Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 56
Þretaldur
. * • .
i. vimimur
■ ■•■■■■■’• .a«á
iFRÉTTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhririginn.
550 5555
LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998
*
V
Mánudagur
Veörið á sunnudag og mánudag:
Snjókoma norðanlands
Á morgun verður hvöss austanátt og slydda eða rigning sunnanlands en Á mánudag verður vindáttin orðin breytileg um allt land og víða él og
snjókoma eða él norðanlands. hitastig frá 0 stigum niður í 5 stiga frost.
Veðrið í dag er á bls. 57.
Svartfuglsdauði:
Hungur-
morða
Verið er að rannsaka hvort rekja
megi mikinn svartfuglsdauða á Suð-
ur- og Austurlandi til ætisskorts í
sjónum en þessir fuglar lifa á loðnu,
smásíld og sandsíli. Ævar Petersen,
fuglafræðingur hjá Náttúrufræði-
stofnun, segir að ef eitthvað óeðlilegt
sé að gerast í stofnun þessara fiska þá
geti það verið skýringin á fugladauð-
anum.
Ævar segir að fundist hafi um 200
dauðar langvíur og álkur á svæðinu
frá Eystrahomi og vestur að Skinney.
Tíu fuglar hafi verið krufnir og það
komið í ljós að þeir hefðu gjörsamlega
verið búnir með forða sinn og gengið
á bæði fitu og vöðva. Þorvaldur
Björnsson, hamskeri hjá Náttúru-
fræðistofnun, segir að unnið sé að
frekari rannsóknum á fuglahræjun-
um. -Sól
Þorvaldur Björnsson, hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun, segir langvíurnar
hafa orðið hungurmorða en vera kunni að sjúkdómum sé um að kenna.
DV-mynd:Pjetur
ÞETTA ER ALVORU
VALHOPP..!
Sunnudagur
Vala Flosadóttir stangarstökkvari:
Heimsmet
Upplýsingar frá Voöurstofu íslands
Vala Flosadóttir setti í gærkvöldi
heimsmet í stangarstökki innanhúss
þegar hún sveif yfir 4,42 metra á
frjálsíþróttamóti i Bielefeld í Þýska-
landi. Hún er þar með fyrsti íslenski
frjálsíþróttamaðurinn sem setur
heimsmet í grein sinni.
Framfarir Völu hafa verið stórkost-
legar undanfarna daga. Hún jafnaði
. _ ÓDÝRASTI
EINKAÞJÓNNINN
BERNAL
tmm
BÍLSKÚRSHURÐA-
OPNARI
Verð kr. 18.950,-
lýbýlavegi 28 Sími 554 4443
íslands- og
Norðurlandamet
sitt á stórmóti ÍR
24. janúar þegar
hún stökk 4,20
metra. Síðan
bætti hún það á
móti í Svíþjóð og
stökk 4,26 metra.
Á miðvikudags-
Vala Flosadóttir kvöldið stökk
Vala 4,35 metra
á móti í Erfurt í Þýskalandi og það
var Evrópumet í nokkrar mínútur.
Daniela Bartova frá Tékklandi bætti
þá um betur og setti heimsmet, stökk
4,41 metra.
Og í gærkvöld stökk Vala 4,42
metra í Bielefeld og bætti met Bartovu
um einn sentimetra. Ótrúlegur árang-
ur hjá þessari 19 ára stúlku sem á svo
sannarlega framtíðina fyrir sér.
-VS
Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður um sjómannadeilunna:
Vill lög strax
- ekki blásið byrlega, segir ráðherra aðspurður um lagasetningu
„Ég met það þannig aö það væri
skynsamlegast að setja lög á sjó-
mannadeiluna á mánudag eða
þriðjudag. Þá er ég að hugsa út frá
þjóðarhagsmunum og sérstaklega
öllum þeim miklu fjárfestingum sem
lagt hefur verið í sjávarútvegi víða á
Austfjörðum. Þau fyrirtæki þola
hreinlega ekki svona stopp,“ sagði
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Austfjörðum,
í samtali við DV í gær. Hún sagði að
þessi mál hefðu að sjálfsögðu verið
v xaThiennt rædd í þingflokki Sjálfstæð-
isflokksins enda stærsta málið í dag
- og milljarðar króna í húfi. Eins og
DV greindi frá í gær er stór hluti
stjórnarþingmanna á þeirri skoðun
að setja eigi lög til að fresta deil-
unni. Jafnframt eru margir á þeirri
skoðun að lögin verði að innihalda
gulrót til að friða sjómenn.
Arnbjörg segir samningamenn
vera ótrúlega skammt á veg komna
miðað við þann tíma sem liðinn er
Arnbjörg
Sveinsdóttir
þingmaður.
frá því kröfur voru
settar fram. „Ef
hægt væri að keyra
þetta í gegn á einni
helgi þá hefur eitt-
hvað mikið breyst.
Hvað varðar gulrót-
arlög, þá kann að
vera að það sé hægt
að stíga smáskref í
átt til deiluaðila í
svona lagasetningu,
ef þeir hafa dug í
sér til að vinna úr því seinna. Það er
í mörg horn að líta í því sambandi.
En ég tel ekki verjandi að standa í
þessu þrefi öllu lengur og að þjóðar-
búið tapi milljörðum," sagði hún.
DV spurði Þorstein Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra hvort lagasetning
væri inni í myndinni:
- Hvaö á að gefa mönnum langan
tíma til að reyna aö ná samningum?
„Við höfum ekki sett þeim neina
fresti."
- En hafiö þiö Davíö forsœtisráð-
herra rœtt saman um lagasetningu?
„Við höfum aðeins sent þau skila-
boð til samningamanna að þeir
gegni sínum skyldum í samninga-
málinu."
- En hvaö þola menn langan tíma
í Ijósi hœttunnar á töpuóum mörkuö-
um, loönunnar o.s.frv.?
„Það er alltaf ljóst að verkfóll hafa
mikinn skaða í fór með sér.“
- Hversu marga daga er veriö aö
tala um, tíu daga eða mánuö?
„Menn fylgjast bara með frá ein-
um degi tU annars, við höfum ekki
sett neina tímafresti."
- Má búast við aögeröum upp úr
helginni?
„Ég vona að samningamennimir
komi með samning en þú verður eig-
inlega að spyrja þá að því hvaða lík-
ur eru á því. Það hefur ekki blásið
byrlega i þeim efnum,“ sagði Þor-
steinn.
-phh/-Ótt