Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 18
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 jLlV gur í lífí ' ik Dagur í lífi Þórarins Jóns Magnússonar, ritstjóra og framkvæmdastjóra Gamla útgáfufálagsins: Gaflarar, pólitík, útgáfa og fegurstu stúlkumar... Spennandi viðfangsefni, eins og stofnun tímaritaútgáfu, rekur mann auðveldlega á fætur fyrir all- ar aldir. Síðastliðinn mánudags- morgun var þar engin undantekn- ing; ég glaðvaknaði klukkan rétt rúmlega sex og settist við tölvuna til að hamra þar inn nokkrar hug- myndir sem fram höfðu komið á Café Romance kvöldið áður, en þar höfðum við sem starfa munum saman í fúllu starfi hjá Gamla út- gáfufélaginu komið saman í teiti ásamt mökum. Ég veit vel að stað- góður morgunverður er nánast skylda en það er bara þannig með mig að ég hef í mesta lagi lyst á kaffi fyrri hluta dagsins. Kaffiboll- ann þennan daginn fékk ég mér á Kænunni við smábátahöfnina í Hafnarfirði. Milli klukkan átta og níu á morgnana er hægt að ganga þar að nokkrum sprækum Göflur- um vísum við stórt hringborð. Steini Guðjóns, Jónsi og Viddi HaUdórs, Benni Steingríms, HaUi Óla, Siggi Þorvarðar og PaUi Páls eru á meðal þeirra sem þar fara létt með aö kryfja dægurmálin - með óhjákvæmilegum hlátursrok- um. Tímaritaútgáfa undir- búin Þessu næst var að koma sér til höfuðborgarinnar í vinnu. Þeir urðu mér samferða, sonur minn, sem er að læra matreiðslu á Grand Hótel, og Guðmundur Ragnar út- litshönnuður, sem hefur verið einn nánasti samstarfsmaður minn og félagi undanfarin ár, en saman erum við að koma mynd á tímaritin þrjú sem Gamla útgáfúfé- lagiö er með í undirbúningi. Við Guðmundur Ragnar vorum komn- ir á skrifstofúna kortér fyrir tíu og þar biðu okkar þeir Pétur Rafns- son og Jóhannes Bachmann, sem i sameiningu stýra auglýsingasölu í Þórarinn Jón og Guðmundur Ragnar leggja á ráðin um tölvuvinnslu tímaritanna. tímaritin þrjú. Með þeim var fund- að góða stund. Síðan tóku við miklar pælingar með tækniliði ísa- foldarprentsmiðju og Frjálsrar fjöl- miðlunar í tilboðum frá tölvufyrir- tækjum varðandi tækjakost til um- brots blaðanna. Meðan á þessu stóð var vinur minn og samstarfs- maður fyrr og síðar, Þorsteinn Er- lingsson, að tengja og starta upp tölvu á borði Ólafar Rúnar. Fyrr en varði var klukkan orðin tólf. Ég ók niður í miðbæ til fúndar við vin minn, Jóhann Guðna Reynisson, sem starfaði lengi með mér sem blaðamaður og aðstoðarritstjóri en stakk sér loks norður í Þing- eyjarsýslu til að hefja kennslu aö Laugum þar sem annar vinur minn og fyrrverandi samstarfs- maður, Hjalti Jón Sveinsson, er skólameistari. Okkur fannst tilval- ið að hann færi með mér á hádeg- isverðarfund á Hótel Borg hjá Rot- ary Miöborg sem ég er félagi í. Þar áttum við fjörlegar umræður við góða félaga yfir ljúffengum mat. Símasamband við um- heiminn Áður en Jóhann Guðni hélt til fundar gafst honum tími til að skoða ritstjórnarskrifstofurnar í Þverholti 9. (Vonandi að það hafi gripið hann löngim til að flytja aft- ur suður og hefja á ný störf með gömlu félögunum.) Klukkan er orðin tvö og Sigursteinn Másson mættur á staðinn. Með honum leggst ég yfir áætlanir um vinnslu Heimsmyndar. Næst er að taka á móti mönnum frá Símvirkjanum og fyrirtækinu Beyki til að leggja á ráðin um tengingu síma annars vegar og fjölgun skilveggja hins vegar. Fyrr en varir er Gamla út- gfáfufélagið ehf. komið í símsam- band við umheiminn og hugmynd- ir um smíði skilveggja komnar af teikniborðinu á framleiðslustig. Við Guðmundur Ragnar áttum loks samræður um útlitshönnun áður en við héldum saman heim til Hafnarfjarðar. Báðir erum við gegnheilir Gaflarar. Ég á stefnu- mót við bráðskemmtilega konu í kaffiteríu Hafnarborgar. Hún heit- ir Oddfríður og er eiginkona mín. Einn, tveir, þrír bollar og aftur á fund. Formennska í fulltrúaráði Sjáifstæðisfélaganna í Hafnarfirði hefur i för með sér allmargar fund- arsetur. Aðalumræðuefhið var sjóðheitt; undirbúningur næstu bæjarstjómarkosninga. Uppstill- ing, opið eða lokað prófkjör eða eitthvað enn annað? Klukkan var orðin átta og enn á ný hélt ég til höfuðborgarinnar. Stúlkur á bikiníi Ákvörðunarstaðurinn var Hótel ísland þar sem annars konar for- mennska beið mín. Formennska í dómnefnd Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Fyrsta klukkatímann fylgdist dómnefndin með stúlkun- um æfa í bikiníi á sviði en síðan tók við fýrri hluti viðtala við stúlk- umar í keppninni eina cif annarri. Dómnefndin var skipuð fimm dóm- urum. Því hagaði þannig til að við karlamir tveir í nefndinni höfúm átt annað sameiginlegt áhugamál til viðbótar við fallegt kvenfólk, nefnilega bæjarpólitíkina i Hafnar- firði. Við Þorgiís Óttar Mathiesen höfðum því talsvert skipst á skoð- unum okkar á miili um málefni flokksins miili þess sem við kynnt- umst fegurð og mannkostum kepp- endanna um titilinn Ungfrú Reykjavík 1997. Klukkan ellefu var loks haldið af stað til Hafnarfjarð- Eir. Eiginkonan kom heim um leið og við feðgamir og saman fengum við okkur „ábót“ á kaffið og rædd- um lauslega það sem drifið hafði á dag okkar. Við og við hripaði ég á minnismiða það sem ég hugðist koma í verk daginn eftir. Og von- aðist til að koma þá enn meiru í verk en þennan mánudag ... Finnur þú fimm breytingar? 407 Nafn: _ Heimili: Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og fimmtu getraun reyndust vera: Hrönn Hlynsdóttir Frostafold 21 112 Reykjavík Soffía G. Karlsdóttir Breiðvangi 53 220 Hafnarfjörður Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtiun við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél frá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brisúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkíð umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 407 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.