Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Side 6
6 LAUGARDAGUR 19. APRIL 1997 stuttar fréttir Belgar missa trúna Belgar hafa tapað allri tiltrú á ríkisstjóminni og dómskerf- inu vegna barnaníðingshneyksl- anna sem hafa skekið landið undanfarin misseri, að því er kemur fram í nýrri könnun. Prímakov úr leik Jevgeni Prímakov, utanrikis- ráðherra Rúss- lands, gekkst undir gallsteinaaðgerð í gær og hugsanlegt er að hann veröi úr leik næstu þrjár vikurnar. Það kann aö reynast bagalegt þar sem fram undan er undirbúningur að samningi milli Rússlands og NATO. Snöggur blettur HIV Vísindamenn hafa einangrað snöggan blett á alnæmisveir- unni sem gæti leitt til þess að ný lyf geti stöövað útbreiðslu sjúkdómsins. Með hvitlauk að vopni Ástralskur maður hefur ver- ið fundinn sekur um að hafa andað framan í lögregluþjón eftir að hafa tuggið hvítlauks- rif. Löggan hafði stöðvað bíl mannsins. Hákarlar ofveiddir Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af hákarlastofnum í heimshöfUnum vegna mikillar veiði. Rúmlega eitt hundrað milljón hákarlar eru drepnir á ári hverju. Douglas lávarður Douglas Hurd, fyrrum utan- ríkisráöherra Bretlands, verður aðlaður alveg á næstunni og gefur það honum leyfi til að sitja í lávarðadeild breska þingsins. Símasamruni Spænska símafélagið Tele- fonica de Espana hefur gengið til liðs við breska símafélagið BT og hið bandaríska MCI. Herzog jarðsettur Chaim Herzog, fyrrum forseti ísraels, var jarðsettur í gær en hann lést á fimmtudag, 78 ára Kosið um kóng Sali Berisha, forseti Albaníu, lofaði Leka I, kon- ungi landsins rem hefur snúið heim úr útlegð, í gær að efnt yrði til þjóð- aratkvæöa- greiðslu um hvort konungdæmið ; verði endurreist. Fleiri líkamshlutar Belgíska lögreglan sem leitar raðmorðingja sagði í gær að þrír plastruslapokar með lík- | amshlutum hefðu fundist til viðbótar við þá sem áður var búið að finna. Reuter mMMMNMMHMMMMNMMMMMMMMNIMMMMMMMMÍ Hlutabréfamarkaður: Óljóst í Evrópu Titringur var við opnun Wall Street í gær og evrópskir hluta- bréfamarkaðir fengu engar vísbend- ingar þaðan um það hvort verö ætti að stefna upp eða niður. Dow Jones hefur hækkað nokkuð frá fyrri viku og örlítil hækkun var á hlutabréfamarkaði í Frankfurt. Lækkun varð hins vegar i London. í Tokyo er nokkur hækkun sjáanleg á milli vikna en hins vegar lækkun í Hong Kong. Verö á sykri hækkar um átta doll- ara tonnið á milli vikna og kafíi lækkar um 5 dollara. Umframbirgðir virðast af hráolíu því hún hefur lækkað töluvert síðstu vikurnar. Verðið á tunnunni er nú 16,89 dollar- ar. Verðið á 95 og 98 oktana bensíni er nánast óbreytt frá fyrri viku en búast má við aö það lækki ef hráolí- an heldur áfram að lækka. -Reuter írski lýðveldisherinn sýnir klærnar: Samgöngur lamast í sprengjutilræði Mikil röskun varð á lesta- og bíla- samgöngum í norðanverðu Englandi í gær eftir að tvær sprengjur sprungu og viövaranir voru gefnar um fjölda annarra sprengna. Talið er næsta víst að írski lýðveldisherinn (IRA) hafi ver- ið þar að verki og tilgangurinn ver- ið að trufla kosningabaráttuna í Bretlandi. Litlar sprengjur sprungu á lestar- stöðvunum i Doncaster og Leeds og lögreglan sprengdi sjálf grunsamleg- an pakka, sem talið var að gæti innihaldið sprengju, á brautarstöð- inni í Stoke. Mikill hluti miðborgarinnar í Le- eds var lokaður allri umferð eftir sprenginguna en ekki hafði verið gefin nein viðvörun. „Þetta var hávær en fremur lítil sprengja sem sprakk viö tækjahús við brautarteinana," sagði talsmað- ur slökkviliðsins í borginni. „Þegar lestin okkar fór fram hjá varð mikil sprenging og allir fóru að öskra og gripu um höfuð sér,“ sagði lestarfarþegi við BBC. Ekki er vitaö til þess að neinn hafi slasast. Brautarstöðvunum í Stoke, Don- caster og Crewe var öllum lokað eft- ir að lögreglunni var tilkynnt um að viðvaranir um sprengjur hefðu ver- ið gefnar í síma. Sá sem hringdi not- aði dulmál sem vitað er að IRA not- ar. Stór hluti M6 hraðbrautarinnar, sem tengir saman suður- og norður- hluta Englands, var lokaður í gær eftir að hótanir bárust um að sprengja mundi springa þar. Hrað- brautinni var lokað nærri íþrótta- velli sem til stóð að John Major for- sætisráðherra heimsækti, sem hann og gerði. „Þetta er ekki tilviljun, eða hvað?“ sagði einn aðstoðarmanna forsætisráðherrans. Ekki er langt frá Leeds til Liver- pool þar sem fram fer leikur heima- manna við Manchester United nú fyrir hádegið. Mikill fjöldi íslenskra knattspymuáhugamanna fór utan til að fylgjast með leiknum. Reuter Lögreglan stöövaöi alla umferö um miðborg Leeds í gær eftir sprengjutilræöi írska lýöveldishersins. Enginn slasaö- ist. Sfmamynd Reuter Franskir stjórnmálamenn búa sig undir skyndikosningar Franskir stjórnmálamenn eru komnir í startholumar ef svo skyldi fara að Jacques Chirac Frakklands- forseti boðaði til skyndikosninga í byrjun júní. Franska stjórnin gerði ekkert í gær til að koma í veg fyrir að orðrómur um kosningar eða upp- stokkun í ríkisstjóminni færi eins og eldur í sinu um þjóðfélagið. „Líklegast er að þingið verði leyst upp en ekkert er útilokað. Forsetinn stendur frammi fyrir erfíðri ákvörð- un sem hann verður að taka einn,“ sagði Michel Péricard, þing- flokksformað- ur Gaullista. „Ég býst við að þingið verði leyst upp fyrir fhnmtudag- inn,“ sagði Gaullistaþing- maðurinn Jean-Yves Chamard. „Ég er búinn að panta veggspjöldin og kosningablað mitt kemur út í næstu viku.“ Nýlegum skoðanakönnunum ber ekki saman um hvorir mundu fara með sigur af hólmi í kosningum, vinstri- eða hægrimenn. Mun færri þingmenn en venju- lega voru í þingsölum í gær þegar þar var rætt um fmmvarp um fá- tækt þar sem flestir höfðu hraðað sér heim í kjördæmin til að hefja undirbúningsvinnu fyrir væntan- lega kosningabaráttu. Reuter 1684 vt j F M A */ ! tunna J 16,89 iTga Kauphallir og vðruverð erlendis | 15000 18093,41 J F M A j 240 279,4 M A 3383,26 J F M A íhaldsmenn líkja Blair við strengjabrúðu John Major, forsætisráðherra Bretlands, lýsti Tony Blair, leið- 1 toga Verkamannaflokksins, sem hugsanlega mun taka við af honum eftir kosningarn- | ar 1. maí, sem prinsipplausum stjórnmálamanni sem mundi gefast { upp fyrir stjóm- ■ málamönnum á borð við Helmut 1 Kohl Þýskalandskanslara. Árás Majors kemur í kjölfar heilsíðuauglýsingar sem íhalds- | menn birtu í bresku blöðunum í j gær þar sem Blair er sýndur sem strengjabrúða á hné Kohls. Auglýsingunni var ætlað að vekja athygli kjósenda á 1 reynsluleysi Blairs og að honum væri ekki treystandi. Andstæð- , ingar Blairs bragðust ókvæða | við auglýsingunni. Tafir á flutningi flóttamanna Flóttamannastofnun SÞ sagði í gær að leiðtogar uppreisnar- | manna í Saír hefðu fýrirskipað að flutningi 100 þúsund flótta- | manna frá Rúanda til sins | heima skyldi frestað um óákveð- * inn tíma af ótta við útbreiðslu kólerufaraldurs. Uppreisnarmenn ítrekuðu í gær að þeir mundu ekki boða | vopnahlé eða ræða um skipt- 3 ingu valds fyrr en Mobutu for- * seti hefði sagt af sér völdum án j nokkurra skilyrða. Amnesty gagn- rýnir mannrétt- indanefnd SÞ Mannréttindasamtökin Am- | nesty Intemational gagnrýndu i Mannréttindanefnd Sameinuðu f þjóðanna harðlega í gær fyrir að | taka ekki á brotum sfjómvalda í ; Kína, Tyrklandi og Alsír á fundi I sínum sem lauk i Genf í gær. ; Þótt mannréttindanefhdin hafi vísað ffá ályktun Dana og fleiri ríkja um mannréttinda- 1 brot kínverskra stjómvalda for- í dæmdi hún engu að síður brot í 3 ríkjum eins og Burma, Kúbu, I íran, Irak og Israel. Þá var hún | óvenjuharðorð í garð indónesískra stjómvalda fyrir 3 brot þeirra á Austur-Tímor. Hneykslið í ísr- ael skyggir á j friðarviðleitni Tillögur lögreglunnar í ísrael i: um að Benjamin Netanyahu for- | sætisráðherra verði ákærður j fyrir svik og trúnaðarbrest I vegna skipanar í embætti ríkis- | saksóknara fyrr á | árinu og 3 fjaðrafokið sem 3 fylgt hefur í kjöl- 3 farið skyggðu á ; for Dennis Ross, ( sendimanns Bandaríkjastjórn- 3 ar, til Mið-Austurlanda. Ross hélt heimleiðis í gær eft- ir tveggja daga stans fyrir botni j Miðjarðarhafsins þar sem hann reyndi að koma friðarviðræðum ísraela og Palestínumanna aftur I af stað. Við það tækifæri lýstu Palest- 8 ínumenn því yfir að eina leiöin til að koma ffiðarferlinu aftur á . réttan kjöl væri sú að ísraelar stöðvuðu allar framkvæmdir við nýbyggingu íbúða fyrir gyðinga 3 í arabíska hluta Jerúsalem. | Framkvæmdimar hófust í síð- | asta mánuði og hafa sett allt á | annan endann. í Saksóknari i ísrael ákveður um helgina hvort Netanyahu 1 verður ákærður í spillingarmál- i| inu en meirihluti ísraelsku þjóð- | arinnar er á því að hann eigi að | segja af sér ef svo fer. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.