Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 47
B V\7~ LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 55- Asdís Loftsdóttir Ásdís Loftsdóttir, hönnuður og kaupmaður, Borgarholtsbraut 43, Kópavogi, er fertug í dag. Starfsferill Ásdís fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp til tólf ára aldurs er hún flutti í Kópavoginn. Hún stund- aði nám við Kvennaskólann í Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá MH, stundaði nám í tískuhönnun og markaðsfræði við The American College for the Aplied Arts, lauk þar BA-prófi og vann jafnframt til fyrstu verðlauna fyrir tískuhönnun í Los Angeles og stundaði nám við sama skóla í London 1986. Ásdís stofnaði fyrirtækið Diza 1986 sem fyrstu árin hannaði fatnað fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Ás- dís dró úr umfangi rekstursins um skeið vegna annarra starfa og bam- eigna en frá 1996 hefur hún starf- rækt fyrirtækið sem verslun og vinnustofu að Hverfisgötu 117 í Reykjavík. Ásdís stundaði sýningarstörf hjá Módelsamtökunum á annan áratug frá 1976 og var jafnframt við sýning- arstörf í London 1978 og 1979, stund- aði verslunarstörf og var m.a. versl- unarstjóri í tískuversluninni Assa frá stofnun 1982, var flugfreyja hjá Flugleiðum sumrin 1983^85, stund- aði dagskrárgerð fyrir RÚV og Stöð 2 1986-88, fyrir Ríkisútvarpið á Ak- ureyri 1989, fyrir Dægurmálaút- varpið, Rás 2 1992-93, sá um tísku- þátt í Morgunblaðinu 1986-88, kenndi við Tómstundaskólann 1986-87 Og við VMA 1989-90. Hún hefur gegnt ýmsum trúnað- arstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sat í stjórn Heimdallar 1981-83, í stjóm Hvatar 1988-89, var á fram- boðslista flokksins til bæjarstjóm- arkosninga á Akureyri 1990 og var varaformaður jafnréttisnefndar Ak- ureyrar 1990-91. Fjölskylda Ásdís giftist 11.8. 1990 Guðmundi Stefáni Sigurbjörnssyni, f. 26.12. 1954, byggingarmeistara og verk- stjóra hjá Viðari ehf. Hann er sonur Sigurbjöms Þorsteinssonar, f. 27.3. 1926, d. 1988, bygg- ingarmeistara á Ak- ureyri, og k.h., Mar- grétar Sigurðardótt- ur, f. 19.11. 1926, hús- móður. Börn Ásdísar og Guðmundar Stefáns eru Aðalheiður Steina, f. 25.8. 1988; Jóna Margrét, f. 5.4. 1990; Berglind Ósk, f. 7.7. 1993. Börn Guðmundar frá fyrra hjónabandi em Björn Þór, f. 12.9. 1974 en sambýlis- kona hans er Guðrún Rut Hreiöars- dóttir og eru börn þeirra Anita Lind, f. 21.4.1996, og óskírður sonur, f. 31.1.1998; Ama Rún, f. 1.8.1978, en sambýlismaður hennar er Haukur Jónsson og eiga þau óskírða dóttur, f. 9.12. 1997. Hálfbróðir Ásdísar, sammæðra, er Guðjón Scheving Tryggvason, f. 7.10. 1951, verkfræðingur hjá Sigl- ingamálastofnun, kvæntur Sigrúnu Stefánsdóttur meinatækni og eiga þau þrjú börn. Alsystkin Ásdísar eru Jón, f. 15.9. 1954, rafeinda- virki hjá Kögun, kvæntur Jóhönnu P. Björgvinsdótt- ur flokkstjóra og eiga þau tvö börn; Hreinn, f. 12.1. 1956, hrl. og meðeigandi Lögmanna, Höfðabrekku, kvæntur Ingibjörgu Kjart- ansdóttur, meinatækni og heildsala og eiga þau þrjú börn; Magnús, f. 12.1. 1957, markaðsfulltrúi og meðeig- andi auglýsingastofunnar Hvíta húsið en maki hans er Gunnar Ásgeirsson hárgreiðslu- meistari. Foreldrar Ásdísar: Loftur Magn- ússon, f. 24.7. 1925, fyrrv. kaupmað- ur og sölumaður, og k.h„ Aðalheið- ur Steina Scheving, f. 19.2. 1927, fyrrv. hjúkrunarframkvæmdastjóri Geðdeildar Borgarspítalans. Ásdís hefur síðdegisboð að heim- ili sinu fyrir fjölskylduna og vini á afmælisdaginn. Ásdís Loftsdóttir. Þorbjörg Sigurðardóttir Þorbjörg Sigurðardóttir, Obba, saumakona, Efstalandi 16, Reykja- vík, er fimmtug í dag. Starfsferill Þorbjörg fæddist við Bragagötuna í Reykjavík en ólst upp í Hæðar- garði í Reykjavík. Hún lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms í Reykjavík, stundaði nám við sníðaskóla í ísrael 1980 og hefur frá sl. hausti stundað nám í leikhúshönnun við Croydon Col- lege, Higher Education Centre í Croydon á Englandi. Að loknu gagnfræðaskólanámi var Þorbjörg bamfóstra í Glasgow í Skotlandi í eitt ár. Hún hóf síðan búskap með manni sínum í Skotlandi og stundaði þar húsmóð- urstörf næstu árin. Auk þess vann hún við módelsýningar, tók aö sér heimasaum á fatnaði og vann m.a. til verðlauna fyrir hönn- un og saumaskap. Þau hjónin fluttu til ísraels 1979 og bjuggu þar í tiu ár. Þar starfaði Þorbjörg hjá þekktum fataframleiðendum og tók að sér sauma. Þau hjónin skildu 1990 og flutti hún þá til íslands. Á íslandi hefur hún lengst af unnið hjá ÍTR í Reykjavík, s.s. við Skautasvellið í Laugar- dal, Tjaldstæðið í Laug- ardal, við Hitt húsið, sundlaugina við Austurberg og við Sundlaug Vesturbæjar. Fjölskylda Þorbjörg giftist 27.10.1967 Jerome Anthony Gerber, f. 19.6. 1946, bif- vélavirkja. Hann er sonur Silviu og Isador Gerber sem bæði eru látin. Börn Þorbjargar og Jerome Anthony eru Svana Bára Gerber, f. 23.4.1967, búsett i Reykja- vík en maður hennar er Jóhann Berg Sigurðsson og er dóttir þeirra Tara Ósk, f. 9.9. 1994; Nicola Inga Gerber, f. 20.10. 1972, snyrtifræðingur í ísrael en maður hennar er Yaakov Sultan, veit- ingamaður frá ísrael. Hálfsystkini Þorbjarg- ar, samfeðra, eru Hjörvar Þór, f. 2.7. 1943, d. 17.8. 1989, verkamaður; Fríða, f. 26.3. 1945, skrifstofumaður hjá Hollustuvemd ríkisins. Alsystkini Þorbjargar eru Guð- laug Bára, f. 1.12. 1946, húsmóðir í Hafnarfirði; Bjarni, f. 8.7. 1949, raf- eindameistari í Reykjavík; Sigríður Rut, f. 4.3.1951, skrifstofumaður hjá Sjúkrahúsi Reykjavíkur; Anna Mar- ía, f. 30.5. 1959, skrifstofumaður hjá Landsvirkjun í Reykjavík. Foreldrar Þorbjargar: Sigurður Þórðarson, f. 30.4. 1920, að Hvammi í Arnarfírði, d. 5.5. 1975, leigubif- reiðastjóri á Hreyfli í Reykjavík, og k.h„ Jónína Bárðardóttir, f. 17.6. 1921 í Hraunbæ í Álftaveri, húsmóð- ir og verkakona. Ætt Foreldrar Sigurðar voru Þórður Valgeir Benjamínsson, síðasti bónd- inn í Hergilsey og k.h„ Þorbjörg Sig- urðardóttir húsfreyja. Foreldrar Þórðar voru Benjamín Jóhannesson heimiliskennari og Guðríður Sigurðardóttir. Porbjörg Sigurðardóttir. Arsæll Baldvinsson Ársæll Baldvinsson, vagnstjóri hjá SVR, Hraunteigi 17, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Ársæll fæddist í Stykkishólmi, og lauk þar gagnfræðaprófi. Hann var sjómaður í Stykkishólmi, verka- maður í íshúsfélagi Hafnarfjarðar, bílstjóri hjá Steypustöðinni Verk, en hefur verið vagnstjóri hjá SVR frá_1974. Ársæll var formaður starfs- mannafélags SVR í tíu ár, stofnandi og formaður akstursklúbbs SVR 1983-90 og situr í stjórn Óðins. Fjölskylda Ársæll kvæntist 7.11. 1992 Elínu Gunnarsdóttur, f. 10.10. 1963, verka- konu. Hún er dóttir Gunnars Torfa- sonar og Guðríðar Jóhannsdóttur. Synir Ársæls og Ingunnar Sig- urðardóttur: Óskar Þór Ársælsson, f. 14.12. 1975, verkam. í Reykjavík; Sigurður Kristinn Ársælsson, f. 13.1.1979, d. 14.5.1990. Sonur Ársæls og Elísabetar Magnúsdóttur: Böðvar Ágúst Ársælsson, f. 23.3. 1986. Börn Ársæls og Elínar eru Krist- björg María Ársælsdóttir, f. 8.7. 1993; Andri Ársælsson, f. 1.10. 1995, d. s.d. Börn Elínar: Gunnar Bragi Magnússon, f. 10.2. 1981; Guðríður Nanna Magnúsdóttir, f. 18.1. 1982; Baldur Jóhann Björgvins- son, f. 11.12. 1985. Systkini Ársæls, sam- mæðra: Leifur Kristinn Guðmundsson ,f. 9.5.1951; Jenný Lind Bragadóttir, f. 25.4. 1954; Eiríkur Ottó, f. 16.6. 1955; Sigurður Þór, 17.7. 1956; Hildur f. 30.6. Ársæll 1964. Systkini, samfeðra: Birgir Laxdal, f. 31.5. 1951; Jóhannes Laxdal, f. 15.7. 1952; Máni Laxdal, f. 14.12.1959. Fósturfaðir: Bragi Ámason, f. 12.7. 1928, d. 3.12 .1997. Foreldrar: Baldvin Ágústsson, f. 15.2. 1923, matsveinn, og Hulda Kristín Þorvaldsdóttir, f. 15.7. 1928, húsmóðir, Stykkishólmi. Baldvinsson. ÁrsæU tekur á móti gestum á afmælisdag- inn milli 15.00 og 18.00. Björn Hreiðar Einarsson Björn Hreiðar Einars- son húsasmíðameistari, Högnastíg 48, Flúðum, er fimmtugur í dag. Starfsferill Björn fæddist í Reykja- vík en ólst upp i Garði í Hrunamannahreppi. Hann stundaði nám í húsasmíði, lauk svein- prófi í þeirri grein og er húsasmíöameistari. Björn var með eigin at- vinnurekstur til 1989 en hefur síðan verið starfs- Björn H. Elnarsson. maður Límtrés á Flúð- um. Bjöm var einn af stofn- endum Kiwanisklúbbsins Gullfoss og var forseti hans um skeið. Hann hef- ur sungið með Flúða- kórnum, Kiwaniskórnum og Hrunakirkjukómum. Þá starfaöi hann meö Leikfélagi ungmennafé- lags Hrunamanna og hef- ur setið í byggingarnefnd Hrunamannahrepps frá 1990. Fjölskylda Bjöm kvæntist 8.5. 1971 Margréti Óskarsdóttur, f. 17.10. 1950, skrif- stofumanni. Hún er dóttir Óskars Sigurgeirssonar og Hafnhildar Sveinsdóttur en þau eru bæði látin. Börn Bjöms og Margrétar eru Arnar Þór, f. 8.1. 1971, verslunar- maöur I Svíþjóð, kvæntur Ásu Lind- berg;Bjöm Hreiöar, f. 18.6. 1975, nemi viö Hótel- og veitingaskólann í Reykjavík; Einar Hrafn, f. 24.5.1976, verkamaöur. Systkini Björns: Helga Ragnheiö- ur, f. 19.3.1944, starfsmaður við Sól- vallaskóla á Selfossi; Örn, f. 28.3. 1945, garðyrkjumaður á Flúðum; Hallgrímur, f. 7.2.1948, tvíburabróð- ir Bjöms, vélamaður í Vogum á Vatnsleysuströnd. Uppeldisbróöir Björns er Eiður örn, f. 24.5.1954, vélvirki í Vogum á Vatnsleysuströnd. Foreldrar Björns: Einar Öm Hall- grímsson, f. 26.2.1922, d. 2.6.1986, og k.h„ Sigurbjörg Hreiðarsdóttir, f. 15.4. 1925, fyrrv. garöyrkjumaöur í Garði í Hrunamannahreppi og hús- móðir. Björn verður að heiman á afmæl- isdaginn. lil hamingju með afmælið 8. febrúar 80 ára Ingibjörg Ingimundardóttir, Hrafnistu í Reykjavík. Þorsteinn Hansson, Hrafnistu í Reykjavík. Aðalbjörg Valentinusardóttir, Bræðraborg 2, Garði. 75 ára Magnús Ingimundarson, Starhaga 12, Reykjavík. Unnur Kristjánsdóttir, Silfurbraut 10, Höfn. 70 ára Margrét Guðmundsdóttir, Gullsmára 8, Kópavogi. Júlíus Friðrik Magnússon, Sunnuhvoli, Akureyri. 60 ára Einar J. Guðjónsson, Skólagerði 25, Kópavogi. Trausti Björnsson, Varmalandi, Ytri-Torfustaðahreppi. 50 ára Guðsteinn Elfar Helgason, Álfaskeiði 78, Hafnarfirði. Gunnþór E. Sveinbjömsson, Svarfaöarbraut 10, Dalvík. 40 ára Baldur Bragason, Eyjabakka 11, Reykjavík. Ragnar Heiðar Harðarson, Miðbraut 24, Seltjarnarnesi. Jóna Margét Jónsdóttir, Þrastarlundi 14, Garðabæ. Ingibjörg Agnete Baldursdóttir, Þórustíg 30, Njarðvík. Rannveig Haraldsdóttir, Túngötu 15, Patreksfirði. Þór Örn Jónsson, Austurtúni 6, Hólmavík. Danfríður G. Kristjánsdóttir, Torfastöðum 2, Vopnafirði. Dagmar Gunnarsdóttir, Miöengi 8, Selfossi. Sigursteinn Eggertsson, Ási, Mýrdalshreppi. og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.