Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 29
fyélgarviðtalið Á LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 JjV LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 hélgarviðtalið « Persónan á bak við prófessorinn - Kári Stefánsson hjá íslenskri erfðagreiningu sýnir á sár skemmtilegar hliðar í helgarblaðsviðtali: og kvæntur Valgerði Ólafsdóttur barnasálfræðingi. Fyrsta barn þeirra, Ari, fæddist 1972 og um það leyti sem Kári lýkur kandídatsprófi í læknisfræði kom Svanhildur í heiminn. Yngsta barnið, Sólveig, fæddist 1985 í Bandaríkjunum. „Ég var bæði að velta fyrir mér geðlæknisfræði og taugalæknis- fræði. Það síðarnefnda varð ofan á og við fórum til Chicago um mitt sumar 1977. Ég fór einn á undan og það var skrýtin lífsreynsla. Kom út í miklum hita og raka og þegar ég var á flugvellinum var ég handviss um að ég tæki fyrstu vél til baka heim,“ segir Kári en ekkert varð af þeim áformum. Fjölskylda hans kom út og Kári hóf nám við einn há- skólann í borg hinna illræmdu mafíuglæpa á árum áður. Hann rifj- ar upp skondið atvik sem gerðist skömmu eftir að fjölskyldan var komin út. I Chicago með Ali „Ég fór út í búð að versla og á leiðinni til baka eftir einni götu sé ég hvar stór og mikill svertingi stendur þar á gangstétt. Ég burðað- ist með marga poka og hann spurði hvort ég þyrfti á aðstoð að halda. Ég neitaöi en hann stoppar mig og fer að tala við mig. Þá var þetta sjálfúr Muhammed Ali. Hann eyddi gjarn- an kvöldunum úti á gangstétt, sagði krökkunum sögur og gaf þeim sæl- gæti. Afskaplega vingjarnlegur að sjá. En á þessu voru að sjálfsögðu tvær hliðar. Ég byrjaði aö vinna á spítalanum í hverfinu sem lærling- ur í taugalæknisfræði og fór að fá á stofu unga og stóra menn sem höfðu verið að vinna fyrir Ali. Menn úr hverfmu sem hann borgaði 100 doll- ara á dag til að hann gæti barið þá. Þegar hann var búinn að eyðileggja i þeim heilann komu þeir til okkar,“ segir Kári sem að vísu seinna meir fékk Ali ekki til aðhlynningar. „Það felst í því ákveðið póetískt réttlæti að hann endar sjálfur sem gjörsam- lega eyðilagður maður vegna þess sama.“ Kallaður til Harvard Að loknu námi í taugalækningum og taugameinafræði í Chicago, i ein- um fremsta háskóla heims, byggði hann upp stóra erfðarannsóknar- stofu og var prófessor við skólann í 10 ár, eða til ársins 1993. Þá sótti hann um yfirmannsstöðu við rann- sóknarstofu á Keldum, sem og hann fékk, en hélt um leið prófessorsstöð- unni í Chicago. Kári stoppaði stutt við á Keldum og hann segir per- sónulegar ástæður fyrir því að hann gat ekki flutt tO íslands á þeim tíma, ástæður sem hann vill ekki fara nánar út í hér og nú. Um þetta leyti er hann kallaður til í prófessorsstöðu við Harvard Medical School í Boston. Þar var verið að byggja upp rannsóknar- stofu í taugameinafræði. Honum fannst vera kominn tími til að breyta til. En það var á þessum tíma, einkum vegna erfðarannsókna Kára og hans fólks á MS-sjúkdómn- um, sem hugmyndin kviknar um aö koma á fót fyrirtæki í erfðagrein- ingu á íslandi. Með aðstoð Jeffs Gulchers, félaga Kára í Chicago-há- skólanum og fyrrum nemanda þar, sem hefur frá upphafi starfað hjá ÍE, fékk hugmyndin byr undir báða vængi. Eins og loftsteinn „Ég hafði alltaf vitað af þessum möguleika og vitað af sérkenni fá- Hann hefur komið líkt og hvítur stormsveipur inn í íslenskt samfélag. Hafói verió búsettur í Bandaríkjunum í tvo áratugi, lœrt þar taugalœkningar, taugalíffrœöi og taugameinafrœöi og starfaö við þekkta háskóla á borö við Harvard Medical School og sjúkrahús eins og Beth Israel. Nú er hann sestur hér að ásamt fjölskyldu sinni. Á tiltölulega skömmum tíma hefur hann komiö af staö stórfyrirtœki á íslenskan mœli- kvaröa, fyrirtœki með algjörlega nýju sviði sem á nœstu árum mun velta milljöröum króna og veita hundruð manna atvinnu. Við erum aö sjálfsögöu aö tala um Kára Stefánsson prófessor og stofnanda íslenskrar erföagreiningar (ÍE) sem í byrjun vik- unnar undirritaöi risasamning við svissneska lyfjafyrirtœkiö Hoffmann-LaRoche. En hver er þessi maöur? Hver er persónan á bak viö prófessorinn? Hvaöan kemur hann? Helgarblaöi DV tókst að smeygja sér inn í þétta dagskrá prófessorsins í vikunni til aö spyrja þessara spurninga og fleiri. Blaöamaöur settist niður með Kára á skrif- stofu hans í höfuöstöövum ÍE við Lyngháls. Á veggjum hanga öll prófskírtein- in, sem orðin eru allnokkur, og þar við hliðina er viðurkenningarskjal fyrir að vera kjörinn frumkvöðull ársins 1996 í Viðskiptaverðlaunum DV og Stöðvar 2. Einn er sá gripur á skrifstofunni sem stingur í stúf við allt hitt en þaö er amerískur fót- bolti sem Kári handleikur gjaman til að auka hugmyndaflæðið. Sagt er að boltinn sé oftar á lofti þegar vel gengur. Eftir nokkra snúninga segir hann blaðamanni að þetta gangi ekki lengur. Síminn stoppar ekki og til að fá smá frið biður hann ritarann um að senda ekki inn símtöl nema að þau séu frá útlöndum. Kári segist vera búinn að átta sig á því að hann þurfi aðstoð og meiri formfestu við yfirstjómina - þrátt fyrir góðan mannskap fyrir. Hanh geti ekki ver- ið allt í senn; rannsóknarmaðurinn, forstjórinn, framkvæmdastjórinn og stjómarformaðurinn. En hann verð- ur án efa ekki í vandræðum með að fá til sín starfskrafta. Uppalinn í Norðurmýrinni Við víkjum okkur að viðtalinu og fyrst er að forvitnast um uppvöxtinn. Kári er fædd- ur í Reykjavík í apríl 1949 og ólst upp í Norðurmýr- inni, næstyngstur fimm systkina. Foreldrar hans em Sólveig Halldórsdóttir og Stefán Jónsson, þjóð- kunnur fréttamaður og þingmaður til margra ára. Kári á þrjá bræður; Jón, Hjörleif og Halldór. Elst er systirin Helga. „Við bræðurnir skipt- umst í litlu og stóru strák- ana og við Halldór, sem vorum miklir mátar, vor- um þeir litlu. Við lutum ströngum aga stóru bræðr- anna sem höfðu hinar ýmsu aðferðir við að sjá til þess að við gerðum það sem til var ætlast,“ segir Kári og brosir. Hann segist hafa átt skemmtileg upp- vaxtarár í Norðurmýrinni. „Ég man að við fórum í góða saltabrauösleiki og flnir garðar til að hoppa yfir. Á tímabili bjó Megas hinum megin við götuna okkar en þá var hann auðvitað ekk- ert farinn að syngja. Hann lék sér ekki mikið með okkur hinum, hann er líka pínulítiö eldri en ég,“ segir Kári sem gekk fyrst í Austur- bæjarskólann. Meðal bekkjarfélaga hans þar nefnir hann Hörð Helga- son, sem lengi þjálfaði Skagamenn í knattspyrnu, Matthildi Guð- mundsdóttur sunddrottningu og Dagnýju Kristjánsdóttur menntafræðing. bók- Lálegur nemandi Að loknu námi í Austurbæjar- skóla fór Kári i Hagaskólann. „Af- skaplega fínn skóli og góðir kenn- arar,“ segir Kári en kennarar hon- um minnisstæðir eru Bjöm Jóns- son, núverandi skólastjóri, og Gunnlaugur Sigurðsson, sem nú stýrir Garðaskóla. Kári og jafnaldr- ar hans léku gjaman við þá borð- tennis en sem skólafélaga nefnir hann m.a. Þorvald Gylfason prófess- or, Tómas Tómasson veitingamann og Kristin Bjömsson, forstjóra Skeljungs. Þó grunnskólamir hafi báðir ver- ið góðir segist Kári hafa verið „grát- lega“ lélegur nemandi á þeim árum. Menntunina hafi hann meira fengið heima hjá sér. Skringilegt barn Kári segist halda að hann hafi verið dálítið skringilegt barn. „Ég var mikið út af fyrir mig og eyddi miklum tíma í að lesa og hafa verið mikinn aðdáanda kveð- skapar og bókmennta en frásagnar- gáfa Stefáns var sem kunnugt er mögnuð. Hvort hann hafi erft eitt- hvað af þeim genum vill Kári ekki fjölyrða um. Hann telur engan vafa leika á að allt það sem hann hefur lesið frá barnæsku hafí skilað sér til baka í sínum daglegu störfum. Hann segir umræðuna á íslandi um aukna áherslu á raungreinar ekki svo skynsamlega. Lengja þurfi náms- tíma í skólunum, auka svigrúm til valgreina og leggja meiri rækt við bókmenntir og tungumál. Eina leið- in til að þjálfa ímyndaraflið sé að lesa góðar bókmenntir. Tungumálið sé það tæki sem við notum til að hugsa með. „Ef ég hef eitthvað fram aðfæra sem vísindamaður þá stafar það af því að ég las mikið af bókmenntum sem krakki,“ segir Kári. Lífsreynsla í upptökuferðum Hann brást vonum fóður síns um aö verða skáld en hvað með frétta- „Ef ég hef eitthvaö fram aö færa sem vísindamaöur þá stafar þaö af því aö ég las mikiö af bókmenntum sem krakki,“ segir Kári m.a. í helgarviötalinu. DV-mynd BG „Viö bræöurnir skiptumst í litlu og stóru strákana og viö Halldór, sem vorum miklir mátar, vorum þeir litlu. Viö lutum ströngum aga stóru bræöranna sem höföu hinar ýmsu aöferöir viö aö sjá til þess aö viö gerðum þaö sem til var ætlast," segir Kári í viðtalinu um samband þeirra bræöra. Hér eru þeir á unga aldri, frá vinstri, Hjörleifur, Halldór, Jón og loks Kári. skrifa. Eg var alveg handviss um að ég yrði stórskáld vegna þess að það átti ég að verða. Eyddi töluverðum tíma í að skrifa sögur og ljóð sem er allt saman afskaplega illa saman sett,“ segir Kári og brosir cif hóg- værð. Hetjur hans í æsku voru skáldin og þakkar hann foreldrum sínum þann áhuga. Hann segir fóður sinn manninn? Kom aldrei til greina að feta í fótspor föðurins sem frétta- maöur? Kári hristir hausinn en tek- ur strax fram að á unga aldri hafi hann fengið hluta sinnar menntun- ar á fréttastofu Útvarpsins. „Við bræðumir, og þá einkum ég, fórum iðulega niður á fréttastofu, oftast á sunnudögum. Þá var setið og hlustað á fólk tala saman. Svo fór ég mikið með foður mínum í upp- tökuferðir á sumrin. Þá var ekið um landið og talað við alls konar fólk. Það var stórkostleg lífsreynsla. Ég fór meðal annars með honum þegar hann talaði viö Steinþór á Hala, bróður Þórbergs Þórðar- sonar. Á tæpri viku sagði Steinþór fóður mínum ævisögu sína í nákvæm- lega réttri tímaröð. Ég var með honum allan tímann, sat bara og hlustaði dol- fallinn. Ég ber mjög mikla virðingu fyrir hæfileikan- rnn að geta sagt sögu. Hann nýtist þér hvar sem þú ert,“ segir Kári og talar greinilega af reynslu. Keisarinn í Bubba kóngi En aftur að skólagöng- unni. Að loknu gagnffæða- prófi í Hagaskóla fór Kári í MR. Þar fannst honum „yndilega gaman“, eins og hann segir, andstætt því sem sumum félögum hans fannst. í MR hellti Kári sér lika í námið. „Ég hafði verið latur og lélegur nemandi þangað til ég fór í menntaskóla. Fór að vinna þar af miklum 'krafti. Ég var enginn afburðanem- andi heldur fyrst og fremst dugleg- ur. Mér fannst gaman að læra og eyddi miklum tíma i það. Hafði margra virkilega góða kennara eins og Óla Hans þýskukennara, Ólaf M. Ólafsson íslenskukennara og Örn Helgason eðlisfræðikennara," segir Kári en bætir við að hann hafi ekki bara legið yflr námsbókunum á menntaskólaárunum. Hann hafi tekið mikinn þátt í félagslífinu, m.a. leikið með Herranótt MR. „Ég lék í Bubba kóngi með hæst- virtum forsætisráðherra. Þar lék hann kóng en ég keisara," segir Kári og skemmtir sér við upprifjun- ina. Einnig fróðlegt í ljósi þess að þeir sátu saman i Perlunni sl. mánudag við undirskrift risasamn- ingsins við Hoffmann-LaRoche, kóngurinn og keisarinn. Kári þver- tekur þó fyrir að þeir séu fyrir al- vöru komnir til valda. Davíð sé í senn kóngurinn og keiscirinn, hann sé „bara smákarl í íslenskum iðnaði og vísindarannsóknum!" Örlagarík nótt Vorið 1970 er Kári kominn með hvíta kollinn og námið í MR að baki. Hvað þá átti að taka við segir Kári að hafi verið í fullkominni óvissu. Fyrir tilviljun innritaðist hann í læknadeild og Kári útskýrir með bros á vör hvers vegna: „Einhvern tímann eftir stúdents- próf, á þeim tíma þegar verið var að innrita í Háskólann, þá fórum við að skemmta okkur, ég og vinur minn, Stefán Karlsson, sem nú er prófessor í erfðafræði við Háskól- ann í Lundi. Undir lok nætur löbbuðum við nokkra hringi í kringum Tjömina og Stefán sann- færði mig um að réttast væri fyrir mig að fara upp í Háskóla daginn eftir og skrá mig í læknadeild. Og það gerði ég,“ segir Kári. Læknadeildin ekki algóð í læknadeildinni ílentist Kári. Fann sig ágætlega í náminu en upp- götvaði með tíð og tíma ýmsa ann- marka á þeirri deild. „Eg hef áður látið hafa það eftir mér, á óábyrgan hátt, að mér hafi fundist dvölin í læknadeild heldur leiðinleg. Það er að vísu ekki alsatt. Mér fannst gaman á köflum. Við vorum með fina kennara og ekkert út á þá að setja. Það er líka mjög dramatiskt að vera læknanemi og starfa á sjúkrahúsunum; að sjá las- ið fólk annaðhvort læknast eða deyja. Sú reynsla situr í manni og er mikilvæg. íslenskir læknar fara út í heim vel birgir af þekkingu. Það sem ég hef helst gagnrýnt er að læknadeildin markast af óöryggi stofnunarinnar sem slíkrar. Sífellt var verið að mæla menn og láta þá taka próf. Undirbúningur undir próf tók ansi mikinn tíma nemenda. Mér skilst að þetta hafi skánað lítil- lega en að enn sé töluverð áhersla lögð á þessi próf. Þó að þau séu nauðsynleg þá er mikilvægt að gefa nemendum tækifæri á að þroskast sem vitsmunaverur, ótruflaðir af þessum gífurlegu kröfum um að taka inn magn þekkingar með utan- bókarlærdótni." Óviss með framhaldsnám Líkt og eftir stúdentspróf vorið 1970 var Kári ekki alveg viss sex árum síðar í hvaða framhaldsnám hann ætlaði í læknisfræðinni. Þá var hann ungur faðir tveggja barna Lukkuleg fjölskylda. Ari og Svanhildur samfagna móður sinni, Valgerði Ólafsdóttur, yfir fæöingu yngstu systur áriö 1985 sem síðan var skírö Sól- veig. Það var að sjálfsögðu stoltur faöirinn sem tók myndina. mennrar, íslenskrar þjóðar. Þetta fór að vera áþreifanlegt er ég sá þann möguleika að erlendir háskól- ar og fyrirtæki myndu koma hingað og flytja þennan auð úr landi. Ég ákvað að stíga skrefið á undan og fór að leita eftir fjármagni. Ég setti saman áætlun, fór að stað og þetta gekk upp. Að vísu var þetta algjört brjálæði í fyrstu, koma svona eins staddir áðurnefnda athöfn í * Perlunni og í ljósi þess að faðir Kára var lengi þingmaður er ekki úr vegi að spyrja hann álits á ís- lenskri pólitík nútímans. Hann seg- ir hana hafa breyst gífurlega frá því hann fór vestur um haf 1977. Hinar pólitísku línur séu ekki eins skýrar, ekki sé hægt að skipta henni í „vondu og góðu strákana" eins og Kári ráöfærir sig hér við félaga sinn og nánasta samstarfsmann hjá íslenskri erföagreiningu, Jeff Gulcher, sem var nemandi Kára í Chicago. DV-mynd BG og loftsteinn inn í íslenskt samfélag og ætlast til þess að fá vinnufrið. Það hefði verið hrein frekja að halda að okkur yrði tekið opnum örmum. Við urðum að sanna okkur og ég tel það hafa tekist núna,“ seg- ir Kári og ekki laust við að þungu fargi sé af honum létt. Mestu skipt- ir fyrmefndur samningur við Hoff- mann-LaRoche, að verðmæti upp á 15 milljarða eða svo, sem gæti geflð af sér enn fleiri samninga í framtíð- inni. Með fyrirhuguðum stækkun- um og breytingum stefnir rann- sóknarstofa ÍE í að verða sú stærsta og fremsta í heimi á sviði mann- erfðafræði. Frá erfðafræðinni skulum við víkja okkur á ný að fjölskyldunni og persónunni á bakvið prófessorinn. Kári segir fjölskylduna hafa tekið flutningnum til íslands vel. Svan- hildur býr að vísu í Bandaríkjunum og er í háskóla í Madison í Wiscons- in. Ari starfar hjá föður sínum hjá ÍE en undirbýr nám í mannerfða- fræöi í Bandaríkjunum. Sólveig gengur hér í grunnskóla og Kári segir aö henni líði afskaplega vel á íslandi. Valgerður, eiginkona Kára, kennir sálfræði í Fósturskóla ís- lands. Skemmtilegra samfélag Fjölmargir pólitíkusar voru við- áður fyrr. „Samfélagið hefur tekið miklum breytingum, það er að mörgu leyti skemmtilegra. Pólitíkusarnir eru alls ekki leiðinlegir. Þeir eru minna uppteknir af filósófiunni og hugsa meira um að leysa raunveruleg vandamál," segir Kári en aftekur að hann hafi nokkum tímann hugsað sér að verða pólitíkus líkt og faðir- inn. Ekki dirfskumaður Prófessorinn fer í baklás þegar hann er beðinn um að lýsa sjálfum sér. „Ég held að ég sé ekki sérstak- lega mikill dirfskumaður. Mér finnst þó gaman að taka pínulitla áhættu. Svo fmnst mér bara skyn- samlegt og eðlilegt að gera það sem ég hef verið að gera héma á íslandi undanfarin tvö ár. Ég er búinn að sjá að það þarf ekkert meiri skyn- semi né heppni að láta stóm dæm- in ganga upp heldur en þau litlu. Þegar maður elst upp á heimili þar sem faðir manns er aðdáandi Ein- ars Benediktssonar þá fer maður að sjá svolítið af norðurljósunum í genum sérhvers manns,“ segir Kári Stefánsson að lokum og við hæfi að enda á þeim skemmtilegu nótum sem stund okkar með pró- fessornum var, mitt í amstri hvers- dagsins. -bjb Kveðskapur úr skúffunni Kári var svo ljúfur að opna skúffúna og draga fram í dagsljósið lítið brot af þeim kveðskap sem hann hefur ort í gegnum tíðina. Vísan kom í huga hans er hann fluttist á ný til íslands eftir 20 ára dvöl í Bandaríkjunum: Þaö er á mínu böli bót og björg úr Ijótum pínum aftur aö hafa íslenskt grjót undir fótum mínum. ..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.