Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 10
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 JL>V •# * 10 *(| viðtal k ~k Róbert Arnfinnsson leikur fööur Atla Rafns Siguröarsonar í nýju leikriti Bjarna Jónssonar, Kaffi, sem frumsýnt var í Þjóöleikhúsinu í gærkvöld. Feögarnir reru eitt sinn saman á báti en 30 ár eru liöin frá því aö sá yngri féll fyrir borö og drukknaöi. DV-mynd E.ÓI. Róbert Arnfinnsson og Atli Rafn Sigurðarson leika í Kaffi í Þjóðleikhúsinu: Elstur og yngstur „íslensk leikrit falla í raun undir þaö sama og önnur verk, þau eru misjafnlega skemmti- leg og misjafnlega gaman aö vinna þau. Þegar verk eru komin af stað og setjast að í manni verður gamanið yfirleitt ofan á, jafnvel þótt það hafi ekkert veriö ofsalegt i byrjun. Það var þó svo með þetta verk að það greip mig al- veg í byrjun,“ segir Róbert Arnfinnsson, elsti starfandi leikari Þjóðleikhússins nú. DV sett- ist niður með Róbert og Atla Rafni Sigurðar- syni, yngsta leikara Þjóðleikhússins, 25 ára, og forvitnaðist aðeins um þá sjálfa og Kaffið hans Bjarna Jónssonar sem frumsýnt var í leikstjórn Viðars Eggertssonar á Litla sviðinu i gærkvöld. „Það er ekkert „Hollyvvoodplott" í þessu,“ segir Atli Rafn, aðspurður um verkið og Ró- bert segir að í raun megi ekki segja mikið um söguþráðinn. Undirritaður verður forvitinn en þeir verða því mun leyndardómsfyllri sem harðar er gengið að þeim aö ljóstra einhverju upp. Hægt er að draga upp úr þeim að þeir séu feðgar og að Atli leiki löngu látinn son Ró- berts. Þeir voru saman á báti og sonurinn féll útbyrðis. Þar með er heftiplástur settur á munn og aðeins hægt að draga út úr þeim orð eins og persónusögur, mikil dulræna, fjöl- skyldudrama, léttir þræðir inn á milli og eitt- hvað fleira í þeim dúr. Þeir eru sammála um að þetta fyrsta verk Bjarna fyrir atvinnuleik- hús lofi góðu um framhaldið. Leikur lík „Ég lauk fjögurra ára leiklistarnámi til þess að leika lík,“ segir Atli Rafn brosandi um hlutverk sitt og bætir við að hann sé afar ánægður með að fá að taka þátt i sýningu í Þjóðleikhúsinu. Hann útskrifaðist úr Leiklist- arskólanum síðastliðið vor, segist vitaskuld hafa haft miklar væntingar til starfsins og svo sannarlega ekki orðið fyrir vonbrigðum. „Það hefur verið afar gaman að fá að koma inn í þetta starf hér í þessu merka húsi. Auð- vitað stefndi ég að því að fá að vinna með besta fólkinu, því fólki sem ég hef litið upp til í gegnum tíðina, t.d. eins og Róbert, og mér er það mikill heiður aö fá að taka þátt í þessu," segir Atli Rafn. Fimm barna faðir í raun, faðir í verkinu og vissulega lærifaðir á sviðinu. Róbert Arnfins- son hefur verið á sviði í rúm fimmtíu ár, á flölum Þjóðleikhússins frá því það var stofn- að. Hann hefur verið lausráðinn frá því hann varð sjötugur fyrir um fimm árum en hefur haft nóg að gera þrátt fyrir það. Hann segist nokkuð viss um að það sé ekkert svo ólíkt fyr- ir Atla að koma til starfa nú og það hafi verið fyrir hann sjálfan á sínum tíma. Hlusta og horfa „Ég held að framtíðarsýn mín sem 25 ára manns á sínum tíma og Atla nú þurfi ekkert að vera ólík. Leiklistin er og verður leiklist, með öllu því sem henni fylgir. Starfsemin hef- ur vitaskuld aukist, fleiri svið til að sýna á og fleiri leikarar," segir Róbert og aðspurður hvort hann hafi þörf fyrir að miðla af reynslu- brunni sínum til yngri leikaranna segist hon- um bara þykja vænt um það ef þeir æski þess. Atli Rafn segist svo sannarlega hafa leitað til hans, bæði beint og óbeint. „Maður er alltaf að sækja eitthvað til eldri leikara en mest held ég þó að maður læri af því að horfa og hlusta, fylgjast með því hvern- ig eldri leikarar vinna. Leiklistin er sífelldur skóli og ég á von á því að ég eigi eftir að sækja í brunna eins og Róbert og vitaskuld fleiri leikara. Hver leikari hefur sina aðferð og ef maður fylgist með honum og er opinn getur maður lært eitthvað af öllum verkefnum," segir Atli Rafn og Róbert samsinnir honum í því að ungir leikarar læri mest af því að fylgj- ast með verkum þeirra eldri. „Ég er vissulega látinn finna það að ég er nýgræðingur í þessu. Ég fæ að vísu að skamma Róbert á sviðinu en hann launar mér lambið gráa með því að senda mig eftir kaffi og mola, þræla mér út þegar færi gefst," segir ungi maðurinn. Ekkert að hætta Eins og áður segir hefur Róbert verið rúm 50 ár á sviðinu. Hann segir að starfið í heild sé alltaf jafn skemmtilegt og meðan hann haldi þetta góðri heilsu sjái hann enga ástæðu til þess að fara að draga saman seglin. „Starfið er skemmtilegt vegna þessarar tak- markalausu fjölbreytni. Maður er alltaf að vinna við eitthvað nýtt. Starfsemin í mér er vissulega orðin hægari en hún var en leikhús- in þurfa líka á eldra fólki að halda. Ég myndi líklega þurfa að fá að hugsa mig vel um, í vikutíma eða svo, ef ég yrði beðinn að leika mann á aldur við Atla,“ segir öldungurinn og skellir upp úr. DV hitti félagana á miðvikudaginn, daginn fyrir aðalæfmgu Kaffis. Þeir neituðu því að kvíði væri í maganum fyrir frumsýninguna sem var í gærkvöld, bara tilhlökkun. „Við vonum bara það besta fyrir allra hönd. Þetta er samstilltur og góður hópur, leikstjór- inn góður, verkið gott og eiginlega allt ljúft og gott í þessu. Það er því vonandi ekki við öðru að búast en að þetta muni ganga vel. Svo er bara að bíða eftir því að sjá hvernig áhorfend- ur taka því,“ segir Róbert og í framhaldi af því liggur beinast við að spyrja hvort þeir bíði spenntir eftir gagnrýni í fjölmiðlum eftir frumsýningu. Dómar skipta miklu máli „Sumir segjast aldrei líta í blaðadóma en ég les þá alltaf. Stundum sé ég þar eitthvað sem mér finnst ég geta tekið mark á og lært af. Ég geri vitaskuld þá kröfu að rýnin sé faglega unnin," segir Róbert og Atli Rafn bætir við að sér fmnist ólíklegt að nokkrum standi á sama um blaðadóma. Leikhúsið sé háð áhorfendum og því skipti öll umfjöllun miklu máli, hvort heldur það er blaðadómur eða dómur hins al- menna sýningargests. Mönnum geti þvi varla og eigi ekki að standa á sama. . Auk þess að vera að frumsýna í Kaffi er Atli að leika í Myrkrahöfðingjanum, mynd Hrafns Gunnlaugssonar, þessa dagana og ýmislegt segir hann annað vera í deiglunni. Róbert seg- ist hins vegar ekki vera með neitt sérstakt annað en Kaffi á prjónunum þessa dagana. „Ég er ekki með nein langtimaplön. Það er kvóti sem ég er búinn meö,“ segir Róbert og þá er bara að segja toj, toj við þá félaga. -sv
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.