Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 4
4 fréttir LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 JLlV ---------—------ Kvenumsækjanda hafnað - sögð fráhrindandi: Vegið að hæfni minni - segir Ólína Torfadóttir sem stefnir Kirkjugörðum Reykjavíkur DV, Akureyri: „Þaö versta í þessu máli öllu er að það er vegið að hæfhi minni sem hjúkrunarfræðings. Ég er ekki talin hæf til að mæta einstaklingum á erf- iðum stundum, eins og viö fráfall að- standenda. Ég tel mig hins vegar hafa getað það í starfi mínu sem hjúkrunarfræðingur og í starfi mínu sem stjómandi í hjúknm. Mér finnst vegið mjög að mínu fagi,“ segir Ólína Torfadóttir, hjúkmnarforstjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri. Ólína var einn af umsækjendum um starf forstjóra Kirkjugarða Reykjavíkim. Hún fékk ekki starfiö og telur að brotin hafi verið á sér lög. Mál hennar hefur farið fyrir kæmnefnd jafnréttismála sem úr- skurðaði að Þórsteinn Ragnarsson, sem ráðinn var til starfsins, hefði ekkert umfram Ólínu sem réttlæti að hann væri fremur ráðinn til þess en hún. Kærunefndin hefur í kjölfar þessa höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem ráöning Þór- steins er kærö. Ýmis ummæli í bréfi lögmanns Kirkjugarðanna til kærunefndar jafhréttismála vekja mikla athygli. Þar segir lögmaðurinn að fram- kvæmdastjóm Kirkjugaröanna hafi leitað upplýsinga um Ólínu og feng- ið í hendur þá vitneskju að það „gustaði um hana“. - Það væri ekki endilega neikvætt, en þó í þetta starf, þar sem um samskipti viö syrgjendur væri að ræða. Þeim hefði þótt Ólína „aggressiv", hún ekki „boðiö af sér mikla kurteisi og lipurð", ekki verið „sympatísk" og þeim hefði þótt hún „fráhrindandi". í bréfi Kirkjugarðanna segir einnig að yfirburðir þess sem ráð- inn var felist m.a. í því að hann sé guðfræðingur, hafi reynslu í safnaö- arstörfum og stjómunarreynsla og viðskipta- og rekstrarfræðimenntun vegi einnig þungt. Ólfna Torfadóttir: „Kannast ekki við að þessi lýsing eigi við mig.“ DV-mynd gk. „Ég kannast ekki við að lýsing framkvæmdastjómarinnar á mér eigi viö mig og það er vegiö mjög að mínum starfsheiðri. Álit jafnréttis- nefndar er að ég sé hæfari en sá ein- staklingur sem var ráðinn og þar með hafi verið brotin á mér lög. Ég spyr mig að því hvað sé að í upp- byggingu þess þjóðfélags sem þarf að setja lög til að tryggja að allir þegnar hafi sama rétt. Þess hefur þó þurft hér, og þaö á að ganga lengra þegar slík lög eru brotin," segir Ólína. Hún segist hafa talið sig hafa allt að bera til starfsins sem hún sótti um. „Ég er með háskólapróf i við- skipta- og hagfræði, ég er með tvö grunnpróf í hjúkmn og sérgreina- próf og hef starfað lengi á gjör- gæsludeildum og við stjómun. En ég upplifi þetta þannig að gildi próf- anna og reynslunnar minnki hins vegar ef kona leggur þau fram,“ seg- ir Ólína. -gk Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins: Svavar með mála- miðlun í auðlindagjaldi - ósigur fyrir formann ef farið verður í harðar atkvæðagreiðslur, segir Steingrímur J. Svavar Gestsson leggur í dag fram á miðstjómarfundi Alþýðu- bandalagsins málamiðlunartillögu í auðlindagjaldsmálum en tvær ólíkar tUlögur liggja óafgreiddar frá síðasta landsfundi. Sveitarstjórnarmál og auðlinda- gjald verða tvö helstu málin á mið- stjómarfundi Alþýðubandalagsins sem byrjaði í gær og verður fram- haldið í dag. Áhugi beinist einkan- lega að því hvort og þá hvaða nið- urstaða fæst í umræðunni um auð- lindagjald. Sérstaklega fylgjast Al- þýðuflokksmenn vel með þeirri umræðu enda sýnist sumum að þar sé mál sem geti skipt verulegu máli varðandi frekari samvinnu og sameiningarhugmyndir flokkanna. Margrét Frímannsdóttir, for- maður flokksins, orðaöi það svo í samtali við DV að annars vegar væri um að ræöa frumvarp Ragn- ars Amalds og sex annarra þing- manna flokksins, sem gengi út á auölindagjald sem standa ætti und- ir rannsóknum á og vemdun nátt- úrunnar. Hún styddi þá hugmynd fullkomlega en hennar eigin hug- myndir gengju lengra. Þar væri auðlindagjaldi t.d. ætlað að styrkja byggð í landinu sem orðið hefði fyrir áfollum vegna stjómvaldsað- geröa tengdum nýtingu auðlinda sem byggðimar hefðu áður byggt á. Hún vildi lítið gera úr þessum ágreiningi og þaö væri alrangt að Svavar Gestsson. setja þetta upp þannig aö það skipti einhverju máli hvort tillag- an væri samþykkt varðandi við- ræður við Alþýðuflokkinn. Hún sagðist gera ráð fyrir að miöstjóm- arfundurinn myndi ná niöurstöðu um þetta mál. Svavar Gestsson, formaður þing- flokksins, hefur hins vegar í smíð- um málamiölunartillögu sem lögð verður fyrir fundinn. „Ég hef unniö að þessari tillögu í þingflokknum. Hún reynir að ná öllum efnisatrið- um málsins saman. Annars er lítill Margrét Frímannsdóttir. ágreiningur í málinu og þetta hefur enga þýðingu til eða frá varðandi viöræður við Alþýðuflokk.“ Steingrímur J. Sigfússon sagði aö það væru engir „talsmenn brjál- æðislegra skattahugmynda Al- þýðuflokks" innan Alþýðubanda- lagsins. Hann taldi miður ef farið yrði í harðar atkvæðagreiðslur um málið á fundinum, sérstaklega væri þaö ósigur fyrir formanninn ef svo færi því þá væri sýnt að hann hefði ekki getað sætt sjónar- mið í málinu. Steingrímur J. Sigfússon. Hvað varðar sveitarstjórnarmál- in sagðist Margrét vilja lýsa yfir mikilli ánægju með úrslit flokksins og frambjóöenda í prófkjöri R-list- ans. Samstarf A-flokkanna og fleiri flokka víða um land væri nú stað- reynd og auðvitað þyrfti miðstjóm að ræða hvaða stefnu flokkurinn ætti að hafa í þeim málum. Á að vera með eina samræmda stefnu í öllum tilvikum eða ætti aö fara mismunandi leiðir í hverju sveitar- félagi fyrir sig? Þessi mál og önnur muni fundurinn ræða. -phh íslensku tónlistarverðlaunin: Styttist í tilnefningar Vinna við íslensku tónlistarverð- launin er nú komin á fullt skrið. Þrír faghópar vinna nú hörðum höndum að því að ákveða hverjir verði tilnefndir til verðlaunanna. Faghóparnir skiptast í popptónlist, jass og klassíska tónlist. í síðustu viku kom helmingur poppfaghópsins saman á Gauki á Stöng. Þessi helmingur faghópsins var skipaður þeim tónlistarmönn- um úr rokk- og poppheiminum sem gáfu út tónlist og voru sjálfir í hringiðunni á síðasta ári. Þar gafst þeim kostur á að greiða kollegum sínum atkvæði sem þeim fannst hafa skarað fram úr á síðasta ári. Hinn helmingur poppfaghópsins er svo skipaður þeim sem hægt er að kalla „poppfræðinga" og vinnur hann einnig ötullega um þessar mundir. Nú er farið að styttast í að faghóp- arnir ljúki vinnu sinni við að stilla upp tilnefningum til verðlaunanna og geta lesendur búist við að fá at- Forkólfar nokkurra helstu hljómsveita landsins komu saman á Gauknum til að segja sitt álit á þvi hverjir sköruðu fram úr á sfðasta ári. DV-mynd Hilmar kvæðaseðla í DV um miðjan mánuð- munu svo fara fram þann 5. mars inn. Sjálf afhending verðlaunanna næstkomandi. -KJA Kára í framboð Mesti spútnik athafnalífsins um þessar mundir er ótvirætt Kári Stefánsson hjá íslenskri erföagreiningu. Nokkrir korn- ungir sjálfstæöis- menn komu að máli við gamalgró- inn forystumann og töldu einsýnt aö flokkurinn yrði að fá þennan farsæla athafna- mann í framboð. Þeim var snar- lega bent á aö litlar likur væru til þess. í fyrsta lagi hefði Kári verið róttækur stúdentaleiðtogi á árum hipp- anna. í öðru lagi væri hann und- an frægum kommúnista, rithöf- I undinum og þingmanni Alþýðu- f bandalagsins, Stefáni Jónssyni, og eplið lægi skammt frá hinni fomu eik. Þaö stóð hins vegar ekki á svari hjá unglingunum: Flokkurinn veröur að sýna breidd og hvaða máli skiptir þótt Kári sé gamall kommi...? Fínt á Skaganum Mildileg fram- ganga yfirvalds- ins á Akranesi við innheimtu skattskuldar Þórðar Þ. Þórðarsonar varð til þess að hagyrðingur nokkur orti þessa limm: Ef skatturinn er þig að plaga og eltir þig nætur og daga. Þá hættu að orga, þú þarft ekki að borga, en flytur í hvelli upp á Skaga. Evrópa heillar Sendiherra Evrópusambands- ins gagnvart íslandi og Noregi heitir John Maddison og hefur margsinnis komið til íslands. Sendiherrann situr í Ósló en er um- hugað um að efla tengslin við ís- land. Nýlega greip hann því tfl þess ráðs að fá ungan íslending til starfa i sendi- ráðinu. Sá sem varð fyrir val- inu er Aðalsteinn Leifsson sem áöur var einmitt formaður samtaka áhugamanna um Evrópumál... Heimir úti í heimi Áhugamaður um gervihnatta- sjónvarp rak upp stór augu ný- verið þegar hann bar niður á þýskri sjónvarpsrás, QWC. Heim- ir Karlsson, fyrr- um íþróttafrétta- maður Stöðvar 2 og síðar sjón- varpsstjóri Stöövar 3, birt- ist skyndilega á skjánum. Hann var þar að kynna vörar sjónvarpsmark- aðar og mælti á enskri tungu en samstarfskona hans mælti á þýsku. Þama var um að ræða hjálparkúlur fyrir þvottavélar sem þau skötuhjú töldu heppilegt fyrir alla að eiga og nota. Klukku- stund síðar var hann enn mættur en nú að selja kodda með inn- byggðum hátölurum, bráðnauð- synlega til að trufla ekki rekkju- nautana. Heimir komst í nokkrar álnir þegar hann sat um hríð sem stjóri Stöðvar 3 en það fyrirtæki varð einna þekktast fyrir það markaösátak sitt að senda þeim sem fengust til að greiða áskrift aö opinni dagskrá stöðvarinnar páskaegg... Umsjón: Reynir Traustason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.