Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 15 maðurinn „Þetta er ekki bara ryksuga,“ sagði sölumaðurinn. „Þetta er tæki sem hreinsar loftið í íbúð- inni. Það er sama hvort það er matarlykt eða reykingalykt. Allt hverfur á svipstundu. Rykagnir sogast allar inn í þetta töfratæki og út kemur hreint loft.“ Sölu- elskuleg hafði fengið hann í heim- sókn til sín með töfratólið. Niður- staöa þess fúndar var að hún festi kaup á apparatinu. í kaupbæti gat hún fengiö pottasett, þó með því skilyrði að hún útvegaði Qóra menn til að taka á móti ryksugu- manninum. Það fylgdi með að ekki nægði að kynna græjuna öðru hjóna. Bæði yrðu að hlýða á boðskapinn. Mín góða mágkona sneri sér því beint til mín og bað mig vinsamlegast að gera sér þennan greiða. Ekki vildi ég verða valdur að því að hún missti af pottasettinu. Ég sagði því já án þess að bera það undir minn betri helming. Rykmaurar ógurlegir ryksugumannsins. Sú var að visu margfalt stækkuð enda kvikindin ekki sýnileg berum augum. Sem í aldingarði Sem gestgjafi ryksugumanns- ins bar ég mig karlmannlega. Konan settist hjá manni sín- um, ábyrgðar- manni sýning- arinnar. Tólið suðaö og puð- aði í stofúnni hjá okkur. Það var ekki um að deila. Það Laugardagspistill Jónas Haraldsson maðurinn sýndi okkur hjónunum listir tólsins og dró ekki af. Hann brá ryksugunni á þykku mottuna í stofúnni. Viö stóðum í þeirri meiningu að hún væri hrein að kalla. „Horflð á þetta,“ sagði sölumað- urinn. „Ló og sandur eftir tvær, þrjár strokur. Venjuleg ryksuga hrærir bara í rykinu en ekki þessi. Hún sýgur upp óhreindind- in. Síðan getið þið notað hana til þess aö djúphreinsa teppiö á eftir. Allt verður skínandi bjart." Á við tuttugu venjulegar „Hún er dýr,“ sagði ég. I hug- anum hafði ég reiknað út að meint töfratæki kostaði eins og tíu til tuttugu venjulegar ryksug- ur. „Það er vegna gæðanna," sagði sölumaðurinn og horfði á mig einbeittur en um leið sann- færandi. Það var eiginlega mitt verk að maðurinn sat í stofunni hjá okk- ur. Konan var saklaus. Hún hefur sótt ótal sölusýningar í heimahús- um og jafnvel haldið slíkar sjálf. Þar hef ég hvergi komið nærri enda plastdósir, sápur og annað sem selt er á slikum kynningum nokkuð fjarri áhugasviði minu. Ég bar hins vegar ábyrgð á ryk- sugumanninum. Mágkona mín Kynningin var boðuð kvöld eitt 1 vikunni. Eiginkona mín sagðist verða mér til trausts og halds meðan á kynning- unni stæði. Ég vissi ekki nákvæmlega á hveiju ég ætti von í hlutverki gest- gjafans. Þó reikn- aði ég með eins og tveimur komnn sem færu um húsið okkar eins og hvítir stormsveipir. Ég sá íbúðina fýrir mér tandur- hreina líkt og gerist stund- um í sjónvarpsauglýsingum. Þó ljótt sé frá að segja frá því hvarflaði aldrei að mér að kaupa tólið. Mágkona min sagði enda að engar skuldbindingar fælust í móttökunni. Þá hafði ég heyrt miklar lýsing- ar af rykmaurum svokölluðum sem tæki þessi ættu að grafa upp, einkum í rúmum fólks. Þótt ég sé eldri en tvævetur hef ég aldrei rekist á þannig maura. Þeir hafa að minnsta kosti ekki haldið vöku fyrir mér. Þar sem ég taldi fyrir fram að ég ætti von á tveimur röskum konum velti ég fyrir mér hvort mér bæri að hleypa þeim í sjálft hjónarúmiö í rykmauraleit. Að athuguðu máli ákvað ég að láta slag standa. Hjónarúmið okk- ar er að kalla nýtt og fjandakorn- ið ekki fullt af rykmaurum. Til þess kom þó aldrei að komu- leituðu rykmaura. Þegar kynning- arstundin rann upp kom einn karl í stað kvennanna tveggja sem ég átti von á. Þótt hann færi mikinn i kynningu og nefndi rykmaura og sýndi mér mynd af þeim skepnum sótti hann það ekki fast að yf- irfara hjónarúmið. Ég var því feginn. Af rykmaurunum er það aö segja að þeir eru ekki smáfríðir ef marka má mynd hreins- aði loftið. Rykagnir allar þutu í tækið og settust í vatnsbað í belg þess. Horn þeirra teppa sem hann brá tækinu á skýrðust öll í lit- um. Maðurinn lét tólið blása yfir okkur fjóluilmi jafnt sem furulykt. Það var sem við sætum í aldin- garði. „Finnst þér þetta ekki frábært?" sagði sölu- maðurinn m. og beindi máli sínu til mín. Hann beitti töfratæk inu á allt sem fyrir varð. Hann skipti mn rana og stúta, skúraði park- ettið og stakk sogröri inn í ofna. Ég kimni ekki við annað en játa því að mikið væri lagt í heimilisvopn þetta. „En það er dýrt,“ tautaði ég ofan í bringuna. Ryksugumaðurinn lét sem hann heyrði ekki athugasemdina. „Það er ekki betra tól til fyrir bílinn," sagði mað- urinn. „Þetta smýgur alls staðar á milli. Þá er hægt að sjúga upp vatn- ið og óhreinindin úr gólfteppum bílsins. Síð- ast en ekki síst má djúphreinsa sætin.“ Ég vildi ekki láta blá- ókunnugan ' manninn vita af því að ég væri orðinn heldur latur við bíl- þvotta í seinni tíð. Því skoðaði ég stútana fyrir bílinn, handlék þá og tók undir mikilvægi þess að sitja í djúphreinsuðu sæti. Litið á innvolsið Konan fór fram í eldhús að hella á könnvma. Ég sat því einn og óstuddur í stofunni með manninum. Ég reyndi af veikum mætti að ræða mál- efni sem snerta ryksugur sér- staklega. „Hvað er stór mót- orinn í henni?“ spurði ég til að segja eitthvað. Ryksugumaðurinn nefndi vattafjöldann. Hann sinnti þessum nývaknaða áhuga mínum með því að opna ryksugubelginn og skrúfa í sundur innvols vélarinnar. Þegar konan kom með kaffið fann ég að ég var ekki lengur í aðal- hlutverki. Ryksugu- maðurinn sneri sér að henni. Hann hafði sýnilega komist að því, þá er ég sat einn með honum, að ég vissi minna en ekki neitt um ryksugur. Töfrapottar Þetta var rétt mat hjá sölumanninum enda kunni hann sýnilega sitt fag. Hann gerði greinarmun á amatör og atvinnumanni. Af vaxandi þrótti sýndi hann konunni getu vélarinnar. Ég sá að hún fylgdist með af auknum áhuga. Henni var greinilega farið að lít- ast á apparatið. „Viijið þið festa ykkur vélina í kvöld?" spurði ryksugumaðurinn þá er hæst stóð sýningin. „Nei,“ sagði ég. „Þetta er afar dýrt tæki og við verðum að fá að hugsa mál- ið.“ Kaup á tólinu voru fjarri mér. Sölumaðurinn horfði fremur til konu minnar en mín. „Hvað með þessa potta sem fylgja?“ spuröi konan. „Skoðum þá hið snarasta," sagði maðurinn og greip tösku með pottasettinu. Samkvæmt lýs- ingu sölumannsins voru pottamir nánast með eiginleika galdrapotta í Grimmsævintýrum. Matur úr þeim var engu llkur, að sögn. Ég fann það og sölumaðurinn líka að vamir konunnar vom að bresta. Hún gat greinilega hugsað sér að sitja í lofthreinsuðu rými undraryksugunnar og sporörenna heilsufæöinu úr töfrapottimum. Síðasta hálmstráið „Pottar sem landsliðskokkar elska og þrá,“ sagði sölumaður- inn. „Þeir fylgja vélinni ef þið kaupið hana í kvöld, annars ekki. „Nei,“ endurtók ég. „Við kaupum ekki.“ „Ættum við ekki bara að smella okkur á hana?“ sagöi kon- an. „Tíu daga skilafrestur, engar skuldbindingar," sagði sölumað- urinn. Hann fann að hann hafði undirtökin. „Já, prófum bara,“ sagði konan. „Tökum hana til reynslu." Ég seig niður í nýhreinsaðan sófann. Konan og sölumaðurinn gengu snarlega frá pappírum. Undratækið var eftir á stofugólf- inu þegar ryksugumaðurinn fór. Loforð var um pottasettið væna. Hálmstrá mitt er aðeins eitt - skilafresturinn. „Ég spyr ekki inn skýringar ef þið skilið," sagði sölumaðurinn. Fari svo þarf ryksugu- maðurinn svo sem eng- ar skýringar. Hann sá ástæðuna holdi klædda í hrúgu í hreina stofustóln- um þá er hann kvaddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.