Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 30
Hátíðahöldin árið 2000:
Eiffelturninum breytt í hátæknihænsni
Frakkar eru með stórar hugmyndir varöandi hátíðahöldin eftir tæp 2 ár og
hyggjast m.a. breyta Eiffelturninum í risahænsni.
Þó svo aldamótin verði raunveru-
lega ekki fyrr en áramótin 2000-2001
þá beinist hugur flestra að áramót-
unum ári áður þegar árið 2000 hefur
sitt skeið. Nú þegar er fólk úti um
allan heim byrjað að huga að þess-
um tímamótum enda ekki annars að
vænta því búist er við að allt að
tveir milljarðar manna muni taka
, þátt í gleðinni.
Þeir sem hvað mest eru famir að
huga að þessum tímamótum eru
þeir sem vinna við ferðaþjónustu.
Geysilegur fjöldi fólks mun ferðast á
þessu tímabili því allir vilja vera á
einhverjum mjög sérstökum stað á
þessum tímamótum. Sumir munu
fara í ferðalag á draumastaðinn á
meðan aðrir ferðast til heimaslóða í
heimsókn til ættingja.
Fyrsta sólarupprásin
Þegar litið er á það sem nú þegar
er í uppsiglingu varðandi þessi
miklu hátíðahöld kemur ýmislegt í
ljós. í fyrsta lagi má nefna baráttuna
miklu sem stendur yflr um það hvar
fyrsta sólarupprás nýs árþúsunds
muni eiga sér stað. Þetta er talsvert
flókið mál sem varðar staðsetningu
dagalínunnar í Kyrrahafinu en
nokkrir staðir berjast nú hat-
rammri baráttu um það á hverjum
þeirra sólin muni sjást í fyrsta
skipti. Þriggja eyja klasinn Kiribati
virðist hafa vinninginn um þessar
mundir eftir að eyjaskeggjar
„færðu“ dagalinuna þannig að í stað
þess að verða síðasti staðurinn á
jörðinni til að upplifa sólarupprás 1.
janúar árið 2000 verða eyjarnar sá
* fyrsti. Kiribatieyjar eru fámennar
en íbúar þeirra vonast eftir að fá
mikla athygli fyrir og eftir „alda-
mótin“. Vegna lítils hótelpláss er
ekki að búast við öðru en að ferð til
eyjanna muni kosta talsverða pen-
inga fyrir þá sem hafa áhuga á því.
ÖIlu þægilegri staður til að vera á
fyrir þá sem vilja endilega vera með
þeim fyrstu til að sjá þessa merki-
legu sólarupprás er Nýja-Sjáland. í
bænum Gisbome er búist við um
100.000 gestum í áramótapartíið sem
ætti að þrengja talsvert að ibúunum
því eins og stendur er einungis til
gistipláss þar fyrir 1.200 manns. Á
öllu Nýja- Sjálandi verða margvísleg
hátíðahöld, flest tengd frumbyggjum
landsins, maóríum.
Miðpunktur hátíðahaldanna í
Ástralíu verður án efa flugeldasýn-
ingin við Óperuhúsið í Sydney. Þar
sem Ólympíuleikarnir árið 2000
verða haldnir í borginni mun hún
reyna að minna vel á sig. Flugelda-
sýningin fer vaxandi með ári hverju
og má sem dæmi nefna að árið 1996
skaut lið 70 sérfræðinga í faginu
upp 17.000 flugeldum af 25 stöðum í
heilar 40 mínútur.
Evrópa gengur af göfl-
unum
Ef við lítum aðeins nær okkur i
rúmi þá munu ýmsir merkilegir
listviðburðir eiga sér stað í Berlín.
Plötusnúðar og tónlistarmenn munu
láta dansinn duna við Brandenborg-
arhliðiö á meðan „alvarlegri lista-
menn“ láta ljós sín skína í óperu- og
tónlistarhúsum borgarinnar.
í Paris verða að öllum líkindum
ein athyglisverðustu hátíðahöldin
sem haldin verða við tímamótin.
Þar í borg virðast menn greinilega
ætla að gera sem allra mest úr við-
burðinum og líta á hann sem keppni
í að láta bera sem mest á sér. Úr því
ætti þeim ekki að verða skotaskuld
miðað við áætlanir sem þegar hafa
komið upp á yfirborðið.
Frakkar hyggjast nefnilega breyta
Eiffelturninum í risastórt hátækni-
hænsni í tilefni áramótanna. Einum
klukkutíma fyrir miðnætti 31. des-
ember mun síðan egg eitt mikið
birtast úr maga hænsnisins við
trumbuslátt frá öllum heimsálfum.
Á miðnætti opnast svo eggið og í
ljós koma hundruð sjónvarpsskjáa
sem sýna beint frá hátíðahöldum
um allan heim.
Ýmsar fleiri stórkarlalegar fram-
kvæmdir í líkingu við þessa eiga að
eiga sér stað í París samhliða Eiffel-
hænsninu. íbúar eru þó mishrifnir
af hugmyndunum og margir hafa
lýst efasemdum um hvort ekki sé
verið að fara aðeins yfir strikið í
þessum efnum.
í Lundúnum mun allt snúast í
kringum opnun langstærsta minnis-
merkis um tímamótin sem reist
verður í heiminum. Þetta verður í
Greenwich þar sem „Árþúsunda-
höllin“ verður opnuð 31. desember
1999. Höllin mun geta tekið við
35.000 gestum í einu og mun allt
fræga og ríka fólkið verða viðstatt
opnunina. Þeir fáu miðar sem búist
er við að verði settir í almenna sölu
munu án efa rjúka út samstundis og
þeir verða fáanlegir.
Allt stærst í Ameríku
Bandaríkjamenn munu án efa
ekki láta sitt eftir liggja í þessari
keppni í að halda sem veglegust há-
tíðahöld. Times Square í New York
er þekktasti vettvangur áramóta í
Bandaríkjunum og er ætlunin að
hafa hátíðahöldin þar mun meiri en
venjulega eins og við er aö búast.
Meðal annars verða risastórir
myndbandsskjáir settir upp á torg-
inu sem munu sjónvarpa hátíða-
höldunum um allan heim.
Aðrar borgir í Bandaríkjunum
munu ætla að ná til sín hluta af
aldamótakökunni frá New York. í
Miami segja menn að betra sé að
vera fáklæddur á ströndinni heldur
en i kuldanum í New York. Þar ætla
þeir m.a. að halda risastóra marg-
miðlunarveislu á ströndinni og
skjóta upp flugeldum i takt við tón-
list á miðnætti.
Kalifornía ætlar þó að reyna að
skjóta þessu öllu ref fyrir rass. Þar
verður haldin þriggja sólarhringa
stanslaus hátíð sem á að heita því
frumlega nafni „Party 2000“. Áætl-
aður kostnaður við fjörið er tæpir 70
milljarðar íslenskra króna enda
eiga þetta að verða „stærstu tónleik-
ar og veisla sem nokkurn tímann
hefur verið haldin á plánetunni
Jörð“. Búast mótshaldarar við
tveimur og hálfri milljón manna á
staðinn. Byrjað verður að bóka
hljómsveitir um mitt árið í ár og er
gert ráð fyrir að minnsta kosti 50
stórum nöfnum í tónlistarheimin-
um.
Úrval-Útsýn og ferðaskrifstofan Tradewinds:
Einstaklingsferðir til fjarlægra heimsálfa
Úrval-Útsýn hefur nýlega náö
samningi við hið breska fyrirtæki
Tradewinds Worldwide Holidays í
Bretlandi. Tradewinds er dótturfyr-
irtæki Air tours sem er eitt al-
stærsta fyrirtæki í heimi á ferða-
mannamarkaðnum. Með samningn-
um fékk Úrval-Útsýn einkaumboð á
íslandi fyrir þjónustu þessarar öfl-
ugu ferðaskrifstofu. Goði Sveinsson
hjá Úrvali-Útsýn sagði ferðasíðunni
frá því sem Tradewinds hefur upp á
að bjóða.
„Þarna er á ferðinni talsvert öflug
ferðaskrifstofa sem fer geysilega ört
vaxandi um þessar mundir. Hún sér-
hæfir sig í ferðum til fjarlægra staða
sem eru „klæðskerasaumaðar" fyrir
einstaklinga. Eftirspurn eftir slíkum
ferðum er sifellt að aukast um þess-
ar mundir þar sem margir eru orðn-
ir leiðir á hópferðunum og vilja upp-
lifa eitthvað nýtt. Svo er alltaf vin-
sælt að fara í ferðir sem þessar á
tímamótum, eins og t.d. brúðkaups-
afmælum," segir Goði.
Margir eru orönir þreyttir á hópferöum á venjulega feröamannastaði og vilja
komast einir eöa meö örfáum vinum eitthvaö langt í burt frá hinu venju-
bundna.
Allar ferðimar eru farnar í gegn-
um London en þaðan er haldið til
cillra mögulegra landa í fjarlægum
heimsálfum. Þegar ákvörðunarstað-
ur hefur verið ákveðinn er valið
ílugfélag sem viðkomandi óskar að
fljúga með. Svo er valinn gististað-
ur, einn af þeim mörgu sem Tra-
dewinds hefur upp á að bjóða á
hverjum ákvörðunarstað. Að lokum
er svo ákveðið hvort ferðalangurinn
vill hótelið án fæðis, með fæði eða
öllu innifoldu og jafnvel er hægt að
panta skoðunarferðir áður en lagt
er af stað. Á ákvörðunarstöðunum
taka starfsmenn Tradewinds á móti
fólkinu og eru þeim innan handar á
meðan á dvölinni stendur.
„Við bindum miklar vonir við
þennan samning," segir Goði. „Tra-
dewinds hefur virkað mjög vel á
Bretlandsmarkaði, það er í örum
vexti og býður upp á góða þjónustu.
Ekki skemmir heldur verðið. Sem
dæmi get ég nefnt að við höfum tek-
ið saman nokkur verðdæmi á
tveggja vikna feröum til Sri Lanka,
Bali, Barbados og Taílands og þau
eru öll um eða rétt yfir 100.000 krón-
um.“
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
Viðurlög við
yfirbókunum
Forráðamenn Evrópusam-
bandsins ræða um þessar
mundir tillögur til laga sam-
bandsins sem myndu auka bæt-
ur farþega sem missa af flugi
vegna yfirbókunar. Að auki
myndu hin nýju lög gera flugfé-
lögum mun erfiðara fyrir að
sleppa við að greiða slíkar bæt-
ur hafi þau á annað borð yfir-
bókað í vélar sínar og þurft að
vísa fólki frá vegna þess. Ef hin
nýju lög verða samþykkt af að-
ildarríkjum sambandsins munu
flugfélög þurfa að greiða hátt í
30.000 krónur í bætur vegna
þessa. Að auki verða þau að út-
vega viðkomandi farþegum
annað flug eða endurgreiða
þeim flugmiðann sem ekki
tókst að nýta.
Sniglasafn
Hvar annars staðar en í
Frakklandi opna menn heilt
safn sem snýst bara um snigla?
í Ecomusée de la Caracole safn-
inu fyrir utan Alés gefst gestum
kostm- á að kynnast öllum kost-
um og kynjum þessara slepjugu
skepnu. Þar má til dæmis skoða
hinn hnefastóra Afríkusnigil.
En auk þess að horfa er gestum
einnig leyft að snerta - og borða
kvikindin á fyrsta flokks veit-
ingastað við hlið safnsins.
■ ■
Oryggi flugvalla
Bandaríkjamenn ihuga nú að
leggja 100 milljónir Bandaríkja-
dala (rúma 7 milljarða ísl. kr.) í
að koma fyrir nýjum sprengju-
leitar- og öryggisbúnaði á
bandarískum flugvöllum.
A1 Gore, varaforseti Banda-
rikjanna, sagði frá þessu fyrir
skömmu. Hann sagði þetta vera
gert til að vemda líf og fjöl-
skyldur farþeganna. Um leið sé
sfjómin að senda ótvíræð skila-
boð til þeirra sem hyggja á
hermdarverk um borð í flugvél-
um: „Við munum finna ykkur,
við munum ná ykkur og koma i
veg fyrir öll ykkar hryðjuverk.“
Sund með
I Suður-Afríku er fólki gefinn
kostur á nýstárlegum valkosti
með morgunsundinu: „Með eða
án hákarla?" Sædýrasafnið í
Höfðaborg opnaöi hákarlabúr
sín fyrir sundfólki í síðasta
mánuði og hefur eftirsóknin
verið mikil. Forráðamenn
safnsins segja þetta algerlega
óhætt þar sem hákarlar séu í
eðli sínu ekki árásargjarnir og
ráðist ekki á fólk nema í mjög
sérstökum tilfellum. Hákarla-
rannsakendur segja til dæmis
að hættan af hákörlum sé mun
minni en af eldingum, bílaum-
ferð og húsdýrum. Engu að síð-
ur er fólk látið skrifa undir
samning sem fríar Sædýrasafn-
ið frá allri ábyrgð verði mönn-
um meint af sundinu.
nHHMHHI