Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 26
n hliðin Sveinn Lngi Sölvason badmintonkappi: Á fimmtíu sæta Scaníu „Það var mjög gaman og reynsluríkt að komast í úrslitaleikinn á móti Brodda um helgina. Það var frekar óvænt að ég skyldi komast svona langt og því var ég frekar af- slappaður í úrslitaleiknum. Broddi spilaði vel í leiknum, var betri en ég, gerði færri villur og var mjög nákvæmur. Engu að síð- ur er ég sáttur við árangur minn í mótinu," segir Sveinn Logi Sölvason, tvítugur Reyk- víkingur sem spilaði til úrslita í einliöaleik karla á íslandsmótinu í badminton um síö- ustu helgi. Sveinn Logi hefur spilað bad- minton frá því hann var níu ára gamall, lýk- ur stúdentsprófi af eðlisfræðibraut MS í vor og ætlar síöan til Danmerkur tilþess að geta einbeitt sér að íþróttinni af kappi. Hann sýn- ir á sér hina hliðina að þessu sinni. Fullt nafn: Sveinn Logi Sölvason. Fæðingardagur og ár: 2. maí 1978. Maki: Enginn. Börn: Engin. Bifreið: Stór fimmtíu sæta appelsínugul Scania rúta meö einkabílstjóra. Starf: Er í fullu starfl og vel það við að spila badminton og ganga í skóla. Laun: NÚLL. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nokkrum sinnum unnið 50 kr. á happa- þrennu, annars spila ég sjaldan. Hvað flnnst þér skemmtilegast að gera? Að vera með skemmtilegu fólki. Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera? Hlaupa á eftir strætó og að skipta um á rúm- inu. Uppáhaldsmatur: Rjúpur að hætti pabba á jólunum. • Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn og malt. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Elsa Nielsen badmintonhetja. Uppáhaldstímarit: Steingerður, skóla- blað MS. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð? Naomi Campbell. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjóminni? Alveg sama. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Matthew Perry í Friends. Uppáhaldsleikari: Matthew Perry. Uppáhaldsleikkona: Lisa Kudrow. Uppáhaldssöngvari: Bono. Uppáhaldsstjóramálamaður: Sigfús Ægir Árnason. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Jonny Bravo á Cartoon Network. Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends eru langbestir og ég klikka aldrei á þeim. Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús: Þrir Frakkar. Hvaða bók langar þig mest til þess að lesa? Fótspor á himnum eftir Einar Má. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM 957. Uppáhaldsútvarpsmaður: Þór og Steini. Hverja sjónvarpsstöðina horflr þú mest á? „Sjón varp allra landsmanna' Uppáhaldssjónvarps- maður: Enginn sér- stakur, Bjami Fel. var bestur. Uppáhalds- skemmtistað- ur/krá: Heima er best. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur, TBR. Stefnir þú að ein- hverju sérstöku í framtíðinni? Mark- miðið er að vera betri í því sem ég er að gera og að njóta lífsins. Hvað ætlar þú að gera í sumarfríinu? Fara eitthvað til útlanda án þess að hafa spaðana með, helst í mikla sól. -sv/bjb Sveinn Logi ætlar meö spaö- ann til Danmerkur í haust til þess aö einbeita sér enn frek- ar að badmintoninu. DV-mynd E.ÓI. unglingar LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 Árleg söngvakeppni fálagsmiðstöðvanna á Hótel Islandi: Söngvarar 21. aldar Árleg söngvakeppni félagsmið- stöðvanna fór nýlega fram á Hótel íslandi, á skemmtistaðnum Broad- way. Þetta var í sjöunda skipti sem keppnin fór fram og að þessu sinni voru atriðin 28 frá jafn mörgum fé- lagsmiðstöðvum. Sem fyrr var það félagsmiðstöðin Þróttheimar sem hafði veg og vanda af undirbúningi keppninnar en hún útvegar heljar- innar karaoke-tæki sem keppendur notast við. Fyrst var þetta lítil keppni á milli félagsmiðstöðvanna í Reykjavík en hefur undið ærlega upp á sig í gegnum tíðina. Broadway troðfylltist af gestum, um 1500 talsins, sem skemmtu sér konunglega og án nokkurra vand- ræða. Að sögn Sigurðar Geirdals, starfsmanns Þróttheima, gáfu að- standendur Broadway gestum og keppendum hin bestu ummæli vegna prúðmannlegrar framkomu. Guðrún Geirsdóttir óperusöngkona, Hrólfur Sæ- munds- son söng- Jr nemi Spennandi keppni Keppnin var hörð og spennandi. Dómnefndinni var vandi á höndum en hana skipuðu Sigrún Eiríksdóttir úr Kolrössu, Steinþór Einarsson, formaður Samfés, Hulda Njarövík í léttri sveiflu. og Þorvaldur D. Kristjánsson, sjálf- ur Bugsy Malone. Hressilegur kynn- ir var Ottó Tynes. En það varð að velja sigurvegara. Dómnefndin komst þó loks að niður- stöðu. Sá sem hreppti 1. sætið var Guðmundur Steinn Gunnarsson frá félags- miðstöðinni Árseli. Hann söng Bítlalagið Hard Days Night af mik- illi innlifun og fékk fín verðlaun fyrir, m.a. far- andbikar, verðlaunapeninga, geisla- diska, ljósa- og líkamsræktartíma og loks ferðageislaspilara til handa Árseli. í 2. sæti höfnuðu Pétur Rafnsson og Benjamín Magnússon frá Hjalla- skóla í Kópavogi. Þeir fluttu nokk- urs konar rapp-mix við feiknagóðar undirtektir í húsinu. í 3. sæti var Halla Vilhjálmsdóttir sem keppti fyrir hönd Tónabæjar. Hún söng gamla, góða lagið Fever. Fyrir frumlegasta atriðið voru krakkar frá Þróttheimum verðlaun- aðir með Katrinu Hrefnu Jóhanns- dóttur í fararbroddi. Hún söng lagið White Rabbit með Jefferson Air- plane. Hrund Snorradóttir frá félagsmið- stöðinni Arnardal á Akranesi var verðlaunuð fyrir flottasta búning þeirra flytjenda sem stigu á stokk. -bjb Sigurvegari kvöldsins, Guömundur Steinn Gunnarsson, fær hér verö- launin fyrir 1. sætiö. Halla Vilhjálmsdóttir tekur lagiö en hún hafnaöi í 3. sæti. Rappararnir Pétur Rafnsson og Benjamín Magnússon lentu í 2. sæti. Myndir Hólmfrf&ur Svavarsdóttir Frumlegasta atriðiö kom frá Próttheimum. Æði skrautlegir búningar eins og sjá má. Hrund Snorradóttir frá Akranesi meö verölaunin fyrir flottasta bún- inginn. Freestyle-keppni Tónabæjar 1998 Allir unglingar sem áhuga hafa á dansi ættu að setja sig í stellingar. Freestyle-keppni Tónabæjar er að hefjast með viðgeigandi danssporum. Und- ankeppni fyrir Reykjavíkur- svæðið verður í Tónabæ þann 13. febrúar. Úrslit fyrir 13-17 ára verður þann 20. febrúar og hefjast báðar keppnimar kl. 20.00. Keppni 10-12 ára verður svo 28. febrúar kl. 14.00. Kynn- ar em ekki af verri endanum; hinn fjörugi Magnús Scheving og hin líflega Elma Lísa sjá um að kynna. Er öruggt að keppn- in verður skemmtileg sem áður og er um að gera að skella sér í Tónabæ og sjá hvað dansarar dagsins í dag era að búa til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.