Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 26
n hliðin
Sveinn Lngi Sölvason badmintonkappi:
Á fimmtíu sæta Scaníu
„Það var mjög gaman og reynsluríkt að
komast í úrslitaleikinn á móti Brodda um
helgina. Það var frekar óvænt að ég skyldi
komast svona langt og því var ég frekar af-
slappaður í úrslitaleiknum. Broddi spilaði
vel í leiknum, var betri en ég, gerði færri
villur og var mjög nákvæmur. Engu að síð-
ur er ég sáttur við árangur minn í mótinu,"
segir Sveinn Logi Sölvason, tvítugur Reyk-
víkingur sem spilaði til úrslita í einliöaleik
karla á íslandsmótinu í badminton um síö-
ustu helgi. Sveinn Logi hefur spilað bad-
minton frá því hann var níu ára gamall, lýk-
ur stúdentsprófi af eðlisfræðibraut MS í vor
og ætlar síöan til Danmerkur tilþess að geta
einbeitt sér að íþróttinni af kappi. Hann sýn-
ir á sér hina hliðina að þessu sinni.
Fullt nafn: Sveinn Logi Sölvason.
Fæðingardagur og ár: 2. maí 1978.
Maki: Enginn.
Börn: Engin.
Bifreið: Stór fimmtíu sæta appelsínugul
Scania rúta meö einkabílstjóra.
Starf: Er í fullu starfl og vel það við að
spila badminton og ganga í skóla.
Laun: NÚLL.
Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói?
Nokkrum sinnum unnið 50 kr. á happa-
þrennu, annars spila ég sjaldan.
Hvað flnnst þér skemmtilegast að
gera? Að vera með skemmtilegu fólki.
Hvað flnnst þér leiðinlegast að gera?
Hlaupa á eftir strætó og að skipta um á rúm-
inu.
Uppáhaldsmatur: Rjúpur að hætti pabba
á jólunum. •
Uppáhaldsdrykkur: íslenskt vatn og
malt.
Hvaða íþróttamaður stendur fremstur
í dag? Elsa Nielsen badmintonhetja.
Uppáhaldstímarit: Steingerður, skóla-
blað MS.
Hver er fallegasta kona sem þú hefur
séð? Naomi Campbell.
Ertu hlynntur eða andvígur ríkis-
stjóminni? Alveg sama.
Hvaða persónu langar þig mest til að
hitta? Matthew Perry í Friends.
Uppáhaldsleikari: Matthew Perry.
Uppáhaldsleikkona: Lisa Kudrow.
Uppáhaldssöngvari: Bono.
Uppáhaldsstjóramálamaður: Sigfús
Ægir Árnason.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Jonny
Bravo á Cartoon Network.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Friends eru
langbestir og ég klikka aldrei á þeim.
Uppáhaldsmatsölustaður/veitingahús:
Þrir Frakkar.
Hvaða bók langar þig mest til þess að
lesa? Fótspor á himnum eftir Einar Má.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best?
FM 957.
Uppáhaldsútvarpsmaður:
Þór og Steini.
Hverja sjónvarpsstöðina
horflr þú mest á? „Sjón
varp allra landsmanna'
Uppáhaldssjónvarps-
maður: Enginn sér-
stakur, Bjami Fel.
var bestur.
Uppáhalds-
skemmtistað-
ur/krá: Heima er
best.
Uppáhaldsfélag í
íþróttum: Tennis- og
badmintonfélag
Reykjavíkur, TBR.
Stefnir þú að ein-
hverju sérstöku í
framtíðinni? Mark-
miðið er að vera betri í
því sem ég er að gera
og að njóta lífsins.
Hvað ætlar þú að
gera í sumarfríinu? Fara
eitthvað til útlanda án
þess að hafa spaðana
með, helst í mikla sól.
-sv/bjb
Sveinn Logi ætlar meö spaö-
ann til Danmerkur í haust til
þess aö einbeita sér enn frek-
ar að badmintoninu.
DV-mynd E.ÓI.
unglingar
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
Árleg söngvakeppni fálagsmiðstöðvanna á Hótel Islandi:
Söngvarar 21. aldar
Árleg söngvakeppni félagsmið-
stöðvanna fór nýlega fram á Hótel
íslandi, á skemmtistaðnum Broad-
way. Þetta var í sjöunda skipti sem
keppnin fór fram og að þessu sinni
voru atriðin 28 frá jafn mörgum fé-
lagsmiðstöðvum. Sem fyrr var það
félagsmiðstöðin Þróttheimar sem
hafði veg og vanda af undirbúningi
keppninnar en hún útvegar heljar-
innar karaoke-tæki sem keppendur
notast við. Fyrst var þetta lítil
keppni á milli félagsmiðstöðvanna í
Reykjavík en hefur undið ærlega
upp á sig í gegnum tíðina.
Broadway troðfylltist af gestum,
um 1500 talsins, sem skemmtu sér
konunglega og án nokkurra vand-
ræða. Að sögn Sigurðar Geirdals,
starfsmanns Þróttheima, gáfu að-
standendur Broadway gestum og
keppendum hin bestu
ummæli vegna
prúðmannlegrar
framkomu.
Guðrún Geirsdóttir
óperusöngkona,
Hrólfur Sæ-
munds-
son
söng- Jr
nemi
Spennandi
keppni
Keppnin var hörð og
spennandi. Dómnefndinni var vandi
á höndum en hana skipuðu Sigrún
Eiríksdóttir úr Kolrössu, Steinþór
Einarsson, formaður Samfés, Hulda
Njarövík í léttri sveiflu.
og Þorvaldur D. Kristjánsson, sjálf-
ur Bugsy Malone. Hressilegur kynn-
ir var Ottó Tynes.
En það varð að velja sigurvegara.
Dómnefndin komst
þó loks að niður-
stöðu. Sá sem
hreppti 1. sætið var
Guðmundur Steinn
Gunnarsson frá félags-
miðstöðinni Árseli.
Hann söng Bítlalagið
Hard Days Night af mik-
illi innlifun og fékk fín
verðlaun fyrir, m.a. far-
andbikar, verðlaunapeninga, geisla-
diska, ljósa- og líkamsræktartíma
og loks ferðageislaspilara til handa
Árseli.
í 2. sæti höfnuðu Pétur Rafnsson
og Benjamín Magnússon frá Hjalla-
skóla í Kópavogi. Þeir fluttu nokk-
urs konar rapp-mix við feiknagóðar
undirtektir í húsinu. í 3. sæti var
Halla Vilhjálmsdóttir sem keppti
fyrir hönd Tónabæjar. Hún söng
gamla, góða lagið Fever.
Fyrir frumlegasta atriðið voru
krakkar frá Þróttheimum verðlaun-
aðir með Katrinu Hrefnu Jóhanns-
dóttur í fararbroddi. Hún söng lagið
White Rabbit með Jefferson Air-
plane.
Hrund Snorradóttir frá félagsmið-
stöðinni Arnardal á Akranesi var
verðlaunuð fyrir flottasta búning
þeirra flytjenda sem stigu á stokk.
-bjb
Sigurvegari kvöldsins, Guömundur
Steinn Gunnarsson, fær hér verö-
launin fyrir 1. sætiö.
Halla Vilhjálmsdóttir tekur lagiö en
hún hafnaöi í 3. sæti.
Rappararnir Pétur Rafnsson og Benjamín Magnússon lentu í
2. sæti. Myndir Hólmfrf&ur Svavarsdóttir
Frumlegasta atriðiö kom frá Próttheimum. Æði
skrautlegir búningar eins og sjá má.
Hrund Snorradóttir frá Akranesi
meö verölaunin fyrir flottasta bún-
inginn.
Freestyle-keppni
Tónabæjar 1998
Allir unglingar sem áhuga
hafa á dansi ættu að setja sig í
stellingar. Freestyle-keppni
Tónabæjar er að hefjast með
viðgeigandi danssporum. Und-
ankeppni fyrir Reykjavíkur-
svæðið verður í Tónabæ þann
13. febrúar. Úrslit fyrir 13-17
ára verður þann 20. febrúar og
hefjast báðar keppnimar kl.
20.00. Keppni 10-12 ára verður
svo 28. febrúar kl. 14.00. Kynn-
ar em ekki af verri endanum;
hinn fjörugi Magnús Scheving
og hin líflega Elma Lísa sjá um
að kynna. Er öruggt að keppn-
in verður skemmtileg sem áður
og er um að gera að skella sér í
Tónabæ og sjá hvað dansarar
dagsins í dag era að búa til.