Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 7. FEBRUAR 1998
Hættum að
heilsa
★ A
eldast
of hratt
- forvitnileg bók komin út á íslensku um mál sem alla varðar
„Ég fékk áhuga á efni bókarinnar
fyrir um einu ári síöan. Hún fjallar
um ákaflega spennandi hluti, svo-
kallaða stakeindakenningu sem er
sú öldrunarkenning sem hefur orð-
ið ofan á. Kenningin veitir skýringu
á því af hverjum við eldumst og seg-
ir okkur hvað við getum gert til að
hægja á öldrun," segir Ari Halldórs-
son, hugleiðslukennari til margra
ára, sem hefur þýtt og gefið út bók-
ina Hœttum aö eldast eftir banda-
ríska blaðamanninn Jean Carper.
Bókin kom fyrst út í Bandaríkj-
unum árið 1995 og hefur vakið
nokkra athygli, m.a. verið þýdd yfir
á flest Norðurlandamálin og mörg
önnur tungumál.
Ari hefur einu sinni áður þýtt og
gefið út bók um heilsu. Hún hét
Fullkomió heilbrigöi eftir Deepak
Chopra og kom út fyrir þremur
árum.
r
Ahrif fæðu og vítamína
í bókinni Hættum að eldast er
m.a. sagt frá þeim rannsóknum nú-
tímans sem hafa veriö gerðar á
áhrifum fæðu og vítamína á öldrun,
t.d. í skólum á borð við Harvard,
Tufts og Kaliforníuháskóla. Bókin
hefur m.a. fengið jákvæð ummæli
margra þekktra vísindamanna á
þessu sviði.
„Þegar ég las þessa bók fannst
mér hún eiga erindi til okkar. Við
berjumst við marga sjúkdóma hér á
Islandi sem annars staðar og við
gætum lifað enn lengur heilbrigð en
við gerum. Eftir minni bestu vitund
hefur engin bók af þessu tagi komið
út á íslensku. Kenningarnar sem
hér um ræðir eru tiltölulega nýjar.
Komu reyndar fyrst fram árið 1954
en var lítill gaumur gefinn þá. Fyr-
ir um tveimur áratugum var farið
að veita þeim athygli og veita
auknu fé í rannsóknir á
stakeindum og andox-
un,“ segir Ari og rétt að
hann útskýri þau hug-
tök nánar:
„Já, við eldumst af
sömu ástæðu og bíll sem §gg
ryðgar á víðavangi og ef
kjöt þránar í sólskini. í
öllum tilvikum veldur
súrefni oxun. Þannig að
súrefniö, sem gefur okkur : >": =
líf, leiðir aö lokum til
hrörnunar og dauöa. Það |
sem veldur oxun í líkam- ft| .
anum eru svokallaðar I
stakeindir sem m.a. mynd- |
ast við bruna i frumum. |
Þær eru súrefnismólikúl
10 leiðir til
að halda sér
ungum og
um
Boróiö ávexti 'Sg grœnmœti.
Boröiö fisk.
Drekkiö te.
Borðiö sojabaunaafurðir.
Fœkkiö hitaeiningum.
Foróist slœmafitu.
Boröió lítiö kjöt.
Ef til vill dálítiö af rauövíni.
Borðiö minna af sœtindum.
Borðið hvítlauk.
sem geta gegnt ákveðnu hlutverki í
líkamanum. Ef uppsöfnun
stakeinda í líkamanum verður of
mikil eldumst við hraðar en æski-
legt er. Stakeindirnar valda þá
skemmdum á frumum, t.d. fitu í
frumuhimnum, próteinum og jafn-
vel erfðaefninu DNA, og eru því or-
sök ýmissa sjúkdóma eins og hjarta-
sjúkdóma, krabbameins, liðagigtar
og sykursýki. Allt eru þetta í raun
öldrunarsjúkdómar. í bók-
inni er fjallað annars veg-
ar um hvernig eigi að
uppræta stakeindir í
líkamanum og hins
vegar hvernig á
að koma í veg
fyrir myndun
þeirra," segir
Ari.
Sem dæmi um
það sem veldur
uppsöfnun
stakeinda er rangt
mataræði, t.d.
neysla á harðri fitu í unnum mat-
vælum, mengun í andrúmsloftinu,
streita og ofreykingar.
Ekki síður fyrir ungt fólk
Hann segir það merkilegt að i dag
sé verið að komast að sameiginlegri
orsök margra ólíkra sjúkdóma.
Einmitt þessi staðreynd sé heillandi
hvað varðar umrædda stakeinda-
kenningu.
„Efni bókarinnar á ekki síður er-
indi til unga fólksins sem á eftir að
verða gamalt. Fólk er að deyja úr
þessum sjúkdómum jafnvel fertugt
eða fimmtugt. Af lestri bókarinnar
mætti halda að efnið höfði meira til
gamla fólksins en svo er alls ekki.
Því fyrr sem gripið er í taumana
gegn öldrun og sjúkdómum því
betra. Titill bókarinnar er áskorun
til fólks um að hætta að eldast of
hratt, og að ástæðulausu, en auðvit-
að er ekki hægt að stöðva öldrunar-
ferlið fyrir fullt og allt,“ segir Ari og
bendir á að í bókinni sé að finna
handhægar leiðbeiningar um hvern-
ig eigi að hægja á öldrun, s.s. með
réttu mataræði og bætiefnaneyslu.
Meðfylgjandi greininni eru tíu
einfaldar leiðir sem gæti verið hollt
að hugsa um. -bjb
Ari Halldórsson,
þýðandi og útgef-
andi.
DV-mynd
Hilmar Þór
59
Síðasti bekkur vetrar-
ins byrjar í dag kl. 13
í dag byrjar síðasti bekkur vetrarins (ásamt þriðjudags-
bekknum á þriðjudaginn kemur). Hringdu og láttu skrá
þig eða mœttu bara á staðinn klukkan eitt í dag í lang-
skemmtilegasta skólann í bœnum!
Langar þig að vita allt um lífið eftir dauðann og hvar látnir
ástvinir þínir og vandamenn hugsanlega og líklega eru og
hvar og hvernig þessir handanheimar allir eru? Ef svo er þá
áttu ef til vill samleið með okkur og yfir 700 ánægðum nem-
endum Sálarrannsóknarskólans sl. 4 ár.
Og langi þig að vita hvað draugar eru, líkamningar, álfar og
huldufólk, berdreymi, sagnarandi, fyrrilíf, miðilstal, segul-
bandsmiðlar, ljósmyndamiðlar, tölvumiðlar, talmiðlar, lækn-
ingamiðlar, heilarar, geimverur, slæm aðsókn, næmi, skyggni
bama, fyrirboðar, fylgjur, afturgöngur, eða bara hvaða merki-
lega dulrænt mál sem er, þá áttu mjög líkJega erindi í Sálar-
rannsóknarskólann, þar sem landsliðið í spíritisma og hand-
anheimafræðum kennir fyrir hóíleg skólagjöld sem allir geta
ráðið við.
Hringdu og fáðu allar nánari upplýsingar um skemmti-
iegasta skólann í bænum í dag Við svörum í síma skólans
alla daga vikunnar kl. 14-19. Síðasti kynningarfundur
vetrarins verður í skólanum á mánudagskvöldið kl. 20.30.
Sálarrannsóknarskólinn
-skemmtilegasti skólinn í bœnum -
Vegmúla2, sími 561-9015 & 588-6050
< .
e-
ViS leitum að ungu haefileikafólki, 16 ára
og eldri, til að taka (?ótt í rokksöngleiknum
GREASE í Borgarleikhúsinu í sumar,
Söng-, daitf" og leíkprufur i
Borgarleíkhúsinu 14. - 17. fobrdaiv
Nánari gpplýsingar og skráning I slma 568 5500 á skrifstofutima,
Ekki vmi verra efþú kynnir
eitt eða fleiri /ög úr GREASE.
ájkl.mmAG
BfREYKJAVIKUT
BORGARLEIKHÚSIÐ
f