Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 36
48
LAUGARDAGUR 19. APRIL 1997
Gönguferð í Nepal
Ferðalög til landa í hinu fjarlæga
austri eru i hugum margra aðeins
fjarlægur draumur sem aldrei verður
að veruleika. Með bættum samgöng-
um og betri þjónustu ferðamálayfír-
valda bjóöast sífellt fleiri tækifæri til
ferða á framandi slóðir. í október á
þessu ári gefst íslendingum kostur á
að ferðast og ganga um Nepal með
breskri ferðaskrifstofu, „David
Oswin Expeditions", en fararstjóri
verður íslenskur, Helgi Benedikts-
son. Ferðin tekur 24 daga, frá 8.-31.
október.
Helgi er þaulvanur fjallaferðum
víða um heim og er reyndur farar-
stjóri. Helgi hefur áður farið með
hópa í gönguferðir í Nepal og á Ind-
landi. Hann hefur sérstakt dálæti á
Nepal, ekki síst vegna náttúrufegurð-
ar og vingjarnlegs viðmóts Nepalbúa.
Gengið verður á fáfarnar slóðir i NA-
Nepal að rótum Kanchenjunga, en
það er þriðja stærsta fjall í heimi
(8598 m.y.s.).
Þægilegir stígar
núverandi
gengi). Innif-
alið í ferðinni
er flugið
L o n d o n -
N e p a 1 -
Manchester.
AUt flug inn-
an Nepal.
Hótel í
Katmandu og
Biratnagar,
skoðunarferð-
ir í
Katmandu,
aflt fæði í
gönguferð-
inni, tjald fyr-
ir hverja 2,
burðarmenn,
kokkar og
annað aðstoð-
arfólk og ís-
lensk farar-
stjóm.“
Á leiöinni getur aö líta fallega fossa og tilkomumikla fjallasýn.
„Ástæða er tU að
taka það fram að hér
^ er ekki um eiginlega
fíallgöngu að ræða
heldur gönguferð um
þægilega stíga sem
liggja milli þorpa.
Konungsrlkið Nepal
er í hjarta Himalaja-
fjallgarösins, sem er
draumastaður útivist-
ar- og göngufólks,“
segir Helgi.
„Gott tækifæri
gefst tU að kynnast
fjölbreyttu mannlífi,
y trúarbrögðum og lifn-
aðarháttum Nepalbúa
aímennt. Náttúra
þessa fjallalands er
einstök. Þátttakendur
fá að skoða dýralífið í
fjölbreyttu gróðurfari,
aUt frá frumskógi og
upp í snælínu í um
5000 metra hæð.
Gengið er í 5-7 klukkustundir á dag
með góðu hádegishléi. Gönguhraða
er stiUt í hóf, ekki sist þegar komið
er upp í mikla hæð og loftið farið að
þynnast. Farið er um góða göngu-
stíga en einstaka sinnum getur
þurft að fara yfir skriður eða tor-
færara land. Innfæddir burðarmenn
sjá um aUan farangur, setja upp
' tjöld í náttstað og annast matseld."
„Veður á þessum árstíma er
þægUegt, sól flesta ef ekki aUa daga.
Hitastig er á bUinu 15-25 gráður
yfir daginn, en nætur geta orðið
nokkuð kaldar í efstu búðum, niður
í -10 gráður. Ferðin hentar göngu-
fólki á öUum aldri, við góða heilsu.
Verð í ferðina miðað við London-
Nepal-Manchester er 2032 bresk
pund (um 235.000 krónur miðað við
Ferðaáætlun
„Miðvikudaginn 8. október verður
flogið frá Heathrow tfl Karachi í
Pakistan, en þangað verður komið
snemma morguns daginn eftir. Það-
an er tekið framhaldsflug til
Katmandu og lent þar um hádegi.
Farið verður í stutta gönguferð um
daginn og fundur um kvöldið hald-
inn með Norbu Lama, sem er „Sird-
ar“ ferðarinnar, innfæddur farar-
stjóri til aðstoðar. Daginn eftir er
frjáls dagur eða skoðunarfeð tU fyrr-
um konungsríkisins Bhaktapur og
Pasupatinath hofsins sem er heUagt
hindúum.
Eftir morgunverð daginn eftir er
flogið til bæjarins Biratnagar og gist
þar á gistihúsi. Enn verður flogið
sunnudaginn 12. októ-
ber til fjallaþorpsins
Taplejung og þar hittum
við innfædda burðar- og
hjálparmenn leiðang-
ursins. Þá er gengið í
um 5 klst. tU Thumma
og gist þar í tjöldum.
Daginn eftir verður
gengið með fram ánni
Tamur undir háum
klettum þar sem getur
að líta innfædda sækja
sér hunang í stór bý-
flugnabú í klettunum.
Göngutími er um það
bU 6 klst. og daginn eft-
ir verður einnig gengið
í um 6 klst. með fram
Tamur og farið yfir
hengibrú.
Miðvikudaginn 15. októ-
ber verður gengið eftir
bröttum stígum fram
hjá faUegum fossum yfir
háan hrygg. Næsta dag
er farið i gegnum skóg með bambus,
eik og rhodedendron fram hjá faUeg-
um fossum. Landslag er þá farið að
breytast talsvert eftir því sem hæðin
verður meiri, fjallagróður verður
meira áberandi. Daginn eftir verður
gengið í gegnum gróskumikinn skóg
og í gegnum þorpið Phere. Svæðið er
frekar einangrað enda ekki í hefð-
bundinni verslunarleið."
Sel jakuxahirða
„Á miUi Gunsa og Kamgbachen,
sem er í rúmlega 4 þúsund metra
hæð, eru engin þorp, aðeins sel
jakuxahirða. Nú má búast við að
gæta fari súrefnisskorts og því farið
hægt yfir. Ef þörf krefur verður tek-
inn einn auka hvUdardagur tU að
aðlagast betur. Á þessari leið getur
Ástæöa er til aö taka það fram aö hér
er ekki um eiginlega fjallgöngu aö
ræöa heldur gönguferö um þægilega
stíga sem liggja milli þorpa. Feröin
hentar göngufólki á öllum aldri, viö
góða heilsu.
að lita faUega fossa og tilkomumikla
fjallasýn. Sunnudaginn 19. október
er gengið upp Lhonak-dalinn með
frábæru útsýni til Jannu sem er í
7110 metra hæð. Á þessum slóðum
eru blásauðir sem lifa þarna viUtir.
Næsta dag er gengið tU Pangpema,
aðeins um 2,5 klst. leið. AUs staðcir
blasa við tignarlegir tindar frá 6750
metra háir upp í 8598 (Kanchej-
unga). Ef aðstæður leyfa verður gist
í 2-3 nætr.r.
Gengin verður önnur leið til baka,
um Rhamtang, Gunsa og þaðan um
skóg, vonandi í fylgd nokkurra apa
þar tU komið verður aftur í „sið-
menninguna" í Kyapra laugardag-
inn 25. október. Þaðan liggur leiðin
áfram með fram Amiljassa ánni dag-
inn eftir. Mánudaginn 27. október
verður gengið eftir háum og brött-
um stíg fram hjá fallegum fossum til
Sinwa. Næsta dag verður gengið tU
Taplejung þar sem haldið verður
kveðjuhóf fyrir sherpana sem hafa
séð vel um leiðangursmenn á göng-
unni.
í lokaspretti ferðarinnar, mið-
vikudaginn 29. október, verður flog-
ið frá Taplejung til Biratnagar og
áfram til Katmandu. Næsti dagur
verður frjáls en kvöldverður snædd-
ur á Rum Doodle veitingastaðnum.
Að morgni fóstudagsins 31. október
verður brottför frá Katmandu tU
Manchester með stuttu stoppi í
Karachi. Komið til Manchester
klukkan 18 og flogiö tU London,"
segir Helgi. -ÍS
Með í ráðum
Verkalýðsfélög járnbrautar-
starfsmanna í Belgíu fóru í sól-
arhringsverkfall síðastliðinn
þriðjudag sem setti aUa umferð
úr skorðum í landinu. Verk-
faUsmenn vilja fá að vera með í
ráðum við endurskipulagningu
járnbrautakerfisins í landinu
en fjármagnserfiðleikar hafa
einkennt reksturinn á undan-
förnum árum. Tvö verkföU tU
viðbótar eru ráðgerð í næstu
viku.
Strandaglópar
Þúsundir ferðamanna eru nú
strandaglópar á Indlandi vegna
þess að miklar truflanir eru á
innanlandsflugi í landinu.
Ástæða þess er verkfaUsaðgerð-
ir hjá flugfélögunum vegna tafa
á launagreiðslum til starfs-
manna.
I Gagnkvæmt flug
Flugfélögin South African
Airways og Emirates í Dubai
hafa undirritað gagnkvæman
samning um flug miUi land-
anna. Flugfélögin verða sam-
starfsaðilar og geta gefið út
flugmiða á vélar hvort annars á
flugleiðinni Jóhannesborg-
Dubai.
Tengja löndin
Rússar og Taívanbúar stefna
að því að hefja reglubundið flug
miUi landanna í næsta mánuði.
Flugtélögin Moscow Airlines og
China Airlines munu sinna
flugi á miUi landanna.
SUMARBÆKLINGURINN
ER
KOMINN ÚT
FÁÐU HANN
SENDAN HEIM
GERIÐ
VERÐSAMANBURÐ
BÓKAÐUSTRAX
rTðTðyjíííeroir
»«„,1-1,700..«.,
mann’
‘Vcrð mihusl vib 4. manna fjölskyldu d eigin bíl í
svefnpokaplóssi. Tveir fullorönir og tvö börn yngri en 15 óra.
Vikuferöir 5. og 12. júní.
Nori) tifiöíiciM cl ðicjiíl öij3
Mo % 3 ii- á mann*
VERÐ frá kr.
Wf
*Verö miöast viö 4. manna flölskyidu ú eigin bíl í fjöqurra manna
klefa. Tveir fullorönir og tvö böm yngri en 15 úra. Tíl Danmerkur
S.juní og heim frá Bergen í Noregl lð.júní.
XU&A
" **■?!£**
CD
Uh
NDRRÆNA
FERÐAS KRIFSTD FAN
LAUGAVEEUR 3 • SÍMI: 562 6362
AUSTFAR HF
472 1111
•O I