Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 46
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 JjV « 'Gfmæli_____________________ Þráinn Hallgrímsson Þráinn Hallgrímsson, skrifstofu- stjóri stéttarfélagsins Dagsbrúnar og Framsóknar, Helgubraut 13, Kópavogi, er fimmtugur i dag. Starfsferill Þráinn fæddist á Siglufirði en flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur 1956. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR 1968, lauk BA-prófi í ensku, frönsku og norsku og prófi í uppeldis- og kennslufræði við HÍ 1973. Þráinn var bankamaður í Iðnað- arbankanum 1972-73, kenndi við MÍ 1973-80, og við Kvöldskólann á ísa- firði, Gagnfræðaskólann þar og Iðn- skóla ísafjarðar, var blaðamaður við Alþýðublaðið 1980-83, við Tím- ann 1983, var fræðslufulltrúi MFA 1983-1988, skrifstofustjóri ASÍ 1988-92, skólastjóri Tómstundaskól- ans ffá árslokum 1992 og jafnframt Málaskólans Mímis frá 1995, varð skrifstofustjóri verka- mannafélagsins Dags- brúnar 1996 og er nú skrifstofustjóri Dags- brúnar og Framsóknar. Þráinn var formaður fyrsta félagsmálaráðs ísafjarðar um tveggja ára skeið og sat í menn- ingarráði ísafjaröar, sat í stjóm Tómstundaskól- ans frá upphafi, í stjórn Bréfaskólans frá 1986 og stjórnarformaður 1988-89, í stjóm MFA á Norðurlöndum í eitt ár, námsstjóri á Norræna MFA-skólanum 1986, sat i stjórn Genfarskólans frá 1988, sat í þríhliðanefnd Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar fyrir ASÍ, var full- trúi launafólks á Alþjóðavinnumála- þinginu í Genf í Sviss 1989-92, í ráð- gjafarnefnd Jafnréttisráðs 1988, sat í nefnd félagsmálaráðherra um starfsmenntun í atvinnu- lífinu 1989, var formaður Tómstundaráðs Kópa- vogs og varaformaður skólanefndar Kópavogs 1986-90. Þráinn þýddi og samdi bókina Þú hefur orðið, - um ræðumennsku og framkomu í ræðustól,, útg. af MFA 1986. Hann hafði umsjón með sam- norræna ritinu Umheim- urinn og ábyrgð okkar, - um umhverfis- og þróun- armál, en ritið kom út á öllum Norðurlöndunum á sama tíma. Þá samdi hann Orðabók vinnumarkað- arins, útg. af MFA 1992. Fjölskylda Eiginkona Þráins er Þórunn Kar- itas Þorsteinsdóttir, f. 4.1. 1952, bankastarfsmaður. Hún er dóttir Þorsteins Jónssonar og Margrétar Jónsdóttur. Börn Þráins og Þórunnar eru Jón Elías Þráinsson, f. 27.11. 1969, nemi við HÍ; Ólafur Þráinsson, f. 20.9. 1972, nemi; Karitas Þráinsdóttir, f. 23.12. 1973, starfsmaður við leik- skóla. Systkini Þráins: Steinar Hall- grímsson forstjóri, var kvæntur Valdísi Viggósdóttur sem er látin; Dúa Hallgrímsdóttir kennari, gift Arnóri Eggertssyni endurskoðanda; Jónas Hallgrímsson, framkvæmda- stjóri Norrænu á Seyðisfirði, kvænt- ur Bente Brandt; Pálmar Hallgríms- son læknir, kvæntur Erlu Gunnars- dóttur hjúkrunarfræðingi. Þráinn er sonur Hallgrims Már- ussonar, f. 6.11. 1916, klæðskera og bifreiðastjóra í Kópavogi, og Hermínu Sigurbjömsdóttur, f. 4.8. 1916, húsmóður. Þráinn er að heiman. Þráinn Hallgrímsson. Agústa Halldóra Gísladóttir Ágústa Halldóra Gísladóttir, fisk- tæknir, Mánagötu 19, 240 Grinda- vík, er fímmtug í dag. Starfsferill Ágústa fæddist á Ólafsfirði og ólst þar upp og í Reykjavík. Hún var í Melaskóla, Gagnfræðaskóla Vestur- bæjar og skóla í Grindavík, lauk gagnfræðaprófl á Ólafsfirði, stúd- entsprófl frá FS í Keflavík, lauk prófi sem fisktæknir og stundaði nám í sjávarútvegsfræði við endur- menntun HÍ. Þá hefúr hún sótt ým- is lengri og styttri námskeið í íþróttaþjálfun, félagsmálum og fleiru. Ágústa hefur lengst af stundað eigin rekstur, tengdan sjávarútvegi frá 1968. Hún hefur sinnt félags og trúnað- arstörfum í Ungmennafélagi Grindavíkur. Fjölskylda Ágústa giftist 23.10.1967 Hafsteini Sæmundssyni, f. 23.10.1936, vélfræð- ingi, skipstjóra og trillukarli. Hann er sonur Sæmundar Erlendar Krist- jánssonar, f. 2.9. 1909, d. 5.11. 1982, vélfræðings, og Gyðu Petrínu Waage Ólafsdóttur f. 15.4.20, hús- móður. Sæmundur var sonur Kristjáns Árnasonar, skipstjóra og síðar ís- hússtjóra á Bíldudal, og k.h., Viktor- íu Kristjánsdóttur húsmóður. Gyða er dóttir Ólafs Magnússonar Waage, bónda á Tjaldanesi í Auð- kúluhreppi, og Jónu Ágústínu Jóns- dóttur húsfreyju. Böm Ágústu og Hafsteins eru Gisli Ari, f. 2.7. 1967, hárstílisti í Maastricht ásamt maka sínum Dominique P.R. Vanacken; Jóna Ágústa f. 18.7. 1968, búsett í Was- hington DC ásamt maka sínum James C.D. Pounds en sonur þeirra er Hafsteinn, f. 20.3.1995; Þyri Ásta, f. 25.3.1971, nemi en sambýlismaður hennar er Gunnar A. Amgrimsson nemi; Heimir Öm, f. 25.3.1971, stýri- maður í Reykjavík en heitkona hans er Helga Kristjánsdóttir nemi. Systkini Ágústu em Ester, f. 23.9. 1945, búsett í Garðabæ; Haraldur, f. 25.11. 1946, búsettur í Grindavík; Margrét Rebekka f. 31.7. 1949 búsett í Grindavík; Sigríður Jóna, f. 29.11. 1954, bú- sett á Akureyri; Páll, f. 25.1. 1960, búsettur í Grindavík; Inga Friða, f. 12.4.1963, búsett í Sví- þjóð. Foreldrar Ágústu eru Gísli Hólm Jónsson, f. 12.12.1920 verkstjóri, og Ragnheiður Berg- mundsdóttir, f. 17.8. 1924, húsmóðir. Gísli er sonur Jóns, Ágústa Halldóra verkamanns á Ólafs- Gfsladóltir. firði, Pálssonar, frá Syðstahóli í Sléttuhlíð. Móðir Gísla var Sigríður Jóns- dóttir, b. í Tjarnargarðshorni í Svarfaðardal, Friðrikssonar, b. í Brekkukoti, Jónssonar. Móðir Jóns var Guðrún Björnsdóttir. Móðir Sig- ríðar var Margrét Bjömsdóttir, b. á Gmnd i Svarfaðardal, Bjömssonar. Móðir Margrétar var Ingigerður Jónsdóttir. Ragnheiður er dóttir Bergmund- ar, oddvita á Látrum í Aðalvík í Sléttuhreppi, Sigurðssonar, b. á Læk, Friðrikssonar. Móðir Bergmundar var Krist- ín Amórsdóttir. Móðir Ragnheiðar var Stefanía Ágústa Stefánsdóttir, b. í Efri- Hlíð í Helgafellssveit, Jóhannessonar. Móðir Stefaníu Ágústu var Ólafla Hjálmrós Ólafs- dóttir. Vinir og vandamenn Ágústu eru hjartanlega velkomnir til afmælis- fagnaðar og er þeim vinsamlega bent á að klæðast.við hæfi. Byrjað verður með göngu frá Þor- bjarnarfelli stundvislega kl. 12.00, gengið verður um nágrennið, stefn- an síðan sett á Sundmiðstöð Grinda- víkur og gestir fá sér sundsprett og hvílast í heitupottunum áður en til veislu verður gengið (ekið). Vinir og vandamenn geta blandað sér í hóp- inn hvar og hvenær sem er til veisluloka. %ndlát Kári Þórðarson Kári Þórðarson, raf- veitustjóri í Keflavík, Kirkjuvegi 5, Keflavík, lést í Sjúkrahúsi Kefla- víkur, föstudaginn 30.1. s.l.. Hann verður kvaddur frá Keflavík- urkirkju í dag, laugar- daginn 7.2. kl. 13.30. Starfsferill Kári fæddist í Krók- túni á Landi og ólst upp þar og í Gríms- nesi, í Tryggvaskála á Selfossi og í Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði rafvirkjun hjá Júlíusi Bjömssyni og var með þeim fyrstu sem tóku sveinspróf í greininni 1932. Kári tók minna vélstjórapróf 1935, lauk prófl úr rafmagnsdeild Vélskólans 1937, öðlaðist þá lágspennuréttindi, fékk meistararéttindi í rafvirkjun 1941 og háspennuréttindi 1952. Kári rak raftækjaverslunina Ekkó og verkstæði í Hafnarfirði í fé- lagi við annan 1939-58. Hann var rafveitustjóri í Keflavík 1960-81 er hann hætti vegna aldurs. Kári sat I stjórn Rafvirkjafélags Reykjavíkur 1933-34, var formaður þess 1935-37, stjómarformaður raf- veitna á Suðurlandi 1968-81, var einn af stofendum Bridgefélags Hafnar- íjarðar, formaður þess og heiðursfélagi, og fé- lagi í Rotary og Odd- fellow. Fjölskylda Kári kvæntist 24.2. 1934 Kristínu E. Theó- dórsdóttur, f. á Brávöll- um 10.9. 1914. Foreldr- ar hennar vom Theó- dór Jónsson, frá Álf- stöðum á Skeiðum, og Steinunn Þórðardóttir, frá Mýrum í Villinga- holtshreppi. Börn Kára og Kristínar eru Katrín, f. 9.8. 1933, ljósmyndari, bú- sett í Garðabæ, gift Eiríki Svavari Eiríkssyni; Theódóra Steinunn, f. 31.3. 1935, húsmóðir og ekkja eftir Guðmund Hauksson loftskeyta- mann sem lést 1996; Elín, f. 23.7. 1942, ráðskona á Bessastöðum, gift Hilmari Braga Jónssyni matreiðslu- meistara; Hlíf, f. 28.10. 1943, tónlist- arkennari; Þórunn, f. 1.7. 1947, bankastarfsmaður; Kristín Rut, f. 21.12. 1950, hárgreiðslukona, gift Scott Klempan; Þórður, f. 1.4. 1955, slökkviliðsmaður, kvæntur Hólm- fríði Sigtryggsdóttur skrifstofu- manni; Theódór, f. 4.6.1957, rafverk- taki, kvæntur Láru V. Bjamadóttur ritara. Systkini Kára: Guðrún, f. 21.8. 1908, dó sex ára; Sæmundur, f. 16.9. 1909; Margrét, f. 14.3. 1913; Þóra, f. 21.4. 1914; Gunnar, f. 7.7. 1915, dó í frumbernsku; Guðrún, f. 14.10. 1916; Elín, f. 28.11. 1917, dó þriggja ára; Hlíf, f. 9.9. 1919; Elín, f. 28.3. 1922; Haraldur, f. 16.9. 1923; Þómnn, f. 15.5. 1925, ein á lífi systkinanna. Foreldrar Kára voru Þórður Þórð- arson, f. 12.4. 1882, d. 20.6. 1925, bóndi í Króktúni og gestgjafl í Tryggvaskála, og k.h., Katrín Páls- dóttir, f. 9.6. 1889, d. 26.12. 1952, hús- freyja í Tryggvaskála og borgarfull- trúi í Reykjavík. Ætt Bróðir Þórðar var Guðlaugur í Tryggvaskála, afi Guðlaugs Berg- manns kaupmanns, Guðlaugs Tryggva Karlssonar hagfræðings, Egils Thorarensen, framleiðslu- stjóra í Hólmavík og Guðlaugs Æg- is Magnússonar, forstjóra á Selfossi. Þórður var sonur Þórðar, b. á Hellum, bróður Vilborgar, langömmu Rutar Ingólfsdóttur flðluleikara. Þórður var sonur Guðlaugs, b. á Hellum, Þórðarsonar, b. þar, Stefánssonar, b. á Bjalla, bróður Rannveigar Filippusdóttur og Jóns á Brekkum, afa Solveigar, ömmu Ásgeirs forseta. Stefán var sonur Filippusar, pr. í Kálfholti, forföður Ingólfs á Hellu og Matthíasar Mathiesen og Geirs Haarde alþm. Móðir Þórðar yngri var Vilborg Einarsdóttir, b. á Hólum á Stokkseyri, Jónssonar, hreppstjóra á Baugsstöðum, hálfbróður Bergs, ættföður Bergsættarinnar. Móðir Einars var Margrét Sigurðardóttir, b. á Vorsabæ í Flóa, systir Bjarna Sívertsen riddara, forföður Gunnars Bjarnasonar ráðunauts og Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV. Móðir Þórðar í Tryggvaskála var Guðrún, systir Sæmundar, afa Guðrúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara. Annar bróðir Guðrúnar var Guðbrandur, afl Hauks Morthens og Kristins, föður Bubba Morthens og Tolla myndlistarmanns. Guðrún var dóttir Sæmundar, ættföður Lækjarbotnaættarinnar Guðbrands- sonar, bróður Sigurðar, langafa Guðmundar Daníelssonar. Katrín borgarfulltrúi var dóttir Páls Hallssonar, b. og söðlasmiðs í Fróðholtshól á Rangárvöllum, bróður Halls söngvara, föður Kristins óperusöngvara. Móðir Katrínar var Elín Sæmundsdóttir. Kári Þórðarson. Til hamingju með afmælið 7. febrúar 90 ára Klara Tryggvadóttir, Litlahvammi 7, Húsavík. 80 ára Þorvaldur Steingrímsson, Snælandi 2, Reykjavík. 75 ára Ásdís Ámadóttir, Álfheimum 11, Reykjavík. Unnur María Einarsdóttir, Frostafold 1, Reykjavík. Árni A. Eiríksson, Móabarði 4b, Hafnarílrði. 60 ára Jakob Marteinsson sjómaður, Laugarnesv. 76, Reykjavík, verður sjötugur á mánudag. Kona hans er Magnea Ámadóttir. Þau taka á móti gestum í Blómasal Hótel Loftleiða á morgun, sunnudaginn 8.2. milli kl. 15.00 og 17.00. Jóhann Guðmundsson, Grænukinn 6, Hafnarfirði. 50 ára Kristján Jónsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. Elías Gíslason, Neðstaleiti 14, Reykjavík. Margrét S. Bárðardóttir, Flúðaseli 90, Reykjavík. Þorbjörg Sigurðardóttir, Ugluhólum 4, Reykjavík. Hallgrímur Einarsson, Vogagerði 9, Vogum. Bjarki Leifsson, Vesturgötu 8, Keflavík. Alda Hafdís Demusdóttur, Ásabraut 15, Grindavík. Steinunn Erla Marinósdóttir, Lindargötu 20b, Siglufirði. Þorkell Rögnvaldsson, Furulundi 15f, Akureyri. Amar Daðason, Vesturkoti, Skeiðahreppi. 40 ára Helga Þ. Egilson Stigahlíð 39, Reykjavík. Siguvður Valgeir Skarphéðinsson, Flúðaseli 72, Reykjavík. Guðmundur Snorrason, Tjarnarmýri 33, Seltjarnamesi. Hulda Dagrún Grímsdóttir, Borgarholtsbraut 5, Kópavogi. Kristín Sigurjónsdóttir, Selsvöllum 16, Grindavík. Leifur Gunnlaugsson, Hlíðarvegi 88, Njarðvík. Dagný Sæbjörg Finnsdóttir, Reynihvammi, Mosfellsbæ. Ingvar Þór Pétursson, Víkurtúni 12, Hólmavík. Páll Halldór Benediktsson, Hákonarstöðum 4, Jökuldalshreppi. / IJrval - gott í hægindastólinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.