Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 » myndbönd gamanleikarinn og leikstjórinn Mel Smith sem er gamall félagi Rowans Atkinson frá því hann lék meö hon- um í Not the Nine O’Clock News. Eins og Atkinson var Mel Smith uppgötvaður af John Lloyd á Edin- borgarhátíöinni þar sem hann kom fram i grínatriði. Þá hafði hann þeg- ar hafið leikstjórnarferil í leikhús- um víðs vegar um Bretland. Hann er einn af þekktustu grínleikurum Breta og hefur komið fram í mörg- um gamanmyndum beggja vegna Atlantshafsins en leikstjórn á hug hans allan um þessar mundir. Myndin um Mr. Bean er þriðja kvikmyndin hans. Áður hafði hann leikstýrt The Tall Guy með Jeff Goldblum og Emma Thompson í að- alhlutverkum og Radioland Murders. The Tall Guy hlaut góðar viðtökur á sínum tíma en Radioland Murders síðri og hann ætti því að vera sæll með velgengni Beans: The Ultimate Disaster Movie. -PJ Bean:The Ultimate Disaster Movie: Andlitsgrettur hafa alltaf veriö einkenni Rowans Atkinsons þegar hann er í hlutverki Mr. Beans. Herra Baun í Los Angeles Mr. Bean hefur alltaf verið þögul persóna en í myndinni fær hann að segja nokkur orð og meira að segja halda ræðu undir lokin. Hann vinn- ur sem safnvörður á breska þjóð- listasafninu. Yfirmenn hans vilja auðvitað losna við þennan hræðilega starfskraft en af einhverri undar- legri ástæðu tekur forstöðumaður safnsins það ekki í mál. Þegar lista- safn í Los Angeles kaupir á 50 millj- ónir dollara eitt frægasta málverk eftir bandarískan listmálara sem tii er senda þeir beiðni til Englands um að senda þeirra helsta sérfræðing til að vera viðstaddur afhjúpun mál- verksins. Nota yfirmenn Mr. Beans tækifærið til að losna við hann í nokkra mánuði. í Los Angeles tekur forstöðumaður safnsins, David Langley, vel á móti honum og tekur hann inn á heimiii sitt. Mr. Bean er ekki lengi að leggja líf hans í rúst og ævintýri hans á safninu eru vand- ræðalegri en orð fá lýst en svo mik- Bean talar í háskólanum í Newcastle og fékk hæstu einkunnir í sínum árgangi. Hann taldi sjálfur framtíð sína liggja á þeim vettvangi en allt sam- an breyttist það þegar hann hitti framtíðarsamstarfsmenn sína í há- skólanum í Oxford þar sem hann var að læra til MS-prófs. Þeir voru Richard Curtis, handritshöfundur Mr. Bean, Blackadder-þáttanna og Four Weddings and a Funeral, Howard Goddall, sem samdi tónlist- ina fyrir Blackadder og The Thin Blue Line, og Peter Bennet-Jones sem nú er umboðsmaöur hans. Þeir sömdu revíu til að flytja á Edinborg- arhátíðinni 1976 þar sem John Ll- oyd sá Atkinson í fyrsta skipti og sannfærðist um að hann ætti eft- ir að verða stórstjama. Þremur árum seinna fór hann að fram- leiða fyrir sjónvarp og fékk ið er víst að mál- verkið góða er ekki lengi 50 millj- óna dollara virði. nall fálagi Leikstjóri myndarinn- ar er breski Atk- inson til að leika í Not the Nine O'Clock News síðan Blackadd- er. Rowan Atkinson er einn af vin- sælustu grínleikurum Englands. Hann vakti fyrst athygli í sjónvarps- þáttunum Not the Nine O’Clock News og lék síðan i The Thin Blue Line og fjórum Blackadder-seríum. Þá átti hann hlutverk í myndunum Four Weddings and a Funeral og The Tall Guy. Hann er þó þekktast- ur fyrir Mr. Bean, klaufann sem tekst að koma sér í mestu vandræði út af einföldustu hlutum. Mr. Bean hefur komið fram í 14 sjónvarps- þáttum sem eru vinsælasta sjón- varpsefni ITV-stöðvarinnar frá upp- hafi og hafa verið sýndir í 94 lönd- um, auk þess að vera sýndir í milli- landaflugi af 53 flugfélögum. Sex og hálf milljón myndbanda með Mr. Bean hafa selst og þá hefur kvik- myndin einnig gengið framar von- um og sló meðal annars aðsóknar- met í Bretlandi með því að ná inn 2,56 milljónum punda fyrstu sýning- arhelgina, meira en nokkur önnur bresk mynd hafði gert en Four Weddings and a Funeral átti eldra metið sem var 1,4 milljónir punda. Bafmagnsverkfræðingur Rowan Atkinson er langt frá því að teljast hefðbundin kvikmynda- stjarna. Hann er hlédrægur og form- fastur og kann illa við sig i sviðs- ljósinu. Hann segist sjálfur vera þögull í einkalífinu, jafnvel leiðin- legur. Hann vakti kátínu bekkjarfé- laga sinna í barnaskóla með grett- um og eftirhermum og fékk áhuga á leiklist. Hann tók þátt í nokkrum skólaleikritum en var þó ekki á því að helga sig leiklistinni. Hann náði sér í prófgráðu í rafmagnsverkfræði UPPÁHALDS MYNDBANDIÐ MITT Vilborg Halldórsdótfjr leikkona: „Eitt af mínum uppáhalds- myndböndum er Carmen, undir stjóm Carlos Saura. Það er flam- encouppfærsla með einni ustu dansmey Spánar. Síðan get ég nefnt nýsjálensku mynd- ina Once Were Warriors. Það er alveg mögnuð fræg- saga og svo frábær að hún gagn- tekur mann hrein- lega. Svo er ég alltaf á leiðinni að sjá aft- ur mynd sem ég hafði mjög gaman af sem krakki. Það er myndin Dr. Shi- vago sem mér fannst alveg frá- bær. Sérstaklega fannst mér jarðar- fararatriðið í þeirri mynd áhrifaríkt. Ég fer alltof sjaldan í bíó en maðurinn minn gerir mikið að því þannig að hann sér eiginlega um það fyrir okkur bæði. Ég er þó búin að sjá Titanic sem mér fannst alveg æðisleg." -glm Night Falls on Manhattan Sidney Liunet er einn þekktasti kvikmyndaleikstjóri Bandaríkjanna og hefur á löngum og farsælum ferli gert margar gæðakvikmyndir og hafa kvikmynd- ir hans verið I tilnefndar til I fjölda ósk- I arsvorðlauna. Night Falls on ||p Manhattan er I hans nýjasta fi kvikmynd. í I myndinni segir 'jfi Á iögreglu- ■ Æ manni sem hef- fi ur tekið lög- fræðipróf með fram vinnunni. Hann sækir um stöðu hjá saksóknara og er einn fjölda ungra lögfræðinga sem ráðinn er. Þegar foður hans, sem er reyndur lögreglumaður, er sýnt morðtilræði tekur saksóknari New York-borgar hinn unga aðstoð- armann sinn upp á arma sína og er frami hans skjótur. Þegar svo sak- sóknarinn fær hjartaáfall og verður að hætta störfum er ungi lögfræð- ingurinn kosinn í hans stað. Frami hans er mikill og verður hann fljótt var við þrýsting í ýmsum málum. Eitt mál gnæfir yfir annað, spilling innan lögreglunnar og þar sem faðir hans virðist tengjast spillingunni á . saksóknarinn ungi ekki sjö dagana sæla i þessu máli. í aðalhlutverkum eru Andy Garcia, Richai'd Dreyfuss, Lena Olin og Ian Holm. Sam-myndbönd gefa út Night Falls on Manhattan og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Út- gáfudagur er 12. febrúar. McHales Navy McHale’s Navy er gerð eftir gam- alli sjónvarpsseríu sem var vinsæl á sjöunda áratugnum. í sjónvarpss- eríunni lék aðalhlutverkið sá kunni leikari Ernest Borgnine og í kvik- myndaútgáfunni leikur hann lítið gestahlutverk. Það er aftur á móti 1 Tom Arnold, fyrrum maki Ros- eanne, sem leikur fyrrver- andi flotafor- ingja, Quintin McHale, sem neyðist til að snúa aftur til fyrri starfa þegar fjand- maður hans í áranna rás tekur að ógna flotastöðinni sem hann stjórn- aði. Um leið og McHale reynir allt hvað hann getur til að halda ein- kennisbúningi sínum hreinum verður hann nú að leiða hinn marg- lita hóp manna sinna í gegnum kostulegar aðgerðir sem ættu að fá alla óvini hans til að leita skjóls hið fyrsta. Auk Toms Arnolds og Ernests Borgnine leika í myndinni David Allen Grier, Dean Stockwell, Debra Messing og Tim Curry. Leikstjóri er Bryan Spicer. ClC-myndbönd gefa McHale's Navy út og er hún leyfð öllum aldurshóp- ,um. Útgáfudagur er 12. febrúar. Underworld Underworld er ný sakamálamynd um mann sem er i leit að foður- morðingjum. í yfirgefinni vöru- geymslu standa tólf menn uppi við vegg með hendur á höfði. Nokkrum andartökum síðar liggja þeir í valn- um, sallaðir niður af harð- snúnum leigu- morðingja. Leigumorðing- inn heitir Johnny Crown, nýsloppinn úr fangelsi, og það er hann sem er nú að leita uppi gamla óvini, menn sem myrtu föð- ur hans fyrir tveimur árum. Hans helsti félagi er næturklúbbaeigandi sem er ekki allur þar sem hann er séður. Johnny er ákveðinn í að ná til allra þeirra sem stóðu að morð- inu á fóður hans og sá síðasti á að drepast kl. 1.57 sem er sami tími og þegar faðir hans var myrtur og morðið á að fara fram nákvæmlega tveimur árum síðar. Denis Leary leikur Johnny Crow. Aðrir leikarar eru Joe Mantegna, Annabella Sciorra og Larry Bis- hop. Leikstjóri er Roger Christian. Myndform gefur Underworld út og er hún bönnuð börnum innan 16 ára. Útgáfudagur er 12. febrúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.