Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 33
ID'V LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 Faglegar ráðleggingar um hreyfingu og álag: imm 41 Það færist 1 vöxt að fólk finni hjá sér þörf til að stunda einhverja hreyfmgu sér til heilsubótar og fólk gerir sér í auknum mæli grein fyrir þvi að holi hreyfmg er lykillinn að vellíðan og hreysti. Hins vegar vakna oft spumingar um hreyfmg- una sem gerast áleitnar og eru ekki allir sammála um svörin. Hvemig á fólk að haga hreyfing- unni, hvaða hreyfmg/íþrótt er æski- legust, er eitthvert vit í því að byrja að hreyfa sig á gamals aldri, hvenær á lífsleiðinni er best að draga úr hreyfmgu? Er til eitthvað sem heitir of mikil hreyfing, er fjöl- breytni í hreyfingu af hinu góða, er keppnishugsun í hreyfmgu skaðleg eða er aðalatriðið bara að vera með? Hvaða meiðsli eru algengust og hvernig er best að varast meiðsli? Ragnar Hermannsson, sjúkraþjálf- M WmsUu 21. mars: Flóahlaup UMF Sam- hygðar Hlaupið hefst klukkan 14.00 við Félagslund, Gaulverja- hreppi. Vegalengdir eru 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn. Verð- laun fyrir þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar gefur Mark- ús ívarsson í síma 486 3318. 23. apríl: Víðavangshlaup ÍR Hlaupið hefst klukkan 13.00 við Ráðhús Reykjavíkur. Vega- lengd er 5 km með tímatöku. Flokkaskipting bæði kyn. Keppnisflokkar í sveitakeppni era íþróttafélög, skokkklúbbar og opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverjum aldursflokki. Boðið verður upp á kafllhlaðborð eftir hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá klukkan 11.00. Upplýsingar gefa Kjartan Ámason í síma 587 2361, Hafsteinn Óskarsson s. 557 2373 og Gunnar Páll Jóakimsson S. 565 6228. 23. apríl: Víðavangshlaup Hafnarfjarðar Hlaupið hefst á Víðistaöatúni í Hafnaifiröi. Vegalengdir eru 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu, bæði kyn. Sigurvegari i hverjum flokki fær farandbikar. Upplýs- ingar gefur Sigurður Haralds- son í síma 565 1114. 23. apríl: Víðavangshlaup Vöku Upplýsingar um hlaupið gef- ur Aðalsteinn Sveinsson í síma 486 3304. 23. apríl: Víðavangshlaup Skeiðamanna Upplýsingar gefur Valgerður Auðunsdóttir í síma 486 5530. Ragnar Hermannsson er sjúkraþjálfari hjá Gáska. DV-mynd Hilmar Þór ari hjá Gáska og íþróttaþjálfari í handknattleik, þekkir vel til flestra þessara þátta. Ragnar hefur starfað sem sjúkraþjálfari bæði karlalands- liðsins í knattspymu og bridge- landsliðsins. „Það er aldrei of seint að byrja að hreyfa sig og sá hópur sem nær yfir- leitt bestum árangri er eldra fólkið. Það nær oft ótrúlegum árangri í skynsamlega uppsettri þjálfun. Lík- aminn hefur þann eiginleika að taka við þjálfun alla tíð, svo framar- lega sem heilsan sé í þokkalegu lagi. Eldra fólk sem hreyfir sig reglulega er betra til heilsunnar, virkara og í betra formi,“ segir Ragnar. I kjölfar vandamáls „Það sem er hins vegar sorglegast við þetta allt saman, er að fólk byrj- ar oft ekki hreyfinguna fyrr en í kjölfar einhvers vandamáls sem hef- ur komið upp og „neyðist" til þess að fara út í einhverja þjálfun. Við sjúkraþjálfarar eram að reyna að ná til eldra fólks og rannsóknir stað- festa það að hægt er að ná miklum framforum hjá þeim. Það sem skiptir máli með þá þjálf- un og alla þjálfun, er að hún sé ein- staklingsmiðuð og taki tillit til þess forms sem fólk er í þegar það byrj- ar. Fagmennskan þarf náttúrlega að vera i fyrirrúmi. Fólk þyngist með aldrinum, stirðnar, missir úthald og þrek. Reglubundin þjálfun er þess vegna ekkert annað en fjárfesting í betri heilsu, líðan, úthaldi og hægir á öldrun. Lífsgæðin verða meiri, hreyfingin dregur úr þreytu. Hins vegar, ef komin eru ákveðin vandamál eins og yfirþyngd, of hár blóðþrýstingur eða of hátt kólester- ól, þá þarf að taka aðra þætti sam- hliða, breyta lífsstílnum, mataræð- inu og setja þarf þjálfunina inn í stærra samhengi. Þá er meiri nauð- syn til þess að byrja hægt á öllum æfingum og fara varlega af stað. All- ir sem ætla sér að fara í þjálfun, ættu að minu viti að láta sérfræðing gera á sér líkamlegt mat. Síðan þarf viðkomandi aðili að setja sér ákveð- ið markmið, gera sér grein fyrir hvaða takmarki hann ætlar að ná.“ Markmiðið skiptir máli „Það er ekki sama hvort aðeins eigi að hreyfa sig til að losna við ákveðin óþægindi eða til þess að ná því markmiði að geta hlaupið heilt maraþonhlaup. Markmiðið skiptir máli. Það þarf ekkert endilega aö æfa með keppni í huga, en samt sem áður er nauðsynlegt að setja sér markmið. Ef menn fara í þjálfun án þess að gera sér grein fyrir neinu markmiði, er mjög líklegt að við- komandi gefist fljótlega upp. Þess vegna er svo mikilvægt að sem flest- Umsjón ísak Öm Sigurðsson ir fari í mat áður en hafist er handa. Það þarf að vera jafnvægi milli liðleika, styrks og úthalds. Ef ein- hverjir þessara þátta era slappir, þá getur röng þjálfún valdið vandamál- um, meiðslum eða jafnvel gert ógagn sem getur jafnvel fælt frá æf- ingum. Þá er jafnvel verr af stað far- ið en heima setið. Ef það er ójafn- vægi í líkamanum, getur æfingaálag Það er aldrei of seint aö byrja hreyf- inguna, aldrað fólk nær oft betra ár- angri en yngra fólk. valdið óþægindum. Þá getur verið að maður fari út úr æfingaáætlun- inni á röngum forsendum. Fólk á að byrja rólega og hafa skipulag á hlutunum. Ef ákveðið er að æfa sig tvisvar í viku, eiga menn að standa við þaö, bæta síðan þriðju æfingunni við og vinna sig upp. Ekki að göslast af stað með látum og gera kraftaverk. Það er langtíma- vinna að ná sér i gott form. Mín skoðun er sú að æskilegasta hreyfing sem til er sé styrktarþjálf- un. Hún styrkir vöðvakerfi likam- ans, vöðva og bein, auk þess sem hún eykur branann. Styrktarþjálf- un er þannig ein besta leiðin til að grennast. Mikilvægt er að teygja vel með henni. Svo þarf auðvitað að vera inni í allri þjálfun einhver út- haldsþáttur. Mismunandi íþrótta- greinar vinna misvel í þessum þátt- um. Þeir sem til dæmis spila fót- bolta tvisvar í viku ná fyrst og fremst árangri í úthaldi. Badminton er mjög góð hreyfing, sundið sömuleiðis. En best er að blanda saman mörgum þáttum og hafa í senn bæði skemmtilega en um leið markvissa. Æfingar í fót- bolta þrisvar í viku eingöngu er þannig ekki líkleg leið fyrir mann á miðjum aldri til þess að leysa sín vandamál til lengri tíma litiö, þó að slík hreyfing sé vissulega betri en að gera ekki neitt. Æfingar tvisvar í viku í fótbolta og tvisvar í viku í tækjasal, er hins vegar mjög góð blanda. Skokk er mjög góö hreyfing, en hins vegar er skokk ekki fyrir óþjálfað fólk, heldur fyrst og fremst fyrir vel þjálfaða einstaklinga. Ef illa þjálfaður einstaklingur ætlar að byrja sína hreyfingu á skokki er hann líklegur til þess að fá alls kyns vandamál og óþægindi. Hlaup gera miklar kröfur til líkamans. Þess vegna er það ráðlagt fyrir þá sem ætlar að byrja að skokka að byrja inni á göngubretti, stigvélum eða spinning. Gönguæfingar eru hins vegar mjög góð æfing og stórlega vanmet- in hreyfing. Að ganga stiga í stað- inn fyrir að taka lyftuna, ganga út í búð í stað þess að keyra, hefur ótrú- lega mikil áhrif til góðs fyrir þá sem hreyfa sig lítið. Það er fullt af hlut- um sem hægt er að gera í daglega lífinu, án þess beinlínis að vera að æfa. Ofþjálfun er einnig þekkt fyrir- bæri og þarf að taka tillit til þess. Einkenni ofþjálfunar er þreyta, sljó- leiki, máttleysi og oft byrja menn að léttast óeðlilega mikið. Að trimma sig niður Það virðist vera misjafnt eftir íþróttagreinum hvemig menn trimma sig niður. Sundmenn, hlauparar og frjálsíþróttafólk virð- ist halda nokkuð beint áfram og sama virðist gilda um þá sem eru í badminton eða spaðaíþróttum. Þeir virðast eiga auðvelt með að trappa niður keppnisálagið og halda áfram að hreyfa sig. Boltafólkið hins veg- ar, þegar það hættir að geta keppt í grein sinni, þá er eins og ánægjan fari. Ég get nefnt það sem dæmi að margir fótboltaþjálfarar eru fyrrum leikmenn og þeir fitna mjög fljótt eftir að þeir hætta að keppa sjálfir. Þegar ánægjan úr boltanum er far- in, þá hafa þeir sig ekki út í aðra^ hreyfingu. Álgengustu meiðslin eru tognan- ir, festumein og alls kyns álags- meiðsli. Ef menn fara til fagfólks og fá skynsamlega uppbyggt prógram og ráðleggingar strax í upphafi er að mestu leyti hægt að komast hjá meiðslum. Oftast nær byggjast meiðslin á einhverju misræmi sem er í líkamsbyggingunni eða í vöðva- styrkingunni sem er í gangi. Fólk getur verið of sterkt en of stirt. Eða of veikt og of liðugt í leiðinni. Bak- ið er ekki nógu öflugt fyrir þær æf-'— ingar sem stundaðar era o.s.frv. Þannig meiðsli geta versnað eða tekið sig upp eða orðiö til ef illa þjálfað fólk fer of rösklega eða vit- laust af stað. Það er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem ætla að byrja hreyfingu án þess að hafa hreyft sig að ráði, að láta meta sig hjá sérfræðingi og setja upp prógram við sitt hæfi. Það er aldrei of seint að byrja. Það þarf heldur ekki að æfa jafn mikið og verið er að predika. Hægt er að ná mjög góðum árangri með því einu aö æfa reglulega. Aðalat- riðið er að setja einhver markmið og láta setja upp prógram sem hæf- ir viðkomandi einstaklingi og er lík- legt til þess að halda honum við efn-‘ _ ið. Þegar hann er kominn vel af stað er auðvelt að bæta við,“ segir Ragn- ar. World Class- hlaupið Hið árlega World Class-hlaup er hafiö en það fer fram á hlaupa- brettum í líkamsræktarstöðinni World Class. Undankeppnin er hafin og stendur fram til 11. mars en úrslitin fara fram laugardag- inn 14. mars. Keppnin fer þannig fram að hver keppandi hleypur í 20 mínútur á hlaupabretti og sá sigrar sem fer lengst á þessum tíma. Þeir sem taka þátt, fara í af- greiðsluna og fá þátttökueyðublaö sem fyllt er út að lokinni und- ankeppninni. Mælt er með að keppendur hiti vel upp fyrir átök- in og þess verður að gæta að brettið sé stopp þegar hlaupið hefst. Keppendum er treyst til að skrá réttar vegalengdir á eyöu- blöðin. Átta bestu keppendumir keppa síðan til úrslita í byrjun mars. Þátttökugjald er ekkert fyr- ir World Class-korthafa en aðrir greiða eingöngu stakan tíma. Sigurvegarar fá Adidas-hlaupa- skó og Leppin Sport-vörur. Verö- laun verða veitt fyrir þrjá fyrstu í karla- og kvennaflokki. Einnig verða útdráttarverðlaun frá Adi- das og Leppin Sport. -V.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.