Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.02.1998, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 M iftéttaljós Málverkafolsunarmálið sem verið hefur í fréttum fjölmiðla undanfam- ar vikur hefur verið að taka á sig ýmsar myndir. Sú nýjasta og sér- kennilegasta er þó sú þegar einn þeirra manna sem nefndir hafa ver- ið til sögunnar í málinu tók sig til og kærði ekkju Svavars Guðnason- ar listmálara fyrir að setja falsað málverk látins eiginmanns síns í umboðssölu hjá galleríi í Árósum í Danmörku. Þessi mynd er túss- mynd og aðalmótívið er nautshaus. Raunar hefur kærandinn, Jónas Freydal Thorsteinsson, athafnamað- ur í Kaupmannahöfn, látið að því liggja að hann telji umrædda mynd alls ekki falsaða og varla er það nú til þess að auðvelda lesendum skiln- ing á þessu máli sem vafist hefur fyrir þeim mörgum að botna í. Áskorun á Úlaf forvörð Kæran er greinilega áskorun á Ólaf Inga Jónsson, forvörð hjá Morkinskinnu, því jafnframt því að kæra ekkjuna til ríkislögreglustjóra skrifaði kærandinn Ólafi Inga og krefst þess að hann leggi fram hjá ríkislögreglustjóra ljósrit af niður- stöðum rannsókna sinna á um- ræddri mynd ásamt rökstuðningi fyrir því hvers vegna hann telji myndina falsaða. Hafi Ólafur hins vegar aldrei rannsakað myndina, biður Jónas Freydal hann í bréfinu Reykjavíkurborg á nokkrar myndir eftir Svavar Guðnason og eru þær í umsjá listasafns borgarinnar. Þessi mynd sem Ingibjörg Sólrún Gfsladóttir borgarstjóri virfiir fyrir sér er nú í Ráfihúsi Reykjavíkur og er ekta afi því best er vit- aö. DV-mynd Hilmar Þór Málverkafölsunarmálið: Fölsun á ófalsaðrí mvnd Þessi mynd er sögfi eftir Svavar Gufinason. Menn sem þekkja til verka hans eru ekki sammála um afi svo sé. DV-mynd E. Ól um aö upplýsa ríkislögreglustjóra um þaö. Myndin frá ekkjunni? Þessi tiltekna mynd er tússmynd og birtist ljósmynd af henni á bak- síðu DV sl. fimmtudag. Á henni gef- ur að líta stóran nautshaus og tvær kynjaskepnur, einkenni hins svo- nefnda Cobra-hóps listmálara, en Svavar heitinn var einn þeirra. Þessa mynd keypti Jónas Freydal af Gallerí Profilen í Árósum og er reikningurinn greiddur og kvittað- ur þann 13. mars 1995. Á reikningn- um stendur að myndin sé seld í um- boði Ástu Eiríksdóttur, ekkju Svav- ars Guðnasonar. Sjálf sagði Ásta við DV þegar kæran kom fram, að henni heföi aldrei dottið i hug að setja falsaðar myndir í umferð, eða yfirhöfuð að svíkja nokkra mann- eskju. Ingi R. Helgason er lögmaður Ástu. Hann sagði í samtali við DV að þessi kæra væri bæði furðuleg og fáheyrt athæfi að draga hana há- aldraða með þessum óviðurkvæmi- lega hætti inn i mál sem hún ætti enga aðild að og hefði aldrei átt. Ófalsaður nautshaus? Fyrir liggur aö Ólafur Ingi hefúr talið þessa umræddu mynd að lík- indum falsaða og hefur birst þrisvar sinnum af henni mynd í Extrabla- det sem fylgst hefur náið meö föls- unarmálinu. Sl. sunnudag birtist hún í samsettri ljósmynd af 15 myndum merktum Svavari Guðna- syni. Sameiginlegt með þessum 15 myndum er aö Ólafur Ingi hefur lýst því yfir að þær séu að líkindum allar falsaöar. Menn sem eru vel kunnugir verk- um Svavars Guðnasonar segja að sumar þeirra séu það viðvaningsleg- ar að af þeim sökum séu þær líklega falsanir. Um sumar myndanna efast hinir kunnugu menn og telja að þær geti vel verið eftir Svavar - jafnvel örugglega. Meðal þeirra mynda er tússmyndin með nautshausnum. Það þykir einnig auka trúverðug- leika hennar aö hún skuli komin frá Ástu sjálfri. Ásta myndi aldrei fara að reyna að selja falsanir og komi þar femt til: Hún eigi ekkert nema ekta Svavarsmyndir. í öðru lagi þekki hún mætavel myndir Svavars og geti greint þær frá verkum ann- arra. í þriðja lagi sé hún strangheið- arleg og í fjórða lagi striöi það gegn augljósum hagsmunum hennar sem eiganda stærsta einkasafns mynda Svavars Guðnasonar að hætta á að fella gengi eigna sinna með slíkum hætti. Sumar af þessum ofan- nefndu 15 myndum hefur Ólafur Ingi taliö sannað að séu falsanir. Sannanirnar munu vera þær að pappír- inn sem þær eru málaðar á sé mun yngri en myndimar eiga að vera og hafi raunar ekki verið til þá. Pappírinn segir Ólafur að hafi verið rannsakaður af heimsþekkt- um breskum sérfræðingi, Peter Bauer. Þetta sé niður- staða hans. Það er einmitt þarna sem Jónas Freydal vill ná högg- stað á Ólafi Inga. Hann er viss í sinni sök að tússmynd- in af nautshausnum sé úr einkasafni Ástu Eiríksdótt- ur komin og það sé trygging fyrir áreiðanleika myndar- innar. Hafi Ólafúr rannsak- að hana og komist að annarri niðurstöðu, verði hann að leggja fram niðurstöður sínar og rök. Hafi hann enga rannsókn gert á myndinni en lýst hana fölsun engu að síður, verði hann að segja að svo sé og lýsa þar með yfir eigin ótrú- verðugleika. Með kæmnni er Jónas því að freista þess að koma höggi á Ólaf Inga. Aöferð hans hugnast lög- manni Ástu hreint ekki: „Það er al- veg furðulegt og fáheyrt að þyrla upp moldroki með þessum hætti,“ sagöi Ingi R. Helgason í samtali við DV. Tugmilljóna hagsmunir í húfi Málverkafölsunarmálið er mjög umfangsmikið og fer lögreglurann- sókn fram bæði á Islandi og í Dan- mörku. Sá hluti þess sem nær til þeirra mynda Svavars Guðnasonar sem hér hafa verið nefndar er, þó stór sé, aðeins einn anginn. Ólafur I. Jónsson telur í grein í Morgun- blaöinu 30. nóvember sl. að um 200 falsanir mynda eftir þekkta íslenska látna málara hafi gengið kaupum og sölum. Extrabladet hefur óbeint eft- ir Ólafi um síðustu helgi að talan geti stigið upp í 250-300 myndir þeg- ar öll kurl koma til grafar. Enn fremur segir blaðið hugsanlegt að 80% allra íslenskra og færeyskra málverka sem seld eru á uppboðum í Kaupmannahöfn séu falsanir. Hvort sem svo er þá er ljóst að mikil velta er í þessum viðskiptum og núverandi eigendur mjög margra málverka hafa reitt fram tugi millj- óna króna fyrir svikna vöru. Sá sem keypti myndirnar 15 eftir Svavar Guðnason er íslendingur sem býr I Holte skammt frá Kaupmannahöfn. Hann situr nú uppi með það að hafa greitt um 1,6 milljónir ísl. króna fyr- ir allan pakkann og óvissima um hvort myndirnar eru allar með tölu Innlent fréttaljós Stefán Ásgnmsson falsaðar eða ekki. Eigandi gallerís- ins sem hann keypti myndimar af heitir Leif Jensen og var eitt sinn ritstjóri Kaupmannahafnarblaðsins BT. Gallerí hans er í Valby, einu út- hverfa Kaupmannahafnar og er sér- hæft í verkum Cobra-málaranna. Hann segir að sér sé það lífs- nauðsyn að málið sé rann- sakað og aö niðurstaða fáist sem allra fyrst hver svo sem hún verði. Það sé úrslitaat- riði fyrir listaverkasala að vera trúverðugur og njóta trausts. „Ég kæri mig ekki um að blettur falli á mig,“ segir Leif Jensen við Extra- bladet. Fölsunaraðferðirnar Ólafur Ingi og eigendur um 23 mynda sem hann hef- ur talið vera falsaöar kærðu þessar meintu falsanir þann 27. mars í fyrra og hófst lög- reglurannsókn fljótlega. Enn hefur enginn árangur þessara rannsókna verið birtur af hálfu lögreglu og engin ákæra verið gefin út. Rannsóknarlögreglumenn og aðrir sem að rannsókn- inni koma em fáorðir um hana, segja hana tíma- ög mannfreka og vilja ekkert gefa upp um hvenær niður- staöna sé að vænta, né hvort ein- hverjir liggi undir gmn, hvort held- ur sem þeir séu grunaðir um sjálft handverkið eða viðskipti með fals- anir. Þá hefur heldur ekkert verið látið uppi af hálfu lögreglu um það hvernig falsarar hafi borið sig að með að framleiða og „markaðssetja" afurðimar. Þeir sem til þekkja í myndlistarheiminum segja hins vegar viö DV aö það gerist í grófum dráttum með þrennum hætti: í fyrsta lagi séu málaðar myndir sem em í „stíl“ þess listamanns sem ætl- unin sé að græða á með þessum hætti. Þá er fenginn drátthagur maður, eða hann tekur sig til sjálf- ur, og málar mynd eða myndir í sama eða svipuðum stíl og viðkom- andi málari málaði á ákveðnu skeiði á ferlinum. I öðra lagi séu raunverulegar myndir þekktra mál- ara stældar, eins og talið er að hafi verið gert með fyrrnefndar myndir Svavars Guðnasonar. Vandinn við þetta verklag er auð- vitað sá að finna réttu efnin, svo sem málninguna eða litina og strig- ann eða pappírinn sem málað er á. Ef notaður er t.d. nýr strigi þá verð- ur að gæta þess að gera hann „gaml- an“ með einhvers konar aðferðum svo trúverðugt sé. Til að komast hjá þessu era dæmi þess að falsarar hafa keypt gömul verðlítil málverk og málað yfir frummyndina. í þriðja lagi eru hreinlega teknar verðlitlar myndir óþekktra málara frá svipuðum tíma og fómarlamb falsaranna lifði og starfaði. Þannig er talið að „nýuppgötvaðar" myndir þekktra málara, t.d. Jóns Stefáns- sonar, Kristínar Jónsdóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannesar Kjar- vals o.fl. hafi orðið til. Málverk óþekkts málara í svipuðum stíl og fölsimarfómarlambið málaði í á til- teknu tímabili er tekið og undir- skrift málarans fölsuð á myndina. Dæmi munu vera um að þessi vinnubrögð hafi gengiö svo langt að íslenskar rollur hafi verið málaðar inn í eitthvert evrópskt landslag og síðan málað í eitt homið nafn Jóns Stefánssonar, Þórarins B. Þorláks- sonar eða einhvers annars af klass- Iskum íslenskum málurum. Traustsstimpillinn En það er auðvitað ekki nægjan- legt að mála mynd, það þarf að koma henni í verð. Áður en það tekst verður að fá áhugamenn um myndlist og væntanlega kaupendur til að trúa því að um ekta list sé að ræða, ekta list eftir þekktan og við- urkenndan, en látinn listamann sem ekki er tiltækur til að skera úr um hvort hann hafi málað myndina kærð eða ekki. Til að ná þessu markmiði segja kunnáttumenn að besta leiðin sé sú að setja upp sjónarspil sem felst í því að fara með fölsunina á uppboð hjá virtu fyrirtæki, t.d. Bruun - Ras- mussen í Kaupmannahöfn. Um leið og myndin sé komin á uppboðslista þar og skráð sem verk þekkts mál- ara sé bjöminn unninn því fáir trúi að virðuleg uppboösfyrirtæki séu að bjóða upp eitthvert rasl, þaðan af síður falsað rasl. En áður en þangað er náð með myndina segja kunnugir að það sé um að gera að auka verðgildi henn- ar og væntanlegt uppboðsverð með því að kynna hana í galleríum og meðal myndlistarkaupenda hingað og þangað, bæði á Islandi og í Dan- mörku. Slíkt kynningarstarf borgi sig ríkulega og fleiri bjóða í mynd- ina þegar röðin kemur að henni á uppboði. Þennan leik sé hægt að endurtaka nokkram sinnum meðan verðið fer hækkandi. Miklir hagsmunir Það er ljóst að hagsmunir i þessu spili era miklir á báða vegu auk þess sem æra manna og viðskipta- vild er í veði. Þetta skýrir að hluta til hörð viðbrögð þeirra sem nefnd- ir hafa verið til sögunnar undan- fama mánuði. Ólafúr Ingi Jónsson, sem kom skriðunni af stað, hefúr setið undir harðri skothríð þeirra sem telja að sér vegið með kæru- málum hans. Sjálfúr segir hann í dagblaðsgrein 30. nóvember í fyrra að hann standi ekki í þessu vegna persónulegra hagsmuna sinna né til þess að koma tilteknu galleríi, Gallerí Borg, og eiganda þess, Pétri Þór Gunnars- syni, á kaldan klaka. Það sé ekki hans sök að í öllum þeim falsanatil- feUum sem hann hafi uppgötvað komi GaUerí Borg við sögu, með einni undantekningu þó. Um tilganginn með aðgerðum sín- um segir Ólafur Ingi: „Verk lista- manna okkar er þjóðararfur sem endurspeglar alúð, virðingu og list- ræna glímu við viðfangsefnið, þar sem jafnan er leitað fuUkomnunar. Þau endurspegla menningu okkar. Okkur ber því að heiöra minningu okkar góðu meistara, sem og sam- tímalistamenn okkar, og gera allt sem í okkar valdi stendur tU að koma í veg fyrir ruddaleg svik og móðgun við list þeirra."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.