ur af hólmi. Við vonuðumst alltaf eftir því að vinna en ekki svona glæsilega eins og nú. Þetta er okkar besti árangur til þessa,“ sögðu Berg- lind Ingvarsdóttir og Benedikt Ein- arsson við DV við komuna til lands- ins frá London siðdegis í gær. Þau voru í frækilegum hópi íslenskra dansara sem tóku þátt í þremur al- þjóðlegum danskeppnum í London og báru sigur úr býtum í þeim öll- um í flokki suður- amerískra dansa. Fimmtán pör frá Islandi kepptu og stóðu sig öll mjög vel. Systkinin Erla Sóley og Ámi Þór Eyþórsböm komust í úrslit í flokki 16-20 ára og Halldóra Sif Halldórsdóttir og Davíð Gill Jónsson sigruðu í flokki 11 ára og yngri. -ÆMK Veörið á morgun: Hlýjast sunnanlands Á morgun verður austan og norðaustan strekkingur. Það verður rign- ing af og til og hiti á bilinu 4 til 9 stig, hlýjast um landið sunnanvert. -ilk Veöriö á mánudag: Votviðri Á mánudaginn verður hvöss norðaustanátt, slydda og hiti á bilinu 1 til 3 stig norðvestan til. Annars verður hægari austan- og norðaustanátt og skúrir eða rigning. Hiti á bilinu 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 57.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.