Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 Með bakteríur að Bandaríski herinn hefur ákveöið að láta bólusetja alla starfsmenn sína gegn bakteríunni sem veldur miltisbrandi, bakteríu sem hægt er að nota í sýklahemaði. f fjölda landa er nú varið miklu fé í varnir gegn sýklavopnum. Samtímis er dregið úr fjárframlögum til varna gegn kjarnorkuvopnum og hefð- bundnum vopnum. Persaflóastríðið varð eins konar vekjaraklukka. Upplýsingar um að írakar framleiddu miltisbrands- bakteríu og bakteríu er veldur bótúlíneitmn, sem getur leitt til taugalömunar, urðu til þess að Vest- urlönd endurskoðuðu varnir sínar. Vopnaeftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna, SÞ, reyna nú að komast að því hvort írakar hafl sýklavopn enn undir höndum. Fyrrverandi yf- irmaður vopnaeftirlits SÞ, Rolf Ekeus, Svíinn sem kom upp um sýklavopnaframleiðslu Saddams Husseins íraksforseta, er þeirrar skoðunar að írökum hafi tekist að fela mikinn hluta af sýkla- og efna- vopnabirgðum sínum. Ekeus stýrði vopnaeftirlitinu í frak frá lokum Persaflóastriðsins 1991 fram til síð- asta sumars er Ástralinn Richard Butler tók við. Leiddir á villigötur Áður en Ekeus lét af störfum af- henti hann Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skýrslu þar sem hann sýndi fram á i smáatriðum hvemig írakar hefðu haldið áfram ólöglegri vopnaframleiðslu, falið vopnabirgð- ir sínar og komið í veg fyrir að vopnaeftirlitsmenn gætu sinnt störf- um sínum. „Mestallan tímann gátu við sinnt starfi okkar í friði,“ segir Ekeus í viðtali við norska blaðiö Aftenpost- en. „Sem fulltrúar Sameinuðu þjóð- anna höfðum við rétt til að ferðast um hvenær sem var og hvar sem var án þess að biðja um leyfi og án þess að láta vita af komu okkar fyr- irfram. í nokkur skipti reyndu írak- ar að stöðva okkur með handafli. Þegar þeir hindraðu eftirlit okkar var það sennilega vegna þess að við voram orðnir „heitir". Við urðum hins vegar oftar fyrir því að írakar leiddu okkur á villigötur." Reynt að skjóta niður þyrlur Ekeus og menn hans höfðu til um- ráða þyrlur og fjórhjóladrifna bíla. Stundum var reynt að skjóta þyrlumar niður. Verst þótti eftir- litsmönnunum þegar íraskir flug- menn reyndu að þvinga þyrlur vopnaeftirlitsmannanna til að breyta um stefnu. Þrátt fyrir allar tilraunir íraka höfðu eftirlitsmenn- ísraelskur hermaöur prófar gasgrímu á unglingi. ísraelsmenn óttast að írakar beiti sýkla- og efnavopnum brjótist út stríð. Símamynd Reuter. irnir heppnina með sér og sluppu við slys. Ekeus segir að í rauninni hafi mik- ilvægustu hjálpartækin verið góð- ir sérfræðingar. Þeir fengu sér til aðstoðar bestu j efnafræðingana, örverufræðingana og eldflaugasér- fræðingana sem völ var á. Auk þess hafi þeir haft yfir að ráða alls kyns tæknilegum búnaði sem gat leit- að að sýkla- og efnavopnum og greint \ þau. Tókst að eyðileggja mikið magn „Við gátum sýnt fram á að írakar höfðu yfir að ráða miklum magni af sinnepsgasi, taugagasi, mörgum þúsundum tonna af ýmsum efnum. Við sýndum einnig fram á að þeir vora með áætlanir um mikla fram- leiðslu á sýklavopnum. Það lá einnig fyrir sterkur grunur um að m þeir hefðu í geymslum birgðir af sýklavopnum. Okkur tókst aö eyði- leggja mikið magn af vopnum þeirra en það var mikið eftir,“ seg- irEkeus. Margir sérfræðingar. benda á að írakar eigi nú miltisbrand- bakteríuna auk | taugagass. Fullyrt | er að þeir eigi einnig sprengju- odda til að setja eiturefnin í. Menn eru samt ekki vissir um hvemig Irakar ráðgera að dreifa eiturefnunum og bakteríunum. í Persaflóa- stríðinu notuðu írakar flugskeyti og stórskotaliöstæki. Þeir smíðuðu t að minnsta kosti 166 sprengjur með sýklavopnum. írakar hafa einnig gert tilraunir til að dreifa eiturefn- um með þyrlum. Saddam kemur á óvart Eins og staðan er nú telja menn að írakar geti ekki gert árásir með ______ fréttaljós vopni sýkla- og efnavopnum á skotmörk utan íraks. En menn hafa heldur ekki gleymt því að Saddam Hussein hefur oft komið á óvart. Þess vegna er lögð mikil áhersla á að vopnaeft- irlitsmenn fái aðgang að öllum þeim stöðum sem grunur leikur á að séu notaðir til að framleiða gereyðing- arvopn. Árið 1972 gekk í gildi alþjóðlegt bann við sýklavopnum sem Sovétmenn undirrituðu einnig. En ýmsir aðilar er flúðu Sovétríkin fyrrverandi greindu frá því að sýklavopnaframleiðsla þar hefði haldið áfram. Borís Jeltsín Rússlandsforseti heldur því fram að hann hafi stöðvað slíka framleiðslu þegar hann varð forseti. „Þetta virðist hafa verið mikil framleiðsla. Framleiðslustaðirnir voru á milli 20 og 50 og starfsmennirnir 25 þúsund til 100 þusund," segir Roger Roffey, sem stariar að alþjóðlegu eftirliti með sýklavopn á rannsóknarstofnun sænska hersins. Leki frá sýklavopnaverksmiðju Árið 1979 braust út miltisbrandsfaraldur í bænum Sverdlovsk. Umheimurinn trúði ekki skýringum Rússa sem sögðu að sjúkdómurinn hefði breiðst út með smituðu kjöti af svarta markaðnum. Flóttamenn hafa greint frá því að um hafi verið að ræða leka frá sýklavopnaverksmiðju. 69 manns létust af völdum sjúkdómsins. Það er einnig vísbendingar um að Rússar hafi gert tilraunir með erfðabreytingar. Bakteríunum hefur breytt til að þær hafi meira mótstöðuafl gegn fúkkalyfjum. Eiturefnið rísin hefur verið framleitt með því að gera erfðabreytingar á kólíbakteríum. Engin skilyrði sett Núna láta Vesturlönd mikiö fé af hendi rakna til fyrrum Sovétríkjanna til að verksmiðjum, þar sem framleidd eru kjarnorku-, efna- og sýklavopn, verði breytt til að hægt verði að nota þær i friðsamlegum tilgangi. „Vandamálið er hins vegar að ekki hafa verið sett nein skilyrði um aðgang að verksmiðjunum. Rússar hafa aldrei greint frá sýklavopnum sínum," segir Roger Roffey. Byggt á Aftenposten, Politiken og Dagens Nyheter. 23 Viltu flytja - eitthvaö UTILJOS 2x9W spcnrperur Verð: 4.850.- Fæst í svörtu og hvítu I-.: #\Y Verð: 4.950. Fæst í svörtu og hvítu Verð: 4.200. Fæst í svörtu og hvítu j 1 < K Verö: 3.990. Fæst í svörtu og hvítu RAFSOL SKIPHOLT 33 • REYKJAVÍK SÍMI: 553 5600 s IJrval - gott í hægindastólinn Tilboð ormssonhf Rafhlöðuborvél • PES 14.4T •Tvær rafhlöður • 38 Nm • 13 mm patróna Slipirokkur • AG1500/125 •125 mm skífa •1500W Stingsöi JSEP500 • 500W Rafhlöðuborvél • PES12T JJtlas Copco •Tvær rafhlööur 31,7 Nm • 13 mm patróna Lágmúla 8 • Sími 533 2800 igarþjónustan, Akranesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guðni Hallgrlmsson, Grundarfirði. ÁsubúB, Búöardal. Vestflrfilr: Geirseyjarbúöin, d: Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúó Byggingav. Sauðárkróki, KEA, Akureyri. KEA, Dalvfk. KEA, Ólafsfiröi. KEA, Siglufiröi. Kf. Kf. Vopnfirðinga. KASK, Djúpavogi. KASK, Höfn. Suöurland: Árvakinn, Selfossi. Rás, Þorlákshðfn. Klakkur, Vfk. Brimnes, UMBOÐSMENN Reykjavfk Ellingsen. Verbúðin, Hafnarfirði Vesturland: ir, ísc . . _ Málnin Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvfk. Straumur, isafirði. Noröurlan Þingeyinga, Húsavfk. Austurland: Sveinn Guðmundsson, Egilsstððum. Verslunin Vlk, Neskaupstaí Vestmannaeyjum. Reykjanes: Stapafell, Keflavfk. Rafborg, Grindavlk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.