Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 JjV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Aðstoðarritstjóri: ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: (SAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1700 kr. m. vsk. Lausasöluverð 150 kr. m. vsk., Helgarblað 200 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Víðerni í þjóðgarði Hæstiréttur hefur staðfest héraðsdóm um, að hreppar í Húnaþingi og Skagafirði eigi ekki Auðkúlu- og Eyvind- arstaðaheiði og fái því ekki bætur fyrir landnot Lands- virkjunar. Þar með er staðfest hin almenna regla, að af- réttir hálendisins séu almenningur utan eignaréttar. Dómurinn er mikilvægt skref í valdatöku þjóðarinnar á hálendi landsins og friðun þess. Næstu skref munu meðal annars felast í að reyna að hindra, að norðlenzk- ir hreppar slái eign sinni á Hveravelli og komi þar upp umfangsmiklum hótel- og veitingarekstri. Hinar ósnortnu viðáttur landsins eru mikilvæg auð- lind, sem okkur ber að varðveita og skila til afkomend- anna. Fyrst og fremst ber okkur að koma í veg fyrir, að þar sé landi raskað og reist mannvirki, án þess að það fái ýtarlega skoðun sæmilega náttúruvænna stofnana. Þingsályktunartillaga frá Kvennalistanum gerir ráð fyrir, að hugtakið ósnortið víðemi verði skilgreint og kortlögð svæðin, sem falli undir það. Ennfremur verði settar reglur um varðveizlu og nýtingu svæðanna og ekki rasað að framkvæmdum, fyrr en að því loknu. Markmið þjóðarinnar hlýtur að vera, að óbyggðir landsins verði að friðlýstum þjóðgarði náttúruverndar og útivistar. Það felur í sér, að vandað verði til orku- framkvæmda og orkuflutnings á svæðunum, svo og til allra mannvirkja, sem tengjast ferðaþjónustu. Mikilvægt er, að öll mannvirki ferðaþjónustu séu stað- sett og hönnuð á þann hátt, að þau trufli sem minnst þau verðmæti, sem fólk sækist eftir, þegar það leitar á vit kyrrðar og einveru í ósnortnu víðerni hálendisins. Hveravellir mega ekki verða undantekning á þessu. Uppistöðulón þurfa að vera vistvæn og orkuver að fela sig í landslaginu. Grafa ber háspennulínur í jörð og fella sumarvegi að landi. Upprekstur búfjár á öll móbergs- svæði hálendisins ætti að leggja af og gefa landinu lang- vinnan frið til að jafna sig eftir fyrri ofbeit. Eðlilegt er, að óbyggðimar verði settar undir eina skipulagsstjórn. Hins vegar væri óráð, að hreppar í ná- grenni hálendisins fái meiri itök í slfkri stjórn en sveit- arfélög í þéttbýli, því að viðhorf í hinum fyrrnefndu reyn- ast stundum markast af eiginhagsmunum á svæðinu. Hins vegar eru núverandi skipulagsstjórn ríkisins og umhverfisráðuneyti ekki í stakk búin til að taka að sér hlutverkið. Komið hefur í ljós á síðustu árum, að þess- um stofnunum er ekki treystandi til að gæta hagsmuna náttúruverndar gegn hagsmunum gæludýra kerfisins. Umhverfisráðuneytið hefur til dæmis alltaf reynzt til- búið að styðja ýtrustu sérhagsmuni í landbúnaði, svo sem að Svínavatnshreppur fari með skipulagsvöld á Hveravöllum. Þannig hefur ráðuneytið unnið að þvi að koma valdinu í hendur þeirra, sem ábyrgð bera á ofbeit. Landgræðslan og Rannsóknastofnun landbúnaðarins hafa nýlega staðfest, að umtalsvert jarðvegsrof geisar á um 40% ails íslands, mest á móbergssvæðum hálendis- ins. Þetta staðfestir áratuga gamlar niðurstöður af gróð- urkortagerð og þarf því ekki að koma neinum á óvart. Rannsóknin leiddi í ljós, að hálendið og flestar afrétt- ir þola alls ekki búfé, ekki einu sinni skammtaða beit. Undantekningin er norðurhluti borgfirzkra afrétta og vesturhluti húnvetnskra. Verst farnar eru allar afréttir Sunnlendinga, Skagfirðinga, Eyfirðinga og Suður-Þing- eyinga. Niðurstaða Hæstaréttar um almenning á Auðkúlu- og Eyvindarstaðaheiði ætti að geta flýtt fyrir stofnun þjóð- garðs um ósnortið víðemi í óbyggðum landsins. Jónas Kristjánsson Vandi SÞ vegna mann- ráttindabrota í Kína Niels Helveg Petersen, utanrík- isráðherra Danmerkur, á skilið lof fyrir staðfestuna, sem hann hefur sýnt undanfama daga og vikur við að vekja athygli á mannrétt- indabrotum i Kína. Þótt Kínverj- um hafi eins og sex sinnum áður tekist að koma í veg fyrir, að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna (SÞ) samþykkti gagn- rýni á virðingarleysi kinverskra stjórnvalda fyrir mannréttindum, varð málafylgja Dana til þess að vekja réttláta reiði fleiri en áður á ófremdarástandinu í Kína. Þegar litið er til mannréttinda- mála í alþjóðlegu samhengi, blasir við, að ýmis Asíuríki hafa risið gegn þeirri skoðun, að þessi rétt- indi séu ein og hin sömu hvar- vetna og því í raun algild um víða veröld. Þetta viðhorf er sett fram með þeirri viðbót, að í ljósi þess séu vestrænir menn ekki dómbær- ir á það, hvort réttindi séu brotin á íbúum annarra menningar- svæða. Þeir sætti sig bærilega við það, sem á Vesturlöndum sé talið brjóta í bága við mannréttindaá- kvæði alþjóðasáttmála, sem byggj- ast á hinum algilda mælikvarða. Meðal annars með hliðsjón af sjónarmiöum af þessu tagi hafa al- þjóðamálafræðingar spáð þvi, að í kjölfar spennunnar milli ólíkra stjórnmálakerfa í austri og vestri á tímum kalda stríðsins sigli reip- tog milli ólíkra menningarheilda í heiminum. í því kunni að leynast neisti næsta ófriðarbáls, er teygi sig um veröldina alla. Vandi alþjóðastofnana í sjálfu sér draga ríkisstjórnir á Vesturlöndum og víðar ekki í efa, að í Kína séu mannréttindi fótum troðin. Heima fyrir tala stjórn- málamenn á þann veg og fari þeir í ferðir til Kína segjast þeir halda þessum málstað fram gagnvart viðmælendum sínum. Á hinn bóg- inn verður annað uppi á teningn- um, þegar kemur að því að greiða atkvæði í alþjóðastofnunum, jafn- vel þótt um sé að ræða þær nefnd- ir þeirra, sem sérstaklega er ætlað að sjá til þess, að mannréttindi séu í heiðri höfð. Sannaðist þetta í sjöunda sinn varðandi Kína í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, þriðjudaginn 15. apríl síðastliðinn. Samkvæmt samþykktum sínum og stofnskrá er það hlutverk al- þjóðasamtaka á borð við Samein- uðu þjóöirnar og Evrópuráðið að vera alþjóðlegir gæslumenn mannréttinda. Þannig er til dæm- is aðild aö Evrópuráðinu talin jafngilda gæðastimpli um lýðræð- islega stjórnarhætti, þar sem rétt- indi einstaklingsins eru í heiðri höfð. Þessi samtök verða hins veg- Erlend tíðindi Björn Bjarnason ar aldrei annað og meira en aðild- arríkin vilja. Virði þau ekki mannréttindi í verki eða atkvæða- greiðslum, hafa þau ekki aðeins eigin stefnu og alþjóðlegar skuld- bindingar að engu heldur grafa einnig undan trausti á alþjóða- samtökin. Með því að láta undan þrýstingi Kínverja í mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna og velja þann kost, að láta annað ráða at- kvæði sínu en efni málsins, hafa ríkin, sem samþykktu frávísunar- tillögu Kínverja veikt stöðu Sam- einuðu þjóðanna. Sagt er, að Kín- verjar hugsi í árum, áratugum ef ekki öldum. Líklega telja þeir hag sínum best borgið innan Samein- uðu þjóðanna, takist þeim að gera samtökin marklaus í mannrétt- indamálum. Hljóta þau ríki, sem samviskusamlega mæta til skýrslugjafar um mannréttinda- mál sín og laga sig að kröfum Sameinuðu þjóðanna, að velta fyr- ir sér, hvaða tilgangi slíkt þjóni, ef fjölmennasta ríki veraldar fer sínu fram og tælir eða þvingar aðra til fylgis við sig. Fleiri í vanda Fleiri en Sameinuðq, þjóðirnar eru í vanda, þegar tekist er á inn- an þeirra vegna krafna í mann- réttindamálum. Þegar aðild Rúss- lands að Evrópuráðinu var sam- þykkt á síðasta ári, var það skoð- un margra, að með því væri horft framhjá augljósu skeytingarleysi stjórnvalda í Moskvu um mann- réttindamál. Því hefur jafnvel ver- ið haldið fram, að viö fjölgun í Mannréttindadómstólnum í Strassborg, sem starfar í skjóli Evrópuráðsins, eigi skilgreining á mannréttindum í Evrópu eftir að breytast, þar sem nýju dómararn- ir frá Mið- og Austur-Evrópu hafi önnur viðhorf en þeir, sem fyrir sátu í dómnum. Fyrir skömmu var utanríkis- ráðherra Slóvakíu hér á landi til að kynna óskir um aðild að At- lantshafsbandalaginu (NATO). Eftir að Slóvakar sögðu skilið við Tékka og stofnuðu nýtt ríki í árs- lok 1992, hefur verið grunnt á því góða milli ráðamanna ríkjanna. Tékkar eru taldir í hópi þeirra þjóða í Austur-Evrópu, sem fyrst- ar fá aðild að NATO. Slóvakar eru ekki í þeim hópi, meðal annars vegna lélegra stjórnarhátta. Hnýta þeir nú opinberlega hvor í annan vegna þessa, Vacal Havel, forseti Tékklands, og Vladimir Meciar, forseti Slóvakíu. Segist hann ætla að klaga Tékka fyrir að hafa ekki leyst ágreining við nágranna sina. Havel telur Meciar hins vegar haldinn ofsóknaræði. Frá fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í Genf í vikunni. Full- trúi Kína, Wang Guangya, biður um oröiö. Símamynd Reuter skoðanir annarra Við kunnum líka sitt af hveiju „Rétt eins og maðurinn lifir ekki á brauði einu ; saman, þá lifir hann heldur ekki af stærðfræði, það- an af síður náttúrufræði, einni saman. Kannski er I það ekki svo mikil ógæfa að sérhvert bam í Dan- I mörku veit ekki hvaöa gagn klóroplast gerir í ; plöntufrumum eða hvað gerist þegar atóm missir : eina rafeind. Það er sjálfsagt hægt að setja upp rannsóknir sem leiddu í ljós aðra kunnáttu danskra | skólanemenda. Ef áherslan væri t.d. á tungumála- í kunnáttuna fengjum við háa einkunn, jafnvel hærri I en snillingamir I Singapúr." Úr forystugrein Politiken 15. apríl. Sólin er sökudólgurinn „Þrir starfsmenn dönsku veðurstofunnar kunn- j gerðu í júní í fyrra skýrslu sem sýndi fram á aö það er sólin en ekki notkun mannanna á jarðefnaelds- neyti sem mest hætta stafar af þegar gróðurhúsa- | áhrifin eru annars vegar. Sú skýrsla vakti ekki mikla athygli. Á föstudag kom út dönsk útgáfa af enskri bók um sama efni. Hinn virti enski eðlis- fræðingur Nigel Caider eykur þar við vinnu Dan- anna. Þessi bók vekur hugsanlega meiri athygli, en það sjónarmið að annað en koltvíildi af mannanna völdum hafi áhrif á loftslag á jörðinni á ekki upp á pallborðið í heiminum." Úr forystugrein Jyllands-Posten 14. apríl. Sögulegur sigur Tigers Woods „Þegar hann verður þrítugur á Tiger Woods kannski ekki annað eftir en aö setjast í helgan stein og skrifa enduminningar sinar. Þaö var að minnsta kosti vel hægt aö ímynda sér það á sunnu- dagskvöld þegar þessi 21 árs gamli golfleikari gekk inn á 18. flötina á Augusta National golfvellinum til að innsigla stærsta sigur sem nokkur hefúr unnið á stórmóti í golfi á þessari öld. En svona einfalt var það ekki. Þar er auðvelt að gleyma því að á fimmtu- dag var hann nærri búinn að klúðra meistaramót- inu með því að leika fyrri níuna á 40 höggum, sem er hryllilegt fyrir hann.“ Úr forystugrein Washington Post 16. apríl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.