Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997
23
Gælt við gauksa
Peir kysstust innilega félagarnir
Krishan Kumar og páfagaukurinn
Ramu þegar þeir spókuðu sig í sól-
inni í Nýju-Delhi í vikunni. Frá því
Kumar fann gauksa rammvilltan f
vegkanti fyrir fimm árum hafa þeir
varla litiö af hvor öðrum, svo sterk
er vináttan. Símamynd Reuter
Hjónin hafa klæðst
eins fötum í tæp 20 ár
■ Hjónin Donald og Nancy Feather-
; stone hafa klæðst nákvæmlega eins
i fótum í mörg ár. Þau kynntust fimm
; árum áður en þau fóru að ganga
; eins klædd. Donald var frekar stífur
) i klæðaburði og vildi alltaf vera í
langerma skyrtum, hnepptum upp í
; háls og Nancy langaði til þess að
I breyta því. Hún ákvað því að sauma
' fríkaða skyrtu á hann. Eftir það
saumaði hún talsvert minni en ná-
kvæmlega eins skyrtu á sjálfa sig.
Síðar meir bættust fleiri föt við og
Ekki tíska sem félli vel í kramiö á Is-
landi. Það eru ekki margir íslenskir
karlmenn sem gengju í bleikum
buxum.
þau fóru að vera eins klædd á hverj-
um einasta degi, mismunandi
i smekklegum fótum eins og dæmin
; sanna.
Það er aldrei neinn ágreiningur
um það hverju þau eiga að klæðast.
Það sem er fyrr í fötin þann daginn
leggur lhnn'nar í fatavali. í þau
skipti sem þau eru aðskilin ákveða
þau fyrirfram í hvaða fotum þau
eru hvaða dag. Hjónabandið er að
sögn Nancy traustara fyrir vikið og
þau tengdari. Árangurinn getur fólk
síðan dæmt um á myndunum og
þeir sem þurfa að treysta hjónaband
sitt geta prófað þessa aðferð.
Donald og Nancy eiga engin böm
en þau segjast vera eins og tvíburar.
Þeim er alveg sama þó að fólk geri
grín að þeim fyrir að klæða sig eins
en þeim stendur á sama. Þau áttu
einu sinni púðluhund sem einnig
var eins klæddur og þau en hann er
dáinn. Yfir 300 nákvæmlega eins
klæðnaðir bíða þess að vera notaðir
í fataskáp þeirra Donalds og Nancy-
ar.
wsijos
Sebraskyrturnar eru hræðilegt umhverfisslys en þetta er víst smekkur þeirra
Donalds og Nancyar.
r
i/mo
Það má segja að MITSUBISHI
LANCER skutbílarnir séu
alsettir skrautfjöðrum, svo
ríkulega eru þeir útbúnir.
Þar að auki eru þeir glæsilegir,
rúmgóðir og kraftmiklir (113 hö).
Og verðið, það er engu líkt I
LANCER framhjóladrifínn skutbill kostar frá
/.430.000
LANCER skutbíll 4x4 kostar
3.000
LANCER
►vindskeið með hemlaljósi
hreyfiltengd þjófnaðarvörn
rafhituð framsæti
toppgrindarbogar
hilla yfir farangursrými
18,5 cm veghæð (4X4)
fjarstýrðar samlæsingar
ác/ltl(J c/u/i(jjjj/jj/lu1' jlcJuí/