Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 18
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 jLlV gur í lífí ' ik Dagur í lífi Þórarins Jóns Magnússonar, ritstjóra og framkvæmdastjóra Gamla útgáfufálagsins: Gaflarar, pólitík, útgáfa og fegurstu stúlkumar... Spennandi viðfangsefni, eins og stofnun tímaritaútgáfu, rekur mann auðveldlega á fætur fyrir all- ar aldir. Síðastliðinn mánudags- morgun var þar engin undantekn- ing; ég glaðvaknaði klukkan rétt rúmlega sex og settist við tölvuna til að hamra þar inn nokkrar hug- myndir sem fram höfðu komið á Café Romance kvöldið áður, en þar höfðum við sem starfa munum saman í fúllu starfi hjá Gamla út- gáfufélaginu komið saman í teiti ásamt mökum. Ég veit vel að stað- góður morgunverður er nánast skylda en það er bara þannig með mig að ég hef í mesta lagi lyst á kaffi fyrri hluta dagsins. Kaffiboll- ann þennan daginn fékk ég mér á Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Milli klukkan átta og níu á morgnana er hægt að ganga þar að nokkrum sprækum Göflur- um vísum við stórt hringborð. Steini Guðjóns, Jónsi og Viddi HaUdórs, Benni Steingríms, HaUi Óla, Siggi Þorvarðar og PaUi Páls eru á meðal þeirra sem þar fara létt með aö kryfja dægurmálin - með óhjákvæmilegum hlátursrok- um. Tímaritaútgáfa undir- búin Þessu næst var að koma sér til höfuðborgarinnar í vinnu. Þeir urðu mér samferða, sonur minn, sem er að læra matreiðslu á Grand Hótel, og Guðmundur Ragnar út- litshönnuður, sem hefur verið einn nánasti samstarfsmaður minn og félagi undanfarin ár, en saman erum við að koma mynd á tímaritin þrjú sem Gamla útgáfúfé- lagiö er með í undirbúningi. Við Guðmundur Ragnar vorum komn- ir á skrifstofúna kortér fyrir tíu og þar biðu okkar þeir Pétur Rafns- son og Jóhannes Bachmann, sem i sameiningu stýra auglýsingasölu í Þórarinn Jón og Guðmundur Ragnar leggja á ráðin um tölvuvinnslu tímaritanna. tímaritin þrjú. Með þeim var fund- að góða stund. Síðan tóku við miklar pælingar með tækniliði ísa- foldarprentsmiðju og Frjálsrar fjöl- miðlunar í tilboðum frá tölvufyrir- tækjum varðandi tækjakost til um- brots blaðanna. Meðan á þessu stóð var vinur minn og samstarfs- maður fyrr og síðar, Þorsteinn Er- lingsson, að tengja og starta upp tölvu á borði Ólafar Rúnar. Fyrr en varði var klukkan orðin tólf. Ég ók niður í miðbæ til fúndar við vin minn, Jóhann Guðna Reynisson, sem starfaði lengi með mér sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri en stakk sér loks norður í Þing- eyjarsýslu til að hefja kennslu aö Laugum þar sem annar vinur minn og fyrrverandi samstarfs- maður, Hjalti Jón Sveinsson, er skólameistari. Okkur fannst tilval- ið að hann færi með mér á hádeg- isverðarfund á Hótel Borg hjá Rot- ary Miöborg sem ég er félagi í. Þar áttum við fjörlegar umræður við góða félaga yfir ljúffengum mat. Símasamband við um- heiminn Áður en Jóhann Guðni hélt til fundar gafst honum tími til að skoða ritstjórnarskrifstofurnar í Þverholti 9. (Vonandi að það hafi gripið hann löngim til að flytja aft- ur suður og hefja á ný störf með gömlu félögunum.) Klukkan er orðin tvö og Sigursteinn Másson mættur á staðinn. Með honum leggst ég yfir áætlanir um vinnslu Heimsmyndar. Næst er að taka á móti mönnum frá Símvirkjanum og fyrirtækinu Beyki til að leggja á ráðin um tengingu síma annars vegar og fjölgun skilveggja hins vegar. Fyrr en varir er Gamla út- gfáfufélagið ehf. komið í símsam- band við umheiminn og hugmynd- ir um smíði skilveggja komnar af teikniborðinu á framleiðslustig. Við Guðmundur Ragnar áttum loks samræður um útlitshönnun áður en við héldum saman heim til Hafnarfjarðar. Báðir erum við gegnheilir Gaflarar. Ég á stefnu- mót við bráðskemmtilega konu í kaffiteríu Hafnarborgar. Hún heit- ir Oddfríður og er eiginkona mín. Einn, tveir, þrír bollar og aftur á fund. Formennska í fulltrúaráði Sjáifstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur i för með sér allmargar fund- arsetur. Aðalumræðuefhið var sjóðheitt; undirbúningur næstu bæjarstjómarkosninga. Uppstill- ing, opið eða lokað prófkjör eða eitthvað enn annað? Klukkan var orðin átta og enn á ný hélt ég til höfuðborgarinnar. Stúlkur á bikiníi Ákvörðunarstaðurinn var Hótel ísland þar sem annars konar for- mennska beið mín. Formennska í dómnefnd Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Fyrsta klukkatímann fylgdist dómnefndin með stúlkun- um æfa í bikiníi á sviði en síðan tók við fýrri hluti viðtala við stúlk- umar í keppninni eina cif annarri. Dómnefndin var skipuð fimm dóm- urum. Því hagaði þannig til að við karlamir tveir í nefndinni höfúm átt annað sameiginlegt áhugamál til viðbótar við fallegt kvenfólk, nefnilega bæjarpólitíkina i Hafnar- firði. Við Þorgiís Óttar Mathiesen höfðum því talsvert skipst á skoð- unum okkar á miili um málefni flokksins miili þess sem við kynnt- umst fegurð og mannkostum kepp- endanna um titilinn Ungfrú Reykjavík 1997. Klukkan ellefu var loks haldið af stað til Hafnarfjarð- Eir. Eiginkonan kom heim um leið og við feðgamir og saman fengum við okkur „ábót“ á kaffið og rædd- um lauslega það sem drifið hafði á dag okkar. Við og við hripaði ég á minnismiða það sem ég hugðist koma í verk daginn eftir. Og von- aðist til að koma þá enn meiru í verk en þennan mánudag ... Finnur þú fimm breytingar? 407 Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fimmtu getraun reyndust vera: Hrönn Hlynsdóttir Frostafold 21 112 Reykjavík Soffía G. Karlsdóttir Breiðvangi 53 220 Hafnarfjörður Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtiun við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brisúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkíð umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 407 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.