Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Blaðsíða 39
r JjV LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 Skokk skynsemi ★ ir k ■ k ir ^ trimm < 51 - þar sem heilbrigð er besti leiðbeinandinn Skokk er ekki hlaup og skokk er ekki ganga. Sumum finnst a6 áherslur í skokkinu hafi breyst of mikið á undan- fömum árum og má vel vera að svo sé. Keppnisskapið hefur leitt marga til þess að fara sem óðslegast og margháttuð al- menningshlaupcikeppni hefur kannski fælt ýmsa frá, þó svo að hún hafi vafa- laust aukið áhuga annarra á að fara að stunda líkamsrækt. En hvað er skokk? Við því em auðvitað margs konar svör en við skulum rifia upp eitt þeirra sem reyndar er orðið þrjátíu ára gamalt. Ekkert dularfullt við skokk Ekkert er dularfullt eða byltingar- kennt við skokk. Það er aðeins sér- stæð beiting þeirrar viðurkenndu reglu aö reglulegar, hóflegar líkamsæf- Umsjón Ólafur Geirsson ingar séu flestum einstaklingum til góðs. Skokk kostar ekkert. Það er þægilegt og skemmtilegt. Það krefst engrar sérþekkingar eða tækja. Það getur verið til góðs fyrir nærri alla sem ekki em sjúklingar eða öryrkjar. Með skokkinu geta aflir aldursflokkar öðlast likamlega hreysti sem þeir töldu að eilífu glataða. Skokkið er ekki kröfúhart. Það er hægt að komast í þjálfun án þess að breyta venj- um sínum að ráði. Það má enn éta hvað- eina sem hver vill, innan hóflegra marka, _ jafhvel f lagi að fá sér einn lítinn. Hafiö aðeins hugfast að heilbrigð skynsemi er besti leiðbeinandinn á brautinni til heil- brigðs lífs. Skokk er frábragðið flestum al- mennum þjálfúnaráætlunum, frábragðið lyftingum, fimleikum og öðrum slíkum æfingum þar sem lögð er áhersla á að byggja upp vöðva. Það bætir hjarta, lungu og blóðrás. Aðrir vöðvar líkamans fá líka sína þjálfun en aðalkosturinn er fólginn í bættri starfsemi hjarta og lungna. Hafa má í huga að þó að maður geti spennt handleggjavöðvana og þanið bijóstkass- ann kann sjáift lífið og heilsan að velta á því hve vel hjarta og lungu starfa. Skokk túlkað á þrjá vegu Orðið skokk má túlka á þrjá vegu: l'f Skokk táknar stöðugt eða rólegt hlaup en á milli hægja menn ferðina og ganga. 2) Það táknar eins konar hlaup, venjulega hægt og reglulegt, og því hefúr verið líkt við næsta hraðastig við göngu. 3) Skokk getur líka táknað alla þá líkamsrækt sem almenningur leggur stund á til að halda sér í góðu líkamlegu ástandi. (Sjá bókina Skokk fyrir alla, útg. hér á landi 1971, höf- undur William J. Bowerman.) Víðavangshlaup IR: Vorboði íþrótta í Reykjavík - haldið í 82. skipti sumardaginn fyrsta við Ráðbúsið Sumardaginn fyrsta fer víða- vangshlaup ÍR fram í 82. sinn og hefst við Ráðhús Reykjavíkur kl. 13. Þetta er langelsta almenningshlaup hér á landi. Fyrst var hlaupið árið 1916 og þá sigraði Jón Kaldal. Um ur heitinn Þórarinsson öjálsíþrótta- þjálfari til bjargar og tókst að byggja það upp á ný. Þetta 82. víða- vangshlaup er hið fýrsta sem fram fer eftir lát hans á síðasta ári en eft- ir stendur að það er eitt vinsælasta áratugaskeið hefúr hlaupið verið merki þess að vorið væri að koma í hugum áhugafólks um íþróttir. Áður fyrr vora það einkum keppnis- menn í fþróttum sem þátt tóku í víðavangshlaupinu en á seinni árum hefur þátttakan aukist mikið og skokkarar og áhugahlauparar á öllum aldri setja nú mestan svip á hlaupiö, þó svo keppnismennimir skipi sér ávallt í fremstu sætin eins og eðlilegt er. Vinsældir víðavangshlaups ÍR hafa ekki alltaf verið jafúmiklar og nú. Við lok sjöunda áratugarins var hlaupið í lægð en þá kom Guðmund- keppnis- og almenningshiaup í borg- inni. Alls hafa fjöratíu og tveir ein- staklingar sigrað. í víðavangshlaup- inu frá upphafi. Koma þeir frá 14 fé- lögum eða samböndum. Ágúst Ás- geirsson í ÍR hefúr oftast sigrað, sjö sinnum alls. Kristleifúr Guðbjöms- son, KR, kom fimm sinnum í mark sem sigurvegari en bróðir hans, Halldór, er einn fimm hlaupara sem sigrað hafa fjóram sinnum í hlaup- inu. Hinir era Geir Gígja, KR, Sverrir Jóhannesson, KR, Stefán Gunnarsson, Ármanni, og Kristján Jóhannsson, ÍR. < Skjölin sem áöur voru í bunkum á boröinu hjá þér eru komin inn í tölvuna á augabragði. Þú hefur greiðari aðgang aö þeim og sparar dýrmætan tíma. Umax PageOffice litaskannar taka lítið pláss, eru hraðvirkari en undanfarar sínir og skila myndum hágæða upplausn í lit, gráskala eða útlínu. UMAX PageOffice lifaskanni Upplausn: 300x600 dpi Hámarks upplausn: 2400 dpi Hraði: 6 bls. á min. við 300 dpi Pappírsmatari: 10 bls. (1 9,900 kr.) litaskanni NYHERJI Skaftahliö 24 • Sími 563 7700 Slúð: htlp://www.nyhBr]i.is Natfang: nyherji@nyher]i.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.