Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.04.1997, Page 20
LAUGARDAGUR 19 APRÍL 1997 20 fréttir SVR-málið færði R-listanum borgina á silfurfati: Mun ólgan innan strætó fella meirihlutann? „í mínum huga er R-listinn trausti rúinn og ég efast um aö hann eigi meira en tvö atkvæði hjá okkur vagnstjórum. Hann átti hér í upphafi nær öll atkvæði en hin fögru fyrirheit hans, sem flest hafa brugðist, gera það að verkum að við höfum nær allir snúið við honum baki,“ segir Pétur Hraunfjörð, vagn- stjóri hjá Strætis- vögnum Reykja- víkur, sem er einn þeirra fjölmörgu bílstjóra fyrirtæk- isins sem megn óánægja grasserar hjá sem aldrei fyrr. Hæst ber á óánægju vagn- stjóranna með launakjör sem þeir segja að hafi dregist langt aftur úr viðmiðunarstéttum. Þá er meðal þeirra bullandi óánægja meö stjóm- unarhætti Liiju Ólafsdóttur for- stjóra sem þeir segja að beiti starfs- menn alls kyns harðræði í því skyni að þagga niður í þeim. Þar vísa vagnstjóramir til þess að Lilja noti trúnaðarlækni fyrirtækisins til að koma höggi á starfsmenn og jafnvel að hrekja úr starfi. Sveinn Andri Sveinsson. Peðsfórn. Pólitísk áhrif Pólitísk áhrif vagnstjóranna em mikil og þeir era ófáir sem halda því fram að óróleikinn í kringum SVR á síðasta kjörtimabili hafl orð- ið til þess að sjálfstæðismenn töp- uðu borginni yfir til höfúðandstæð- ingsins, R-listans. Meirihluti sjálf- stæðismanna í borgarstjóm breytti SVR í hlutafélagið SVR hf. sem var mjög umdeild ákvörðun. Sjálfstæð- ismenn boðuðu þessa breytingu í júní 1993 þar sem Sveinn Andri Sveinsson, borgarfúlltrúi og sfjóm- arformaður SVR, mælti fyrir stofii- un hins nýja hlutafélags. Sveinn Andri var á þeim tíma talinn vera erföaprins innan borgarstjómar- flokksins og talið var að hann ætti glæsta framtíð þar. Þetta átti þó eft- ir að breytast því SVR-málið reynd- ist flokki hans afar þungt í skauti og það sem eftir liföi til kosninga var meginvinnan fólgin í því aö bakka út úr málinu sem var allt hið óþægi- legasta og mjög umdeilt meðal al- mennings. Strax í sama mánuði og breytingamar vom boðaöar upp- hófust vandræði. 12. júní stöðvuðu vagnstjórar allt strætisvagnakerfið og fúnduðu meö Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar. Strætósam- göngur lömuðust í nær tvær klukkustundir og bílsljóramir sam- þykktu að vara við fljótfæmislegum ákvörðunum um hlutafélag. Sveinn Andri skammaöi bílstjórana fyrir að láta málið bitna á borgarbúum meö því aö lama samgöngur og sagði Ögmimd Jónasson vera kom- inn með puttana í málið. Verulega var tekiö að hitna í kolunum og greinilegt að málið var óþægilegt fyrir valdhafana. Þrátt fyrir þau óþægindi sem þegar höföu dúkkað upp héldu sjálfstæðismenn sínu striki og í byijun júlí samþykktu þeir formlega að ganga til stofnunar SVRhf. Minnihlutinn baðaði sig upp úr þeirri athygli sem málið fékk og notaði hvert tækifæri til að beija á meirihlutanum vegna málsins. Allt málið var orðið hið vandræðaleg- asta og aðalfulltrúar sjálfstæðis- manna í borgarstjóm lágu undir áföllum; vom sagðir forðast fúndi og kalla inn varamenn sína í tima og ótíma til aö verða ekki fyrir óþörfúm skaða. Síðla sumars kom upp kvittur um að borgarstjómar- flokkur sjálfstæðismanna væri klof- inn í afstöðu sinni til SVR hf. Þeim orðrómi mótmælti Ólafúr F. Magn- ússon varaborgarfúlltrúi í samtali við DV og sagði „engan opinber- an“ ágreining vera uppi innan flokksins. Vagnstjórar héldu Fréttaljós á laugardegi Reynir Traustason ætti að vera aðili að VSÍ. Þann 1. febrúar 1994 ræðir DV við Svein Andra Sveinsson um úrslit prófkjörs sjálfstæðismanna. Sveinn Andri komst ekki inn á lista 15 efstu manna og ljóst var að pólitísk af- taka hans var orðin að veruleika. „Sá tími kemur að fólk áttar sig á því að breytingamar em til góðs,“ vom lokaorð hans. Þann 12. sama mánaðar vom sjálfstæöismenn komnir á skipulagt undanhald og ræddu hvemig endur- skoða mætti SVR í samræmi við hina að tryggja áfram meirihluta sjálf- stæðismanna. Málið kom við kviku flokksins og flestum var ljóst að meirihlutinn var í uppnámi. Foryst- unni þótti einsýnt að sáttargjörð Markúsar Amar og bílstjóranna dygði ekki svo stærri fóma var krafist. Markús Öm var þar meö kominn í skotlínuna og Ámi Sigfús- son var gerður að leiðtoga borgar- stjóm£irflokksins. Allt kom fyrir ekki og þegar talið var upp úr kjör- kösssunum kom í ljós að drottning- arfómin dugði ekki og borgin var fallin í hendur R-listans. Á fyrsta borgarstjómarfundi bar hinn nýi meirihluti upp og sam- þykkti tillögu um að breyta SVR á ný í borgarfyrirtæki. Þar með færð- ist ró yfir og allt virtist vera fallið í ljúfa löð. Þetta stóð þó ekki lengi og í desember 1994 koma fyrstu vís- bendingar um að vagnstjóramir séu enn að fara á stúfana. Þá er sagt frá 22 umsókn- um um starf for- sfjóra SVR og í DV segir að vagnstjór- ar vilji fá sinn mann, Sigurð Áma- son, í stöðuna. Allt kom fyrir ekki og Lilja var ráðin í stólinn. Umdeildar stjórnunar- aðferðir Lilja var frá upphafi umdeild Mikil ólga er meöal vagnstjóra SVR vegna stjórnunarhátta Lilju Ólafsdóttur forstjóra. ™eðal bílstjóranna og ný Vagnstjórar segjast hafa dreglst aftur úr f kjörum og þeir séu aö auki beittir haröræöi vinnubrögð sem hún við- af yfirmönnum. Trúnaöarlæknir fyrirtækisins sé svo notaöur til aö koma á þá höggi. h3® * stjómun vora mörg- um þeirra lítt að skapi. Ásakanir um einelti við áfram að mótmæla og fúnda um málið með reglulegu millibili. Ekki varð það til að slá á gremjuna að Sveinn Bjömsson, forstjóri SVR hf„ ákvað í desember aö veita 5 bílstjór- um áminningu fyrir að stööva vagna sína til aö mæta á fund. Um- ferðarsamtök almennings skoraðu um svipað leyti á borgarstjóm að afturkalla breytinguna og færa SVR aftur yfir í það að vera borgarstofn- un. í janúar 1994 boðuðu síðan vagnstjórar verkfall og unnið var að því aö þeir gætu gerst félagar í Dagsbrún. Á sama tíma tókust meirihluti og minnihluti borgar- stjómar á um það hvort SVR hf. miklu andstöðu. Flóttaleiða var ákaft leitað og opinber ágreiningur innan Sjálfstæðisflokks vegna máls- ins var kominn upp á yfirborðiö. Markús Öm Antonsson borgarstjóri beitti sér í málinu en stóð fastur á því aö ekki stæði til að breyta SVR hf. aftur í borgarfyrirtæki. Hann lagði áherslu á að ná sáttum við vagnstjórana með því að semja við þá um kjör innan hins nýja forms. Hann uppskar í framhaldi þess formlegar hamingjuóskir frá minni- hlutanum með að hafa séð að sér. Á þessum tímapunkti þótti ljóst að peðsfómin, þar sem Sveini Andra var fómað, dygði engan veginn til starfsmenn og harðýðgi hafa skotiö upp kollinum og einstakir bílstjórar hafa tjáð sig opinberlega um að for- sfjórinn hafi beitt þá bolabrögðum í því skyni að knésetja þá. Nýjustu ásakanimar á hendur forstjóranum era þær að hún noti trúnaðarlækni fyrirtækisins til að koma höggi á starfsmenn. Læknirinn fari með málefhi starfsmanna inn á borð til forsfjórans og fremji þar með trún- aöarbrot. Eitt erindi hefúr farið inn á borð landlæknis sem hefúr úr- skurðað að trúnaðarlæknirinn hafi ekki framið trúnaðarbrot en þó noti hann í vottorði óheppilegt orðalag svo sem „hvarflað hafi að“. Liija Eggertsdóttir kærandi hefur krafið landlækni um skýrari svör og hótar lækninum að auki siðanefnd. Annar bílstjóri, Pétur Hraunfjörð, hefur krafið lækninn um skýrslu sem hann gaf forstjóranum um veikindi Péturs. Pétur segist hafa ástæðu til að ætla að forstjórinn hafi notað skýrsluna til að koma á sig höggi. Þá hefur DV heimildir fyrir því að þriðji vagn- stjórinn sé að íhuga aðgerðir vegna svipaðra mála. Fjölmennur fundur 50 til 60 vagnstjóra fyrr í vikunni tók undir með þeim sem klaga undan trún- aðarlækninum og ályktaði mjög harkalega gegn stióm og yfirmönn- um SVR sem þeir segja beita starfs- menn harðræði og vísa þar m.a. til leiðarkerfisbreytinganna fyrr á þessu ári. Lilja Ólafsdóttir forstjóri hefúr mótmælt því að hún noti trúnaðarlækninn í þessu skyni og hún segir í samtali við DV að örfáir vagnstjórar haldi uppi óánægju, lík- lega aðeins 10. Þetta mat forstjórans er þó mjög vafasamt og bendir til þess að hún sé einangrað innan fýrirtækisins. DV átti nokkuð kostulegt samtal við hana í vikunni þar sem leitað var viöbragða hennar við hinni harð- orðu ályktun sem borin var upp og samþykkt mótatkvæðalaust á hin- um flölmenna fúndi þar sem meira en helmingur allra fastráðinna vagnstjóra sat. Lilja kom af fjöllum og sagðist ekki hafa séð þessa álykt- un sem þó var þriggja daga gömul. Blaðamaður varð vitni að því í sím- anum að hún atyrti starfsmann fyr- ir að hafa ekki látið sig vita af álykt- uninni. Það er nærtækt að álykta sem svo að stjómunarhættir hennar hafi leitt til slíks þrælsótta að þeir sem áttu að færa henni skilaboð fundarins hafi einfaldlega ekki þor- að það. Það sem nú er frábragðið því ástandi sem var á síðasta kjörtíma- bili og felldi meirihluta sjáífstæðis- manna er að ekki er um formbreyt- ingar að ræða á fyrirtækinu. Hins vegar er mikil ólga innan þess og óánægja vagnstjóranna beinist gegn stjóm SVR og í framhaldinu meiri- hluta borgarstjómar sem þeir telja margir aö hafi bragðist þeim. Það komi fram í bágum launakjörum og stjómunarháttum sem miði að því að halda jámaga og brjóta niður einstaklinga. Þar sem ljóst er aö mjótt veröur á mununum í kosning- unum að ári stendur spumingin um það hvort SVR verði enn og aftur til að valda hallarbyltingu hjá borg- inni. Klipptu toppa og sestu að fallegu morgunverðarborði Þannig berðu þig að: Ef þú vilt fá Merrild gjafavörur eða reiðufé þarftu að fylla út þennan miða og setja hann I umslag ásamt pokatoppunum. Ef þú hefur safnað pokatoppum fyrir gjafavöru sem þarf einnig að greiða fyrir getur þú annað hvort sent ávísun með eða greitt fjárhæðina inn á gíróreikning Merrild. Gíróreikningurinn er 56 86 86 og senda þarf frumrit kvittunar ásamt útfylltum miðanum og pokatoppunum í umslagi til: Merrild kaffi • Pósthólf 4132 • 124 Reykjavík Hvert heimili getur sent inn 60 pokatoppa hið mesta hvort sem óskað er reiðufjár eða gjafavöru. Tilgreina þarf sendanda á bréfið og frímerkja rétt. Lokafrestur til að senda inn pöntun með þessum hætti er til 31. janúar 1998. Um 4 vikum eftir að okkur hafa borist pokatopparnir sendum við þér svar. Ritaðu vinsamlegast með PRENTSTÖFUM Nafn___________________________________________ Heimilisfang. Póstnr.______ Sími_________ .Póststöð. JíewdCd -setur brag á sérhvem dag! Q ^ Greiðsla með; Södahl diskadúkur: Södahl borðdúkur: 140 x180sm Bodum pressukanna: Trip Trap framleiðslubakki: Rio kaffibolli: Kaffidós: hönnuð af Merete Barker Reiðufé: I I Ávfsun □ Gíró I I Ég óska eftir að fá Södahl borðmottu(r) og sendi með: —stk. pokatoppa = — borðmottu(r) □ éo óska eftir að fá Södahl borðdúk(a) og sendi með: —stk. pokatoppa + greiðslu_____________kr. =_____dúk(ar) □ Ég óska eftir að fá 1 Bodum pressukönnu og sendi með: 60 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.290 kr. I___I Ég óska eftir að fá 1 Trip Trap framleiðslubakka og sendi með: 60 stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð 1.990 kr. I I Ég óska eftir að fá Rio kaffibolla og sendi með: — stk. pokatoppa + greiðslu að fjárhæð----------kr. =____kaffibollar I I Ég óska eftir að fá kaffidós(ir) og sendi með: — pokatoppa =— kaffidós(ir) I I Ég óska eftir að fá reiðufé í skiptum fyrir pokatoppa og sendi með ____stk. pokatoppa (minnst 4 toppa og mest 60 toppa fyrir hvert heimili) en verðgildi hvers þeirra er 20 kr. Eg óska ekki eftir að fá send önnur tilboð um gjafavörur í skiptum fyrir pokatoppa frá Merrild í framtíðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.