Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 56
 Þretaldur . * • . i. vimimur ■ ■•■■■■■’• .a«á iFRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhririginn. 550 5555 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 * V Mánudagur Veörið á sunnudag og mánudag: Snjókoma norðanlands Á morgun verður hvöss austanátt og slydda eða rigning sunnanlands en Á mánudag verður vindáttin orðin breytileg um allt land og víða él og snjókoma eða él norðanlands. hitastig frá 0 stigum niður í 5 stiga frost. Veðrið í dag er á bls. 57. Svartfuglsdauði: Hungur- morða Verið er að rannsaka hvort rekja megi mikinn svartfuglsdauða á Suð- ur- og Austurlandi til ætisskorts í sjónum en þessir fuglar lifa á loðnu, smásíld og sandsíli. Ævar Petersen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun, segir að ef eitthvað óeðlilegt sé að gerast í stofnun þessara fiska þá geti það verið skýringin á fugladauð- anum. Ævar segir að fundist hafi um 200 dauðar langvíur og álkur á svæðinu frá Eystrahomi og vestur að Skinney. Tíu fuglar hafi verið krufnir og það komið í ljós að þeir hefðu gjörsamlega verið búnir með forða sinn og gengið á bæði fitu og vöðva. Þorvaldur Björnsson, hamskeri hjá Náttúru- fræðistofnun, segir að unnið sé að frekari rannsóknum á fuglahræjun- um. -Sól Þorvaldur Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun, segir langvíurnar hafa orðið hungurmorða en vera kunni að sjúkdómum sé um að kenna. DV-mynd:Pjetur ÞETTA ER ALVORU VALHOPP..! Sunnudagur Vala Flosadóttir stangarstökkvari: Heimsmet Upplýsingar frá Voöurstofu íslands Vala Flosadóttir setti í gærkvöldi heimsmet í stangarstökki innanhúss þegar hún sveif yfir 4,42 metra á frjálsíþróttamóti i Bielefeld í Þýska- landi. Hún er þar með fyrsti íslenski frjálsíþróttamaðurinn sem setur heimsmet í grein sinni. Framfarir Völu hafa verið stórkost- legar undanfarna daga. Hún jafnaði . _ ÓDÝRASTI EINKAÞJÓNNINN BERNAL tmm BÍLSKÚRSHURÐA- OPNARI Verð kr. 18.950,- lýbýlavegi 28 Sími 554 4443 íslands- og Norðurlandamet sitt á stórmóti ÍR 24. janúar þegar hún stökk 4,20 metra. Síðan bætti hún það á móti í Svíþjóð og stökk 4,26 metra. Á miðvikudags- Vala Flosadóttir kvöldið stökk Vala 4,35 metra á móti í Erfurt í Þýskalandi og það var Evrópumet í nokkrar mínútur. Daniela Bartova frá Tékklandi bætti þá um betur og setti heimsmet, stökk 4,41 metra. Og í gærkvöld stökk Vala 4,42 metra í Bielefeld og bætti met Bartovu um einn sentimetra. Ótrúlegur árang- ur hjá þessari 19 ára stúlku sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. -VS Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður um sjómannadeilunna: Vill lög strax - ekki blásið byrlega, segir ráðherra aðspurður um lagasetningu „Ég met það þannig aö það væri skynsamlegast að setja lög á sjó- mannadeiluna á mánudag eða þriðjudag. Þá er ég að hugsa út frá þjóðarhagsmunum og sérstaklega öllum þeim miklu fjárfestingum sem lagt hefur verið í sjávarútvegi víða á Austfjörðum. Þau fyrirtæki þola hreinlega ekki svona stopp,“ sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Austfjörðum, í samtali við DV í gær. Hún sagði að þessi mál hefðu að sjálfsögðu verið v xaThiennt rædd í þingflokki Sjálfstæð- isflokksins enda stærsta málið í dag - og milljarðar króna í húfi. Eins og DV greindi frá í gær er stór hluti stjórnarþingmanna á þeirri skoðun að setja eigi lög til að fresta deil- unni. Jafnframt eru margir á þeirri skoðun að lögin verði að innihalda gulrót til að friða sjómenn. Arnbjörg segir samningamenn vera ótrúlega skammt á veg komna miðað við þann tíma sem liðinn er Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður. frá því kröfur voru settar fram. „Ef hægt væri að keyra þetta í gegn á einni helgi þá hefur eitt- hvað mikið breyst. Hvað varðar gulrót- arlög, þá kann að vera að það sé hægt að stíga smáskref í átt til deiluaðila í svona lagasetningu, ef þeir hafa dug í sér til að vinna úr því seinna. Það er í mörg horn að líta í því sambandi. En ég tel ekki verjandi að standa í þessu þrefi öllu lengur og að þjóðar- búið tapi milljörðum," sagði hún. DV spurði Þorstein Pálsson sjáv- arútvegsráðherra hvort lagasetning væri inni í myndinni: - Hvaö á að gefa mönnum langan tíma til að reyna aö ná samningum? „Við höfum ekki sett þeim neina fresti." - En hafiö þiö Davíö forsœtisráð- herra rœtt saman um lagasetningu? „Við höfum aðeins sent þau skila- boð til samningamanna að þeir gegni sínum skyldum í samninga- málinu." - En hvaö þola menn langan tíma í Ijósi hœttunnar á töpuóum mörkuö- um, loönunnar o.s.frv.? „Það er alltaf ljóst að verkfóll hafa mikinn skaða í fór með sér.“ - Hversu marga daga er veriö aö tala um, tíu daga eða mánuö? „Menn fylgjast bara með frá ein- um degi tU annars, við höfum ekki sett neina tímafresti." - Má búast við aögeröum upp úr helginni? „Ég vona að samningamennimir komi með samning en þú verður eig- inlega að spyrja þá að því hvaða lík- ur eru á því. Það hefur ekki blásið byrlega i þeim efnum,“ sagði Þor- steinn. -phh/-Ótt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.