Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 I>"V
Útvarpskonurnar Inger Anna Aikman og Margrát Blöndal orðnar ritstýrur Húsfreyjunnar:
Fráleitt í fyrstu - rekin úr handavinnu í gaggó
Útvarpskonurnar Margrét Blön-
dal og Inger Anna Aikman hafa ver-
ið ráðnar ritstýrur á tímaritinu
Húsfreyjunni sem Kvenfélagasam-
bandið gefur út. Fyrsta blað undir
þeirra stjórn á að koma út 17. júní
næstkomandi.
Margrét er þessa dagana á öld-
um ljósvakans í morgunþætti á
Bylgjunni með Þorgeiri Ástvalds-
syni en þrjú ár eru liðin síðan
Inger Anna hætti i föstu starfi sem
útvarpskona á Aðalstöðinni. Hún
var þá að fara að eiga sitt fyrsta
bam, dótturina Þórdisi Þuríði, og
taka próf í sálfræði í Háskólanum.
Nú hefur Inger Anna eignast aðra
dóttur sem kom í heiminn á páska-
dag, „lítinn páskaunga" eins og
hún sagði í samtali við helgarblað-
ið. Núna væri hún orðin alvöru
húsfreyja!
„Ég sagði við eldri dóttur mína,
sem orðin var leið á að bíða, að
litla barnið kæmi um páskana, um
leið og hún fengi páskaegg. Reynd-
ar kom upp dálítill misskilningur
því hún hélt að ég myndi verpa
litla barninu," sagði Inger Anna,
alltaf með húmorinn á réttum
stað.
Fullar skrifborðsskúffur
Síðastliðið sumar leysti hún af
þau Margréti og Þorgeir i morgun-
þætti Bylgjunnar og þar var
ákveðið að hrinda því loks í fram-
kvæmd að þær færu að vinna
- segir Inger Anna sem eignaðist aðra dóttur nýlega, lítinn „páskaunga"
meira saman. Þær
hafa verið vinkonur
til margra ára og
Inger segir þær ávallt
hafa náð vel saman.
„Við höfum verið
með sitthvorn þáttinn
í útvarpinu og náðum
loks að starfa saman
síðasta sumar. Við
erum með fleiri skrif-
borðsskúffúrnar full-
ar af hugmyndum.
Svo var það einn dag-
inn að Magga sló á
þráðinn til mín og
sagði það ekkert vafa-
mál, við skyldum
sækja um ritstjóra-
starf á Húsfreyjunni. í
fyrstu fannst mér
þetta fráleitt. í gagn-
fræðaskóla var ég rek-
in úr handavinnu og
sá mig ekki alveg í
anda í þessu starfi. En
ég fór að fletta blað-
inu og sá að það er
fjarri því eingöngu
um handavinnu. Við
settumst niður og
ræddum hvað við gæt-
um haft í blaðinu. Þá
sáum við fram á að
við værum búnar að
fylla alveg þrjá ár-
ganga. Við sóttum um,
fórum í viðtal og það
fór svona vel á með
Inger Anna og Margrét ásamt dætrum. Þær elstu eru hennar Mar-
grétar, þær Sigyn 14 ára og Sara Hjördís 8 ára. Inger heldur á þeirri
yngstu sem fæddist á páskadag og við hlið hennar situr Þórdís
Þuríður 3 ára. Sannarlega myndarlegar húsfreyjur á öllum aldri!
okkur og kvenfélags-
konunum að við vor-
um ráðnar á staðnum.
Við erum auðvitað al-
sælar og finnst verk-
efnið afskaplega
spennandi. Hlökkum
mikið til að takast á
við þetta,“ sagði Inger
Anna.
Bræddi úr
þremur sauma-
válum
Varðandi brott-
reksturinn úr handa-
vinnunni þá var hann
kurteislega borinn
upp af kennurum In-
ger Önnu eftir að hún
hafði brætt úr þremur
saumavélum! Og hún
náði að afreka meira á
þessu sviði. Eitt sinn
mætti Inger í handa-
vinnutíma með út-
saumaða setu á píanó-
bekk sem mamma
hennar hafði saumað.
Handavinnukennar-
inn starði á hana og
spurði: Hvenær gerð-
irðu þetta? „Bara
svona á kvöldin," mun
Inger hafa sagt, sak-
leysið uppmálað!
Kennarinn sá í gegnum þetta því
svona útsaum gera ekki nema
heimsins færustu saumakonur, en
gaf Inger ágætiseinkunn fyrir við-
leitni!
Draumadjobbið!
Margrét Blöndal segir þetta nýja
starf fara mjög vel saman við út-
varpið. Hún muni ótrauð halda
áfram í morgunþáttunum með Þor-
geiri. Ritstjórastarfið hjá Húsfreyj-
unni hafi verið upplagt fyrir þær
Inger Önnu, þær væru bókstaflega í
skýjunum.
„Þetta er „draumadjobbið“. Við
værum ekki ánægðari þótt við hefð-
um fengið toppstöðu hjá Alþjóða
gj aldey rissj óðnum. “
Margrét sagði þær ætla að við-
halda þeirri ritstjómarstefnu sem
tekin hefði verið upp á Húsfreyj-
unni undanfarið, að höfða sem mest
til nútímakvenna á öllum aldi'i með
fjölbreyttu efni, og útfæra hana enn
frekar. Þær færu ófeimnar út í
harða samkeppni á tímaritamark-
aðnum.
Margrét hefur að undanförnu ver-
ið að „hita sig upp“ fyrir nýja starf-
ið með því að hafa umsjón með
saumakeppninni Landskeppni Ey-
mundsson og Burda en Margrét er
sjálf mjög flink saumakona. Hún
sagði þá vinnu stórskemmtilega og
góð þátttaka sýndi mikinn áhuga á
saumaskap í landinu.
-bjb
lend bóksiá
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. John Grlsham:
Runaway Jury.
2. Jilly Cooper:
Apassionata.
3. Michael Ondaatje:
The English Patient.(Kvikm.útgáfa)
4. Mlchael Ondaatje:
The English Patlent.
5. Graham Swift:
Last Orders.
6. Nlck Hornby:
Hlgh Fidellty.
7. Tom Clancy & Steve Piecenik:
Op Centre: Acts of War.
8. Cllve Cussler:
Shock Wave.
9. Nicholas Evans:
The Horse Whlspherer
10. Lesley Pearse:
Camellia.
Rit almenns eölls:
1. Blll Bryson:
Notes from a Small island.
2. The Splce Glrls:
Glrl Power.
3. Nick Hornby:
Fever Pltch.
4. Alan Bennett:
Writing Home.
5. John Gray:
Men Are From Mars, Women Are
From Venus.
6. Paul Wilson:
A Llttle Book of Calm.
7. Grlff Rhys Jones ritstjórl:
The Nation’s Favourite Poems.
8. Herodotus:
Tales From Herodotus.
9. C. Knight & R. Lomas:
The Hiram Key.
10. D.J. Goldhagen:
Hltler's Willlng Executloners.
Ilnnbundnar skáldsögur:
1. Wilbur Smlth:
Blrds of Prey.
2. John Grisham:
The Partner.
3. Arthur C. Clarke:
3001: The Flnal Odyssey.
4. Patrlcia D. Cornwell:
Hornet’s Nest.
5. Kate Atklnson:
Human Croquet.
Innbundin rit almenns eðlis:
1. Tlm Smit:
The Lost Gardens of Heligan.
; 2. Dava Sobei:
Longltude.
13. Scott Adams:
The Dllbert Prlnclple.
4. Anne Frank:
Dlary of a Young Glrl.
5. Kingsley Amis:
The Klng's Engllsh.
(Byggt á The Sunday Times)
Hörmuieg æskuár
Ævintýrin gerast enn. Það
er að minnsta kosti reynsla
Bandaríkjamannsins Frank
McCourt sem er 66 ára að
aldri og hefur kennt ensku
við framhaldsskóla í New
York í tæpa þrjá áratugi.
Hann fór sjálfur að skrifa
fyrir nokkrum árum og
sendi frá sér fyrstu bók sína
síðastliðið haust; sjálfsævi-
söguna „Angela’s Ashes“
sem lýsir hörmulegum
æsku- og unglingsárum höf-
undarins á írlandi. Bókin
spurðist vel út, vakti fljót-
lega athygli jafnt gagn-
rýnenda sem lesenda og
komst á metsölulista í
Bandaríkjunum, þar sem
hún er enn. Hámarki náði
ævintýrið svo fyrir
nokkrum dögum þegar
McCourt hlaut hin eftirsóttu
bandarísku bókmenntaverð-
laun sem kennd eru við
Pulitzer.
Hetjusaga móður
Frank McCourt fæddist í
Brooklyn í New York, en
foreldrar hans voru báðir
írskir. Þegar hann var að-
eins fjögurra ára héldu þau
aftur „heim“ til írlands í von
um betri lífskjör þar. Sú von
varð að engu, m.a. vegna
þess að faðirinn var ábyrgðarlaus
drykkjurútur sem gat aldrei haldið
neinu starfi stundinni lengur og
drakk fyrir alla þá peninga sem
hann fékk í hendurnar - áður en
hann lét sig hverfa. Uppeldi barn-
anna lenti því á herðum móðurinn-
ar, Angelu, og barnanna sjálfra.
í þessu fyrsta bindi sjálfsævisögu
sinnar fjallar McCourt um þetta erf-
iða tímabil á írlandi, þar sem fjöl-
skyldan var komin upp á náð og
miskunn annarra vegna afskaplegr-
leysi, en sér um leið hið kát-
lega sem alltaf fylgir tilver-
unni, jafnvel í hinni verstu
fátækt.
Ekki að skapi Ang-
elu
Eins og nafn bókarinnar
ber með sér er þetta ekki síst
frásögn af fórnfýsi og hetju-
lund móðurinnar, en hún
lifði allt til ársins 1981.
„Móður minni hefði ekki
geðjast að þessari bók,“ seg-
ir McCom-t hreinskilnis-
lega. „Til þess er bókin of
bersögul. Mamma átti sex
börn á fimm og hálfu ári, og
á þeim sömu árum dóu þrjú
þeirra. Ég áttaði mig ekki á
hryllingi lífs hennar fyrr en
hún var öll. Hún skammað-
ist sín fyrir fortið okkar.
Núna skammast maður sín
fyrir að hafa skammast
sín.“
McCourt kveðst hafa
reynt að skrifa þessa sögu
fyrir þrjátíu árum, en lagt
handritið til hliðar. Árið
1994 tók hann til við að
semja söguna á ný og fann
þá hina réttu rödd barnsins.
Eftir eins árs erfiði var nýtt
handrit tilbúið - það sem
nú hefur fengið Pulitzer-
verðlaunin.
Hann er hins vegar litt sáttur þeg-
ar gagnrýnendur hæla frásögninni
fyrir að vera „hrífandi og ljóðræn".
Þvert á móti kveðst hann hafa lagt
áherslu á að gefa raunhæfa lýsingu
á lúsugum veruleika fátæktarinnar.
McCourt er þegar farinn að skrifa
næsta bindi endurminninga sinna.
Það tekur við þar sem verðlauna-
bókin endar, þegar hann var nítján
ára og kominn aftur til New York
ásamt móður sinni og systkinum.
Frank McCourt fékk Pulitzer fyrir frásögn af öm-
urlegri æsku á írlandi.
ar fátæktar. Þrjú systkina hans
urðu sjúkdómum að bráð þegar á
bernskuárum.
Umsjón
Elías Snæland Jónsson
Hann lýsir lífi fjölskyldunnar
með augum barnsins af hispurs-
i Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. John Grisham:
The Runaway Jury.
2. Ursula Hegi:
Stones From the River.
3. Dean Kootz:
Tlcktock.
4. Wally Lamb:
She's Come Undone.
5. Tom Clancy & Steve Pleczenik:
Acts of War.
6. Mlchael Ondaatje:
The Engllsh Patient.
7. LaVyrie Spencer:
The Camden Summer.
8. Catherine Coulter:
The Wlld Baron.
9. Julle Garwood:
The Wedding.
10. Mario Puzo:
The Last Don.
11. John Saul:
The Blackstone Chronicles: Parts
1, 2 og 3.
12. David Baldacci:
Absolute Power.
13. Sharyn McCrumb:
The Rosewood Casket.
14. Jane Hamilton:
The Book of Ruth.
15. Taml Hoag:
Gullty as Sln.
Rit almenns eölis:
1. Andrew Well:
Spontaneous Healing.
2. Thomas Cahlll:
How the Irish Saved Civlllzation.
3. Mary Pipher:
Revivlng Ophelia.
4. Jonathan Harr:
A Civil Actlon.
5. Howard Stern:
Prlvate Parts.
6. Carmen R. Berry & T. Traeder:
Girlfriends.
7. J.D. Plstone & R. Woodley:
Donnie Brasco.
8. James McBride:
The Color of Water.
9. Jon Krakauer:
Into the Wild.
10. Danaiel Jonah Goldhagen:
Hitler’s Wllling Executloners.
11. Kay Redfleld Jamison:
An Unquiet Mind.
12. Mary Karr:
The Liar’s Club.
13. Joseph D. Pistone & R. Woodley:
Bury Me Standlng.
14. M. Scott Peck:
The Road Less Traveled
15. Carl Sagan:
The Demon-Haunted World.
(Byggt á New York Times Book Review)