Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 44
52 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 JjV '★ ★ idge Islandsmótið í parasveitakeppni 1998: SOS-redobl réð úrslitum íslandsmót í parasveitakeppni var spiiað um sl. helgi og lauk með sigri sveitar Ljósbrár Baldursdóttur eftir æsispennandi lokaumferð. Tvær sveitir áttu raunhæfan mögu- leika á titlinum, sveitir Ljósbrár og sveit Guðrúnar Óskarsdóttur. Sveit Guðrúnar þurfti að fá a.m.k. 17 stig til þess að tryggja sér sigurinn en sveit Ljósbrár gat aöeins beðið átekta úr sínum leik sem hún haföi unnið með 22-8. Sveit Guðrúnar spilaði við sveit Drafnar Guðmundsdóttur í lokaum- ferðinni og sigraði með minnsta mun eftir nokkrar sviptingar, eða 16-14. Þar með hafði sveit Ljósbrár unnið titiiinn með einu vinnings- stigi. í sveit Ljósbrár spUuðu auk hennar Bjöm Eysteinsson, Anna Þóra Jónsdóttir, Ragnar Hermanns- son, Esther Jakobsdóttir og Sverrir Ármannsson. Röð og stig efstu sveita var eftirfarandi: Ljósbrá Baldursdóttir, 140 stig. Guðrún Óskarsdóttir, 139 stig. Stefanía Sigurbjömsd., 133 stig. Dröfn Guömundsdóttir, 124 stig. Við skulum skoða eitt spennandi spU frá leik Guðrúnar og Drafnar sem eitt og sér gat gert út um titU- inn og gerði: ♦ K8532 * A10983 ♦ 94 * 10 4 ADG7 V KG74 ♦ K852 * 6 * 96 4» 5 * ADG10 * AG9753 4 104 4» D62 4- 763 4 KD842 íslandsmeistarar í parasveitakeppni 1998. Efri röð frá vinstri: Sverrir Ármannsson, Ragnar Hermannsson, sem heldur á þjálfara liösins og Björn Eysteinsson. Neöri röö frá vinstri: Esther Jakobsdóttir, Ljósbrá Bafdursdóttir og Anna Þóra Jónsdóttir. Fremst sltur fyrirliöi án spllamennsku sem aö öllum Ifkindum er dóttir Önnu Þóru. í opna salnum sátu n-s Guðrún Óskarsdóttir og Einar Jónsson en a- v Gunnlaug Jónsdóttir og Aðal- steinn Jörgensen. Sagnröðin var þessi: Suður Vestur Norður Austur pass pass 1 tígull 2 lauf pass pass dobl pass pass redobl pass pass Sagnimar skýra sig sjáifar, utan redobl Aðalsteins sem er SOS og beiöni um úttekt i hálitina. Austur hafði takmarkaðan áhuga á hálita- samningi og ákvað að sitja í tveim- ur laufúm redobluðum. Nú snerist aUt um útspUið og Ein- ar átti völina. Eina útspilið sem banar spUinu er spaði en Einar ákvað að spUa tígli. Þar með var spUið unnið og það skipti ekki máli þótt Guðrún léti kónginn í fyrsta Stefán Guðjohnsen slag. Það auðveldaði einungis úr- vinnsluna. Austur spUaði fjórum sinnum tigli meðan suður kastaöi einu hjarta. Síðan kom hjarta á ás, hjarta trompað og lítið tromp á tí- una. Nú var engin vöm tU og aust- ur vann sitt spU og fékk 760. Við hitt borðið sátu n-s hjónin Ás- geir og Drööi Guömundsdóttir en a- v Anna ívarsdóttir og Siguröur B. Þorsteinsson. Sagnir voru á svipuð- um nótum: Suður Vestur Norður Austur pass pass 1 ♦ 2 * pass pass dobl pass pass redobl pass 2 + pass 2* pass pass pass Þessi samningur átti ekki mikla möguleika en Sigurði tókst að skrapa heim sex slögum. Það voru 200 upp í skaðann hjá n-s en samt 11 impa tap. Vert er aö vekja athygli á því að Bridgehátíö ’98 hefst um næstu helgi og verða henni gerð skU í þættinum á laugardaginn kemur. Jón Viktor skákmeistari Reykjavíkur Jón Viktor Gunnarsson átti frá- bært skákár 1997 og heldur nú áfram uppteknum hætti. Fyrir loka- umferðina á skákþingi Reykjavíkur, sem tefld var í gærkvöldi, hafði hann tryggt sér titUinn „skákmeist- ari Reykjavíkur 1998“. Jón Viktor hafði vinningsfor- skot á Sigurbjöm Bjömsson og átti að mæta honum með svörtu mönn- unum í síðustu skákinni. Með því að vinna átti Sig- urbjöm möguleika á að deUa efsta sætinu en þar sem hann er búsettur í Hafnarfirði var Jón Viktor öraggur með Reykjavík- urmeistaratitUinn. Staða efstu manna fyrir síðustu umferðina var þessi: 1. Jón Viktor Gunnarsson 9 v. af 10 mögulegum. 2. Sigurbjöm Bjömsson 8 v. 3. -6. Dan Hansson, Sigurður Daði RÉTTUR BÍLARÉTTINGAR ERUM FLUTTIRI ÁRMÚLA 23 568 63 50 Sigfússon, Bergsteinn Einarsson og PáU Agnar Þórarinsson 7,5 v. 7.-10. Bragi Þorfmnsson, Kristján Eðvarðsson, Amar E. Gunnarsson og Torfi Leósson 7 v. Keppendur á skákþingi Reykja- víkur vora 86 og tefldu 11 umferöir eftir svissnesku kerfi. Að venju lýkur þinginu með hraðskákmóti Reykjavíkur, sem fram fer á morgun, sunnudag, í Faxa- feni 12 og hefst kl. 14. Taflfélag Reykjavíkur stend- ur síðan fyrir skákkeppni fyrirtækja og stofnana, sem hefst á þriöjudag. Svo virðist sem starfsemi þessa virðulega taflfé- lags sé nú aftur að eflast, undir for- ystu formanns þess, Ríkharðs Sveinssonar. Jón Viktor tefldi af miklu öryggi á mótinu en var þó hætt kominn í skák sinni við Dan Hansson. Dan hefur tekið sér nokkurt hlé frá skákiðkun en lagt þeim mun meiri stund á bridgeíþróttina á meðan. En nú er hann aftur mættur til leiks og teflir mjög ffísklega. Þótt frumleg byrjunartaflmennska hefði ekki skilaö sérstökum árangri var hann næstum búinn að leggja garpinn unga að velli. Hvítt: Dan Hansson Svart: Jón Viktor Gunnarsson Orangútan-byrjun 1. b4 Áhrif frá briddsinu? Eða þetta dæmigerða: Jón Viktor orðinn alltof lærður í byrjunum og því hyggileg- ast að fara ótroðnar slóðir. 1. - d5 2. Bb2 Rf6 3. Rf3 c6 4. e3 Bf5 5. c4 e6 6. b5l? Be7 7. Be2 0-0 8. 0-0 h6 9. Rc3 Bh7 10. a4 Rbd7 11. d4 dxc4 12. Bxc4 c5 13. De2 cxd4 14. exd4?! Rb6 15. Bd3 Bxd3 16. Dxd3 Rbd5 17. Rxd5 Dxd5 Svartur hefúr komið ár sinni vel fyrir borö og getur nú heijaö að stöku peði hvíts á miðborðinu. 18. Ba3 Bxa3 19. Hxa3 Hac8 20. Hc3 Re4 21. Hccl Rd6 22. Da3 Hfd8 23. h3 f6?! Betra er 23. - Rf5 með stöðuyfir- burðum á svart. 24. Hc5! Hxc5 25. dxc5 Re4 26. Hcl Hc8 Svartur viröist vera aö vinna peð en þetta hefur Dan séð fyrir þegar hann lék sinn 24. leik. 27. c6! bxc6 28. De7 c5 29. Rd4! Rg5 Ef 29. - Dxd4 30. Dxe6+ Kh7 era millileikimir 31. Df5+! g6 32. Dd7+ bráðdrepandi - hrókurinn á c8 fell- ur með skák. 30. Rc6 Rxh3+ Fómar til jafnteflis - að öðram kosti félli á a7 og svartur væri í vanda. 31. gxh3 Dg5+ 32. Kh2 Df4+ 33. Kg2 Dg5+ 34. Kf3 Dd5+? Staöan er jafntefli eftir 34. - Hxc6 35. bxc6 Dd5+ 36. Ke3 Dd4+ 37. Ke2 De4+ 38. Kd2 Dd4+ 39. Kc2 Dc4+ o.s.frv. 35. Ke3 Dg5+ Nú er 35. - Hxc6 of seint vegna 36. De8+ og 37. Dxc6 og drottningin skerst í leikinn. Takiö eftir aö nú er hrókurinn á cl ekki lengur í upp- námi. 36. Ke2 Hxc6 Nú þáði Dan jafnteflisboð Jóns Viktors. í tímahrakinu áttaði hann sig ekki á því að staðan er ekki leng- ur jafntefli! Eftir 37. bxc6 er enga þráskák að sjá í stöðunni og 37. - Dxcl 38. Dxe6+ Kh7 39. c7 leiöir einnig til vinnings á hvítt. Þama skall hurð nærri hælum Reykjavik- urmeistarans! Þröstur íslandsmeistari Úrslitaeinvíginu í íslandsmótinu í atskák, sem styrkt var af VISA og Agresso-hugbúnaði, var sýnt í beinni útsendingu á sjónvarpsstöð- inni Sýn á sunnudag. Forráðamenn stöðvarinnar vora ekki lengi að grípa gæsina þegar Ríkissjónvarpið hafnaöi mótinu. Og þeir á Sýn gerðu gott betur en það, því að í til- efni mótsins var fjárfest í spánnýj- um- tækjum, þannig að graflkin á skjánum var nú betri en áhorfend- um hefur áður boðist. Hermann Gunnarsson var við stjómvölinn og honum til aðstoðar Helgi Ólafsson stórmeistari. Stórmeistaramir Þröstur Þór- hallsson og Hannes Hlífar Stefáns- son háðu úrslitaeinvígið. Fyrri skákin var einstefna af hálfu Þrast- ar, eftir að Hannes missté sig til- tölulega snemma tafls. Eftir aðeins 10 leiki var Þröstur meö pálmann í höndunum! Hannesi tókst raunar að þvælast fyrir honum fram i enda- tafliö en náöi ekki aö afstýra ósigri. Seinni skákinni lauk snöggt, þegar Þröstur hristi riddarafóm fram úr erminni, sem tryggöi honum þrá- skák og jafntefli. Þröstur er vel aö sigrinum kom- inn. Taflmennska hans var sann- færandi í úrslitakeppninni og eng- inn sérstakur heppnisblær sem sveif yfir vötnum, eins og oft vill veröa í styttri skákum. Þröstur vann Þorstein Þorsteinsson, Jón L. Ámason og Helga Ólafsson í undan- rásum en Hannes vann Ólaf Krist- jánsson, Davíö Ólafsson og Jóhann Hjartarson. Anand og Kramnik jafnir Indverjinn Viswanathan Anand og Rússinn Vladimir Kramnik urðu jafnir og efstir á stórmeistaramót- inu í Wijk aan Zee í Hollandi. Kramnik og Karpov gerðu stutt jafntefli í síðustu umferö mótsins og skák Anands við Sírov lauk einnig meö jafntefli eftir nokkrar svipting- ar. Anand og Kramnik fengu vinn- ingi meira en næstu menn og vora langt fyrir ofan Karpov, sem varð að sætta sig við 6.-10. sætið. Lokastaðan varð þessi: I. -2. Anand og Kramnik 8,5 v. 3.-5. Adams, Sírov og Timman 7,5 v. 6.-10. Karpov, Gelfand, Piket, Judit Polgar og Topalov 6 v. II. Salov 5,5 v. 12. Nijboer 5 v. 13. Van Wely 4,5 v. 14. Van der Sterren 4 v. i < I I I < < < < < < < < < < ( < < ( ( ( ( ( (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.