Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 16
★
16
mtai
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
Sambýliskona bátsmannsins sem fórst við björgunarstörf á varðskipinu Ægi:
Eg er enn dofin og trúi
ekki að hann sé dáinn
„Ég er alveg dofin enn þá og mér
finnst eins og hann sé úti á sjó og
komi aftur heim,“ segir Kristín
Gísladóttir sem var sambýliskona
Elíasar Arnar Kristjánssonar, báts-
mannsins á varðskipinu Ægi sem
fórst við björgunarstörf 5. mars sið-
astliðinn.
Kristin þerrar af sér tárin og
reynir að halda áfram að segja frá.
Það er henni nánast ofviða að tala
um að Elías sé látinn og stundum
finnst henni að hann sé í löngum
túr eins og hún var vön. Sorgin er
enn bitur enda stutt umliðið, en
Kristin harkar af sér og hefur
ákveðið að deila sorg sinni með les-
endum DV.
Staða Kristínar er mjög slæm þar
sem hún var ekki gift Elíasi. Þau
eiga tvö ung börn, Guðjón Arnar,
þriggja ára, og Kristjönu Dögg,
tveggja ára. Börnin eru yndisleg og
gera sér litla grein fyrir því að fað-
ir þeirra komi aldrei aftur. Þar sem
Elías og Kristín gengu aldrei í
hjónaband erfa börnin Elías en
Kristín er allslaus og getur ekki
einu sinni séð fyrir börnum sínum
þar sem hún hefur verið heimavinn-
andi og gengur ekki í vinnu með
svo ung böm.
Bæturnar sem Kristín fékk frá
hinu opinbera eru 640 þúsund og
fá bömin einnig hvort sínar 640
þúsund krónurnar. Peningarnir
em í vörslu fjárhaldsmanns barn-
anna og eru bundnir þar til þau
verða átján ára. Þó svo fjölskyldan
væri við það að svelta væri ekki
hægt að snerta peningana. Kristín
er framfærsluskyld að sjá fyrir
sínum bömum en á óhægt um vik
að fara frá þeim allan daginn eftir
þennan sorgaratburö. Auk þess á
hún alls ekki íbúðina sem þau
bjuggu í. Elías hafði fest kaup á
henni áður en þau kynntust og því
erfa bömin hana. Kristin er
skyldug samkvæmt lögum að
greiða bömum sínum leigu af
íbúðinni og skal leigan dekka þær
skuldir sem hvíla á íbúðinni.
Börnin þurfa að greiða erfðafiár-
skatt en til þess em engir pening-
ar. Þetta ætti að vera víti til vam-
aðar fyrir fólk sem situr í óvígðri
sambúð en á börn saman. Kerfið
er óréttlátt en eins og stendur er
fyrirvinna Kristínar látin og hún
veit ekki hvað tekur við.
„Ég veit ekki hvemig framtíðin
verður, ég get ekki hugsað um það,“
segir Kristín og getur ekki haldið
aftur af tárunum. Hún segist láta
Sigurð Helga Guðjónsson lögfræð-
ing og Hilmar Magnússon fiárhalds-
mann sjá um veraldlegu hliöina á
lífi hennar.
Ætluðu að gifta sig árið
2000
„Ég bað Elías að giftast mér og
við ætluðum að ganga í það heilaga
árið 2000. Hann var svo hlédrægur
að ég varð að taka af skarið. Þá ætl-
uðum við að vera búin að læra og
vera komin í stærra og betra hús-
næði. Við ætluðum að byrja nýja
öld nýgift," segir Kristín.
Kristín er 26 ára gömul og hún
ólst upp á Gufuskálum þar sem fað-
ir hennar var trillusjómaður á Hell-
issandi. Kristín starfaði lengst af á
Landspítalanum sem aðstoðarstúlka
þar til hún átti Guðjón Amar. Hún
kynntist Elíasi í gegnum vini sína
og eftir það sá hún hann oft í
strætó.
Heillaðist af Elíasi
„Þegar við hittumst í strætó fór
ég yfirleitt út á vitlausum stað því
ég vildi sitja lengur hjá honum. Ég
varð alveg heilluð af Elíasi og lagði
á mig að labba langar leiðir til þess
að tala lengur við hann. Ég varð al-
veg heilluð af honum,“ segir Krist-
ín.
Kristín brosir þegar hún rifiar
upp þessa hamingjuríku tíma og
segir að 10. mars hefði samband
þeirra orðið fimm ára. Það er erfitt
fyrir þessa ungu konu að rifia upp
kynni sín við manninn sem hún
varð ástfangin af frá fyrstu stundu.
„Ég var ekki með síma og Elías
hringdi í vinkonu mína til að láta
vita hvemig hægt væri að ná í sig.
Það endaði með því að ég hringdi í
hann og hann bauð mér hingað
heim og við fómm í bíó saman. Elí-
as var hlédrægur en þegar maður
var kominn inn fyrir skelina var
auðvelt að tala við hann,“ segir
Kristín.
Síðasta helgin
Það er eins og Elías hafi haft veð-
ur af því að hann myndi ekki lifa
mjög lengi. Hann hafði nýlega keypt
alfatnað á Kristínu og bömin á ír-
landi. Einnig birgði hann heimilið
upp af matvöm sem hann keypti
einnig þar. Fötin sem hann keypti á
börnin vom vel við vöxt.
„Hann var ekki vanur að kaupa
svona mikið á mig og mér finnst
það mjög óvenjulegt," segir Kristín.
Síðasta helgi Kristínar og Elíasar
var mjög eftirminnileg þar sem þau
gerðu mikið saman og voru einnig
mikið með börnunum. Að sögn
Kristínar nýttist helgin mjög vel og
þau komu í verk jafnmiklu og ann-
ars á heilli viku. Á föstudagskvöld-
ið fóm þau tvö saman í bíó. Á laug-
ardaginn var sól og bliða og þau
fóru í sund með bömin. Eftir hádeg-
ið fóm þau í Indíánagil og léku við
börnin í skíðabrekkunni. Svo fóra
þau heim og borðuðu en síðan fóra
bömin í pössun hjá ömmu sinni og
voru þar um nóttina.
„Við áttum saman notalega
kvöldstund. Við vöknuðum
snemma á sunnudag og gengum frá
skattaskýrslunni og eyddum
morgninum saman. Við sóttum
krakkana um þrjúleytið og keyrð-
um í Skálafell. Bömin sofnuðu á
leiðinni og sváfu allan tímann en
við notuðum tækifærið og lékum
okkur í staðinn. Við keyptum síðan
nesti fyrir krakkana en þeir vökn-
uðu ekki fyrr en við komum heim.
Þetta var ógleymanleg helgi,“ segir
Kristín.
Hún er mjög þakklát fyrir að
hafa átt þennan tíma með Elíasi og
bömunum. Elías fór aftur út á
mánudegi og kom aldrei aftur
heim.
Nýtt húsnæði
Elías og Kristín höfðu ákveðið að
festa kaup á nýju húsnæði þar sem
íbúðin sem þau búa í er lítil. Þau
höfðu fundið 90 fermetra íbúð í ný-
byggðu hverfi í Grafarvogi sem þau
ætluðu að ganga frá kaupum á. Sá
draumur rætist ekki frekar en sá
að Elías ætlaði að klára tölvunám
sem hann var byrjaður á. Einnig
hafði Kristín hugsað sér að setjast
á skólabekk með haustinu og læra
nudd. Eftir það ætluðu þau að
skiptast á um tekjuöflun og Elías
gerði ráð fyrir að fara að vinna í
landi. Elías var mjög varkár maður
og hafði gert fiárhagsáætlun fyrir
árið 1997 um heimilisbókhaldið
sem hefði staðist miðað við tekjur
hans. Yfirleitt má ekkert bregða út
af hjá svo ungum fiölskyldum sem
eru skuldsettar upp í topp fyrstu
árin eftir að fiárfest er í húsnæði.
íbúöin er metin á 5,5 milljónir en á
henni hvíla 4 mfiljónir. Lausa-
skuldir heimilisins eru í kringum
tvær milljónir.
Pabbi í Ijósinu
Kristín hefúr verið umvafin vin-
um og fiölskyldu frá því Elías dó og
hún hefúr fengið alla þá ástúð og
aðstoö sem hún hefur þarfnast. Síð-
an gerist það oft að fólk hverfur til
sinna fyrri anna og þá hellist sorg-
in af fullum þunga yfir þann sem
hefur misst. Þungbært hefúr verið
að þurfa að ganga frá eigirni Elías-
ar.
„Guðjón Arnar vill ekki að ég
gefi einhverjum ýmsa hluti sem
faðir hans átti, eins og til dæmis
úlpuna hans. Guðjón vill sjálfur
eiga hana og nota þegar hann er
orðinn stór, enda er hann lifandi
eftirmynd föður síns,“ segir Krist-
ín.
Kristín hefur sagt börnunum að
pabbi þeirra sé i ljósinu hjá Jesú
en Kristjcma er of lítil til þess að
skilja. Guðjón Arnar skilur aftur á
móti of mikið að hennar mati.
Börnin sakna föður síns og Krist-
jana spyr oft um hann. Það er erfitt
að útskýra fyrir svo litlum bömum
hvað hafi gerst. Kristín er fegin að
hafa bömin til þess að hlúa að og
hugsa um því það gerir lífið létt-
bærara.
Starfsfólk Landspítalans, hennar
gamla vinnustaðar, varð fyrst tU
þess að safna fyrir Kristínu. Einnig
tók Landhelgisgæslan að sér söfn-
un ásamt Sjómannafélagi íslands.
GamaU maður gaf spamað margra
ára, aUs 100 þúsund krónur.
Söfnunin tU handa Kristínu hef-
ur gengið vel og síðast þegar frétt-
ist haföi safhast í kringum 1,2 mUlj-
ónir króna. Þeir sem vUja styrkja
Kristínu er bent á reikning í
SPRON í Skeifunni, nr. 115405-
440000. -em