Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 I iV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiöa: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Regnhlíf flækir mál fyrir flokki Styrkleikahlutföll flokkanna í prófkjöri Reykjavíkur- listans eru ólík því, sem þau voru löngum í borgarstjórn, þegar Alþýðubandalagið átti fjóra fulltrúa, Alþýðuflokk- urinn tvo og Framsóknarflokkurinn einn. Nú var jafn- vægi með þessum þremur stjórnmálaflokkum. í ljósi sögunnar er rangtúlkun, að Alþýðubandalagið sé sigurvegari innan Reykjavíkurlistans. Þvert á móti hafa hinir flokkarnir brúað bilið og standa nú jafnfætis Alþýðubandalaginu. Tveir fulltúar á hvern flokk endur- spegla raunveruleg styrkleikahlutfóll í prófkjörinu. Athyglisverðastur er mikill atkvæðafjöldi Framsókn- arflokksins í prófkjörinu. Þetta er gerbreytt staða flokks- ins frá fyrri tíð, þegar hann var talinn merkisberi óbeit- ar landsbyggðarinar á höfuðborginni. Nú er hann orðinn gjaldgengur á mölinni til jafns við aðra flokka. í aðdraganda prófkjörsins voru efasemdir meðal ráða- manna Framsóknarflokksins, þar á meðal flokksfor- mannsins, um aðildina að samstarfinu um Reykjavíkur- listann. Sagt var, að starf og staða flokksins hefði dofn- að við þátttöku í öðru afli, sem sogaði til sín athyglina. Þessi varfærni gagnvart sameiningarhreyfingu vinstri vængsins einkennir Framsóknarflokkinn í flestum öðr- um sveitarfélögum. Víðast hvar eru það aðeins A-flokk- arnir tveir, sem standa að sameiginlegum lista í anda Grósku, sums staðar með aðild Kvennalistans. Þegar nær dró prófkjöri, áttuðu ráðamennirnir sig á, að efasemdirnar að ofan gátu leitt til lítils stuðnings við flokkinn í prófkjörinu. Var þá skyndilega snúið við blað- inu, formaðurinn fór að hrósa árangri samstarfsins inn- an Reykjavíkurlistans og flokksvélin var sett í gang. Góður árangur flokksins í prófkjöri Reykjavíkurlist- ans hlýtur að verða ráðamönnum flokksins tilefni bak- þanka um, hvort rétt hafi verið að stefna að sérstöku framboði hans i mörgum sveitarfélögum, þar sem A- flokkarnir eru að ná saman um framboðslista. Ef Reykjavíkurlistinn heldur meirihlutanum í Reykja- vík og samstarfslistar A-flokkanna ná góðum árangri í öðrum sveitarfélögum í sumar, mun það setja Framsókn- arflokkinn í nokkum vanda. Hann á þá á hættu að verða minnsta aflið í stjórnmálum landsins. Fylgi mun þá eflast við það sjónarmið, að hag- kvæmara sé að vera aðili að stjómmálaafli, sem getur haldið til jafns við Sjálfstæðisflokkinn og boðið upp á leiðtoga, sem selur. Slík hyggindi, sem í hag koma, eru einmitt lykillinn að velgengni Reykjavíkurlistans. Þeirri skoðun vex ásmegin, að hagkvæmnin skuli ráða; flokkum henti að sameinast í regnhlífarsamtökum og velja þeim foringja, sem líklegir eru til að höfða til kjósenda. Þetta sé betri kostur en að reyna að selja kjós- endum hvern stjórnmálaflokk fyrir sig. í Reykjavík er flokkurinn fyrirferðarmikill í sam- starfi, sem hefur væntingar um meirihlutavöld. Annars staðar getur hann orðið minnsta aflið, en þó þriðja aflið, sem getur samið til hvorrar áttar sem er um að verða minni aðilinn í samkomulagi um meirihlutavöld. Ráðamönnum flokksins geðjast betur að síðari kostin- um. Prófkjörið í Reykjavík setti þá í vanda, sem þeir leystu þó með snarræði. Góð útkoma A-flokka í kosning- unum í sumar getur aukið vandann og flækt undirbún- ing næstu þingkosninga fyrir framsóknarmönnum. Stjórnmála- og viðskiptasaga Vesturlanda segir, að til skamms tíma litið geti minnsta aflið af þremur prúttað um völd, en til langs tíma sé það markað dauðanum. Jónas Kristjánsson Er undrið fyrir austan á enda? Hann sagðist geta framleitt ódýrustu íþróttaskó í heimi en ekki geta selt svo mikið sem eitt par af þeim í útlöndum. Við stóð- um fyrir utan banka í Jakarta og tróðum báðir milljónum af verð- lausum rúpíum í vasana, svona rétt nóg fyrir útgjöldum helgar- innar. Launin sem þessi bisness- maður greiddi fólki í verksmiðju sinni höfðu staðið í stað í rúpíum talið í hálft ár en mæld í íslensk- um krónum höfðu þau lækkað úr tæpum 3 þúsund krónum á mán- uði í langt innan við þúsundkall fyrir mánuðinn. Þetta fólk þurfti því að vinna í nokkra mánuði til að eiga fyrir því sem eitt par af skónum sem það framleiddi í þús- undavís kostar í búð á íslandi. Og samt gat þessi bissnessmaður ekki lengur boðið Nike eða öðrum skó- fyrirtækjum að búa til skóna þeirra fyrir lítið. Flest gjaldþrota Kreppan í Asíu byrjaði sem fjár- málakreppa. Atvinnulíf í Austur- og Suðaustur-Asíu var enn í örum vexti þegar gjaldmiðlar þessa heimshluta byrjuðu að hrynja á „Kreppan i Asíu byrjaöi sem fjármálakreppa. Atvinnulíf í Austur- og Suö- austur-Asíu var enn í örum vexti þegar gjaldmiölar þessa heimshluta byrjuöu aö hrynja á alþjóölegum fjármálamörkuöum," segir Jón Ormur m.a. í pistli sínum. alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Gengisfallið hefur gert þessi lönd enn þá samkeppnisfærari en þau voru áður og það svo mjög að efnahagslífi Kína gæti á næstu ár- um staðið ógn af sterkri sam- keppnisstöðu nágrannalandanna. Vandræðin eru hins vegar þau að flest stórfyrirtæki þessara landa eru nú í reynd gjaldþrota, þó flestum verði líklega á endan- um bjargað. Þessi fyrirtæki hafa fjármagnað ævintýralegan vöxt sinn á síðustu árum með lánum sem hafa að verulegu leyti verið tekin í erlendri mynt. Þetta virtist ekki hættuspil, því að það var yf- irlýst stefna flestra rikisstjóma í þessum heimshluta að halda gjald- miðlum landanna stöðugum gagn- vart dollar. Með falli á myntum þessara landa hækkuðu skuldir flestra stórfyrirtækja, í sumum til- vikum um tugi prósenta, í öðrum tilvikum tvöfölduðust og jafnvel fimmfölduðust skuldir fyrirtækj- anna. Flest þeirra voru mjög skuldsett áður en kreppan skall á, enda þótti það rétt í þessum heimshluta að miða við 25-50% vöxt í veltu á hverju ári. Nú em skuldirnar gersamlega óviðráðan- legar. Þetta gerir það að verkum að pappírar frá þessum fyrirtækj- um eru verðlausir í alþjóðlegum viðskiptum. Bankaábyrgðir í mörgum þessara landa hafa líka orðið verðlausar, því að bankam- ir höföu margir tekið lán í dollur- um og lánað út í mynt viðkom- andi lands. Blokkaríbúð 100 milljónir Að auki hafa flestir bankar í Asíu lánað stórfé í fasteignabrask en fasteignaverð fer hríðlækkandi um alla álfuna. Sæmileg blokkarí- búð á góðum stað í Hong Kong Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson kostar þó enn yfir 100 milljónir króna og svipaða sögu er að segja um fleiri borgir í Austurlöndum, enda er efri millistétt þessara landa enn þá forrík. Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn brást við krepp- unni með þeim hætti að tryggja ríkisstjómum viðkomandi landa erlend lán. Þessir peningar hafa hins vegar litlu breytt um þá kreppu sem atvinnulíf margra Asíulanda stendur nú frammi fyr- ir, nema þá að aðstoða við að koma í veg fyrir frekara gengis- fall. Það eru hins vegar erlendar skuldir einkafyrirtækja sem em kjarni vandamálsins. Til að tryggja að gjaldmiðlar falli ekki enn meira hafa vextir verið hækk- aðir, sem enn eykur á erfiðleika fyrirtækjanna. Fjármálakreppan hefur þannig orðið að almennri efnahagskreppu. Trúin bilaði Það er hins vegar rétt að setja þessa kreppu í nokkurt samhengi. Það er einungis í Taílandi og hugsanlega í Indónesíu sem menn búast beinlínis við samdrætti í efnahagsmálum á þessu ári. í Suð- ur-Kóreu, á Taívan og í Malasíu reikna menn með hagvexti sem að meðaltali er lítið minni en gengur og gerist í sæmilegu árferði i Evr- ópu. í Kína verður hagvöxtur að líkindum áfram örari en í nokkru öðru umtalsverðu landi í heimin- um. Kreppan í Asíu er fyrst og fremst þvi að kenna að fjárfesting- ar voru meiri en hagkerfln gátu melt með sæmilegum hætti. Spamaður heima fyrir var meiri en víðast annars staðar í heimin- um en engu að síður streymdi er- lent lánsfé inn í þessi lönd. Þessi straumur minnkaði litið þótt arð- ur af fjárfestingum færi minnk- andi, sennilega vegna almennrar trúar í fjármálaheiminum á áframhaldandi vöxt þessara landa. Sú trú bilaði skyndilega án þess að nokkuð nýtt eða sérstakt kæmi til. Þessi kreppa í tiltrú var sennilega eins órökvís og oftrú fjármálamanna á áframhaldandi vöxt hafði verið dagana á undan. Þrennt skiptir einna mestu fyr- ir framvindu næstu missera. Eitt er að gengi Hong Kong dollarsins falli ekki en fall hans gæti leitt til enn frekari óróa á fjármálamörk- uðum í Austurlöndum og til geng- isfellingar í Kína. Annað er að unnt verði að semja um erlendar skuldir stórfyrirtækja og banka í Austurlöndum með lengingu lána. Það þriðja er að hagkerfi þessara landa verði gerð sveigjanlegri með efnahagsumbótum sem stundum ganga beint gegn pólitískum hags- munum ráðandi afla. Ef þetta þrennt gengur eftir er ballið í Asíu rétt að byrja. Ef ekki, þá eru vondir tímar fram undan fyrir stóran hluta mannkyns. skoðanir annarra Enn um Jón og séra Jón „Undir venjulegum kringumstæðum veltir New York Times sér ekki up úr kynlífshegðun og einka- málum fólks. Reynslan hefur hins vegar kennt okk- ur að þegar menn eins og forsetinn eiga í hlut skipta margir þættir skapgerðar og hegðunar máli þegar dæma á hvort manneskjan er hæf til gegna leiðtogaembættinu á hættutímum. Við bendum líka á að vandræði Clintons á þessu sviði eiga rætur sín- ar að rekja til þess að fyrrum kunningjar og við- skiptafélagar forsetans ræöa um manninn sem þeir þekkja, en ekki til þess að blaðamenn .hafi verið að snuöra." Úr forystugrein New York Times 5. febrúar. Smánarinnar myrki skuggi „Myrkur skuggi smánarinnar hvílir nú yfir Bandaríkjunum þegar það sem við köllum „hinn vestræna heim“ drúpir höfði og beinir athygli sinni að beitingu dauðarefsingar í Bandaríkjunum. Það er bitur þversögn að það ríki sem gnæfir yfir öðr- um í heimi okkar, pólitískt, efnahagslega og menn- ingarlega, eykur beitingu dauðarefsingar sem aðrir fordæma og draga mjög úr. Síðasta aftakan, á konu í Texas í nótt er leið, hefur beint kastljósinu að sam- félagi sem siglir undir pólitískum hentifána þegar líf og dauði borgaranna er annars vegar. Þetta er ekki Bandaríkjunum samboðið." Úr forystugrein Aftenposten 5. febrúar. Glæpagengi Ciller „Leiðtogar Tyrklands gagnrýna niðurrifsstarfsemi músiímskra stjómmálamanna og aðskilnaðarsinna Kúrda. Alvarlegasta hótunin gegn lýðræðinu í Tyrk- landi á undanfórnum árum virðist þó hafa komið frá valdhöfunum sjálfum. Opinber rannsókn sýnir að á árunum 1993 til 1996 hafi stjóm þáverandi forsætis- ráðherra, Tansu Ciller, verið í leynimakki við fikni- efnagengi, spilavítaeigendur og leigumorðingja hægri afla og fengið þá til að myrða óvini heima og erlend- is og styðja misheppnaða valdaránstilraun í Aser- baídsjan." Úr forystugrein New York Times 1. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.