Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 56
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 J|0"V -? 68 ..X STÆRSTA TJALDIÐ MEÐ Sýnd kl. 4.45, 6.50 og 9. B.l. 16 ára. Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.10. Sýnd kl. 4,50, 6.55, 9 og 11.10. B.i. 14 ára. GULLBRÁ OG BIRNIRNIR ÞRÍR Sýnd kl. 3. Hringjarinn f ]\f®ITRgl>ME Sýnd kl. 4.30,6.45,9.05 og 11.30. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 3. ti©NB©GIMN Sími 551 9000 „...Nær óbærilega spennandi. kemur skemmtilega á óvart... Sýnd kl. 3, 5,7, 9 og 11. Sýnd m/ísl. tali kl. 3 og 5. Star Wars ★★★★ Skemmtanagildið er enn mikið og enn er Star Wars serí- an mesta geimævintýri sem kvikmyndað hefur verið. Glögg- ir Stjörnustríðsaðdáendur taka eftir atriðum sem urðu skær- um að bráð en hefur nú verið bætt viö og þar sem tölvugraf- ík hefur komið í stað módela. Mikil skemmtun fyrir alla ald- urshópa. -HK Innrásin frá Mars ★★★★ Tim Burton sérhæfir sig í endursköpun tímabila og vinnur hér með geim og skrímslaæði það sem gekk yfir Bandaríkin á 6. áratugnum. Handbragð meistarans leynir sér ekki og há- punkturinn er Lisa Maria sem marsbúi í ekta kynbombu-dragi sem smyglar sér inn í Hvíta húsiö til aö ganga frá forsetahjón- unum. -ÚD Empire Strikes Back Empire Strikes Back er mikið sjónarspil og eins og Star Wars þá hefur hún enn í dag mikið aðdráttarfi og er jafnvel enn betri skemmtun þótt hún falli að sjálfsögðu í skuggann af Star Wars þar sem sú mynd var bylting. -HK Kolya ★★★★ Hlý, vel leikin og mannleg kvikmynd sem blandast stjóm- málaástandinu í Tékkóslóvakiu stuttu áður en landið slapp úr járngreipum sovéska hrammsins. Leikur drengsins Andrej Chalimon í titilhlutverkinu er einstakur og á hann taugar áhorfenda frá því hann birtist fyrst í myndinni. -HK Englendingurinn Stórbrotin epísk kvikmynd sem minnir um margt á best heppnuðu stórmyndir fyrri tíma. Anthony Mingella á hrós skilið bæði fyrir innihaldsmikið handrit og leikstjóm þar sem skiptingar í tíma em mjög vel útfærðar. Útgeislun leikaranna er mjög mikil. -HK Undrið ickid Frábær áströlsk kvikmynd sem lýsir á áhrifamikinn hátt falli og endurkomu píanósnillings sem brotnar undan álag- inu og eyðir mörgum ámm á geösjúkrahúsi. Leikur er mjög góöur en enginn er betri en Geofrey Rush sem er einkar sannfærandi í túlkun sinni á manni sem er algjört flak til- finningalega séð. -HK Leyndarmál og lygar ★ ★ ★★ Mike Leigh hefur með Leyndarmálum og lygum skapað bestu kvikmynd sína og er þá af góðu að taka. Kvikmyndin er fyrst og fremst um persónur og tilfinningar, ákaflega lifandi og skýrar persónur sem eru túlkaðar af frábærum leikhópi. -HK Kostuleg kvikindi Barátta dýragarðsstarfsmanna um tilverurétt dýragarös. Dýralífsbrandarar eru í hverju búri. Dýraverðimir líkjast dýr- unum sínum og allir misskilja alla eins gerist í góðum grín- myndum. Dýrin em dýrslega sæt, leikurinn góður og húmor- inn góður. -ÚD Evita ickk Ópera Andrews Lloyds Webbers nýtur sín vel í meöfórum Alans Parkers, hvort sem það em fámenn söngatriði eða stór kóratriði og hin glæsilega tónlist og útsjónarsamir textar era í frábærum tlutningi leikhóps sem i fyrstu hefði mátt ætla aö ætti lítið sameiginlegt. .HK Málið gegn Larry Flynt Myndin segir frá klámkóngnum Larry Flynt og baráttu hans fyrir réttinum til að klæmast. Woody Harrelson leikur kónginn sjálfan og Courtney Love Altheu konu hans, og em bæði frábær. Það sem upp úr stendur er lokasenan þar sem all- ar fegurstu og hátíðlegustu hugmyndir Bandaríkjamanna um frelsi og réttlæti era dregnar niður á plan klámsins. -ÚD im ti í Bandaríkjunum - aðsókn dagana 11.-13. apríl. Tekjur í milljónum dollara Bette Midler leikur fræga leikkonu í That Old Feeling sem hrífst aftur af fyrrum eiginmanni. Fjörutíu feta snákur í Amazon Það kom að því að Jim Carrey þurfti að gefa eftir efsta sæti listans en S þeim tíma sem Liar Liar hefur veriö í efsta sæti náði hún að fara yfir 100 milljón dollara markiö og bætti um enn betur um síðustu helgi. Sú mynd sem velti Liar Liar úr efsta sætinu er gamal- dags ævintýramynd um fjörutíu feta snák sem hrellir þá sem eru á leið um Amazon- svæðiö. Aöalhlutverkin leika Jon Voight og Jennifer Lopez. Nafniö Anaconda er nafn á snákategund sem lifir við Amazonfljótið en sá sem hrellir í myndinni er að vísu mun stærri en þeir sem til eru I raunveruleikanum. Tvær stórmyndir sem ekki náöu aö skella Liar Liar, The Saint og The Devils Own, eru báðar á ágætu róli þótt ekki hafi þær uppfyllt von- ir aöstandenda myndanna um metaösókn. Athyglisvert er aö hryllingsmynd Wes Cravens, Scream, skýst aftur inn á listann erí nj- unda sæti eftir aö hafa verið á hægri niöurleið. Þetta stafar af mikilli aðsókn þegar verö á myndina var lækkað og hún fór í kvikmyndhús þar sem sjá má tvær myndir í einu. í sjötta sæti er ný mynd, gamanmyndin That Old Feeling, en hún fjallar um leikkonu sem hittir fyrrum eiginmann eftir fjórtán ára aðskilnaö og ástin blossar upp á nýtt. í aöalhlut- verkum eru Bette Midler og Dennis Farina. -HK Tekjur Helldartekjur - (-) Anaconda 16.620 16.620 Llar Liar 14.486 120.015 3. The Saint 10.880 731.401 4 Grosse Point Blank 6.870 6.8-0 The Devil's Ovn 4.180 51 o.(4) The Old Feeling 3.461 J90 7.(7) Jungle 2 Jungle 2.22 386 8.(5) Double Team 2.108 '0 9.(-) Scream 2.016 jb.- ' 10.(6) Selena 1.809 30.460 11.(8) The 6th M; i 1.704 11.180 12.(9) Return c' jedi 1.6(2 5.849 13.(10) Inventlng 1 - \bbotts 1.C 4.284 14.(11) The Englls.i Patient 1.2* 0 73.040 15.(14) Sling Blade 1.090 119.846 16.(-) Star Wars 0,795 459.923 17.(15) Jerry Maguire 0,702 148.244 18.(17) Dante’s Peak 0,700 64.094 19.(12) Turbo: The f wer Runt srs Movie 0,648 7.197 20.(13) B.A.P.S. o.s^ 6.54. Ferðalangurinn Jack Green er þekktur kvik- myndatökumaður og fékk meðal annars tilnefningu til óskarsverö- launa fyrir vinnu sína við Un- forgiven. Hann hefur nú fært sig um set og leikstýrt sinr" fyrstu kvikmynd, Traveller. Hún fjallar um ungan dreng af írskum ætt- um sem kemur til suðurríkjanna til að jarða föður sinn. í aðalhlut- verkum eru Bill Paxton, Mark Wahlberg og Julianne Margulies, sem margir kannast við úr sjó- varpsþáttaröðinni Bráðavaktin (ER). Paradísarvegur Julianne Margulies leikur einnig eitt aðalhlutverkið í nýj- ustu kvikmynd Bruce Beresford, Paradise Road, sem er byggð á sannri sögu um konur sem vom handteknar af Japönum í síðari heimsstyrjöldinni. Þær stofnuðu kór í fangabúðunum bæði til að hafa eitthvað fyrir stafni og einnig til að efla andann sem var á lágu plani hjá þeim. Aörar leikkonur í myndinni eru Glenn Close, Pauline Collins, Cate Blanchett og nýkrýndur ósk- arsverðlaunahafi, - Frances McDormand. Ný mynd frá Wim Wenders Það hefur verið frekar hljótt um þýska leikstjórann Wim Wenders undanfarin misseri, fyr- ir utan að hann var í samstarfi með hinum aldna ítalska meist- ara Michelangelo Antonioni um skeið. Wenders er nú kominn á fulla ferð með nýja kvikmynd sem er með ensku tali en fram- leidd af evrópskum aðilum. Heit- ir hún End of Violence og verður frumsýnd í haust. í aðalhlutverk- um eru Bill Pullman, Andie MacDowell og Gabriel Byrne. Fjölskyldumál Eins og flestum er kunnugt geta þau Brad Pitt og Gwyneth Paltrow varla litið hvort af öðm og til að styrkja sambandið enn meira ætla þau að leika saman í kvikmyndinni Duets og við stjórnvölinn verður faðir Gwy- neth, Bmce Paltrow'. Það kæmi ekki á óvart þótt móðir hennar, leikkonan Blythe Danner, ætti einnig eftir að sjást í myndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.