Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 63 111 namingju með afmælið 20. apríl 85 ára Halldór Pálsson, Dalbraut 18, Reykjavík. 75 ára Ragnar Þórðarson, Heiðarvegi 11, Selfossi. 70 ára Sigríður Stefánsdóttir, Bræðratungu, Biskupstungna- hreppi. Guðrún Hulda Jóhannes- dóttir, Laufvangi 12, Hafnarflrði. Magnús H. Gíslason, Unufelli 30, Reykjavík. 60 ára Rósa Hjaltadóttir, Sæbraut 19, Seltjamarnesi. ína Dóra Sigurðardóttir, Ásbúð 45, Garðabæ. Sigurður Steinbjömsson, Fífuseli 21, Reykjavík. Sigurður Guðmundsson, Kirkjubóli, Hvítársiðuhreppi. 50 ára Þorbjörg Gyða Thorberg, Gaukshólum 2, Reykjavík. Guðbjörg Bergsveinsdóttir, Dalsgerði 5J, Akureyri. María Ingibergsdóttir, Túngötu 5, Reyðarfirði. Pétur B. Indriðason, Valhúsabraut 9, Seltjamar- nesi. Helga R. Höskuldsdóttir, Deildartúni 9, Akranesi. 40 ára Ævar Einarsson frá Súgandafirði, verkstjóri, Vesturgötu 23, Keflavik. Hann verður að heiman. Guðmundur Sigþórsson, Laugamesvegi 86, Reykjavík. Bryndís Hanna Magnúsdótt- ir, Geitasandi 5, Rangárvalla- hreppi. Ragnheiður Ragnarsdóttir, Vallholti 21, Akranesi. Gunnlaugur Gunnarsson, Mávahlíð 19, Reykjavík. Steinar Birgisson, Reyrengi 6, Reykjavík. Bryndís Áslaug Óttarsdótt- ir, Sólheimum 25, Reykjavik. Hrefna Reynisdóttir, Álfheimum 30, Reykjavík. rðarfarír Birkir Huginsson, Áshamri 3F, Vestmannaeyjum, verður jarðsung- inn laugardaginn 19. aprU kl. 11 frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Kristín Sigurðardóttir, Eyri, Siglufirði, verður jarðsungin frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 19. aprU kl. 14. Sigvaldi Eiríkur Halldórsson söðlasmiður, Aðalbraut 55, Raufar- höfn, verður jarðsunginn frá Rauf- arhafnarkirkju laugardaginn 19. aprU kl. 14. Kveðjuathöfn Rögnu Jónsdótt- ur, Laugartúni 19, Svalbarðseyri, áður Kleppsvegi 120, Reykjavík, verður í Akureyrarkirkju mánudag- inn 21. aprU kl. 13.30. Jarðsungið verður frá Langholtskirkju föstu- daginn 25. aprU kl. 13.30. Kári Sigurðsson Kári Sigurðsson, húsasmíða- meistari og myndlistarmaður, Heið- argerði 11, Húsavík, verður fimm- tugur á morgun. Kári fæddist á Uppsölum í Vopnafirði og ólst upp í Vopnafirði. Hann lauk miðskólaprófi frá Laug- rnn 1964, Uutti til Húsavíkur ári síð- ar, hóf þar nám í húsasmíði, stund- aði nám við Iðnskólann á Húsavík, lauk þar sveinsprófi 1969 og öðlað- ist síðan meistararéttindi. Þá hefur hann sótt ýmis námskeið er tengj- ast starfi hans og áhugamálum. Á unglingsárum starfaði Kári við sUdarverksmiðju og var einn vetur á farskipi. Hann vann við húsa- smíðar 1965-77 og hefur gert það af og tU síðan, stofnaði, ásamt Ueir- um, Byggingafélag Húsavíkur hf. 1970, stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Þingeyinga 1977-79 og vann þar við auglýsingar og glugga- skreytingar 1979-84, kenndi teikningar við Iðnskóla Húsavíkur 1973-80, við Framhalds- skólann á Húsavík 1986-89 og kenndi mynd- mennt við Borgarhóls- skóla. Á árunrnn 1984-94 vann Kári á eigin vegum við auglýsingagerð, skilta- gerð og sinnti eigin myndlist. Hann hefur ver- ið starfsmaður Orkuveitu Húsavíkur frá 1995. Kári starfaði um skeið með Leik- listarfélagi Húsavíkur að leik og leikmyndagerð, sat í stjórn BMF Árvakurs, í stjórn Verslunar- mannafélags Húsavíkur, stjórn Starfsmannafélags KÞ og í fram- kvæmdastjóm Landssambands ís- lenskra samvinnustarfsmanna 1983-85. Hann er einn stofnanda Menningarsam- taka Norðlendinga og sat í stjórn þerra 1993-95, sat í Ferðamálaráði Húsavíkur- bæjar og alþjóðanefnd fatl- aðra á Húsavík, á sæti í sóknarnefnd Húsavíkur- kirkju frá 1996. Kári hefur haldið tuttugu og sjö mál- verkasýningar á eigin verkum og tekið þátt í ýmsum samsýningum. Fjölskylda Kári kvæntist 31.12. 1969 Brynju M. Pálmadóttur, f. 31.8. 1947, hús- móður og starfsstúlku á Hvammi. Hún er dóttir Pálma Jónassonar, f. 23.7. 1918, og Hrefnu Ingólfsdóttur, f. 13.11. 1914, d. 10.3. 1994, bænda í Pálmholti í Reykjadal og síðar á Akureyri. Börn Kára og Brynju eru Rut Káradóttir, f. 8.11. 1965, innanhúss- arkitekt og starfsmaður við fast- eignasölu í Reykjavík; Gríma Eik Káradóttir, f. 24.11.1966, textílhönn- uður og nemi við HÍ; Röðull Reyr Kárason, f. 16.5. 1978, nemi við Framhaldsskólann á Húsavík. Systkini Kára eru Björgvin Sig- urðsson, f. 12.4. 1948, sjómaður á Vopnáfirði; Lilja Sigurðardóttir, f. 6.9. 1951, skrifstofumaður í Reykja- vík; Þorsteinn S. Sigurðsson, f. 26.5. 1954, verkamaður á Vopnafirði. Foreldrar Kára: Sigurður Björg- vinsson, f. 27.2. 1913, bóndi og verkamaður á Vopnafirði, og Grím- hildur M. Sigurðardóttir, f. 3.1. 1916, d. 16.8. 1979, húsmóðir á Vopnafirði. Kári verður að heiman á afmæl- isdaginn. Kári Sigurðsson. fréttir Höfn: Góð staða KASK Flutningabílar KASK eru myndskreyttir og vekja athygli. DV-mynd Júlía DV, Höfn:________________________ Hagnaður Kaupfélags A- Skaft- fellinga - KASK - 1996 varð 23,3 milljónir króna en var 12,9 millj- ónir 1995. Rekstrartekjur voru 1.219 milljónir og höfðu þær aukist um 5,8% frá fyrra ári. Rekstrar- gjöld voru 1.172 milljónir og höfðu hækkað heldur meira eða um 6,4% á milli ára fyrst og fremst vegna almennra launahækkana sem urðu á árinu. Hreint veltufé frá rekstri var 26,7 milljónir á móti 39,3 milljón- um 1995. Eigið fé hækkaði um 31,9 milljónir á árinu og er í árslok 528,3 milljónir. Eiginfjár hlutfali. 38% af niðurstöðum efnahags- reiknings. Alls var fjárfest fyrir 192,9 milljónir á árinu og voru þar stærstu liðirnir kaup á hlutabréf- um í Borgey hf. fyrir 83,4 milljón- ir. Kostnaður við framkvæmdir í sláturhúsinu var 66,6 milljónir og fjárfesting í bílum og flutninga- tækjum fyrir 25,8 milljónir. Rekstrartekjur verslunardeilda 1996 námu 668 milljónum án vsk. og höfðu aukist um 31 milljón frá fyrra ári eða um 4,8%. Afkoma deildanna fyrir fjármagnskostnaði var 1,3 milljónum lakari en 1995. Rekstrarafkoma fyrir sameiginleg- an kostnað var jákvæð um 3,9 milljónir sem er 3,2 milijónum lak- ari afkoma en 1995. Helstu ástæð- ur verri afkomu má rekja til lækk- unar brúttóhagnaðar, launahækk- ana og aukins birgðakostnaðar. Félagsmenn í KASK eru 892 sem er 30% sýslubúa. Kaupfélagsstjóri er Pálmi Guðmundsson. Aðalfund- ur KASK verður haldinn laugar- daginn 19. apríl. JI Uppboð á óskilamunum Eftir beiðni lögreglustjórans í Reykjavík fer fram uppboð á ýmsum óskilamunum, m.a. reiðhjólum, kermrn, úrum, fatnaði og fleiri munum. Uppboðið fer fram í uppboðssal Vöku hf. að Eldshöfða 4, Ártúnshöfða, laugardaginn 3. maí 1997 og hefst það kl. 13.30. Eigendum glataðra muna er bent á að hafa samband við skrifstofu óskilamuna hjá Lög- reglustjóranum í Reykjavík, Borgartúni 33, kl. 10-12 og kl. 14-16 virka daga._ SÝSLUMAÐURINN í REYJKAVÍK UPPBOÐ Reiðhjól og aðrir óskilamunir í vörslu lögreglunnar í Kópavogi verða boðnir upp að Auðbrekku 10, Kópavogi, laugardaginn 26. apríl 1997 kl. 13. Munimir vórða til sýnis föstudaginn 25. apríl 1997 frá kl. 10-16 og gefst fólki tækifæri á að heimía til baka eig- ur sínar gegn sönnun á eignarrétti. Um er að ræða óskilamuni er fundist hafa á tímabil- inu 1995-1996.___________________________/__________ Greiðsla við hamarshögg. Ávisanir aðeins teknar gildar með samþykki gjaldkera. SÝSLUMAÐURINN í KÓPAVOGI safnaðarstarf Mánudagur: Árbæjarkirkja: Opið hús, félags- starf aldraðra í dag, mánudag kl. 13-15.30. Timapantanir í fótsnyrt- ingu hjá Fjólu, s. 557 4521. Starf fyr- ir 9-10 ára stelpur og stráka kl. 17-18. Áskirkja: Fundur í æskulýðsfé- laginu mánudagskvöld kl. 20. Bústaðakirkja: Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 9. og 10 bekk sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Æskulýðsfélagið fyrir unglinga í 8. bekk í mánudags- kvöld kl. 20.30. Digraneskirkja: Foreldramorgn- ar þriðjudaga kl. 10-12. Allir vel- komnir. Dómkirkjan: Samvera fyrir for- eldra ungra barna í mánudag frá kl. 14 til 16. Samkoma 10 til 12 ára barna (TTT- fundur) í mánudag kl. 16.30. Fella- og Hólakirkja: Bæna- stimd og fyrirbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænarefnum í kirkjunni. Æskulýðsfélagsfundur mánudag kl. 20.30. Friðrikskapella: Kyrrðarstund i kapellunni í hádegi mánudag, léttur málsverður 1 gamla félagsheimilinu að stundinni lokinni. Kópavogskirkja: Æskulýðsfélag- ið heldur fund í safnaðarheimilinu Borgum sunnudagskvöld kl. 20. Langholtskirkja: Æskulýðsstarf sunnudagskvöld kl. 20 í umsjá Lenu R. Matthíasdóttur. Ungbarnamorg- unn mánudag kl. 10-12. Fræðsla Kolbrún Jónsdótir, hjúkrunarfr. Laugarneskirkja: Fundur í æskulýðsfélaginu í mánudagskvöld kl. 20. Neskirkja: 10-12 ára starf í mánudag kl. 17. Fundur i æskulýðs- félagi Neskirkju í mánudagskvöld kl. 20. Foreldramorgunn þriðjud. kl. 10-12. Kaffi og spjall. Seljakirkja: Fundur KFUK mánudag. Fyrir 6-9 ára böm kl. 17.15-18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmumorgunn þriðjudaga kl. 10-12. 4,7 an 1 99 gr. 4x12 stafa skjár Númerabirting “ ! móttekur S skilaboð ^íag setning log vekjari Kr. 29.900.- stgr :c Gð ÁSAMT 30 KLST HRAOHLEOSLUTÆKI. lístC'l SÍOUMÚLA 38 108 REYKJAVÍK S. 588-2800 FAX 568-7447
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.