Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.10.1996, Side 12
i2 j mennmg LAUGARDAGUR 19. OKTÓBER 1996 JLí"V „Ég hef haft áhuga á fornbók- menntum frá því ég var í mennta- skóla og tók t.d. Njálu og Eglu með mér utan til Þýskalands í nám. Eft- ir að heim kom þurfti ég að ferðast mikið um landið starfs míns vegna og þá saknaði ég þess oft hvað ég kunni lítið í sögunum. Ég frétti þá af námskeiði sem Jón Böðvarsson var að fara af stað með um Njálu, en ég held mest upp á hana, og skráði mig til að fá aðstoð við að komast af stað við að lesa. Maður ætlar svo oft að gera eitthvað en svo verður ekk- ert af því fyrr en maður fær stuðn- ing,“ sagði Tryggvi Sigurbjarnarson ráðgjafarverkfræðingur. Tryggvi er sá eini sem hefur sótt öll 14 námskeiðin um fornbók- menntir sem Jón Böðvarsson hefur haldið á vegum Tómstundaskólans og Endurmenntunarstofnunar HÍ. Farið hefur verið yfir rúmlega 20 fornsögur á þessum námskeiðum og Átta manna hópur með ótakmarkaðan áhuga á fornsögunum: Hittist reglulega og les fornbókmenntir - var í þrjú ár að lesa og ræða Sturlungasögu alltaf endað á því að fara á söguslóð- ir og rifja atburðina upp. „Á þessum námskeiðum myndað- ist átta manna hópur sem hefur hist hálfsmánaðarlega sl. 5 ár til að lesa og spjalla um fornbókmenntir. Við vorum t.d. þrjú ár að lesa Sturlungu og erum núna með Heimskringlu. Við höfum það fyrirkomulag að einn á að undirbúa sig eitthvað og leiða hópinn, alltaf til skiptis, með því að viða að sér viðbótarupplýs- ingum eða kynna sér málið betur. Svo sitjum við og lesum upp úr sög- unni og spjöllum um hana,“ sagði Tryggvi. Hann sagðist nú ferðast um land- ið með aUt öðru hugarfari. „Maður horfir á aðra hluti og spekúlerar í öðru en áður. Maður rifjar upp sög- urnar og hvernig landið leit út á þeim tíma, hvemig samgöngurnar vora og annað. Eftir því sem menn fá meiri innsýn í þetta verður þetta skemmtilegra því þá fer maður að skilja tengslin betur,“ sagði Tryggvi. -ingo Tryggvi Sigurbjarnarson verkfræöingur. Leshópurinn hittist hálfsmánaöarlega til aö lesa upp úr fornsögunum. Núna er hann aö lesa Heimskringlu en var áöur þrjú ár meö Sturlungu. Frá vinstri: Sigurjón Páll ísaksson, Karl Örn Karlsson, Tryggvi Sigurbjarnarson, Árni Björn Jónasson, Guðmundur Ágústsson og Óiafur Sveinsson. 'lend bóksjá Metsölukiljur Bretland Skáldsögur: 1. Nlck Hornby: Hlgh Fldollty. 2. laln Banks: Whlt. 3 Bernard Cornwell: The Wlnter Klng. 4. Nlcholas Evans: The Horse Whlsperer. 5. Ellzabeth Jane Howard: Castlng Off. 6. Anonymous: Prlmary Colors. 7. Catherlne Cookson: The Obsesslon. 8. Josteln Gaarder: Sophle's World. 9. Patricla D. Cornwell: From Potter's Fleld. 10. Irvlne Welsh: Trainspotting. Rit almenns eölis: 1. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 2. Andy McNab: Immedlate Actlon. 3. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 4. Danlel Goleman: Emotional Intelligence. 5. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 6. Blll Watterson: There’s Treasure Everywhere. 7. Paul Bruce: The Nemesis Flle. 8. Jung Chang: Wlld Swans. 9. Bill Bryson: The Lost Contlnent. 10. Susan Jeffers: Feel the Fear and Do It Anyway. innbundnar skáldsögur: 1. Colln Dexter: Death is Now My Nelghbour. 2. Meave Binchy: Evenlng Class. 3. Dlck Francis: To the Hilt. 4. Patrlcla D. Cornwell: Cause of Death. 5. Margaret Atwood: Allas Grace. Innbundin rit almenns eðlis: 1. Dave Sobel: Longltude. 2. K. Dalglish & H. Winter: Dalglsh: My Autoblography. 3. Norma Major: Chequers. 4. Monty Roberts: The Man Who Llstens to Horses. 5. Alec Gulnness: My Name Escapes Me. (Byggt á The Sunday Tlmea) Fjölmiðlafár vegna ævisögu Harolds Pinters Kunnur breskur blaðamað- ur, Michael Billington, hefur samið nýja ævisögu áhrifa- mesta leikskálds Breta á seinni hluta þessarar aldar. Bókin heitir The Life and Work of Harold Pinter og hef- ur vakið mikil skrif i bresk- um blöðum nú að undan- förnu. Það sem fyrst og fremst hefur valdið þessu fjölmiðla- fári eru frásagnir bókarinnar af ástarmálum Pinters og hvemig þau hafa endurspegl- ast, oft með mjög beinum hætti, í sumum leikrita hans. Framhjáhald og Betrayal Enskir fjöhniðlamenn hafa einkum fjallað um þær upp- lýsingar sem fram koma í ævisögunni um fjölskyldulif Pinters. Hann kvæhtist ung- ur leikkonunni Vivien Merchant sem varð drykkju- sjúklingur og lést árið 1982. Þau áttu einn son, David, sem fékk taugaáfall á meðan hann var við nám í Oxford og hefur lokað sig að mestu frá umheiminum - þar á meðal frá fóður sínum, en þeir urðu vist ásáttir um það árið 1993 að hittast ekki oftar. Pinter átti siðar í frægu ástar- sambandi við sagnfræðinginn Ant- oníu Fraser sem þá var gift öörum. Þau gengu í hjónaband fyrir nokkrum árum og búa nú saman. Þær upplýsingar í nýju ævisög- unni sem hafa orðið breskum fjöl- miðlum mest umfjöllunarefni varða ástarsamband Pinters á sjöunda frekari athygli gölmiðla. í ævisögunni staðfestir hún að þetta ástarsamband hafi staðið í sjö ár og að því sé lýst mjög nákvæmlega í leik- ritinu Betrayal sem Pinter sendi frá sér árið 1978 - og það jafnvel svo að hún hafi bæði þekkt atburðarásina og heilu samtölin. Nýtir eigin reynslu Það er reyndar ein meginnið- urstaða ævisögunnar, að sögn höfundarins, að Harold Pinter hefur nýtt mjög per- sónulega reynslu sina í leik- ritum sínum og þá gjarnan byggt á samskiptum sínum við ættinga, ástvini og kunn- ingja. Gagnrýnendur bókarinnar virðast samdóma um að Bill- ington hafi tekist mjög vel að draga þessi tengsl fram í dagsljósið og sýna fram á úr hvaða jarðvegi helstu leikrit Pinters séu runnin. Þetta á meðal annai's við um tvö frægustu verk hans, þ.e. The Birthday Party og The Car- etaker. Billington hefur lýst furðu sinni á viðbrögðum fjölmiðla, ekki síst fullyrðingum um að Pinter sé afar ósáttur við afhjúpanirnar í ævisögunni, og ítrekað í blaðagrein að bókin hafi verið samin í fullu samkomulagi við leikskáldið sem hafi vitað fyrir fram af öllum þeim persónulegu upplýsingum sem þar kæmu fram. The Life and Work of Harold Pint- er er gefið út af Faber & Faber for- laginu og kostar 20 sterlingspund. Harold Pinter: ný ævisaga vekur umtal í Bretlandi. Umsjón Elías Snæland Jónsson áratugnum við Joan Bakewell sem þá var gift nánum vini Pintershjón- anna. Joan var á þeim tíma kunn sjónvarpsstjama í Bretlandi og hef- ur málið af þeim sökum vakið enn Metsölukiljur Bandaríkin I 1 Skáldsögur: 1. Stephen King: The Green Mlle: Coffey on the Mlle. 2. Michael Crlctonl: The Lost World. 3. Ollvia Goldsmith: The Flrst Wives Club. 4. Steve Martlni: The Judge. 5. David Guterson: Snow Falling on Cedars. 6. Sue Grafton: „L“ Is for Lawless. 7. Sidney Sheldon: Morning, Noon & Night. 8. Stephen Klng: The Green Mlle: Night Journey. 9. Dick Francis: Come to Grief. 10. Catherlne Coulter: The Heir. 11. V.C. Andrew: Melody. 12. Stephen King: The Green Mile: The Bad Death of Eduard Delacrolz. 13. Pat Conroy: Beach Muslc. 14. Stephen King: The Green Mile: Two Dead Glrls. 15. Mlchael A. Stackpole: X-Wing: The Krytos Trap. Rlt almenns eðlis: 1. Ann Rule: A Fever in the Heart. 2. Mary Pipher: Revivlng Ophella. 3. Jonathan Harr: A Civil Action. 4. Mary Karr: The Liar’s Club. 5. Ellen DeGeneres: My Point... And I Do Have One. 6. Thomas Cahlll: How the Irish Saved Clvillzatlon. 7. Lorenzo Carcaterra: Sleepers. 8. J. Douglas & M. Olshaker: Mlndhunter. 9. Gail Sheehy: New Passages. 10. Andrew'Weil: Spontaneous Healing. 11. M. Scott Peck: The Road Less Traveled. 12. John Felnstein: A Good Walk Spolled. 13. Isabel Allende: Paula. ; 14. Thomas Moore: Care of the Soul. 15. EBetty J. Eadle & Curtis Taylor: Embraced By the Llght. : (Byggt á New York Times Book Revlew)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.