Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 39 Vatnaskógur að vetrí til DV, Vesturlandi: Undanfarin ár hafa Skógarmenn KFUM boðið ýmsum hópum að njóta þeirrar góðu aðstöðu sem byggð hefur verið upp í Vatnaskógi í yfir 70 ár. Á síðustu árum hefur til- koma hitaveitu á staðinn og fullbú- ið 350 fm íþróttahús opnað nýja og spennandi möguleika varðandi haust- og vetrarleigu og gert Vatna- skóg að eftirsóknarverðari stað en nokkru sinni fyrr. Skólar, kirkjur, æskulýðsfélög, barnakórar, deildir í KFUM og KFUK, íþróttafélög, leik- skólar og félagsmiðstöðvar eru með- al þeirra sem nýtt hafa sér aðstöð- una í Vatnaskógi á undanfómum árum. Vatnaskógur getur nú auð- veldlega tekið við 20-120 manna hópum í mat og gistingu en hægt er að fá staðinn leigðan með eða án matar. Auk íþróttahúss, bátaskýlis, kap- ellu og matskála em í Vatnaskógi þrír svefnskálar sem samtals rúma um 120 manns í gistingu. Stærö svefnherbergja er mjög breytileg (1-16 manna). Hafa þarf með sér svefnpoka eða sæng og sængurver. Ef stærð hópa fer yfir 120 manns er mögulegt að koma verulegum fjölda í viðbót fyrir á dýnum á gólfum. í elsta húsi staðarins, Gamla skála, er rúmgóður kvöldvökusalur með arni. Þar er gistiaðstaða fyrir um 50 manns. Norræna skólasetriö er í næsta nágrenni við Vatnaskóg og ekki úr vegi aö heimsækja þaö þegar maöur gistir í skóg- inum. Góð íþróttaaðstaða íþróttahúsið í Vatnaskógi er með 350 fm íþróttasal og góðum íþrótta- dúk á gólfi. í salnum eru tvö hand- boltamörk og fjórar körfur. Mikið úrval er af boltum í íþróttahúsinu. Margar flugvélar gætu lent í vandræðum meö aö komast í loftið fyrstu vikur og mánuöi ársins 2000. Tölvuvandræðin árið 2000: Flugvélar kyrrsettar Samkvæmt nýjustu niðurstöð- um er jafnvel mögulegt að helm- ingi flugflota Bandarikjamanna verði haldið á jörðu niðri eftir áramótin 1999-2000. Ástæða þess er tölvuvandræðin sem upp munu koma þegar fleiri en tveir tölustafir breytast í ártali. Alríkisstjórn flugmála þar vestra segir reyndar að þessi mál verði leyst fyrir lok nóvem- ber 1999 en ekki eru allir sam- mála því. Óháðir sérfræðingar segja að nú sé aðeins búið að leysa „2000-vandann“ í 7% af tölvukerfum þeim sem sjá um flugumferðarstjórn og öryggis- mál og vonlítið sé að komast fyr- ir allan vandann áður en 1999 rennur sitt skeið. Helmingur flugflota Banda- ríkjamanna gæti því verið kyrr- settur 1. janúar 2000 ef mestu hrakspár ganga eftir. Ekki fylgir sögunni hvernig þessi mál gætu staðið í öðrum heimsálfum. Þar er einnig net fyrir blak, bandý- áhöld, tvö lítil mörk og góðar há- stökksdýnur. Auk þess er í íþrótta- húsinu notaleg setustofa og aðstaða fyrir borðtennis, snóker o.fl. Úti er íþróttasvæði með þremur grasvöll- um, malarvelli, hlaupabraut, kastað- stöðu, stökkgryfju, minigolfi og hjólabrettapalli. Sundlaug er að Hlöðum, í um 3 km fjarlægð (lokuð að mestu yfir háveturinn). Leiktæki, bátar o.fl. Bátakostur á staðnum er góöur. Árabátar eru af ýmsum stæröum og gerðum og nokkrir kanóar eru til. Þá er einnig til skúta og stór bátur sem getur tekið a.m.k. 12 manns í siglingu, auk björgunarbáts. Bátana er hægt að nota fram eftir hausti og gilda sérstakar reglur um notkun þeirra. Leiktæki eru einnig af ýms- um toga. Má þcir nefna sérlega vin- sæla kassabíla, reiðhjól, stultur, bolta, töfl og spil af ýmsum stærðum og gerðum. Þá má geta þess að snjó- þotur, ísbor og tvær dorgir eru á svæðinu en gönguskíði þarf að hafa með sér ef ætlunin er að nota slíkt. Umhverfi Vatnaskógar Innan girðingar í Vatnaskógi er um 220 hektara blómlegur skógur (hæstu tré um 8 metrar) og liggja nokkrir stígar um skóginn. Fjölfar- inn stígur liggur inn að eyðibýlinu Oddakoti sem er við austurenda Eyrarvatns. Þangað er um 20 mín- útna gangur úr Lindarrjóðri en svo heitir svæðið næst húsunum í Vatnaskógi. í nágrenni Vatnaskógar eru einnig margir skemmtilegir fossar og fjöll og taka gönguferðir þangað um 2-5 klst. báöar leiðir. Af þekktum stöðum í næsta nágrenni má nefna Hallgrímskirkju í Saurbæ, Norræna skólasetrið, Ferstiklu og sundlaugina að Hlöðum, en allir þessir staðir eru í innan við 5 km fjarlægð frá Vatnaskógi. Upplýsingar um verð og leigu Skrifstofa KFUM gerir hópum til- boð um verð en það ræðst af stærð hópa, lengd dvalar á staðnum og umfangi þeirrar þjónustu sem veitt er. Hægt er að kaupa einstakar mál- tíðir hjá Vatnaskógi eða vera þar í fullu fæði. Einnig geta menn haft með sér nesti eða fengið afnot af eld- húsi til að elda sjálfir. Ef þess er óskað getur Vatnaskógur haft milli- göngu um rútur til og frá staðnum. Gjald vegna gistingar eða dagsheim- sóknar felur i sér að gestir fá afnot af allri aðstöðu á staðnum, svo sem leiktækjum, íþróttahúsi, matsal o.fl. Þá er gert ráð fyrir að leigjendur taki þátt í frágangi eftir matmáls- tíma og sópi svefnherbergi sín fyrir brottfór. Veiðileyfi er ekki innifalið í leigu. -DVÓ Barist við flug- öryggisógnvalda Flugfélagið Lufthansa er um þessar mundir að prófa lítið tæki sem ætlað er sem vopn í barátt- unni gegn þráðlausum símum um borð í flugvélum. Farþegar sem bera slíka síma ógna öryggi flugsins með því að tala í símann á meðan á flugi stend- ur. Eins og þegar er vitað geta þráðlausir símar truflað rafkerfi flugvéla með alvarleg- um afleiöingum. Þetta nýja tæki, sem Luft- hansa hefur með höndum og er minna en sígarettupakki, nemur bylgjur símanna um leiö og reynt er að hringja úr þeim eða í þá. í Þýskalandi er notkun þráð- lausra síma bönnuð um borð i flugvélum, sem og notkun á geislaspilurum, prenturum og tölvum með geisladrifi. Snjófarg til trafala Óvenjumikið snjófarg hefur verið á þjóðveginum á milli Pek- ing og suðurhluta Guangzhou. Þessi ofboðslegi snjór varð til þess að hefta for 200 þúsunda ferðalanga sem höfðu í hyggju að fagna nýju ári þar fyrir austan. Samgöngumálaráðuneytið lét því bæta við tuttugu lestum á tein- ana í því skyni að hjálpa fólki, sem orðið hefur verið fyrir töf- um, að komast leiðar sinnar. Ferðamenn bjarga regnskógum Þær rúmlega 10 milljónir manna sem búa í Amazonskógin- um lifa flestar af jarðrækt ýmiss konar. Síðan á áttunda áratugnum hafa íbúarnir ! eyðilagt tí- I unda hluta j skógarins til að búa til rými fyrir jarðvinnslu. En nú er verið að reyna leiðir s til að minnka áganginn á regnskóginn. Byrjað er að veita stórfé í að byggja skóginn upp sem feröamanna- svæði fyrir þá sem viija kynnast náttúrunni. Þannig geta heima- menn haft fé af ferðamönnum í gegnum viðskipti án þess aö eyði- leggja skóginn. Ferðamenn eru nú þegar famir að streyma til svæöisins og hundrað innfæddra hafa fengið störf við að þjónusta þá. Vonir standa til að þróunin haldi áfram og muni aö lokum draga verulega úr eyðingu skóg- arins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.