Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 stuttar fréttir Viðurkennir lágflug Bandaríska herflugvélin, sem sleit sundur burðarvír kláfFerju í Dólómítafjöllunum, flaug lægra en leyfilegt er, aö því er banda- rískur liðsforingi greindi frá í gær. Ritarinn yfirheyröur Lögmaður Betty Currie, ritara Bandaríkjaforseta, fullyrti í gær að Bill Clinton heföi ekki reynt að hafa áhrif á það sem hún greindi frá við yfirheyrslur vegna meints ástarsam- bands hans og Monicu Lewinsky. New York Times og Washington Post greindu frá því í gær að Clinton heföi farið yfir það með Currie það sem hún myndi um málið. Uppreisn stúdenta Háskólanum i Nairobi í Kenýa var lokað í gær í kjölfar upp- reisnar stúdenta. Stúdentar voru að mótmæla því að einn félagi þeirra lét lífið vegna pólitísks of- beldis. Sprengjuárás Aðeins nokkrum klukku- stundum eftir aö Karl Breta- prins hafði farið frá Sri Lanka í gær sprengdi kona sprengju sem hún hafði á sér í Colombo með þeim afleiðingum að hún og að minnsta kosti átta aðrir létu líf- ið. Börn drukknuöu Um þrjátíu börn í Madhya Pradesh á Indlandi, sem sátu á aftaníkerru dráttarvélar, drukknuðu er kerran féll niður í fljót viö árekstur. Ökumaður dráttarvélarinnar stakk af. Versnandi efnahagur Efnahagsástandið í Japan fer versnandi, að því er viðskipta- og iðnaðarráðuneyti Japans til- kynnti í gær. Búist er við enn frekari kreppu þegar nýtt fjár- lagaár byrjar í april. Blair vinsæll Forsætisráöherra Bretlands, Tony Blair, er enn mjög vinsæll meðal kjós- enda. Nýtur hann tvöfalt meiri vin- sælda en fyrir- rennari hans, John Major, á undanfómum árum. 66 pró- sent Kjósenda eru ánægöir meö Blair. Yfirleitt naut Major ekki fýlgis fleiri en 30 prósenta kjósenda. Deyja úr hungri Stjórnarerindreki frá N- Kóreu, sem flúði til S-Kóreu, segir n-kóresk börn deyja úr hungri. Reuter Olía við Falkland Olíufélög sem leita olíu við strendur Falklandseyja eru mjög bjartsýn á að þar sé ollu aö flnna. Jon Priestley, forstjóri Konunglega hollenska Shell-olíufélagsins, sagði viö fréttamann Reuters í Port Stan- ley í gær að honum myndi koma það mjög á óvart ef ekki kæmi olía upp úr tyrstu tilraunaborholunni sem boruö verður á leitarsvæði fé- iagsins við eyjamar, Fyrsti oliuborpallurinn er þegar kominn af stað úr höfn í Aberdeen í Skotlandi áieiöis til Faikiandseyja, Pangaö er hann væntaniegur eftir um 10 vikur, Bretland og Argentína háðu stríö um eyjamar árið 1082, Nú eiga rík= in hins vegar í viðræðúm um sér= stakt sameiginiegt olíuvinnslusvæöi viö norðanveröar eyjarnar, skammt frá þeim staö þar sem ætlunin er að bora fyrstu tiiraunahoiuna, Reuter Afganistan: Þúsundir fórust I jaröskjálfta Yfir þrjú þúsund manns fórust í jarðskjálfta í afskekktu héraði í norðurhluta Afganistans á miðvikudaginn, að því er talsmenn stjórnarandstöðunnar og stjómar Talebana greindu frá í gær. Útvarp stjórnarinnar í Kabúl greindi frá því í gær að 3230 manns hefðu látið lífið í skjálftanum í Takharhéraði. Áður hafði frétta- stofa stjórnarandstöðunnar, sem staðsett er í Pakistan, greint frá því aö 3600 hefðu dáið. Sendinefnd Afganistans hjá Sameinuðu þjóö- Utanrikisráðherra Japans, Keizo Obuchi, hefur beðið Robhi Cook, ut- anríkisráðherra Bretlands, um að tryggja aö Bretar taki ekki þátt i hemaðaraögerðum gegn írökum á meöan vetrarólympiuleikarnir fara fram í Nagano í Japan. Japanska utanrikisráðuneytiö hyggst biðja önnur lönd sömu bónar. Fyrr i þessari viku hvatti Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein- uöu þjóðanna, öll aðildarríki sam- takanna til aö virða vopnahlé á unum sagði hins vegar að yfir 4000 lík hefðu fundist. Reuterfréttastofan hefur það eftir Jóni Valfells, fulltrúa Alþjóða rauða krossins í Genf, að stofnunin gæti ekki staðfest tölur yfir fjölda látinna. Jón kvaðst hins vegar vona að tölumar væm ekki réttar. Miðja skjálftans, sem mældist 6,1 á Richter að sögn sænskra jarðskjálftafræðinga, var við bæinn Rostaq í Takharhéraöi skammt frá landamærunum við Tadzjikistan. Um 15 þúsund manns era sagöir meðan á ólympíuleikamir fara fram. Yfirvöld 1 Hvíta húsinu segja að þeim sé fullljóst aö árás á írak á meöan á ólympiuleikunum stendur muni rjúfa heföir um vopnahlé. Hins vegar muni Clinton ekki láta iþróttaviðburð hafa áhrif á fram- gang mála í deilunni við frak. Japanir og Kínverjar hafa náö samkomulagi um aö beita sér fyrir Í»vi að Bandaríkin geri ekki árás á rak. Haft er eftir aöstoðaratanrikis- hafa misst heimili sin í jarð- skjálftanum. Jörð er snævi þakin á svæðinu og þar era miklir nætur- kuldar. Skjálftasvæðið er að hluta til einangrað frá umheiminum vegna stríðsins í Norður-Afganistan. Leiðtogi Talebana, Mullah Mohammad Omar, skipaði liðsmönnum sinum að hætta öllum hemaðaraðgerðum gegn stjórnar- andstæðingum í Takhar vegna aðstæðnanna. ráðherra Kína, Tang Jiaxuan, að kínversk yfirvöld séu þeirrar skoð- unar að írakar eigi að beygja sig undir ályktun Sameinuðu þjóðanna og leyfa skilyrðislaust vopnaeftirlit. Næstu tíu dagana verður reynt til þrautar að ná samkomulagi við írak. Á meðan Bandarikjamenn efla liðsstyrk sinn viö Persaflóa munu stjórnarerindrekar og ráðherrar funda i New York, Bagdad og í Miðausturlöndum til að reyna aö finna lausn á deilunni. Ungfrú alheimur hótaði að myröa dómara Ungffú alheimur 1996, Alicia Machado. er ákærð fyrir morð- I hótun og á nú yfir höfði sér fang- elsisdóm. Dómarinn, Macimiliano í: Fuenmayor, hefur sagt frá hótun- :■ unum í sjónvarpinu í Venesúela. | „Alicia hótaði að eyðileggja feril j minn og myrða mig,“ sagði dóm- ; arinn. Alicia hefur áöur komist í jvandræði. Skömmu eftir að feg- i urðardísin, sem er frá Venesúela, hafði sigrað í alheimskeppninni j sögðu nokkrir stuðningsaðilar j upp samningum við hana og aðr- ir heimtuðu að hún yrði svipt titl- j inum. Ástæðan var sú að Alicia j hljóp í spik. Alicia er grunuð um að eiga að- ild að morði á mági kærasta síns. Fjölskylda hins myrta fullyrðir aö Alicia hafi ekið bilnum sem 1 kærastinn á að hafa flúið í eftir 1 morðið. Dómarinn segir ekki j nægar sannanir fyrir hendi gegn j Aliciu. Leikskólakenn- ari beit barn í kinnina Þegar eins árs telpa á dagheim- ! ili í Vetlanda í Svíþjóð vildi ekki j gegna greip einn leikskólakennar- ; anna til óvenjulegrar uppeldisað- feröar. Kennarinn beit barnið. Litla telpan hafði mörgum sinn- um bitið félaga sína. Þar sem hún : vildi ekki hætta þrátt fyrir ávítur j fékk einn leikskólakennaranna (nóg og beit telpuna í kinnina til að sýna henni hversu sárt það 'gæti verið. En leikskólakennar- Iinn beit of fast og barnið kom heim með marblett, að því er sænskir fjölmiðlar greina frá. Lögreglan rannsakar nú málið sem flokkast undir ofbeldi. Verð-. ur leikskólakennarinn kallaður til yfirheyrslu. Súrmjólk getur verndað i gegnofnæmi Sænskir vísindamenn segja að 1 mjólkursýrugerlar geti verndað j gegn ofnæmi. „í nútímaþjóðfélagi er skortur á bakteríum,11 segir j Max Kjellman viö háskólasjúkra- j húsið í Lundi í viðtali við sænska | Aftonbladet. Telur hann afleiðing- i I arnar geta veriö þær að ofnæmis- sjúklingum fjölgar. Vísindamenn hafa lengi vitaö um ýmsa áhættuþætti eins og reykmettað umhverfi, húsdýr, rykmaura og vissan mat. Enginn fyrrnefhdra þátta útskýrir þó hvers vegna ofnæmissjúklingum j hefur fjölgað svo ört síðustu árin. 1 Börn á Vesturlöndum fá oftar of- jnæmi en böm sem alast upp i I óhreinna umhverfi. Rannsókn á sænskum og eist- neskum börnum sýndi að þau eistnesku höfðu miklu fleiri j mjólkursýrugerla i maganum. í kjölfar rannsóknarinnar voru 5 finnskum börnum með exem gefnir mjólkursýragerlar og losn- uðu þau við exemið. Borgarstjórinn vlll halda Bangsímon Borgarstjórinn í New York, Rudolph Giuliani, segir að bangs- inn Bangsímon, sem Bretar vilja fá aftur heim til Englands, hafi sagt sér í einkaviðtaii að hann geti vel hugsað sér að dvelja áfram í New York þar sem glæp- um hafi fækkað veralega, Bangaímon og félagar hans, sem skrifúð var saga um, voru gefhir þorgarhókasafninu í New York fýrir U árum, Breskir fjölmiðlar bjóöa nú Bandaríkjamönnum hunangskrukku fýrir bangsa, Kauphallir og vöruverð erlendis New Yotk London FranUfurt 8500 8000 7500 7000 6500 60000 40000. 20000 4548,46 N D J F Itonsiu 95 okf. ÍB Bonsin 1)H okt. Hiaolia m n V tunnafy) isa Rússneskur þjóðernlssinnl stendur hér við mynd af Saddam Hussein íraksforseta fyrir utan sendiráð Bandaríkjanna f Moskvu f gær. Kommúnistar og þjóðernissinnar mótmæltu hótunum Bandarfkjamanna um hernaöaraðgerðir gegn frak. Sfmamynd Reuter. Japanir biöja um frið við íraka: Engar árásir á meðan ólympíuleikarnir standa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.