Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Qupperneq 2
* * 2 fréttir LAUGARDAGUR 19. APRÍL 1997 Norska stúlkan Toril Grindahl: Fólk hringdi og ósk- aði mér góðs gengis „Þetta er búinn að vera undar- legur dagur hjá mér og ég gat ekk- ert sofið í nótt því ég var svo spennt og ringluð yfir þessu öllu. Ég er alveg fúllviss um að móðir mín er íslensk og ég mun gera allt sem ég mögulega get til að finna hana. Það hafa nokkrir íslending- ar hringt til mín en þeir gátu ekki gefið mér neinar betri upplýsing- ar varðandi leitina. Tvær konur hringdu og sögðust vona að ég fyndi móður mína. Ég var afar þakklát að heyra þann stuðning," segir Toril Grindahl, 21 árs norsk stúlka sem leitar móður sinnar á íslandi. Eins og fram kom í DV í gær telur hún sig vera fædda á íslandi og eiga íslenska móður en hafa verið ættleidda til Noregs þegar hún var tveggja ára. Þessar upp- lýsingar fékk hún í bréfi frá fósturömmu sinni sem lést fyrir tveimur mánuðum. Hið eina sem Toril hefúr raunverulega í hönd- unum eru myndir frá íslandi, m.a. af ungri konu, og aftan á myndina er skrifað íslenskt kven- mannsnafii. Toril telur líklegt að annaðhvort sé þetta móðir hennar eða einhver sem þekkir til henn- ar. Áður hafði Toril fundið dular- fúllt fæðingarvottorð í pappínun fósturforeldra sinna þar sem stendur að hún sé fædd 1973 en í öðru vottoröi stendm* að hún sé fædd 1976 og við það hefúr aldur hennar verið miðaður. Toril á því tvö fæðingarvottorð en hún telur að fósturfaðir hennar hafi falsað annað vottorðið. „Ég ætla að reyna að komast til íslands, helst sem fyrst. Ég er mjög spennt en jafnframt pínulít- ið hrædd því þetta er svo skrýtið mál, sérstaklega eftir að ég komst að því að ég á tvö fæðingarvott- orð,“ segir Toril. Heimilisfangið Toril Grindahl er: Sorgenfrigaten 29a, N-0365, Osló, Norge. -RR írindjihl Mii:';,,. Torlll fferí-! Pöoiiifl. miiiöö. Ar PJ U tSTfj /Öill UYif!(kCt-tý te.-.TO«£LL SSI/ÍDAííl **>*»*: 1 »0676 „ n Hiö dularfulla og örlagarfka fæöingarvottorö sem Toril fann I pappfrum fóst- urforeldra sinna. Á því stendur aö hún sé fædd 10. desember 1973, eöa þremur árum áöur en hún haföi ávallt haldiö samkvæmt ööru fæöingarvott- oröi. Toril er nú aö reyna aö finna réttan uppruna sinn og segist þess full- viss aö móöir hennar sé íslensk og hún sjálf fædd á íslandi. DV-mynd Scan-Foto Mágkonurnar á Brúarbæjunum í Fljótsdal missa allt fé vegna riðu: Er dofin og sé ekki mikla framtíð - segir Sigríður Ragnarsdóttir bóndi - kostar milljónir „Við urðum að farga 290 ám í vik- unni og mágkona mín á hinum bæn- um þarf að lóga öllu hjá sér í haust vegna þessa. Þetta er vitaskuld mikið áfall og maður er engan veginn búin að ná sér. Þessa stundina er ég dofin og sé ekki mikla framtíð í þessu,“ seg- ir Sigríður Ragnarsdóttir, bóndi á Brú í Fljótsdal, en vegna riðu þarf að lóga um 600 fjár af bæjunum tveimur. Sigríður segir engan veginn hægt að lýsa þeim tilfinningum sem bær- ast í bijósti bónda sem horfir á allt fé sitt skorið niður með þessum hætti. Hún segir að reglumar og bætumar í kerfmu séu svo lágar að nánast ómögulegt sé fyrir bændur að byija upp á nýtt. „Það var allt fé skorið niður hér fyrir átján árum og það má segja aö við séum enn að súpa seyðiö af kostnaðinum af þvi. Við vorum þá nýbúin að byggja yfir féð, 400 kinda hús, og hálfiiuð með að byggja íbúð- arhús. Þetta var allt klárað þrátt fyrir áfallið þá og því byrjuðum við langt fyrir neðan núllið þegar við fengum okkur aftur fé. Nú era bóta- mál þannig að maður fær aðeins 20 prósent af því sem maður hefði fengið fyrir hverja kind úr slátur- húsi þannig að það sér hver maður hvað þetta er erfitt. Þetta kostar okkur milljónir.“ Sigríður segir þau hjónin hafa lif- að eingöngu af búskapnum hér áður en nú sé Stefán Halldórsson, maður hennar, í burtu mestan part ársins, á sjónum á vetuma og viö keyrslu á sumrin. Hún viðurkennir aðspurð að uppgjöf hafi verið hennar fyrstu viðbrögð. „Ég veit ekki hvað veröur því það getur svo margt breyst á þessum tíma, tveimur og hálfú ári, sem við þurfúm að vera án fjár. Menn virðast vita jafii htið um þennan sjúkdóm nú og fýrir átján árum en ég held að all- ir séu sammála um að niðurskurður sé nauðsynlegur," segir Sigríður. Hún segir ekki auðvelt aö sækja vinnu annað og ómögulegt sé að selja jarðimar á þessum stað. „Núna hugsum við um þá miklu vinnu sem er framundan við að hreinsa húsin og vonandi birtir yfir okkur þegar frá líður svo við verð- um sáttari við lífið og tilveruna á þessum stað,“ segir Sigríður Ragn- arsdóttir. -sv Kjarasamningar og þjóðarhagur til aldamóta: 80 milljaiða viðskiptahalli - aukinn sparnaður gæti bætt stöðuna, segir forstjóri Þjóðhagsstofnunar „Við metum horfúmar þannig að að viðskiptahallinn stefiii í samtals 80 milljarða á þessum þremur áram, 1997-1999, sem samsvarar til jafhaðar rúmlega 5% af landsfram- leiðslu á ári,“ segir Þórður Friöjóns- son forstjóri Þjóðhagsstofhunar í samtali við DV um horfúmar í efiia- hagsmálum á gildistíma nýgerðra kjarasamninga. Þórður segir þriðjungur hallans verði vegna stjóriðjuframkvæmda, en tveir þriðju vegna aukinnar einkaneyslu og fjárfestinga heimila og fyrirtækja. Gert sé ráð fyrir því að 2-3% halla á viðskiptajöfnuði vegna annarra umsvifa en stóriðju. Þórður Friðjónsson segir að þjóð- hagslegur spamaöur hér á landi sé 15-16% af landsframleiðslu en til að þessi hallaspá gangi ekki eftir þyrfti spamaður að hækka á næstu miss- erum upp í minnst 17-18% til að standa undir almennri Qárfestingu í landinu sem reikna má með að verði til jafnaðar minst 17-18% á ári af landsframleiðslu. -SÁ Þ0 getur svaraö þessari spurningu meö því aö hringja í síma 904 1600. 39,90 kr. mínútan Ji §J N»l rödd FOLKSINS 904 1600 Eiga íslensk handboltalið að hætta þátttöku í Evrópukeppni? Stjórn Blaðamannafélagsins: Alyktun vegna árásar að fréttamönnum DV Stjóm Blaðamannafélagsins hélt fund í gær þar sem meðal annars var tekinn fyrir atburöurinn þar sem ráöist var að blaðamanni og Ijósmyndara DV við Reykjavíkur- höfh í gær. Eftirfarandi samþykkt var gerð á fúndinum. Stjóm Blaðamannafélagsins átelur harðlega þann atburð þegar ráöist var að blaðamanni og ljósmyndara DV þar sem þeir vora að störfúm við Reykjavíkurhöfh. Hér er um alvar- legt mál að ræða, og ekki síst vegna þess aö í hlut átti opinber starfsmaö- ur sem ætti að þekkja réttindi sín og skyldur og virða um leið réttindi og stöðu annarra starfsstétta. Blaðamannafélágið lítur svo á aö hér hafi verið um að ræða freklega árás á starfsstétt blaða- og frétta- manna og mun fylgja því fast eftir að réttarstaða fjölmiðlanna sé virt. Friðrik beygir sig Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra varð að beygja sig í sambandi við lífeyrisfrumvarp- ið sem hann mælti fýrir á þingi í gær því að hann féúst á að fela efhahags- og viðskiptanefnd að gera þær breytingar á frum- varpinu að opnað væri á að fleiri lífeyrissjóðir en almennu sjóðimir einir megi taka við skyldutryggingu lífeyris. Um- ræður um framvarpið stóðu fram eftir gærkvöldinu og ólík- legt er talið að það verði að lög- um á þessu þingi. Um skattalækkunarfrumvarp rikisstjómarinnar tókst hins vegar samkomulag milli stjóm- ar og stjórnarandstöðu um sér- staka flýtimeðferð þess og allt bendir til að það verði að lögum stuttar fréttir Hugbúnaður gerður upptækur Einstaklingar og fyrirtæki á íslandi, sem nota eða selja hug- búnaö í leyfisleysi, geta búist við lögregluaðgerðum á næst- unni, að sögn Stöðvar 2. Kennarar samþykktu Kennarar í Kennarasamband- inu og HÍK hafa samþykkt kjara- samninga félaganna við launa- nefiid sveitarfélaga. 83% þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já. Dagssala tæpur milljarður Viðskipti með verðbréf námu 973 milljónum króna á Verð- bréfaþingi íslands í gær en af því námu hlutabréfaviðskipti 65 mihjónum, mest í Síldar- vinnslunni og Þormóði ramma ogHBá Akranesi. Ekkert orlof á yfirvinnu Félagsdómur hefur hafiiað kröfu Félags fréttamanna um or- lofsgreiðslur ofan á yfirvinnu- laun þar sem þeir hafi ekki feng- iö slíkar greiðslur undanfarin 12 ár, án þess að fréttamenn mót- mæltu. RÚV sagði frá. Spaugstofan í farbannl Fimm meðlimir Spaugstof- unnar era í óformlegu farbanni að beiðni RLR meöan meint guð- last Spaugstofunnar í Sjónvarp- inu fyrir páskana er í rannsókn og skýrsla hefur ekki veriö tekin af mönnunum fimm. RÚV segir að skýrsla verði tekin af þeim í lok mánaðarins. Sorpgas nýtt á bíla Þingmennimir Kristján Páls- son og Ólafúr Öm Haraldsson vilja að felld verði niður gjöld og skattar á innlenda metangas- framleiöslu úr sorp- og safn- haugum og á almennings- og flutningabíla sem nota gasiö sem eldsneyti. Vilja ekki löndunarbann Stjóm verkamannafélagsins Hlífar í Hafiiarfirði hefur mælst til þess viö utanríkis- og sjávarútvegsráðherra aö ekki verði sett löndunarbann á rúss- nesk skip sem veiða karfa á Reykjaneshrygg. VÍS gekk vel Um 307 milljóna króna hagnað- ur varö af rekstri Vátryggingafé- lags íslands í fyrra sem er besta afkoma frá stofiiun félagsins. Lengra varöhald Gæsluvarðhald var framlengt í gær til 30. maí yfir hollenska parinu sem setiö hefúr inni vegna innflutnings á um 10 kg af hassi. íslenskur karlmaður var úrskurðaöur í gæsluvarðhald til 2. júní vegna sama máls. Fariö verður fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir íslenskri konu sem setið hefur inni vegna málsins. RÚV greindi frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.