Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 4
4 LAUGARDaGUR 19. APRÍL 1997 Sími 564 3535 Tilbob I 12" pizza m/ 2 áleggstegundum Frí heimsending Tilbob II 16" pizza m/3 áleggsteg- undum og 2 I Coke Frí heimsending Sími 564 3535 Nýbýlavegi 14 Tilbob III 18" pizza m/ 3 áleggstegundum 12" hvítauks- eöa Margaritupizzu, hvítlauksolíu og 2 I Coke Kr. 1.700 Frí heimsending Hvítlauksbrauö 12" kr. 300 Hvítlauksbrauö 16" kr. 400 Franskar kr. 150 Cocktailsósa Kr. 60 Hvítlauksolía Kr. 60 2 I Coke Kr. 200 Takt'ana heim 16" pizza m/ 2 áleggstegundum Veröhækkanir á nauðsynjum: Forsendulausar verð- hækkanir hindraðar - kaupmenn verða að skilja að verðbólgutíminn er liðinn „Það er staðreynd að menn hafa verið að hækka vörur og við vitum um hækkanir sem engar forsendur eru fyrir. Ég vara fyrirtæki við því að rjúka út í hækkanir án þess að íhuga málin mjög vel,“ segir Jó- hannes Gunnarsson, framkvæmda- sijóri Neytendasamtakarma. Sigurður Jónsson, framkvæmda- stjóri Kaupmannasamtakanna, seg- ir í samtali við DV að nokkrar verð- hækkanir hafi orðið í verslunum í kjölfar kjarasamninga eins og oft vill verða. Þær sé þó ekki einungis að rekja til launahækkana heldur líka og ekki síður til gengisbreyt- inga og gengissigs gagnvart pundi, dollar og norskri krónu. Mjög mikil samkeppni á matvörumarkaði muni þó að líkindum ekki leiða til þess að matvara hækki að ráði, heldur verði verðbreytingar meiri í öðrum vörum. Jóhannes Gunnarsson segir að Neytendasamtökin og launþega- hreyfingin ætli að hafa samvinnu um að reyna að hindra það að al- mennar verðhækkanir verði hjá versluninni. Hann segir að nokkuð hafi borið á verðhækkunum að undanfomu en ef kaupmenn geti ekki rökstutt með fullnægjandi hætti ástæður hækkana þá sé það skylda Neytendasamtakanna að upplýsa almenning um slíkt hverju sinni. „Stjómendur verslunarfyrirtækj- anna verða að gera sér grein fyrir því að verðbólgutímamir em löngu liðnir. Veröskyn almennings er orð- ið mikið, ólíkt því sem var áður í óðaverðbólgunni þegar við gengum út frá því sem næsta vísu að varan yrði á hærra verði næst þegar við kæmum til að kaupa hana. Jóhannes segir að samkvæmt yfírlýsingum VSÍ eigi kjarasamnig- ar ekki að hafa áhrif á vöraverð og aðspurður um hækkanir vegna gengisbreytinga segir hann að nýleg dæmi um slíkar hækkanir geti stað- ist gagnvart vörum frá Bretlandi en ekki gagnvart vörum sem fluttar era inn frá öðrum Evrópulöndum, t.d. Norðurlöndunum þar sem gengi gjaldmiðla hefur fremur lækkað gagnvart krónunni. -SÁ Tilbofisvörur Nóatúns, sem lengi hafa kostafi 100 krónur, hafa hækkafi um 25% og kosta nú 125 krónur stykkiö. Formaöur Kaupmannasamtakanna segir afi vegna harfirar samkeppni í matvöruversluninni megi fremur búast vifi hækkunum á öfirum vörum í kjölfar kjarasamninga og gengisbreytinga. DV-mynd E.ÓI. Sifellt stærri hlutar Islands breytast óðum í eyðimörk - sagði forseti íslands á ráðstefnunni Landgræðsla á tímamótum DV, Akureyri: „Við aldamót er gjaman spurt um ætlunarverk og þá enn frekar þegar nýtt árþúsund gengur í garð. Við íslendingar verðum, líkt og aðr- ir, að svara fyrir okkur á slíkum tímamótum. Er nokkurt verk brýnna en að hefja nýja landvöm, að breyta íslandi úr stærstu eyði- mörk álfúnnar í það gróðurland sem fagnaði forfeörum okkar á fyrri tíð?“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, er hann ávarpaði ráðstefnuna Landgræðsla á tíma- mótum á Akureyri í gær. Ólafúr Ragnar sagði alla þjóðina þurfa að ganga til móts við þá pró- fraun að verðskulda þetta land. „Það er ósk mín að þing og þjóð, stjómvöld og fjöldasamtök ijúfi kröftuglega þögnina sem um of um- lykur þá staðreynd að sifellt stærri hlutar íslands breytast óðum í eyði- mörk,“ sagði forsetinn. Landgræðsla íslands verður 90 ára á þessu ári, og á ráðstefnunni í gær var lögð fram ný landgræðsluá- ætlun til aldamóta. í áætluninni kemur fram að íslendingar telja jarðvegsrof og gróðureyðingu vera mesta umhverfisvanda sinn. „Samkvæmt niðurstöðum er alvar- legt jarðvegsrof á 52% landsins þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru undanskilin. Að viðbættum upplýs- ingum sem gróðm-kort veita er ljóst að víða er ástand jarðvegs og gróðurs í ósamræmi við gróðurfarsskilyrði. Þetta eru ógnvænlegar upplýsingar með hliðsjón af því hve búsetuskil- yrði í landinu era háð ástandi jarð- vegs og gróðurs. Þrátt fyrir árangurs- ríkt landgræðslustarf í áratugi er víða mikið jarðvegsrof og því lengur sem sóknin dregst þeim mun erfiðari og kostnaðarsamari verður hún,“ seg- ir í nýju landgræðsluáætluninni. í tilefiii ráðstefinumar var í gær undirrituð yfirlýsing um samstarf Landgræðslunnar, OLÍS og Akur- eyrarbæjar um uppgræðsluátak á Glerárdal en áætlað er að því verk- efni ljúki árið 2000. -gk Ferðamálaráð afþakkaði „Við höfum fengið svar frá Ferða- málaráði þar sem það afþakkar til- boð okkar sem við buðum þeim um aðstöðu í Kaupmannahöfn. Það seg- ist vera búið að finna aðra hags- munaaðila í ferðaþjónustu til sam- starfs þama úti. Ég er vissulega dá- lítið hissa yfir þessari niðurstöðu ráðsins og einnig yfír því að það segir að ég hafi misskilið það sem ég hélt, að samstarfí Ferðamálaráðs og Flugleiða væri lokið. Ég veit vun marga sem hlustuðu á það sama og skildu það eins og ég,“ segir Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Samvinnuferða- Landsýnar. Samvinnuferðir-Landsýn buðu Ferðamálaráði að aðstoða það að setja upp skrifstofu í Kaupmanna- höfn og vora tilbúnar að ræða við þá um slíkt hið sama á öðrum mark- aðssvæðum ráðsins. „Staðan hefur greinilega breyst og Ferðamálaráð segir að Flugleiðir verði áfram í samstarfi viö það. Ferðamálaráð hefur lýst yfir áhuga sínum að ræða við okkur vun önnur möguleg verkefni í framtíðinni og því fögnum við vissulega,“ segir Helgi. „Þetta mál var tekið fyrir á stjómarfundi hjá okkur og þar var þessi niðurstaða ákveðin. Flugleiðir era búnar að segja upp samstarfs- samningi sínum við okkur í París frá og með 1. júlí. Það er verið að taka á þvi máli núna. Öðrum samn- ingum hefur ekki veriö sagt upp þannig að við erum í samstarfi við Flugleiðir annars staðar,“ segir Magnús Ásgeirsson hjá Ferðamála- ráði aðspurður um málið. Magnús vildi ekki tjá sig um hver þessi hagsmunaaðili í ferðaþjónustu væri sem Ferðamálaráð heföi samið við í Kaupmannahöfn. -RR Gerib verbsamanburb Síml 564 3535 Lokaáfangi klifurmanna: Andlega hliöin skiptir mestu - segir Björn Ólafsson „Mórallinn er mjög góður, menn stappa stálinu hver í annan og það er í raun nauðsynlegt þar sem það er alltaf eitthvað sem bjátar á. Andlega hliðin skiptir mestu hér,“ segir Bjöm Ólafsson í samtali við DV þar sem hann er staddur á Everest en hann og Einar Stefáns- son halda í dag upp í þriðju búðir þar sem hópurinn dvelur í viku til tíu daga. Hörður Magnússon fór í gær að huga að Hallgrími Magnússyni og Jóni Þór Víglundssyni sem lækk- uðu sig á fimmtudag um þúsund metra til þess að flýta fyrir bata vegna lungnakveisu. Hallgrímur iV K RR 9 .-V D A G B 6 K nær félögum sínum væntanlega á mánudag. Bjöm segir að í grunnbúðunum séu líklega um átta leiðangrar með um 250 mönnum. Enginn leiðang- ursmanna hafi komist upp enn sem komið er. Hann segir að jafiivel þótt þeir nái ekki á toppinn sé ferðin þegar búin að skila þeim mjög miklu. „Við höldum ótrauðir áfram og ætlum að reyna að sofa eina eða tvær nætur í fjórðu búðum í um 7.300 metra hæð. Að deginum ætl- um við svo að ganga upp í allt að 8.000 metra til þess að aðlagast loft- inu.“ Bjöm segir þá eiga möguleika á að reyna við toppinn í kringum 5. maí. Ef það gengur ekki þá geta þeir farið niður og hvílt sig. Leyfin sem þeir hafa gera ráð fyrir að þeir verði að vera famir frá fiallinu fýr- ir 29. maí. „Þá byija monsúnrigningar og sfiómvöld í Nepal hafa sett þessar reglur," segir Bjöm Ólafsson. -sv

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.