Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 11
X>V LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 11 Það gerðist eitthvað í veðrinu í vikunni sem varð til þess að örg- ustu fýlupúkar hýrnuðu skyndi- lega, í fomri merkingu þess orðs. Til okkar streymdi milt og rakt loft sunnan úr höfum. Þar sem verið hafði klaki eða snjóruðning- ur á gangstétt sást aðeins vatns- pollur. Vorið kom í vikunni. Laukar í görðum skutu upp koll- inum og farfuglar notuðu hag- stæða vindátt til heimferðar. Götusóparar fóru á stjá og hreins- uðu burt veturinn. Náttúra í menn og dýr Allar árstíðir hafa eitthvað til síns ágætis en fáar jafnast þó á við vorið þegar öll náttúran lifnar við og sú náttúra færist yfir í menn og dýr. Hefðbundnir vor- boðar eru farfuglarnir og fer þar fremst í flokki lóan. Borgarbörn heyra þó ýmis önnur vorhljóð og í mínum eyrum eru vorboðamir einnig fljúgandi. Suð í smáflugvél- um sem æfa flugtök og lendingar eru augljósir vorboðar og enginn vafi er á þvi að vorið er komið þegar fyrst sést til og heyrist í áburðarflugvélinni, rúmlega fimmtugum höfðingja, DC-3 flug- vélinni Páli Sveinssyni. Hljóðið í þristinum er þungt og traustvekj- andi þar sem hann svífur vængja- mikill inn á öræfin. Hann fer hægar yfir en nútímaflugvélar en er virðulegur svo sem öldungi ber. Fas mörlandans breytist ótrú- lega þegar veðrið skánar. Bömin hætta sjónvarpsglápi og mynd- bandastöru og þyrpast út í vor- leiki. Fótboltar fá að finna fyrir því og rólur jafnt og vegasölt ganga hratt. Það er að verða bjart á kvöldin og erfitt að ná ungvið- inu inn þegar kemur að hátta- tíma. Hormónarnir lifna við í föl- um unglingum. Þeir taka sér tak, kreista bólur og bregða sér út til þess að hitta jafnaldra með vorfiðring. Jafnvel frípunktakerfið jákvætt Með vorkomunni verður meira að segja breyting á þjóðarsál- arþáttum útvarpsstöðvanna. Það stendur ekki alveg eins illa á hjá meinhomum og atvinnunöldrur- um þjóðarinnar, fólki sem endranær sér fátt gleðilegt i til- verunni. Lífið verður bærilegt hjá þessu fólki, jafnvel svo að það sér skyndilega jákvæðar hliðar á sjálfu frípunktakerfinu sem nokk- ur stórfyrirtæki komu á laggimar síðla vetrar. Veturinn sat greinilega enn í fólki þegar frípunktakerfið var kynnt. Fáar nýjungar hafa farið verr í þjóðarsálina en punktakerfi þetta. Markaðsstjórar kerfisins voru ekki öfundsverðir. Punkta- kerfið virtist vera eitthvað það versta sem komið hafði fyrir og yfir þessa þjóð ef frá em taldar hörmungar af völdum eldgosa og jökulhlaupa. Það var tæpast að fjárfellir að vori og erfiðustu haf- ísár stæðust samanburð við þessi ósköp. Fyrirtækin sem að stóðu voru þó ekki að gera neitt annað en það sem öll fyrirtæki eru að gera: laða til sín viðskiptavini. Það er nefnilega margsannað að fátt selur eins vel og utanlands- ferð í kaupbæti með vörunni. Með heilt samfálag á herðunum Talnaglöggir menn fundu það út að venjulegir viðskiptavinir punktafyrirtækjanna kæmust í utanlandsferðina langþráðu eftir 11 til 16 ár og þá aðeins einn úr hverri fjölskyldu eða annað hjóna. Slíkt væri auðvitað ekki fjöl- skylduvænt og reyndi á stoðir hjónabandsins. í þjóðarsálum út- varpsstöðvanna höfðu menn því áhyggjur af homsteinum samfé- lagsins og allt var það punktafyr- irtækjunum að kenna. Örvænt- Laugardagspistill Jónas Haraldsson fréttastjórí ingin var slík að það fréttist af forstjóra eins punktafyrirtækisins sem þurfti að ná í mann símleiðis. Um leið og forstjórinn kynnti sig bað hann viðmælanda sinn náðar- samlegast að skella ekki á sig og fengi hann að launum tíu punkta ef hann héldi út samtalið. Svona geta sómakærir menn fengið heilt samfélag á herðamar fyrir það eitt að vilja koma vöru sinni á framfæri. Strandferð frestað Sem betur fer leynist alltaf ljós í myrkrinu, jákvætt fólk sem lítur aðeins á björtu hliðarnar. Minn betri helmingur hafði orð á því skömmu eftir áramótin að gaman væri að skreppa í vor til Spánar og ná sér í svolitla brúnku og slökun í suðrænni vorsól. Ég sá á þessu efnahagslega vankanta þar sem heimilispeningarnir væru um hríð bundnir í öðru, svolitlu gæluverkefni húsbóndans. Fagrar strandmyndir frá Spáni vora því settar til hliðar þegar konan sætt- ist á það að fresta sólarferðinni. Hún sá að vísu fyrir sér að sá ferðafrestur gæti staðið nokkuð lengi færi svo að spamaður heim- ilisins færi i nefnt verkefni eigin- mannsins. Þar sem konunni finnst fátt skemmtilegra en bregða sér út yfir pollinn hafði hún af þessu nokkrar áhyggjur þótt hún tæki stöðu mála með jafnaðargeði. Kraftaverk punktakerfisins En þetta var áður en punkta- kerfið kom til sögunnar. Það breytti öllu hjá okkur þótt þjóöar- sálin færi hamfórum gegn því. í gæluverkefni mínu fólust nefni- lega kaup á ýmsu góssi sem fékkst í einu punktafyrirtækjanna. Um leið og ég eyddi sparnaði fjöl- skyldunnar safnaði ég punktum. Um hríð fékk ég tvöfalda punkta í fyrirtækinu og sá utanlandsferð- ina nálgast óðfluga. Konan tók gleði sína á ný. Skítt með Spánar- ferðina. París var í augsýn. Hvað er svo sem fengið með því að spranga um eða liggja i sandi á móti því að reka með menningar- straumum Parísarborgar, fara í söfn og tuma, eta, drekka og vera glaður? Konan varð eins og hún átti að sér. Hún sá ekki lengur vankanta á gæluverkefni eigin- mannsins og eyðslusemi. Punkta- kerfið kom eins og himnasending. Jákvæður punktamað- ur ou brosmild af- greiúslustúlka Vegna gæluverkefnisins fór ég oft í punktabúðina. Afgreiöslu- stúlkan var farin að þekkja mig og fylgdist með því af áhuga er ég rétti fram fríkortið. í sameiningu töldum við ferðapunktana sem bættust við. „Þetta er að hafast," sagði afgreiðslustúlkan og brosti fallega. Hún var sennilega ekki vön svona jákvæðum punkta- manni. Fyrst hélt hún að ég ætl- aði aðeins að safna punktum til þess að geta boðið eiginkonunni út að borða. Þegar ég lét engan bilbug á mér finna sá afgreiðslu- stúlkan að þessum manni var full alvara. Hann ætlaði sér út á punktinum. Nokkru síðar vorum við hjóna- kornin í matvöruverslun að kvöldi til, aðeins að kaupa í mat- inn en ekki að safna punktum. Þar mættum við ungri konu sem heilsaði mér með virktum. Ég tók að sjálfsögðu undir kveðjuna og brosti til stúlkunnar en kom henni þó ekki alveg fyrir mig. Konan mín spurði hver þetta hefði verið og þá rann upp fyrir mér ljós. Þarna var komin af- greiðslustúlkan góða sem útveg- aði mér alla punktana. Þar sem stúlkan sú var ekki í sínu rétta umhverfi áttaði ég mig ekki strax. Þannig leiðir punktakerfið til já- kvæðra mannlegra samskipta. Punktar fyrir Eiffel? Þrátt fyrir fjörug viðskipti mín við stúlkuna í punktabúðinni er Parísarferðin enn ekki í höfn. Með lagi tekst mér þó að krækja í ferðina. Það er þó borin von að ég nái í ferð fyrir tvo. Þá er aðeins um tvennt að velja. Annaðhvort fer eiginkonan ein eða hún af góð- mennsku sinni splæsir á mig með sér í safna- og turnaferðina. Kannski fáum við punkta fyrir heimsókn í Eiffelturninn og við- bót ef við kíkjum á Mónu Lísu í Louvre, hver veit? Ætli það sé ekki rétt að hringja í einhvem punktaforstjórann og fá upplýs- ingar um þetta og lofa, gegn 10 punktum, að skella ekki á?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.