Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 32
LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 JLlV DV. Akureyri:_____________________ Noröursigling ehf. á Húsavík er það fyrirtæki hér á landi sem hefur náö mestum árangri í hvalaskoðun með ferðafólk, þeirri grein í ferða- þjónustu sem hvað mest hefur vax- ið í heiminum undanfarin ár. Norð- ursigling hóf starfsemi árið 1995 og það ár voru fluttir um 1700 farþegar frá Húsavík út á Skjálfandaflóann til hvalaskoðunar. Eigendur Norð- ursiglingar eru bræðumir Hörður og Árni Sigurbjamarsynir, Heimir, sonur Harðar, og Hótel Húsavík sem er 10% eignaraðili. Segja má að „sprenging" hafi orðið á þessum markaði sl. sumar því farþegafjöldinn meira en þre- faldaðist frá árinu áður og fyrir- tækið flutti 5.600 farþega í hvala- skoðunarferðir. Fyrirtækið býður einnig upp á fuglaskoðunarferðir og sjóstangaveiði fyrir ferðahópa og þá er landganga einnig mögu- leg, t.d. í Flatey og Grímsey ef því er að skipta. Haukur bætist við Norðursigling hefur notað eikar- bátinn Knörrinn í þessar ferðir, en Knörrinn er skip á fertugsaldri sem smíðað var á Akureyri árið 1963. Knörrinn var fiskiskip en var breytt þannig að allt sem tengdist fiskveið- um var tekið úr skipinu, jafnt gálg- ar og spil sem veiðarfæri, og fiski- lestinni var breytt í huggulega vist- arveru fyrir farþega. Að öðm leyti hélt skipið sínum uppranalegu ein- kennum. Síðastliðið vor keypti Norður- sigling annað skip álíka stórt, eða um 20 tonn. Það er einnig eikar- skip, smíðað í Reykjavík árið 1973 og ber nafnið Haukur. Það skip er nú til breytinga á Akureyri hjá sömu aðilum og breyttu Knerrin- um svo listilega á sínum tíma og verður unnið að nákvæmlega sömu breytingum á Hauki og gerð- ar voru á Knerrinum. Þar eiga þeir mestan heiður, völundarnir Trausti Adamsson og synir hans, smíðuðu þessi skip og þær voru reyndar um allt land. íslensku eik- arskipin voru hápunktur árþús- unda þróunar i smíði skipa í norð- urálfu. Skipsflök hafa t.d. verið skipum sem smíðuð voru hér. Þarna liggur geysilega merk saga að baki og ótrúlegt að ekki skuli hafa verið unnið að því að varð- veita þessa sögu.“ unarferðirnar eru um þriggja klukkustunda langar ferðir en fuglaskoðunarferðirnar og sjóstangaveiðiferirnar eru ívið styttri. Við fáum einnig óskir um Hörður Sigur- bjamarson segir að við breytingarnar sé þess gætt aö nota eingöngu náttúruleg efiii. Smíðin gæti reyndar flokkast undir listaverka- gerð en þeir Trausti og Stefán smíða upp á gamla mátann, geimegla og lása í stað þess að nota nagla, og viðhalda því gamla hand- bragði sem notað var við smíði skip- anna á sínum tíma. Öll lökk og málning er fengin frá Sjöfn á Akureyri og segir Hörður að fyrirtæk- ið hafi reynst mjög hjálplegt. Lökkin eru t.d. búin til úr tréolíum sem fluttar era til landsins frá Kína. „Faðir okkar gerði út eigin báta og var skipstjóri á þeim og þannig kynntumst við bræðurnir þessum gömlu bátum af eig- in raun. Þegar við sjáum svo hvernig verið er að útrýma á markvissan hátt smábátum og því handverki sem not- að var við byggingu þeirra vildum við reyna að hafa áhrif á þá þróun. Á Akureyri voru t.d. fimm skipasmíðastöðvar sem Höröur Sigurbjarnarson viö Knörrinn og Hauk, skipin tvö sem munu sigla meö ferðamenn um ursiglingar. grafin upp af botni Miðjarðarhafs sem era frá því um 500 árum fyrir Krist og þau era ótrúlega lík þeim Útlendingarnir hrifnir Eru þetta ekki óhentug skip að vera á, þung og erfið að stjórna? „Þetta eru jú þung skip, en þar af leiðandi traust og góð. Þeim fylg- ir lítill hávaði, þau era stöðug í sjó og fara ákaflega vel með farþegana vegna þess að hraðinn er minni. Við notum ekki fulla vélarorku sem þýðir minni hávaða og hreyf- ingar skipsins eru þægilegar." Hörður segist hafa tekið það saman fyrir um einu og hálfu ári að 70-80 slík íslensk skip hafi ver- ið tfl hér á landi. Einhver þessara skipa hafa verið úrelduð en nokk- uð mun þó hafa dregið úi- því. „Út- lendingarnir eru mjög hrifnir af þessum skipum, þeir vflja sjá eitt- hvað þjóðlegt. Við eram með mark- vissa fræðslu um skipin i ferðun- um og fólkið sýnir þessum skipum mikinn áhuga". Hlutur íslendinga eykst 1 sumar verður Haukur kominn í notkun, útbúinn á sama hátt og Knörrinn og Hörður segir að mik- ið sé búið að panta í hvalaskoðun- arferðir sumarsins. „Við kvörtum ekki undan því og hlutur íslendinga í þeim ferðum er að aukast þótt íslendingar ferðist um landið yfir skemmri tíma en útlendingamir. Þetta eru aðallega tvær staðlaðar ferðir. Hvalaskoð- Skjálfandaflóa í sumar á vegum Norö- DV-myndir gk sérferðir fyrir hópa þar sem meira er þá í boði s.s. meiri veitingar um borð og tónlist ef þess er óskað. Ef fólk vOl svo taka land t.d. í Flatey eða annarstaðar þá er það í góðu lagi.“ Hörður segist ekki hafa neinar áhyggjur af því þótt fleiri séu sí- feflt að taka upp þessar ferðir. „Ég vil að fólk notfæri sér náttúruna og ég hef ekki nokkrar áhyggjur þótt fleiri veiti þessa þjónustu víða um landið. Ferða- þjónustan er mjög byggðastyrkj- andi og hana á að byggja upp þar sem aðstæður bjóða upp á slíkt. Strandmenningu íslendinga hefur ekki verið sinnt sem skyldi og sú lifandi náttúra sem víða er á eftir að opnast betur eins og hálendið á sínum tíma.“ „Baukurinn" endur- byggdur Norðursiglingarmenn eru með fleira á prjónunum. Eitt er að byggja hús á Húsavík sem verður eftirlíking af Gamla bauk, húsi sem byggt var árið 1843 á Húsavík sem sýslumannsbústaður og hýsti tvo sýslumenn. Húsið var síðan veit- ingahús fram yfir aldamótin, rekið fyrir neðan Bakkann. Þar er áform- að að rísi safn um íslenska strand- menningu, sögu íslensku tréskip- anna mun verða gerð skfl, lífríkinu í Skjálfandaflóa og atvinnusögunni sem því tengist. Stefán og Adam, miklir hagleiks- menn, en Slippstöðin kom einnig að því máli. Gamla hand- bragðinu haldið við

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.