Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 í unglmgar_______________________________________ Mikill vorhugur í hjólabrettastrákunum á Ingólfstorgi: Þetta er ákveðinn lífsstíll Rosalega skemmtilegt sunddót í miklu úrvali fæst í öllum betri verslunum um land allt. rm*“’ ÍW Mn hliðin Bergrós Ingadóttir, Ford-stúlkan 1997: Efist nokkur um aö vorið sé í nánd ætti sá hinn sami að skreppa niður á Ingólfstorg (Hallærisplan). Þar mætir manni hvinur frá tugum hjólabretta sem fleyta léttklæddum eigendum sínum fram og aftur um torgið og smellir þegar þeir lenda á brettunum eftir æfingar og stæla sem sæma ofurhugum einum. Það er vorhugur í hjólabretta- strákunum og gott betur því margir eru bara á þunnum bol og láta sér fátt um finnast þó lofthitinn minni meira á vetur en sumar. Það eru engar stelpur á brettunum en engar skýringar fengust á karlaveldinu í hjólabrettabransanum þegar DV kom við á Ingólfstorgi. Þeir Víðir, Guðmundur, Amar Steinn og Hrafn spjölluðu við okkur milli þess sem þeir þeyttust frá einum enda torgsins til ann- ars og enduðu ferðina með stökki og stæliun sem við kunnum ekki að nefna. Tröppur, handrið og stein- veggir eru engin hindrun fyrir klára brettagaura og eru óspart notaðir við ýmsar kúnstir. Kikkflipp sagði einn um einhver tilþrifin en í eyrum blaða- manns gat það alveg eins verið bær í Rússlandi. Strák- amir sögðu okkur að þeir hefðu „skeitað" svolítið í vetur en þeir hefðu átt erfitt um vik þar sem húsnæði sem borgin skaff- aði þeim hent- Oröalistinn yfir kúnstir hjólabrettagauranna er langur og flókinn. Kikk- flipp heitir þaö til dæmis þegar brettinu er vippaö meö fótunum og látið snú- ast einn hring þversum um sjálft sig áöur en fæturnir lenda á því aftur. Hjólabrettagaurarnir á Ingólfstorgi segja aö þá vanti aöstöðu til aö stunda sitt áhugamál á veturna. En nú er voriö komiö og þeir fjölmenna á Ingólfstorgi og fleiri stööum þar sem fólk getur séö ótrúlegustu kúnstir. DV-myndir Hilmar Detti menn þá bara detta þeir Þeir sem koma og sjá tilburði hjólabrettastrákanna hugsa oftar en ekki að oft hljóti þeir að slasa sig. „Jú, menn lenda stundum á slysó. En það fylgir þessu. Ef menn detta þá detta þeir bara og taka afleiðing- unum,“ segja drengimir og bera sig mannalega. Af sumum byltunum að dæma hlýtur skrokkurinn á nokkr- um þeirra að vera orðinn heldur skrautlegur - hlár, marinn og hrufl- aður. Helstu meiðsl verða á höndum og fótum, menn bráka sig, brjóta og togna. Þá rifna fotin og brettin skemmast. Sumir ákafir „skeitarar" hafa brotið nokkur bretti á viku. Það kostar sitt. Nýtt bretti með öllu kostar i kring um 14 þúsund krónur en sjálft brettið, sem dugar kannski sex vikur hjá duglegum brettagaur- um, um sex þúsund. „Þetta er ákveðinn lífsstíll og hann kostar auðvitað sitt eins og annað. En við erum ekki I neinu rugli á meðan. Það þýðir ekkert að „skeita" og vera undir áhrifum. Það gengur bara ekki. Þannig að foreldr- um okkar líst ágætlega á þetta þótt það kosti stundum smá pening. Menn læra síðan smám saman að detta án þess að meiða sig, alla vega ekki alvarlega," segja þeir. Sumum hinna betri hefur tekist að ná samningi við tískuverslanir eða brettSsöluaðila um kostun og Hér svífur einn strákanna yfir tröpp- urnar á noröurenda Ingólfstorgs. Hann lenti síöan meö tilþrifum. Reyndar tókust ekki öll stökkin og enduöu með Ijótri byltu, alla vega fyrir ókunnuga aö sjá. auglýsa þá brettin, og auðvitað föt- in, í leiðinni. -hlh Afi minn er Bergrós Ingadóttir, tæplega 18 ára Reykjavíkur- mær, var um síðustu helgi kjörin Ford-stúlkan 1997. Keppnin fór fram að þessu sinni í Perlunni undir stjóm fyrirsætuskrifstofunnar Eskimo Models. Berg- rós varð hlutskörpust af 21 fyrirsætu sem valdar voru til þátttöku af höfuðstöðvum Ford í París úr hópi 90 umsækjenda. Bergrós fékk að launum mjög veglegar gjafir auk þess sem hún öðlaðist rétt til þátttöku í keppninni Super Modei of the World sem haldin verð- ur i byrjun næsta árs, líklega í Brasilíu. Hún mun væntanlega einnig fara utan i sumar til fyrirsætu- starfa en siðastliðiö ár hefur hún starfað öðru hvoru sem fyrirsæta. -bjb Fullt nafn: Bergrós Ingadóttir. Fæðingardagur og ár: 4. júlí 1979. Maki: Enginn. Böm: Engin. Bifreið: Engin. Starf: Nemandi í Menntaskólanum'í Reykjavík. Laxrn: Mjög takmörkuð. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? 200 krón- ur í Happaþrennu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Útivera, að vera í góðra vina hópi og svo hleyp ég frekar mik- ið. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ryksuga. Uppáhaldsmatur: Lasagna a la pabbi. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Frjálsíþróttafólkið stendur sig mjög vel. Uppáhaldstímarit: Ekkert í sérstöku uppáhaldi. Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð? Afi minn. Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjóminni? Hef ekki skoðun á því. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Móð- ur Theresu. Uppáhaldsleikari: Anthony Hopkins. Uppáhaldsleikkona: Engin sérstök. Uppáhaldssöngvari: Margir ágætir. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Pass. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Simpsons-fjöl- skyldan. Uppáhaldssjónvarpsefhi: Horfi lítið á sjónvarp, bara á það sem er i gangi hverju sinni. ÍENTE3T TktVMUtL BJARKEY heilduerslun sími 567 4151 aði ekki þegar til kom. Þeir hafa því leitað í bílastæðahús og auða bletti eins og Ingólfstorg. En kuldinn og stirð- leiki sem honum fylgir hafi yfirleitt hrakið þá í burtu. „Við þurfum að fá einhverja að- stöðu á veturna. Borgin verður að standa við sín loforð. Við höf- um stundum farið í bíla- stæðahúsin en verið reknir þaðan. Stund- um hefur okkur verið kennt um ef bílar hafa verið skemmdir en við erum ekk- ert í slíku. Við höf- um eng- an áhuga á að eyði- leggja, við viljum bara „skeita“,“ segir Víðir. Hann vonast til að í sumar verði haldið mót, eins og í fyrra. fallegastur Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Tosca Milano. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Þrúgur reið- innar aftur þegar ég hef tíma. Hver útvarpsrásanna þykir þér best? Hlusta að- allega á FM 957 og X-ið. Uppáhaldsútvarpsmaður: Enginn sérstakur. Hvaða sjónvarpsstöð horfir þú mest á? Svipað á Bergrós Ingadóttir, Ford- stúlkan 1997, sýnir á sér hina hliöina. Stöð 2 og Sjónvarpið. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Enginn sérstakur. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Stunda skemmtana- lífið ekki mikið. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Ármann. Stefiiir þú að einhverju sérstöku í framtíð- inni? Að lifa heilbrigðu lífi og veröa hamingjusöm. Svo verður maður bara að bíða og sjá hvað gerist. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Vinna og slappa af. BMM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.