Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Síða 8
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 JUP"V s sælherinn it ik Árni Tryggvason: Siginn fiskur og selspik er uppáhaldsmaturinn „Ég hef stundaö sjóinn í 45 ár og er mjög mikið fyrir að borða flskmeti,“ segir Ámi Tryggva- son, leikari og trillukarl. Uppáhaldsmatur Árna Tryggvasonar er siginn fiskur og saltað selspik. Hann segir að það sé ekki sama hvemig fiskurinn sé siginn en bestur sé sjósiginn fiskur. Hann segist ráðleggja fólki að kaupa einungis sjósig- inn fisk í búðum. Fiskurinn er saxaður niður í bita og saltaður eftir smekk og soðinn í 10-15 mínútur. Best er að sjóða fiskinn í frekar litlu vatni og bera hann fram með rauðum íslenskum kartöflum og hamsatólg. Ef Ámi kemst yfir saltað selspik sleppir hann hamsatólginni þar sem fitan af því dugar. Gott selspik „Það er staðreynd aö þeir sem kunna að verka vel selspik láta aldrei komast loft að því,“ segir Ámi. Það er ekki ailtaf auðvelt að ná í selspik í Reykjavík en Ámi bendir á Fiskbúðina í Skip- holti. Selspikið er best af full- orðnum sel og það þarf lengri suðu heldur en af ungsel. Sel- spikið þarf klukkutímasuðu ef það er af ungsel en eins og hálf- tímasuðu ef það er af fullorðnum sel. Ámi er einnig mjög hrifinn af saltfiski og fyrst nefnir hann saltaðan bútung. Hann er látinn liggja í tvo sólarhringa í kös áður en hann er saltaður. Fisk- urinn er kafsaltaður og best er að láta hann liggja fram yfir ára- mót. Fiskurinn er síðan bútaður niður fyrir afvötnun og látinn liggja í afvötmm í tvo sólar- hringa. Nauðsynlegt er að skipta 1-2 um vatn. Saltfiskurinn er soðinn í 15 mínútur í meira vatni heldur en signi fiskurinn. Ámi segist borða flest og hafi ekki orðiö meint af neinu þó svo sumt sé ekki talið hollt næringar- fræðing- um. -em Árni Tryggvason er hrifinn af selspiki og signum fiski. DV-mynd Sigrún Lovísa Ferskt ávaxtasalat sem sumir vilja kalla apafóður er mjög girni- legt og gott sem forrétt- ur eða eftirréttur auk þess að vera á morgun- verðarborðinu. 2 appelsínur 3 pemr 4 epli 2 bananar 1 vinberjaklasi (gjaman blá) safi úr einni sítrónu safi úr tveimur appelsínum sínunum og deilið þeim í báta og skerið síðan í minni bita. Leggið þá í skál. Skerið epli og per- ur, fjarlægið kjama og skerið í teninga. Dýfiö í sitrónusafa til þess að ávextimir dökkni ekki og leggið í skál með app- elsínunum. Takið hýöið af bönununum og skerið í skifur. Dýfið þeim einnig í sítrónuna svo þeir dökkni ekki og leggið þá í skálina. Skerið vínberin í tvennt og fjarlægið kjarnann og leggiö í skálina. Hellið appelsínusafan- um yfir ávextina og hrærið varlega í. Setjið salatið inn í kæliskáp þar sem gott er að láta þaö bíða í hálftíma. Það er smekksatriði hvort hýöi er tekiö af perunum og eplunum. Einnig má punta salatið með hökkuðum hnet- um. -em matgæðingur vikunnar Hilmar Jensson: Djúpsteiktar kartöflubollur (Bonda) Hilmar Jensson gitarleikari og matargúrú er matgæðingur vikunnar. Hann ætlar að gefa upp- skriftir aö djúpsteiktum kartöflubollum og jógúrtsósu. Kartöflumauk 5-6 stórar kartöflur (700 g) soðnar og afhýddar 1 tsk. turmeric 2 tsk. madras karríduft 3 msk. grænmetisolía 1 tsk. laukfræ (onion seeds) 3 tsk. svört sinnepsfræ 2 tsk. hvítar fram baunir (urad dal) 1 stór laukur, smátt skorinn 2 rauð chile, smátt skorin safi úr hálfri sítrónu salt eftir smekk 4 matskeiðar hakkaður kóriander Djúpsteikingardeig 1 y2 dl kjúklingabaunamjöl (gram flour) V2 tsk. cayennepipar 1 tsk. lyftiduft l-l’/2 dl volgt vatn olía til djúpsteikingar. Karöflurnar eru stappað- ar og turmeric og karríi blandað saman við. Olían er hituð á pönnu og sinn- epsfræjunum bætt út í. Þegar þau byrja að popp- ast er gram-baununum og laukfræjum bætt út í og þær látnar taka lit. Bætið lauk og chile út í og steikið þar til laukurinn verður vel mjúkur. Setjið kartöflustöppuna saman við og steikið í nokkrar mínútur og hrærið í á meðan. Tak- ið því næst pönnuna af hitan- um og bætið salti, sítrónusafa og kóriander. Kælið nægilega til þess að geta formað bollur. Til þess að gera deigið er einfaldlega öllu blandað saman og á það að verða svipað og pönnukökudeig. Hitið olíuna vel. Dýfið bollunum einni í einu í deigið, látið þekja vel. Steikið þar til þær verða fallega brúnar. Jógúrtsósa 2 dósir hrein jógúrt 1 tsk. fersk myntulauf (fmt skorin) l msk. fersk kórianderlauf 1 tsk. ristuð cuminfræ 1 tsk. sykur % agúrka í strimlum. Sveppir með engifer og chile (Khombi Tarkari) 3 msk. grænmetisolía 1 stór laukur, smátt skorinn 1 msk. hakkaður engifer 2 tsk. smátt skorinn hvítlaukur 2 smátt skorin chile tsk. turmeric 500 g heilir sveppir salt eftir smekk 1 tsk. ristuð cuminfræ (steytt) 1 tsk. sítrónusafi 2 msk. hakkaður kóriander. Hitið olíuna og steikið laukinn þar til hann verður mjúkur, bætið við engi- fer, hvítlauk og chile og steikið í u.þ.b. 2 mínútur. Bætið við turmeric, svepp- um og salti. Eldið þar til vökvinn af sveppunum gufar upp, lækkið hitann, bætið við sítrónusafa og cuminfræum og eldið í u.þ.b. 5 mínútur til viðbótar. Strá- 5 koriander ofan á og berið fram. Með þessu má gjaman bera fram mango chutney og naan- brauð eða hris- grjón ef vill. Hilm- ar skorar á Matthías Hemstock trommuleikara. -em Hilmar Jensson er hrifinn af djúpsteiktum kartöflubollum. Hollt og gott rúgbrauð Það tekur langan tima að baka rúgbrauð en þegar það er komið á borðið er það þess viröi. Súrdeig 10 g ger 1 dl vatn 130 g rúgmjöl Rúgbrauð 2-3 msk. súrdeig y21 áfir/mjólk 1 maltöl 5 dl muldir rúgkjamar 2 dl hörfræ 2 dl sólblómafræ V2 dl sykur ef vill 2 msk. salt 1 kg rúgmjöl 1 aflangt teflonform sem tekur 3,3 lítra Byrjið þremur dögum áður en ætlunin er að baka brauðið. Ef þið eigið þegar súrdeig styttist biðin. Leysið gerið upp í volgu vatni og hræriö mjölinu út í. Látið blönduna standa við stofu- hita í 1-2 sólarhringa með plastfilmu yfir. Þeg- ar súr lykt er orðin af deiginu er það tilbúið. Rúgbrauð Hellið súrdeiginu í skál og hrærið því út í áfimar/mjólkina. Engir kekkir eiga að vera í deiginu. Bætið við malti, salti, sykri, rúg- kjömum, hörfræi og sólblómafræi. Hrærið mestu af rúgmjölinu út í eða þar til deigið er eins og þykkur grautur. Takið 3 msk. frá og geymið í glasi með loki í kæli- skápnum og notið það sem súrdeig í næsta rúgbrauðsbakstur. Það getur haldið sér í tvær vikur. Hellið síðan deiginu í formið og látið standa með álpappír yfir við stofuhita í sólarhring. Stillið ofninn á 170 gráður og bakið brauð- iö með álpappímum yfir neðst í ofninum í 114 klukkutíma. Takið álpappírinn af og bakið í 1V2 klukkutíma í viðbót. Steypið brauöinu strax úr forminu og vefjið það inn í visku- stykki svo skorpan verði ekki of hörð. Látið brauöið kólna á grind og látið það standa þar til næsta dags. Ef rúgbrauðið geymist í kæli getur það enst í eina viku ferskt og gott. Astríðuávaxtaískrap ískrap úr ástríðuávöxtum er frekar óvenjulegur eftirréttur á íslandi enda er hann ættaður frá Brasilíu. Eftirrétturinn er Ifyrir tvo. 8 ástríðuávextir (passionsfmgt) 1 appelsína 50 g glúkósi 1 dl sykur 1 dl vatn Fryst í fjóra tíma. Skiptið ástríðuávöxtunum og takið kjam- ann úr honum og komið fyrir í litlum potti. Pressið appelsínuna og hellið safanum, glúkósanum, sykrinum og vatninu í pottinn og hrærið saman. Sjóðið blönduna við mjög lágan hita í fimm mínútur. Síið blönduna og hellið í form sem síðan er sett í frysti þegar blandan er orðin alveg köld. Hrærið í krapinu af og til og skrapið hliðamar svo krapið frjósi ekki í flögum. Þegar það er orðið eins og þéttur grautur á að bera þaö fram. Ef ískrapið verð- ur of hart er gott að taka það út úr frystinum og þeyta það og frysta þar til það verður mátulegt. -em

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.